Morgunblaðið - 20.06.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Fráfarandi skólameistari
Menntaskólans á Akureyri
kvaddi með óvenjulegum hætti
við útskrift í skólanum fyrir
helgi. Jón Magnússon hæstarétt-
arlögmaður vék
að orðum hans á
blog.is: „Margir
hafa velt fyrir sér
vanda íslenska
skólakerfisins og
slökum árangri
íslenskra nem-
enda í fjölþjóð-
legum sam-
anburði. Nú
hefur skólameistari Mennta-
skólans á Akureyri (MA) komið
auga á vandamálið, en í lokaræðu
sinni sem skólameistari MA sagði
hann lokapróf skólans ekkert
hafa með nám eða menntun að
gera heldur væri það „kúg-
unartæki feðraveldis embættis-
manna“.
- - -
Er lokaprófið ekki mæling á
þekkingu og menntun sem
nemendur hafa öðlast í MA? Hef-
ur það nokkurn annan tilgang?
Er það ekki bara mælitæki? Hvað
hefur feðraveldi embættismanna
með það að gera?
- - -
Frá 2003 eða í tæp 20 ár hefur
skólameistarinn stýrt þessu
meinta kúgunartæki feðraveld-
isins. Við starfslok virðist hann
hafa fengið pópúlíska „woke“-
vitrun um að mælitækið sé vanda-
málið, en ekki kennslan.
- - -
Með sama hætti mætti halda
því fram að hitamælar séu
kúgunartæki feðraveldis lækna-
stéttarinnar og mistök lækna ekki
þeim að kenna heldur hitamæl-
inum.“
- - -
Ekki er við góðu að búast ef
dellan veður uppi í skólum
landsins.
Jón Magnússon
Er próf kúgun, ekki
könnun á getu?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Útivistarhópurinn Snjódrífurnar, með G. Sigríði
Ágústsdóttur, betur þekkt sem Sirrý, í farar-
broddi, leiddi fjallgöngu á Akrafjall til styrktar
Lífskrafti. Súlur og Sjónfríður leiddu samskonar
göngu á Glámuhálendi. Margar þjóðþekktar kon-
ur tóku þátt í göngunni. Allir þátttakendur skört-
uðu bleikri Lífskraftshúfu.
Lífskraftur stendur fyrir vitundarvakningu og
söfnun til stuðnings fjölskyldum og einstaklingum
sem glíma við krabbamein og ófrjósemi í kjölfar
krabbameinsmeðferðar. Bleiku húfurnar voru
settar í sölu í samstarfi við 66° Norður en þær eru
nú uppseldar. Fleiri húfur eru á leiðinni en einnig
er hægt að styrkja söfnunina beint með fjárfram-
lögum að því er segir í tilkynningu.
Snjódrífurnar með Sirrý í forystu standa að
góðgerðarfélaginu Lífskrafti og Lífskraftsgöng-
um. Sirrý hefur glímt við krónískt krabbamein ár-
um saman og þekkir vel þarfir einstaklinga í þeim
sporum. Hún fann sinn lífskraft í baráttunni við
krabbamein í fjallgöngum og með göngunum vill
hún minna á mikilvægi útivistar á þeirri vegferð.
logis@mbl.is
Gengu fyrir krabbameinsveika
- Allir þátttakendur
skörtuðu bleikri húfu
Lífskraftur Konurnar skörtuðu bleikum
Lífskraftshúfum meðan á fjallgöngunni stóð.
Sumarfundur aðildarríkja Fríversl-
unarsamtaka Evrópu (EFTA) fer
fram í dag. Fundurinn, sem er
haldinn árlega, fer fram í Mennta-
skóla Borgarfjarðar í Borgarnesi.
Þar koma saman ráðherrar, þing-
menn og samstarfsaðilar EFTA.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir utanríkisráðherra stýrir
fundinum, hann markar lok for-
mennsku Íslands í EFTA-ráðinu
undanfarið ár.
Aðalumræðuefni fundarins er
samvinna EFTA-ríkjanna, staða
fríverslunarviðræðna við önnur
ríki og samskipti við Evrópusam-
bandið. Jafnframt munu ráðherr-
arnir funda með þingmannanefnd
og ráðgjafarnefnd EFTA. Einnig
verður efnt til viðburða með
fulltrúum Kósovó, Taílands og Mol-
dóvu en þau eiga öll í fríversl-
unarviðræðum við EFTA.
Þeir sem sækja fundinn eru Þór-
dís Kolbrún eins og áður er nefnt,
Dominique Hasler utanríkis-
ráðherra Liechtenstein, Jan
Christian Vestre viðskiptaráðherra
Noregs, Marie-Gabrielle Ineichen-
Fleisch frá efnahagsmálaráðuneyti
Sviss og Henri Gétaz framkvæmda-
stjóri EFTA. logis@mbl.is
Árlegur fundur EFTA
haldinn í Borgarnesi
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Málefni Fundur EFTA verður haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar.