Morgunblaðið - 24.06.2022, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022
Hafnarfjörður Lofthræðsla hrjáir ekki þessa menn, sem unnu við viðhald á þaki turnsins á Hafnarfjarðarkirkju.
Eggert Jóhannesson
Ein stærsta breytingin
á samsetningu samfélags-
ins næstu árin er fólgin í
því að íslenska þjóðin er að
eldast. Gangi mannfjölda-
spá Hagstofu Íslands eftir,
verður 20% mannfjöldans
eldri en 65 ára fyrir árið
2040 og 25% fyrir 2060.
Það fer sem betur fer
saman að á sama tíma og
við verðum eldri, þá erum
við almennt líka sprækari
lengur fram á efri ár en áður. Það er
auðvitað ekki algilt og við megum
ekki gleyma þeim sem hafa unnið
erfiðis- og álagsstörf á langri starfs-
ævi, sem meðal annars á við um
stórar kvennastéttir. En við þurfum
breyttar áherslur í þjónustu við
eldra fólk, þar sem horft er til
heilsueflandi og styðjandi sam-
félags. Stjórnvöld vilja marka skýra
framtíðarsýn og heildarstefnu, þar
sem meðal annars er lögð áhersla á
að skipuleggja þjónustuna þannig að
eitt þjónustustig taki hnökralaust
við af öðru. Skýrt sé hver ber ábyrgð
á ákveðnum þjónustuþáttum og
veitt sé markviss þjónusta sem
byggist á faglegu mati á þörfum
hvers og eins.
Í þessari viku skrifuðu stjórnvöld,
Samband íslenskra sveitarfélaga og
Landssamband eldri borgara undir
viljayfirlýsingu, þess efnis að ráðast í
heildarendurskoðun á þjónustu við
eldra fólk. Þá höfum við heilbrigð-
isráðherra skipað verkefnastjórn
með fulltrúum þessara aðila sem ætl-
að er að vinna aðgerðaáætlun til
fjögurra ára sem lögð verði fram á
Alþingi vorið 2023. Í framhaldi af því
skal verkefnastjórnin vinna skipu-
lega að innleiðingu og framkvæmd
áætlunarinnar, m.a. með tillögum
um þær breytingar á lögum og
reglugerðum sem þarf að ráðast í til
að ná fram þeim markmiðum sem
sett eru fram.
Meira sjálfstæði og
lengri tími heima
Í starfi verkefnisstjórnar verður
lögð áhersla á heildstæða og sam-
þætta stuðnings- og heilbrigðisþjón-
ustu í heimahúsum, þátttöku og
virkni aldraðra og að efla lýðheilsu og
forvarnir. Leggja
þarf áherslu á heilsu-
eflingu eldra fólks,
virkniþjálfun, fé-
lagslegan stuðning
og skimun til að
vinna gegn einmana-
leika, félagslegri ein-
angrun, kvíða og
þunglyndi. Þörf er á
heildstæðri og sam-
þættri endurhæfingu
og viðhaldsend-
urhæfingu, sem og
auknum sveigj-
anleika í þjónustu á
borð við dagþjálfun. Þá felast mikil
tækifæri í betri nýtingu á fjölbreyttri
velferðartækni sem og samhæfingu
innan og á milli þjónustukerfa til að
bæta þjónustu við notendur velferð-
arþjónustunnar. Ávinningurinn felst í
auknum lífsgæðum og sjálfstæði not-
endanna, hagkvæmni, endurskoðun á
lausnum og framkvæmd, og minni só-
un á tíma og mannafla.
Ráðuneytin, sveitarfélögin og
hagsmunaaðilar leiða nú saman hesta
sína og horfa saman heildstætt á
verkefnið, að samþætta þjónustu
þvert á velferðar- og heilbrigðiskerfi.
Ánægjulegt er að fara í þessar breyt-
ingar, því það er til svo mikils að
vinna fyrir stóran hóp Íslendinga í
dag og fyrir okkur öll á lífsleiðinni.
Eldra fólk er fjölbreyttur hópur sem
gefur mikið til samfélagsins og hefur
mismunandi þjónustuþarfir. Við eig-
um að mæta fólki þar sem það er, á
þess eigin forsendum. Þannig bætum
við þjónustuna um leið og við gerum
fólki kleift að taka lengur virkan þátt
í samfélaginu. Það er mér ákaflega
dýrmætt að geta stuðlað að þessu og
bind ég miklar vonir við þetta verk-
efni.
Eftir Guðmund Inga
Guðbrandsson
»Eldra fólk er fjöl-
breyttur hópur sem
gefur mikið til sam-
félagsins og hefur mis-
munandi þjónustuþarf-
ir. Mætum fólki þar sem
það er, á þess eigin for-
sendum.
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
Höfundur er félags-
og vinnumarkaðsráðherra.
Betri þjónusta
við eldra fólk
Nú við þinglok í vor
urðu þau gleðilegu tíð-
indi að frumvarp dóms-
málaráðherra um breyt-
ingu á lögum um
meðferð sakamála og
lögum um fullnustu
refsinga (bætt rétt-
arstaða brotaþola, fatl-
aðs fólks og aðstand-
enda) varð að lögum.
Nýju lögin fela það
m.a. í sér að brotaþola
og fyrirsvarsmanni hans er ávallt
heimilt að vera viðstaddur lokað
þinghald, eða fylgjast með lokuðu
þinghaldi í gegnum fjarfundabúnað í
dómhúsi þar sem því verður komið
við, eftir að hann hefur gefið skýrslu
nema dómari telji sérstakar ástæður
mæla gegn því. Þá hefur aðgengi að
gögnum málsins á rannsóknarstigi
verið aukið eða það sama og verjanda
stendur til boða. Þá hefur rétt-
argæslumanni verið milliliðalaust
heimilað að beina spurningum til
skýrslugjafa fyrir dómi, að brotaþola
verði í ríkara mæli skipaður rétt-
argæslumaður við meðferð áfrýjaðra
mála og að unnt verði við meðferð
máls á áfrýjunarstigi að krefjast
ómerkingar á þeim þætti áfrýjaðs
dóms sem lýtur að frá-
vísun bótakröfu brota-
þola þegar ákærði hef-
ur verið sýknaður og
bótakröfu af þeim sök-
um vísað frá dómi.
Í öðru lagi fela þau í
sér breytingar í því
augnamiði að bæta
réttarstöðu fatlaðs
fólks við meðferð saka-
mála hjá lögreglu og
fyrir dómstólum. Í
þeim efnum er m.a.
tryggt að dómari geti
ákveðið í vissum til-
vikum að skýrsla af fötluðum brota-
þola eða vitni verði tekin í sérútbúnu
húsnæði sem og að dómari geti kvatt
kunnáttumann sér til aðstoðar við
skýrslutöku af fötluðu vitni. Þá
tryggja nýju lögin að fötluðum sak-
borningi og vitni verði heimilt að hafa
með sér hæfan stuðningsaðila við
skýrslutöku, hvort heldur sem er hjá
lögreglu eða fyrir dómi.
Í þriðja lagi er stefnt að því með
nýju lögunum að bæta réttarstöðu
aðstandenda látins einstaklings í
þeim tilvikum sem rannsókn lögreglu
beinist að dánarorsök hans. Þannig
verði aðstandanda heimilt að koma
fram sem fyrirsvarsmaður hins látna
undir rannsókn málsins hjá lögreglu
og að í ákveðnum tilvikum verði unnt
að tilnefna fyrirsvarsmanni réttar-
gæslumann.
Tók breytingum frá
fyrra frumvarpi
Frumvarpið, sem nú er orðið að
lögum, byggðist að hluta á frumvarpi
sem samið var af réttarfarsnefnd og
lagt fram af dómsmálaráðherra á
151. löggjafarþingi en náði ekki fram
að ganga. Það frumvarp fékk ítarlega
umfjöllun allsherjar- og mennta-
málanefndar. Við meðferð frum-
varpsins nú horfði nefndin til þess
máls auk þeirra erinda og umsagna
sem bárust við meðferð þess. Ljóst
er að frumvarpið hefur tekið breyt-
ingum frá eldra máli og tiltaka um-
sagnaraðilar m.a. í umsögnum sínum
að talsverðar breytingar hafi verið
gerðar og góð vinna hafi verið lögð í
rökstuðning. Frumvarpinu og mark-
miðum þess er fagnað í umsögnum.
Meirihluti allsherjar- og mennta-
málanefndar er sama sinnis.
Ákjósanlegt fyrsta skref
Þrátt fyrir að þær umsagnir sem
bárust nefndinni hafi að meginstefnu
til verið jákvæðar þá komu fram
sjónarmið um að ganga hefði átt enn
lengra í að tryggja réttarstöðu brota-
þola og/eða fara þá leið að veita
brotaþola formlega aðild að refsi-
þætti sakamáls. Meirihluti alls-
herjar- og menntamálanefndar telur
þá leið sem farin er í nýju lögunum
ákjósanlegt fyrsta skref og ekki til-
efni að svo stöddu til að ganga lengra
eins og að veita brotaþola aðilastöðu
eða aðilastöðu að hluta enda ekki
ljóst að slíkt myndi bæta réttarstöðu
brotaþola í reynd. Meirihlutinn telur
að þegar breytingar eru lagðar til á
grónu regluverki þurfi að stíga var-
lega til jarðar og sýna aðgát svo unnt
sé að tryggja að þær breytingar sem
ætlað er að styrkja réttarstöðu
brotaþola leiði ekki til þess í reynd að
hún verði lakari, t.d. rýri trúverð-
ugleika framburðar hans og auki um
leið líkur á því að sekur maður kom-
ist hjá ábyrgð.
Hafa þarf í huga að við rannsókn
og meðferð sakamáls ber ávallt að
tryggja að sakborningur eða ákærði
njóti réttlátrar málsmeðferðar og
þeirra réttinda sem honum eru
tryggð með lögum, stjórnarskrá og
mannréttindaskuldbindingum Ís-
lands. Í umfjöllun sinni um frum-
varpið tók meirihlutinn tillit til allra
þessara sjónarmiða og telur breyt-
inguna afar mikilvæga og tímabæra
og til þess fallna að bæta réttarstöðu
brotaþola til muna.
Vettvangur glæps
Það er sorglegt að heyra upplifun
þeirra huguðu kvenna sem stigu
fram og lýstu fálæti réttarkerfisins í
herferð Stígamóta fyrr á þessu árið
undir heitinu Vettvangur glæps.
Konurnar lýstu því hvernig meðferð
réttarkerfisins á málum þeirra varð
að öðru áfalli í kjölfar ofbeldisins.
Þær voru ósáttar við lyktir mála sem
annaðhvort var niðurfelling eða
sýkna en mest beindist reiðin þó að
meðferð réttarkerfisins á þeim sem
manneskjum. Þær upplifðu sig úti-
lokaðar frá kerfinu með stöðu brota-
þola og sem vitni og margar upplifðu
sig sem ekkert annað en vettvang
glæps. Eins og þær lýsa sjálfar upp-
lifun sem endurspeglar hlutgervingu
sem kynferðisofbeldið byggist á. Það
er von mín og trú að sú breyting sem
nú var gerð á lögunum sé stórt og
mikilvægt skref til að bæta rétt-
arstöðu brotaþola.
Eftir Bryndísi
Haraldsdóttur » Það er von mín og
trú að sú breyting
sem nú var gerð á lög-
unum sé stórt og mikil-
vægt skref til að bæta
réttarstöðu brotaþola.
Bryndís
Haraldsdóttir
Höfundur er formaður allsherjar- og
menntamálanefndar og þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Bætt réttarstaða brotaþola