Morgunblaðið - 24.06.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022
2013
2018
Reki ehf • Skemmuvegur 46 • 200 Kópavogur • Sími 562 2950
www.reki.is
Við sérhæfum okkur í síum
í allar gerðir véla
Eigum til flest allar gerðir af síum á lager
Áratuga reynsla í þjónustu við íslenskan iðnað
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Úkraínu og Moldóvu var í gær
formlega veitt staða umsóknarríkja
að Evrópusambandinu. Þetta upp-
lýsti Charles Michel, forseti leið-
togaráðs ESB, í kjölfar leiðtoga-
fundar sambandsins í Brussel sem
komst að þessari niðurstöðu.
„Leiðtogafundurinn ákvað rétt í
þessu að veita Úkraínu og Moldóvu
umsóknarstöðu. Þetta er sögulegt
augnablik. Í dag fögnum við stóru
skrefi ríkjanna í átt að ESB,“ skrif-
aði Michel á Twitter í gær.
Sameinuð og sterk
Óskaði hann Volódímír Selenskí
Úkraínuforseta og Maiu Sandu,
forseta Moldóvu, og þjóðum
ríkjanna til hamingju með áfang-
ann og undir þær hamingjuóskir
tók Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnar ESB, og
kvað umsóknarríkin nýbökuðu til-
heyra evrópsku fjölskyldunni.
„Ákvörðun þessi sýnir umheim-
inum að við stöndum sameinuð og
sterk gegn utanaðkomandi ógn-
um,“ sagði von der Leyen í gær.
Georgía, sem einnig óskar stöðu
umsóknarríkis, þarf hins vegar að
sýna biðlund, leiðtogafundurinn
taldi umbætur þar heima fyrir ekki
enn komnar á það stig að hægt
væri að verða við óskinni.
Ákvörðun ESB færir Rússum
skýr skilaboð þess efnis að hvorki í
Brussel né Kænugarði standi til að
fallast á hugmyndir Vladimírs Pút-
íns Rússlandsforseta um nýja skip-
an mála í Evrópu. Sjálfur hefur
hann látið þau orð falla opinberlega
að hann láti sér sambandsaðild
Úkraínu í léttu rúmi liggja, það sé
eigin ákvörðun sjálfstæðs ríkis að
gerast aðili að efnahagslegum ríkja-
samböndum. Stjórnmála- og aðrir
skýrendur spyrja sig þó hve mikill
hugur fylgi þessu máli forsetans.
Gera Rússar leifturárás?
Augu heimsins beinast nú að
harðnandi deilu Rússa og Litáa
vegna tálmunar þeirra síðarnefndu
á umferð vöruflutningalesta til
Kalíníngrad, en Rússar hótuðu Lit-
áum á þriðjudag „verulega nei-
kvæðum áhrifum“ eins og hér var
greint frá í gær. Litáísk stjórnvöld
hafa hins vegar svarað því til að
lestabannið sé í fullkomnu sam-
ræmi við viðskiptabann ESB gagn-
vart Rússum og njóta aðgerðir
þeirra fulls stuðnings sambands-
ins.
Uppi eru nú vangaveltur um
meðal annars hvort Rússar geri al-
vöru úr lítt duldum hótunum sínum
um árás á Atlantshafsbandalags-
ríkið Litáen sem, samkvæmt 5.
grein sáttmála bandalagsins, jafn-
gildir árás á öll aðildarríkin. Þar á
meðal eru hugmyndir um leiftur-
árás Rússa frá Hvíta-Rússlandi og
Kalíníngrad með það fyrir augum
að opna flutningaleið gegnum Su-
walki-ganginn svokallaða milli Pól-
lands og Litáens.
AFP/Sergei Supinsky
Umsóknarríki Volódímír Selenskí er kominn í anddyri Evrópusambandsins.
„Sögulegt augnablik“
- Úkraína og Moldóva teljast formlega ný umsóknarríki að ESB - Georgía taki
betur til heima fyrir - Harðnar á dalnum í vöruflutningadeilu Rússa og Litáa
Dönsk stjórnvöld bjóða nú þegnum
landsins, eldri en 50 ára, að þiggja
fjórðu bólusetningu við kórónuveir-
unni. Sú mun vera til höfuðs hinu
svokallaða BA5-afbrigði veirunnar
sem nú er ríkjandi afbrigði í Dan-
mörku. 2,5 milljónir landsmanna til-
heyra hópnum sem stendur ný bólu-
setning til boða. Segir Mette
Frederiksen forsætisráðherra rétt
að heilbrigðisyfirvöld landsins séu
við öllu búin, þótt ætlunin sé að njóta
sumarsins.
Róið er að því öllum árum að búið
verði að bjóða öllum hópnum tíma í
bólusetningu með haustinu. Þeir
sem tilheyra áhættuhópum geta þó
fengið sprautuna áður en aðal-
sumarfrístíminn hefst, frá því strax
eftir helgina.
DANMÖRK
AFP/Mads Claus Rasmussen
Frederiksen fer yfir stöðuna í fyrradag.
Fjórða sprautan
stendur til boða
Norðmaður á
fimmtugsaldri er
í haldi spænskrar
lögreglu eftir
handtöku í Ali-
cante. Liggur
maðurinn undir
grun um að hafa
dreift áróðri í
nafni hryðju-
verkasamtak-
anna Ríkis íslams
á samfélagsmiðlum og hvatt þar til
heilags stríðs, eða jihad, auk þess
sem á heimili hans fannst efni tengt
nýráðningum til samtakanna og
kynningarefni ætlað nýjum fé-
lögum.
Hugðist halda til átakasvæða
Greinir spænska lögreglan frá
því í fréttatilkynningu að áður hafi
grunaði gert tilraun til að flytja til
átakasvæða í Sýrlandi eða Írak við
fjórða mann en hinir þrír voru á
sínum tíma viðriðnir hryðjuverka-
árás í Grosní í Tsjetsjeníu sem kost-
aði 21 mannslíf.
Var sá norski leiddur fyrir dóm-
ara á þriðjudaginn og situr nú inni.
Norska utanríkisráðuneytið kann-
ast við málið og mun bjóða fram
lögboðna aðstoð en getur ekki tjáð
sig frekar um málið. Þá kveðst
norska öryggislögreglan PST vita
af handtökunni en þar á bæ vildu
menn ekki ræða málin frekar.
SPÁNN
Norðmaður áróðurs-
vél Ríkis íslams
Spánn Norðmað-
urinn er í haldi.
Hugbúnaðarfrumkvöðullinn John Mc-
Afee, eða jarðneskar leifar hans, ligg-
ur enn í líkhúsi í katalónsku höfuð-
borginni Barcelona á Spáni, einu ári
eftir að hann fannst látinn í fangaklefa
þar í borginni.
Það var 23. júní í fyrra sem McAfee,
hönnuður fyrstu hugbúnaðar-
vírusvarnarinnar sem seld var á al-
mennum markaði í heiminum, fannst í
fangaklefanum, 75 ára gamall á and-
látsstundu. Höfðu spænsk yfirvöld
haft hendur í hári hans í kjölfar fram-
salskröfu þeirra bandarísku vegna
meintra skattaundanskota.
Andlátið bar að höndum aðeins fá-
einum klukkustundum eftir að
spænskur dómstóll úrskurðaði fram-
salskröfuna réttmæta og að McAfee
skyldi sendur til Bandaríkjanna. Voru
þá átta mánuðir liðnir frá handtöku
hans á Spáni í kjölfar margra ára
flótta undan bandarískri réttvísi.
Niðurstaða að lokinni krufningu var
að dánarorsökin hefði verið sjálfsvíg
með hengingu og greindu stjórnendur
Brians 2-fangelsisins í Barcelona frá
því að McAfee hefði gert tilraun til að
enda líf sitt fjórum mánuðum áður.
Þessu vísar ekkja hans, Janice
McAfee, á bug og kveður eiginmann
sinn ekki hafa verið haldinn sjálfs-
vígshvöt. „Erfitt er að lýsa því með
orðum hvernig lífið hefur verið síð-
asta árið,“ skrifaði ekkjan á Twitter í
gær og kvaðst mundu leita sannleik-
ans í málinu. Hvatti hún lesendur
sína til að rita nafn sitt undir rafræna
áskorun og hvetja þar spænsk yfir-
völd til að láta líkamsleifarnar af
hendi svo krufning óháðra aðila
mætti fara fram.
Dómstóll hafnaði kröfu
Í gær höfðu 1.365 undirskriftir
safnast en fjölskyldan er þeirrar
skoðunar að krufningin sem fram fór
á sínum tíma hafi verið hroðvirknis-
lega unnin. Hefur spænskur dómstóll
þegar hafnað kröfu um nýja krufn-
ingu eftir því sem Javier Villalba, lög-
maður fjölskyldunnar, greindi frá í
fyrradag. Hefur þeim úrskurði nú
verið áfrýjað og veltur það á nið-
urstöðu áfrýjunarmálsins hvort yf-
irvöld láti líkamsleifar hugbún-
aðarfrumkvöðulsins af hendi.
Talskona dómsmálaráðuneytis
Katalóníu segir líkið munu liggja
áfram í sama líkhúsi og annaðist
krufninguna þar til lögformleg úr-
lausn fáist, en játar að óvenjulegt
teljist að lík sem borin hafi verið
kennsl á liggi svo lengi í líkhúsi þrátt
fyrir eindregnar kröfur ættingja um
annað.
John McAfee var bresk-banda-
rískur, fæddur í Glósturskíri á Eng-
landi árið 1945, og kom víða við á
vettvangi hugbúnaðarþróunar. Hann
lauk fyrstu háskólagráðu í stærð-
fræði frá Roanoke-skólanum í Virg-
iníu 1967 og stefndi að doktorsgráðu
frá Northeast-háskólanum í Loui-
siana þar til honum var vísað þaðan
fyrir að eiga í sambandi við nemanda
sem síðar varð fyrsta eiginkona hans.
Hann starfaði sem forritari hjá
geimferðastofnuninni NASA en varð
þekktastur af fyrirtæki sínu McAfee
Antivirus og samnefndri vírusvörn
sem kom á markað árið 1987.
Vírusvarnakóngur enn í líkhúsinu
- Ekkjan krefst nýrrar krufningar í
kjölfar meints sjálfsvígs í fangaklefa
AFP/Adalberto Roque
Hugbúnaðarfrumkvöðull John McAfee í viðtali við AFP-fréttastofuna um
borð í snekkju sinni í Hemingway-höfninni í Havana á Kúbu 26. júní 2019.
Ástralska ríkið Victoria verður fyrst
þar í landi til að banna þegnunum að
skreyta sig hakakrossum þegar ný
lög taka þar gildi eftir sex mánuði.
Samkvæmt lagabókstafnum ligg-
ur allt að eins árs fangelsi ellegar
22.000 ástralíudala sekt, jafnvirði
tveggja milljóna króna, við að sýna
af ráðnum hug þetta ævaforna tákn
sem Adolf Hitler og nasistaflokkur
hans komu óorði á fyrir hátt í hundr-
að árum.
„Engum skal leyfast að bera út
kynþátta-, gyðinga- eða annars kon-
ar hatur,“ sagði Dan Andrews ríkis-
stjóri eftir að nýju lögin voru sam-
þykkt. Í ríkinu gilda þegar lög sem
leggja bann við hatursorðræðu en
þau þykja gloppótt og hafa sætt
nokkurri gagnrýni fyrir.
Kröfur um umbætur urðu hávær-
ar árið 2020 þegar par nokkurt
flaggaði hakakrossfána á húsi sínu
við lítinn fögnuð sveitunga sinna.
Þrjú önnur áströlsk ríki hafa nú boð-
að sams konar löggjöf en samkvæmt
Victoria-lögunum kemur ekki til
ákæru nema sá sem sýnir táknið
neiti að hylja það við beiðni þar um.
„Tákn nasista upphefur eina
hatursfyllstu hugmyndafræði sög-
unnar, sýning þess á almannafæri
veldur engu öðru en sársauka og
sundrungu,“ sagði Jaclyn Symes,
ríkissaksóknari Victoria, í yfirlýs-
ingu um nýja lagabókstafinn sem
sagður er hnefi í andlit ástralskra
nýnasistahreyfinga.
Sem fyrr segir er táknið ævafornt
og er elsta dæmi um það 15.000 ára
gamalt, hakakross á lítilli fuglsstyttu
úr loðfílstönn sem fannst við forn-
leifauppgröft árið 1908 í Mezyn í
Úkraínu og er þar talinn frjósemis-
tákn.
Lög gegn hakakrossum
- Úlfaþytur eftir að par flaggaði krossinum á húsi sínu
Ljósmynd/Wikipedia
Ríkisstjórinn Dan Andrews fagnar
nýju lögunum gegn hakakrossum.