Morgunblaðið - 20.06.2022, Blaðsíða 6
DAGMÁL
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
Íslensk stjórnvöld hafa mögulega
gengið of langt í lagasetningu sem
hefur það markmið að takmarka er-
lent eignarhald á jörðum, því lögin
ná jafnframt yfir fasteignakaup er-
lendra aðila sem koma hingað og
starfa til skemmri eða lengri tíma.
Þetta kemur fram í nýjum þætti
Dagmála, sem sýndur er á mbl.is í
dag, þar sem þær Lilja Dögg Al-
freðsdóttir viðskipta- og menningar-
ráðherra og Svanhildur Hólm Vals-
dóttir framkvæmdastjóri Viðskipta-
ráðs fjalla um niðurstöður árlegrar
samkeppnisúttektar IMD-viðskipta-
háskólans í Sviss á samkeppnishæfni
ríkja sem birt var í síðustu viku. Ís-
land bætir stöðu sína og færist upp
um fimm sæti, úr 21. í 16. sæti. Ís-
lendingar reka þó lestina í saman-
burði við hin norrænu löndin, þar
sem Danmörk er fremst meðal þjóða
en hin öll á topp-tíu-lista yfir sam-
keppnishæfni.
Ísland skorar þó lágt í úttektinni
þegar horft er til erlendra fjárfest-
inga og alþjóðaviðskipta. Í þættinum
er meðal annars rætt um erlent
eignarhald á jörðum og fasteignum
þar sem Svanhildur Hólm gagnrýnir
það hversu langt stjórnvöld hafa
gengið og segir þversagnakennt að
stjórnvöld skuli tala um mikilvægi
þess að laða að erlenda sérfræðinga
til landsins en þeim sé meinað að
kaupa sér íbúð án samþykkis ráð-
herra. Lilja Dögg svarar því til að
það hafi ekki verið tilgangur laganna
og það þurfi að endurskoða, en hún
telji aftur á móti rétt að takmarka
möguleika erlendra aðila á því að
eignast jarðir hér á landi. Hún segir
þó í þættinum að hún telji að erlend-
ir aðilar geti átt þess kost að leigja
land til 99 ára, og þannig fjárfest á
landinu, byggt upp þjónustu á borð
við hótel og fleira.
Í þættinum er jafnframt rætt um
það hvort stjórnkerfið í heild, þ.e.
stjórnmálamenn og embættismenn,
sé meðvitað um mikilvægi þess að
efla samkeppnishæfni Íslands, þá
liði sem Ísland mælist vel í og aðra
þar sem Ísland getur bætt sig og
margt fleira.
Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Lilja Dögg
Alfreðsdóttir viðskipta- og menningarráðherra eru gestir Dagmála í dag.
Margt hægt
að gera betur
- Vilja efla samkeppnishæfni Íslands
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Fjárfestar hafa vart séð til sólar
undanfarin misseri á alþjóðafjár-
málamörkuðum, og markaðurinn
sem hefur farið hvað verst út úr nú-
verandi lækkunum er rafmynta-
markaðurinn. Bitcoin, stærsta raf-
myntin að markaðsvirði, hefur fallið
um 60% það sem af er ári og um
72% frá hæstu hæðum.
Kjartan Ragnars, stjórnar-
maður og regluvörður hjá Mynt-
kaupum, segir í samtali við Morg-
unblaðið að þetta sé í raun ekkert
nýtt ef maður lítur til baka og skoð-
ar þrettán ára sögu bitcoin, það sem
er öðruvísi í þetta skipti er að bitco-
in hefur aldrei farið í gegn um al-
þjóðlega fjármálakreppu líkt og út-
lit er fyrir að skelli á í bráðri
framtíð.
Tækifæri í svona aðstæðum
„Grundvöllurinn fyrir bitcoin
er algjörlega jafn sterkur og áður.
Auðvitað er leiðinlegt að það sé
mikill sársauki á mörkuðum, en það
á ekki bara við rafmyntamark-
aðinn,“ segir Ragnar og tekur sem
dæmi stóru tæknifyrirtækin í
Bandaríkjunum sem hafa mörg
hver lækkað um 50-80% á hluta-
bréfamarkaði. „Ég segi nú samt að
fyrir þá sem halda sér greiðslufær-
um í gegnum
svona, þá eru
auðvitað mikil
tækifæri sem
myndast í svona
aðstæðum.“
Aðspurður
segir Ragnar að
Íslendingar séu
meira að kaupa
en selja bitcoin
en margir sitji nú á hliðarlínunni og
vilji sjá hvernig muni rætast úr
þessu ástandi.
„Maður verður að skoða það í
samhengi við þessa fjármálakreppu
sem er að skella á um allan heim.
Fólk þarf að borga reikningana sína
og það er sama hvort þú átt bitcoin,
Rolex-úr eða hlutabréf,“ segir
Ragnar og bætir því við að jafnvel
séu fasteignir ekki ónæmar fyrir
lækkunum.
Rafmyntin terraluna fór á dög-
unum niður í núll og þurrkaði út
tæpa 5.400 milljarða en markaðs-
virði hennar var um tíma 41 millj-
arður bandaríkjadala. Inntur eftir
því hvort slíkt dragi ekki úr trú-
verðugleika rafmyntamarkaðarins
segir Ragnar fólk misskilja muninn
á bitcoin og öðrum rafmyntum. Það
sé í raun ekki hægt að bera þær
saman. „Hingað til þá sér maður
bara að eina sem er algjörlega
sannreynt að virki og virki áhættu-
laust er bitcoin. Það hefur aldrei
tekist að ráðast með árangursríkum
hætti á bitcoin í þrettán ára sögu
þess,“ segir Ragnar.
Ósjálfbærir vextir
Rafmyntakauphöllin Celsius,
sem Íslendingar hafa til dæmis
stundað viðskipti við, lokaði fyrir
allar úttektir viðskiptavina eftir að
höllin lenti í greiðsluörðugleikum
eftir lækkanir á rafmyntamarkaði.
Spurður hvort slíkt gæti komið fyr-
ir viðskiptavini Myntkaupa þvertek-
ur Ragnar fyrir það og segir allar
eignir fyrirtækisins öruggar. Eðl-
ismunur sé á starfsemi þeirra og
rafmyntakauphalla líkt og Celsius
sem braska með eignir notenda. „Í
grunninn var þetta þannig að þeir
voru að veðsetja eignir viðskiptavin-
anna til þess að fá meiri vexti en
þeir buðu viðskiptavinunum,“ segir
hann og nefnir að vextirnir hjá Cel-
sius hafi verið gríðarlega háir, allt
að 15%. Tekjumódel Myntkaupa
byggist á gjaldi sem tekið er við
kaup og sölu.
Auðvelt að fá himinhá lán
Eitt af því sem hefur einkennt
rafmyntamarkaðinn, og í raun alla
eignamarkaði síðustu tvö ár, er
mikil skuldsetning og greiður að-
gangur að lánsfé. Rafmyntamark-
aðurinn hefur þó líklega verið öfga-
kenndari í þessum efnum og auðvelt
hefur verið að nálgast hundraðfalda
gírun hjá sumum rafmynta-
kauphöllum.
„Það er klikkað að þú getur
sett milljón á Binance [stærsta raf-
myntakauphöll heims] og tekið 100
milljón króna stöðu í bitcoin. Ef það
kemur eitt prósent dýfa þá taparðu
milljóninni, en að sama skapi get-
urðu grætt 10 milljónir ef bitcoin
hækkar um 10%. Það eina sem ég
ætla að segja er að ég hvet engan til
að snerta það. Ég hef snert það
sjálfur og fólk í kringum mig. Töl-
fræðin er ekki að 90% tapa á þessu,
hún er ef til vill hærri.
Leiðin sem virkar langbest,
hvort sem það eru hlutabréf eða
bitcoin, er að finna þá eignaflokka
sem þú trúir á og halda í langan
tíma, jafnvel meira en tíu ár. Kaupa
jafnt og þétt þangað til þú ert orð-
inn sáttur,“ segir hann og bætir við:
„Tímaramminn hjá fólki verður oft
svo rosalega þröngur. Bitcoin snýst
einmitt um að hugsa hlutina til fjög-
urra, fimm ára plús.“
Miklar lækkanir á rafmyntamarkaði
- „Grundvöllurinn fyrir bitcoin er algjörlega jafn sterkur og áður“ - 5.400 milljarðar þurrkuðust út
- Rafmyntakauphöll lokaði fyrir úttektir vegna greiðsluörðugleika - Snýst um að horfa til lengri tíma
Sveiflur Óvissuástand vegna verðbólgu, vaxtahækkana og innrásar Rússa
veldur áhyggjum. Miklar lækkanir hafa sést á flestum eignamörkuðum.
Kjartan Ragnars
Starfsemi er aftur hafin í húsnæði
meðferðar- og stúlknaheimilisins á
Laugalandi í Eyjafirði en starfsemin
mun fara fram undir öðru nafni.
Þetta staðfestir forstjóri Barna- og
fjölskyldustofu, Ólöf Ásta Farest-
veit.
Eins og fyrr hefur verið greint frá
var meðferðarheimilinu á Lauga-
landi lokað í fyrra eftir að rekstrar-
aðili heimilisins, sem var einka-
fyrirtæki, ákvað að hætta starfsem-
inni. Lokuninni var í kjölfarið
mótmælt af aðstandendum og fyrr-
verandi skjólstæðingum Laugalands
á vefsíðu undir nafninu Laugaland
bjargaði mér þar sem var safnað frá-
sögnum og undirskriftum.
Að sögn Ólafar mun Barna- og
fjölskyldustofa núna reka heimilið
og ríkisstarfsmenn ráðnir þar til
vinnu. Þannig verður fagleg starf-
semi tryggð á Laugalandi að mati
Ólafar.
Verður þjónustan á heimilinu í
boði fyrir stúlkur og kynsegin og
sérstök áhersla á lögð áfallameðferð.
„Stúlkur sem hafa verið í neyslu eru
oft með langa áfallasögu,“ segir Ólöf.
Mun húsnæðið því þjóna mjög svip-
uðu hlutverki og það gerði áður en
því var lokað að sögn Ólafar.
Segir Ólöf að starfsemi sé nú þeg-
ar hafin og þrjár stelpur njóti nú
þjónustu þar, en heimilið verði form-
lega opnað 27. júní þar sem nýtt nafn
þess verður kynnt. Í lokin segir Ólöf
að gríðarleg vinna sé að baki en hún
sé hæstánægð með að undirbúningn-
um sé lokið svo að hægt sé að veita
mikilvæga þjónustu.
Meðferðarheimilið á
Laugalandi enduropnað
- Barna- og fjölskyldustofa opnar húsið undir nýju nafni
Ljósmynd/Barnaverndarstofa
Laugaland Meðferðarheimilinu var lokað fyrir rúmu ári en starfsemi er
hafin þar á ný eftir mótmæli fyrrverandi aðstandenda og skjólstæðinga.
754 nemendur brautskráðust frá Háskólanum í Reykja-
vík við hátíðlega athöfn í Eldborgarsalnum í Hörpu á
laugardaginn. Aldrei hafa fleiri nemendur verið braut-
skráðir frá skólanum. Í ræðum sviðsforseta samfélags-
og tæknisviðs, Bryndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur og
Gísla Hjálmtýssonar, í fjarveru rektors, Ragnhildar
Helgadóttur, kom meðal annars fram að kjarna-
hlutverk Háskólans í Reykjavík væri að skapa og miðla
þekkingu til að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina.
Alls útskrifuðust 63 með diplómu, 473 úr grunnnámi,
218 úr meistaranámi og fjórir með doktorspróf. Í út-
skriftarhópnum voru 361 kona og 393 karlar. Flestir
luku námi frá verkfræðideild háskólans að þessu sinni,
eða 180 nemendur, þar af 67 með meistaragráðu.
Metfjöldi útskrifaðist úr HR
- 754 nemendur brottskráðir við hátíðlega athöfn í Hörpu
Ljósmynd/HR
Útskrift Nemendur Háskólans í Reykjavík hlýða á ávörp
Bryndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur og Gísla Hjálmtýssonar.