Morgunblaðið - 24.06.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.2022, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. J Ú N Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 146. tölublað . 110. árgangur . FLESTAR UPPALDAR Í EYJUM KRAFIST NÝRRAR KRUFNINGAR FYRSTA ÍSLENSKA SIRKUS- LISTAHÁTÍÐIN JOHN MCAFEE, 13 FLIPP HEFST 28BESTA DEILDIN 27 Volodimír Selenskí Úkraínuforseti fagnaði í gær ákvörðun leiðtogaráðs Evrópusambandsins, en það ákvað á fundi sínum í Brussel að veita Úkra- ínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkja að sambandinu. Sagði Selenskí að um væri að ræða sögulega stund fyr- ir land sitt. Charles Michel, forseti leiðtoga- ráðsins, sagði ákvörðunina marka mikilvægt skref á vegferð ríkjanna inn í sambandið, en umsóknarferlið getur tekið mörg ár. Samkvæmt fréttaveitunni AFP er talið að ákvörðunin muni hleypa enn meiri spennu í samskipti Rússlands og ríkja Evrópu, sem hafa verið stirð síðustu sólarhringa vegna deilna um jarðgassendingar Rússa, sem og vegna hótana þeirra gegn Litháum í kjölfar þess að þeir ákváðu að loka fyrir vöruflutninga frá meginlandi Rússlands til borgarinnar Kalínín- grad, en Litháar hafa sagst vera að framfylgja refsiaðgerðum ESB. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir í sam- tali við Morgunblaðið í dag að hót- anir Rússa hafi fælingarmátt gegn vesturveldunum sem virki einkar vel, þar sem óútreiknanleiki ráða- manna í Kreml hefur aukist. „Það var með nokkuð góðri vissu hægt að leiða líkum að því hvernig sovésk stjórnvöld myndu bregðast við til- teknum aðstæðum sem kæmu upp í samskiptum vestursins og austurs- ins á sínum tíma,“ segir hann. Nú sé öldin hins vegar önnur. Baldur sótti nýverið ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í Helsinki þar sem finnskir sérfræðingar töluðu um breytingar á samskiptum við Rússa, þar sem Finnar hefðu alla tíð verið í mjög góðu talsambandi við ráða- menn í Kreml. Núna væru örfá kurt- eisissamtöl og ekki samtöl á milli. Menn vissu ekki hvernig þeir hugs- uðu og hvernig þeir gætu hugsan- lega brugðist við. „Það er þessi óvissa sem er mjög erfið.“ Söguleg stund fyrir Evrópuvonir Úkraínu - Mun auka á spennu í samskiptum ESB og Rússa AFP/John Thys ESB Leiðtogar ESB kynna hér ákvörðun sína um stöðu Úkraínu. MÓgnin nærtækari »2 og 13 Tveir fálkaungar eru að alast upp í fálka- hreiðri á ónefndum stað á Norðvesturlandi. Hreiðrið er í gömlum hrafnslaupi. Ungarnir fylgdust vel með þegar annað foreldrið brá sér af bæ í veiðiferð. Ljósmyndarinn sat í öruggri fjarlægð frá hreiðrinu og lét lítið fyrir sér fara til að trufla ekki fálkana. Þá flugu framhjá tveir skúfandarsteggir. „Allt í Nielsen, vistfræðings og rjúpna- og fálka- sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Hann segir að fálkar verpi í skútum, syllum eða hrafnslaupum. »6 einu flýgur fálkinn af stað og kemur með önd í matinn,“ segir Guðlaugur J. Alberts- son. Fálkavarp virðist fljótt á litið hafa gengið ágætlega í vor, að sögn Ólafs K. Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson Fálkapar er að koma upp ungum í gömlum hrafnslaupi _ Launakostnaður hjá Reykjavík- urborg jókst um einn og hálfan milljarð króna á milli ára á fyrsta ársfjórðungi og nam alls 21,4 millj- örðum króna. Þetta kemur fram í rekstrarupp- gjöri A-hluta borgarinnar fyrir fyrsta ársfjórðung. Launakostnaðurinn er 830 millj- ónum meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun borgarinnar. Samkvæmt uppgjörinu var tap á rekstri borgarinnar á ársfjórð- ungnum tæpir 4,8 milljarðar, en það var 4,3 milljarðar á síðasta ári. Tapið er umfram áætlanir því gert var ráð fyrir 2,9 milljarða halla í fjárhagsáætlun. »4 Morgunblaðið/Ómar Reykjavíkurborg Tap á A-hluta nam 4,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Launakostnaður jókst um 1,5 ma.kr. _ Jarðskjálfti upp á 4,6 að stærð varð 13,8 kílómetra sunnan af Ei- ríksjökli, það er undir Langjökli, klukkan tólf mínútur yfir tíu í gær- kvöldi. Fjöldi tilkynninga um að skjálft- inn hefði fundist í byggð barst Veð- urstofu Íslands, af öllu Vesturlandi, norður í Húnavatnshrepp, á höfuð- borgarsvæðinu og allt suður í Rangárþing eystra. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjöl- farið og voru þeir orðnir nokkrir tugir þegar blaðið fór í prentun. Nokkuð er orðið síðan svo stór skjálfti varð á þessum slóðum. Árið 2015 reið yfir skjálfti undir Geit- landsjökli yfir 4 að stærð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jökull Langt er orðið síðan skjálfti yfir fjórir að stærð varð við Langjökul. Jarðskjálfti upp á 4,6 undir Langjökli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.