Morgunblaðið - 20.06.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.2022, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 0. J Ú N Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 142. tölublað . 110. árgangur . FARSÆLD BARNA FYRIR BRJÓSTI FYRSTI BORG- ARSTJÓRINN ÚR ÚTHVERFI VALSKONUR Á TOPPNUM YFIR EVRÓPUMÓTIÐ DAGUR 50 ÁRA 24 BESTA DEILDIN 26ÁRELÍA EYDÍS 11 „Grundvöllurinn fyrir bitcoin er al- gjörlega jafn sterkur og áður. Auð- vitað er leiðinlegt að það sé mikill sársauki á mörkuðum, en það á ekki bara við rafmyntamarkað.“ Þetta segir Kjartan Ragnars, stjórnar- maður og regluvörður hjá Mynt- kaupum. Rafmyntamarkaðurinn, líkt og aðrir eignamarkaðir, hefur lækkað mikið undanfarið misseri og bitcoin, stærsta rafmyntin að mark- aðsvirði, hefur lækkað um rúm 50% það sem af er ári. „Ég segi nú samt að fyrir þá sem halda sér greiðslufærum í gegnum svona, þá eru auðvitað mikil tæki- færi sem myndast við svona að- stæður.“ Aðspurður segir Ragnar að Íslendingar séu meira að kaupa en selja bitcoin en auðvitað eru margir á hliðarlínunni sem vilja sjá hvernig rætist úr þessu ástandi. „Maður verður að skoða það í samhengi við þessa fjármálakreppu sem er að skella á um allan heim. Fólk þarf að borga reikningana sína og það er sama hvort þú átt bitcoin, Rolex-úr eða hlutabréf,“ segir Ragnar og bætir því við að jafnvel séu fast- eignir ekki ónæmar fyrir lækkun- um. „Leiðin sem virkar langbest, hvort sem það eru hlutabréf eða bitcoin, er að finna þá eignaflokka sem þú trúir á og halda í langan tíma, jafnvel meira en tíu ár. Kaupa jafnt og þétt þangað til þú ert orð- inn sáttur,“ segir hann og bætir við: „Tímaramminn hjá fólki verður oft svo rosalega þröngur. Bitcoin snýst einmitt um að hugsa hlutina til fjög- urra, fimm ára plús.“ » 6 Tækifæri mynd- ast á markaði - Bitcoin lækkað um 70% frá toppnum Kjartan Ragnars Magnea Gná Jóhannsdóttir, varaforseti borg- arstjórnar og yngsti borgarfulltrúi Reykja- víkur frá upphafi, lagði blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur við hátíðlega at- höfn í Hólavallakirkjugarði í gærmorgun í tilefni af baráttudegi íslenskra kvenna. Er þetta í tíunda sinn sem lagður er blómsveigur á leiði Bríetar í tilefni dagsins en hún var rún Björnsdóttir, Katrín Magnússon og Þór- unn Jónassen buðu fram Kvennalistann. Kvennalistinn fékk flest atkvæði og þær kom- ust allar í bæjarstjórn. stofnandi Kvenréttindafélags Íslands og fyrsti formaður félagsins. Jafnframt var hún kosin bæjarfulltrúi í bæjarstjórnarkosn- ingum í Reykjavík árið 1908 þegar hún, Guð- Morgunblaðið/Óttar Geirsson Yngsti borgarfulltrúinn lagði blóm á leiði fyrsta kvenkyns fulltrúans Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Fjöldi tilhæfulausra bakreikninga fyrir „komum“ sjúklinga, sem skráð- ir eru hjá einkareknum heilsu- gæslum, í blóðprufu á heilsugæslu hins opinbera hlaupa líklega á tugum þúsunda. Þetta segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, í samtali við Morgun- blaðið. Hann segir að kjósi sjúklingur á einkarekinni stöð að fara í blóðprufu á heilsugæslustöð hins opinbera, þar sem starfsmenn Landspítalans ann- ast blóðtöku en ekki hjúkrunarfræð- ingur eða læknir á vegum heilsu- gæslunnar, skráist það sem koma á heilsugæsluna. Það segir Ragnar ekki í samræmi við veitta þjónustu, enda komi starfsfólk heilsugæslunnar ekki að henni. Vegna skráningarinnar sem Ragnar telur tilhæfulausa fær heilsugæslan sem sjúklingurinn er skráður á bakreikning samkvæmt greiðslukerfi heilsugæslanna og heilsugæslunni þar sem blóðprufan er tekin greitt sérstaklega. Ragnar segir að læknar hjá einka- reknum heilsugæslum hafi nýlega vakið máls á þessu við Sjúkratrygg- ingar Íslands en ekki fengið nein við- brögð. Telur hann að ef málunum væri öfugt háttað yrði einkarekin stöð lögsótt fyrir fjárdrátt enda um til- hæfulausa reikninga að ræða. „Heilsugæslan skráir ranglega til sín komur þegar annar aðili vinnur vinnuna og tekur til sín gjöldin sem falla til við komuna og refsar við það einkaaðila sem er í heiðarlegum rekstri,“ segir Ragnar. Heilsugæslan á höfuðborgar- svæðinu, sem er rekin af hinu opin- bera, og Landspítalinn hafa auk þess í sjö ár haft sín á milli sérstakan samning um gjaldtöku vegna blóð- prufa. Árið 2017 gerði Samkeppnis- eftirlitið alvarlegar athugasemdir við samninginn þar sem sömu kjör stóðu einkareknum heilsugæslum ekki til boða. Horft fram hjá tilhæfu- lausum reikningum - Fjöldi rangra færslna hleypur líklega á tugum þúsunda Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýnataka Starfsfólk Heilsugæsl- unnar annast ekki blóðsýnatöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.