Morgunblaðið - 24.06.2022, Side 10
Guðrún Sigríður Arnalds
gsa@mbl.is
Framvæmdir á lóðinni við Valhöll
eru hafnar og hafa nú þegar trén
sem umkringja lóðina fengið að
fjúka. Þórður Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
segir við Morgunblaðið að enn sem
komið er gangi allt eftir áætlun.
„Framkvæmdir ganga vel, en það
má gera ráð fyrir því að svona upp-
bygging taki um 18 til 24 mánuði
þótt það geti vel verið að þeir verði
sneggri að þessu.“ bætir Þórður
við.
Umræddar framkvæmdir eru til
uppbyggingar skrifstofubyggingar
og íbúðarhúsnæðis við Háaleitis-
braut 1, en þær voru samþykktar á
fundi skipulags- og samgönguráðs
Reykjavíkurborgar í lok ársins
2019. Valhöll er á lóðinni en þar má
finna skrifstofur Sjálfstæðisflokks-
ins auk tannlæknastofu.
Framkvæmdir á lóðinni munu
taka mið af þéttingu byggðar því
við Valhöll eru nú 88 bílastæði en
þau verða 125 og hjólastæðum
fjölgar úr engu í 115. Húsið verður
5.000 fm, með 48 íbúðum og byggt
á 5-6 hæðum.
Framkvæmdir
hafnar við Valhöll
- Vel gengur að byggja - Búist við
framkvæmdum í 18 til 24 mánuði
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Framkvæmdir Þessi steinn fær að fjúka seinna meir í framkvæmdunum.
Morgunblaðið/Eggert
Valhöll Búið er að rífa allmörg tré sem umkringdu lóðina. Framkvæmdir eru nýhafnar og eru enn á áætlun.
Tölvuteikning/THG Arkitektar
Bolholt Svona á húsið að líta út þegar framkvæmdum lýkur, en á hægri hönd sést skuggamynd af Valhöll.
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022
Sumar-
verkin
Sími 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
Samkeppnishæf verð,
fagmennska og áratuga þekking.
Bílaplön, stéttar, klæðningar,
gluggar, bílastæðahús.
Ekkert verkefni er okkur ofviða.
Hitanum var nokkuð misskipt milli
landshluta í gær en á meðan sólin
lék við íbúa á suðvesturhorninu var
kalt loft yfir landinu fyrir norðan og
gránaði í fjöll í Vaðlaheiði.
„Það er mjög kalt loft yfir landinu
og verður svoleiðis núna en tekur
upp að mestu leyti yfir daginn á
morgun. Verður jafnvel kalt aðfara-
nótt laugardags líka en síðan er
þetta líklega búið,“ sagði veðurfræð-
ingur hjá Veðurstofu Íslands þegar
blaðamaður sló á þráðinn í gær.
„Þetta gerist alltaf annað slagið þeg-
ar gengur í kalda norðanátt eins og
núna. Hún er nokkuð hvöss og við
búum bara svo norðarlega á kúlunni
að þetta getur gerst annað slagið.“
Búast má við keimlíku veðri í dag
nema það dregur úr vindi. Heitast
verður á Suðurlandinu með allt að
13 stiga hita en svalast fyrir norðan
þar sem gera má ráð fyrir smávægi-
legri rigningu á láglendinu en
slyddu til fjalla. Hiti fer varla yfir
sjö gráður.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Svalt Búast má við svipuðu veðri fyrir norðan á morgun.
Snjókoma daginn
fyrir Jónsmessu
- Spáð er keimlíku veðri á morgun