Morgunblaðið - 24.06.2022, Síða 21

Morgunblaðið - 24.06.2022, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022 um hugmyndaríkur og fljóthuga maður. Litlu barnabörnin okkar sem við vorum búin að telja trú um að Billi væri afi hennar Línu lang- sokks af því að sumarhúsið hans og Dúnu eiginkonu hans heitir Sjónarhóll. Datt börnunum í hug að leita til hans, þau langaði í lítið krakkahús, sömdu bænabréf til Billa afa hennar Línu til að biðja hann um að byggja fyrir sig hús sem þau langaði svo til að eiga. Lagt var af stað til að leggja fram þetta stórkostlega erindi við Billa, hann tók erindinu vel, spjallaði lengi við þau og ráð- gerði. Auðvitað var húsið byggt af þeim félögum Jóa afi og Billa, afa Línu. Krakkahúsið stendur enn hér á lóðinni til fallegrar minningar um þetta stóra erindi barnanna. Hafði Billi mest gam- an af öllu saman. Dama heimilishundurinn okk- ar var sérstakur vinur hans og vissi alltaf ef hann var að koma, þótt hann væri auðvitað ekki kominn í augsýn, stóð hún upp og fór út í glugga, viti menn, þarna kom Billi. Allt samfélagið hér í Reykjar- skógi syrgir þennan einstaka mann sem kunni ekki að neita bón, alveg fram undir það síðasta þegar hann var þrotinn að kröft- um gat hann ekki sagt nei, hug- urinn var ennþá á fullu að vinna. Billi var að mörgu leyti frum- kvöðull skógarins að flestum framkvæmdum og lét sig aldrei vanta. Við héldum hér oft stórar sumarhátíðir/matarhátíð einu sinni á ári, er ég hrædd um að þær hefðu orðið svipur hjá sjón að öðrum ólöstuðum ef enginn Billi hefði verið við stóra grillið og stjórnað framkvæmdum. Verður hans sárt saknað og margir eiga eftir að hugsa til hans með vin- áttu og þakklæti fyrir alla hjálp- ina. Vertu sæll, Billi okkar, þakk- læti fyrir að þekkja þig og eiga vináttu þína er okkur efst í huga. Elsku Dúna og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur. Hjördís og Jóhannes. vör og leit á þau sem hluti af fjöl- skyldunni og tengdist okkur öll- um órjúfanlegum böndum. Við áttum okkar eigin leyndarmál og alltaf var stutt í bros, grín og glens. Ég reyndi stundum að spreyta mig á minni einföldu ís- lensku en hún setti það ekkert fyrir sig að spjalla við mig á sinni góðu ensku, allt fram á síðustu stundu. Takk fyrir allan kærleikann og stuðninginn elsku Ragna mín, ég mun sakna þín. Þinn David Schlechtriemen. Ragna var amma tengdadótt- ur okkar Rögnu og langamma barnabarnanna okkar. Í þau skipti sem við heimsóttum son okkar David og fjölskyldu hans á Íslandi sýndi Ragna okkur og sannaði hversu kærleiksrík og gestrisin manneskja hún var og við tókum eftir því með mikilli gleði í hjarta hversu vel hún hugsaði um David son okkar. Það snerti okkur líka að hún átti sama afmælisdag og Paul, það gerði tenginguna við hana ennþá sterkari. Vogin var okkar stjörnumerki sem táknar löngun í frið og jafn- vægi, eða svo er sagt, við höfðum það á tilfinningunni að það lýsti henni vel. Hér í Köln segja þeir: „Þú ferð aldrei alveg. Þú skilur alltaf eitthvað eftir þig.“ Ragna mun halda áfram að lifa í hjört- um okkar og ykkar. Á föstudag- inn þegar Ragna verður jarðsett munum við kveikja á kerti og hugsa til Rögnu og fjölskyldunn- ar á Íslandi. Kærar kveðjur frá Bonn, Þýskalandi, Paul og Marita Schlechtriemen. ✝ Stefán Magnús Jónsson fæddist á Akureyri 1. febr- úar 1936. Hann lést á heimili sínu 27. maí 2022. Foreldar hans voru Jón Eiríksson, f. 1. júlí 1897, d. 12. desember 1975, og Elínborg Þorsteins- dóttir, f. 6. mars 1904, d. 28. júlí 1995. Stefán var yngstur af fimm bræðrum. Hinn 1. júlí 1957 kvæntist Stef- án Magnús eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Þórðardóttur, f. 13. apríl 1938. Dætur þeirra: 1) Anna Þóra, f. 1958, maki hennar er Lárus Halldórsson og eiga þau tvo syni og sex barnabörn. 2) Guð- björg, f. 1967, hún á einn son. Stefán ólst upp á Akureyri og lærði málaraiðn. Fluttist í Mosfellssveit 1966 og bjó þar og starfaði þar til yfir lauk. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ferjan hefur festar losað, farþegi er einn um borð, mér er ljúft af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakka fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (Jón Har.) Elsku Maggi minn! Hvað segir maður að lokum eftir 15 ára frábær kynni? Stundum, ef mig rak í vörðurnar, leitaði ég til þín og fékk alltaf pottþétta úrlausn. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar þú sagðir við mig: „Rúna mín, það er sama hvar þú ert, í vinnu, nábýli eða hvað … það er og verður alltaf þetta eina prósent sem aldrei getur verið til friðs, í því getum við ekkert gert.“ Ég sagði mjög fljótlega við ykkur að „samskipti gætu verið vandmeðfarin í svona miklu ná- býli“. Við því sögðuð þið bæði já og alltaf gekk þetta mjög vel, að því er ég best veit. Ég fékk misvísandi upplýs- ingar í upphafi, sem urðu til þess að fyrstu kynni okkar voru öðruvísi en mér gott þótti eftir á. Ég stikaði yfir, með horn og hala í farteskinu, og hélt dálítinn ræðustúf í dyr- unum. Þegar þú komst að, Maggi minn, þá brostirðu bara fallega og bauðst mér inn. Þar var fyrir kona sem ég sá strax að myndi yfirleitt ekki haggast mikið, sagðist vera kölluð Gógó. Mér leist svo á að þarna værum við Doddi minn búin að fá góða nágranna, sem engin ástæða væri til að vera óánægð með. Sú skoðun hefur ekkert haggast síðan. Þvílík heppni, sem er alls ekki sjálf- sögð. Þú ert það, sem þú öðrum miðlað getur, og allar þínar gjafir lýsa þér og ekkert sýnir innri mann þinn betur en andblær hugans, sem þitt viðmót ber. Því líkt og sólin ljós og yl þér gefur og lífið daprast, ef hún ekki skín, svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur og undir því er komin gæfa þín. (Árni Grétar Finnsson) Mér fannst nokkuð mikið rok við útidyrnar hjá okkur, svo ég bað um leyfi til að reisa grind- verk við hliðina hjá okkur. Það var velkomið, sem er alls ekki sjálfsagt, frekar en annað sem ég bað um. Ég ætla nú ekki, Maggi minn, að fara að líkja þér við galgopann mig, en það var ósköp gaman að fíflast við þig yfir girðinguna og þú varst tilbúinn að hafa gaman fyrir mig. Fyrst sagði Gógó: „Láttu ekki svona Maggi,“ en svo leist henni líklega best að horfa bara á okkur fíflast. Um þetta á ég margar góðar minningar. Svo var það ef mér mislíkaði við Dodda minn og ég sá ykk- ur úti, að ég fór og kvartaði yfir honum við ykkur, en þið vönduð mig strax af því, bara brostuð fallega og málið var dautt. Ég fór inn og bað þessa elsku fyrirgefningar. Hann Doddi minn er ánægð- ur og samþykkir það sem ég hef skrifað. Elsku Gógó, Guðbjörg, Anna Þóra og fjölskyldur, við send- um ykkur öllum okkar bestu samúðarkveðjur og biðjum þess að minningarnar um þennan góða mann muni létta ykkur sorgina um ókominn tíma. Þakka þér fyrir, elsku Gógó, að koma strax og láta okkur vita, fyrir það getur við aldrei fullþakkað, og svo Guðbjörg, sem alltaf er svo gott að tala við. Kærar kveðjur, Þóroddur og Rúna. Stefán Magnús Jónsson ✝ Anna Sigur- jóna Halldórs- dóttir fæddist á Svarthamri í Álftafirði í Súða- víkurhreppi þann 28. ágúst 1929. Hún lést á Landa- koti í Reykjavík 8. júní 2022. Foreldrar henn- ar voru Halldór Kristinn Sigurður Ásgeirsson, f. 14.1. 1904, d. 12.5. 1990, og Rannveig Svan- hvít Benediktsdóttir, f. 12.9. 1904, d. 5.3. 1985. Systkini Önnu voru sex, þar af fimm alsystkini og ein sam- æðra, Steinþór Kristján, f. 9.6. 1926, d. 3.6. 1927, Kristjana Björg Gyðríður, f. 17.9. 1927, d. 30.8. 2011, Steinþór Guð- mundur, f. 20.2. 1931, d. 4.4. 2003, Sigríður Katrín, f. 21.3. 1932, d. 9.5. 1984, Hinrika Guðmundína, f. 6.5. 1942, d. 18.12. 2002, og Jóhanna Guð- munda Hulda Sumarliðadóttir, f. 26.12. 1923, d. 19.10. 2006. Anna Halldórsdóttir var í fóstri ung að árum fram yfir unglingsár, hjá Kristjáni Jó- hannessyni, f. 14.9. 1880, d. 10.10. 1963, og Maríu Sigríði Steinþórsdóttur, f. 8.5. 1887, d. 23.4. 1958. Að loknu fóstri fór Anna til Reykja- víkur og bjó hjá systur sinni Jó- hönnu og mági sín- um Sigfúsi Berg- mann Sigurðssyni, f. 18.7. 1918. Anna var gift Páli Erlingi Páls- syni, málarameist- ara og sjómanni, f. 26.7. 1926, d. 18.9. 1973. Börn þeirra eru Karitas, f. 30.12. 1949, Ís- leifur Páll, f. 30.12. 1949, d. 1.1. 1950, Ingi Brynjar, f. 30.7. 1955, Guðmundur Gunnar, f. 7.2. 1957, Ísleifur, f. 6.7. 1959, Ásgeir Helgi, f. 22.2. 1962, og Páll, f. 26.9. 1965 Anna eignaðist son með Guðmundi Halldóri Halldórs- syni, f. 27.6. 1924, d. 25.3. 2002, sonur þeirra var Halldór Veigar, f. 28.6. 1948, d. 6.10. 2014. Anna Halldórsdóttir var í sambúð undir lokin með Björg- vini Jónssyni, f. 15.11. 1934. Anna lætur eftir sig 66 ætt- ingja, þar af er 61 enn á lífi. Anna starfaði fyrir Eim- skipsfélagið bæði á sjó og landi í fleiri áratugi. Anna verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 24. júní 2022, kl. 10. Mig langar að skrifa kveðju til þín elsku mamma. Þú kenndir mér margt í gegn- um lífið. Að elda góðan mat, prjóna og líka að rekja upp ef ég gerði vitleysu, þú sagðir að ég lærði mest á því. Þú varst flink í höndunum og síðustu árin varstu ötul við að prjóna púða. Flestir sem komu í heimsókn fengu púða að gjöf. Þú varst mjög minnug og og spurðir ávallt um börnin mín og barnabörnin, sagðir okkur sög- ur frá æsku þinni, t.d. þegar þú svæfðir hænurnar í Hjarðardal. Þú varst lengi til sjós og líkaði vel. Hérna er ljóð eftir pabba, sem hann sendi þér í bréfi fyrir mörgum árum. Anna Ég sakna þín, sanna ástin mín, minn hugur þungur er þó um hafið ég fer. Í kvöld ég hugsa um hjartans svaninn minn, og börnin mín blíð og smá bíða mín heima þá. Þegar heim ég kem kossinn gef ég þér þú sem tryggust er foldin fríðust sem hér um jörðu fer. Um sjóinn sigli ég senn þó heim til þín heitan koss ég fæ framar öllu ertu mín ástin hrein og tær. (Páll Erlingur Pálsson) Hvíldu í friði elskuleg mamma. Kær kveðja Karitas og Þór. Ég bjó í sama húsi og næsta nágrenni við ömmu til 12 ára. Það var alltaf svo mikil spenna þegar amma kom af sjónum. Hún kom ýmist með skinku, súkkulaði eða dót. Amma var á sjó í 18 ár, 4.600 sjóferðadaga. Fyrsta ferðin var á Dettifossi árið 1969. Amma Eimskips var hún kölluð. Í seinni tíð vann hún í mötuneyti starfsfólks. Þegar ég varð 12 ára fékk ég að fara einn túr með ömmu, í strandsiglingu. Amma sagði að ég hefði stundum verið græn í framan á sjónum. Við stopp- uðum á Ísafirði til að sækja mat og þar biðu 60 rauðar rósir frá börnunum hennar í afmælisgjöf og sigldum svo til Hríseyjar. Á skipinu tók ég að mér að fela alla öskubakka, mér fannst sjó- mennirnir reykja of mikið. Amma tók svo slaginn við karl- ana um borð og fór létt með það, enda allir vinir. Amma var algjör skvísa, allt- af í hælum, með naglalakk, varalit og svuntu, til að skíta fötin sín ekki út. Eitt sinn fór ég með hana í búð, hún fór út í inniskóm og var fyrsta verk að kaupa hælaskó, jafnvel þótt inniskórnir hennar hefðu hærri hæla en hælaskórnir mínir. Hún leyfði mér að klæða mig í slæðurnar sínar og hælaskó og halda tískusýningu. Þegar ég fermdist setti amma á mig blá- an augnskugga í stíl við kjólinn, mömmu óafvitandi. Í dag passa ég enn að augnskugginn passi við fötin. Ömmu fannst gaman að máta föt og þegar amma heimsótti mig með mömmu til Danmerkur hélt hún tískusýn- ingu fyrir mig og bað mig að taka myndir. Amma var myndarleg í hönd- unum. Þegar hún lá á dánar- beðinum kenndi hún mér mynstur á púðaveri svo ég gæti prjónað eins og hún. Strákarnir mínir voru heppnir að kynnast langömmu og hún gaf þeim allt- af prins póló. Hún bakaði heimsins bestu pönnukökur. Ég bað hana einu sinni um upp- skrift og þá hló hún bara að mér. Sagðist alltaf bara setja slatta af öllu í skál og hræra. Ég vigtaði allt sem hún setti í skálina og reyndi að endurtaka en mínar voru ekki jafn góðar. Amma var mjög ákveðin kona, hún sagði stundum ef langur tími leið á milli símtala og heimsókna „nú ert þetta þú, ég hélt að þú værir löngu dauð“. Hún kvaddi stundum áður en hún heilsaði því henni lá svo á. Ömmu fannst hún vera yngri en allir, sérstaklega gamla fólkið, sem var oft mun yngra en hún. Einn dag fékk hún bréf frá fé- lagi eldri borgara, þar sem henni var boðið að vera með- limur. Hún hélt nú ekki, hún væri alltof ung, hún reif bréfið og bað mig að henda því. Amma elskaði alla 65 afkom- endur sína. Hún spurði alltaf um manninn minn og strákana mína ef þeir voru ekki með mér, mömmu, pabba, bræður mína, tengdó og vinkonur. Svo sagði hún fréttir af afkomend- um sínum. Amma var þrjósk- asta kona í heimi. Í janúar ’21 fékk hún blóðtappa og lamaðist öðrum megin. Fyrst notaði hún göngugrind og átti erfitt með að prjóna. Svo fann hún leið til að prjóna og prjónaði fullt af púðaverum. Hún náði líka að losna við göngugrindina. Sög- urnar af ömmu eru efni í heila bíómynd. Á dánarbeðinum spurði ég hana „ertu þreytt amma mín“, þá svaraði hún hlæjandi „þreytt, eftir hvað“. Elsku amma, ég sakna nebba- kossanna. Minning þín lifir. Ég elska þig. Hildur Jóna Bergþórsdóttir. Það fennir stundum í spor hjá frændfólki og vinum í ár- anna rás á meðan aðrir rækta sína betur. Í dag kveðjum við yndislega mannkostakonu, hana Önnu frænku mína, og er það frænd- semi og vinátta sem á sér 90 ára sögu. Anna fæddist á Svart- hamri í Álftafirði og 1932, er hún var tæplega þriggja ára, fer pabbi hennar með hana á hestbaki yfir Álftafjarðarheiði í Önundarfjörð og er ferðinni heitið í Ytri-Hjarðardal til Mæju Steinþórs og fjölskyldu og afasystur minnar í sumar- dvöl vegna veikinda mömmu hennar en dvölin varði fram á 16. ár. Þar eru Dúi einkasonur Mæju og mamma mín Finn- borg, kölluð Sissa, sem kom á hverju sumri og þarna mynd- aðist órofa ævivinátta milli þeirra og systkinahópsins úr Innri-Hjarðardal. Við fráfall mömmu minnar 59 ára var ég svo lánsöm að erfa þessa frá- bæru vináttu og Anna hefur verið mér hjartans dýrmæt frænka frá æsku. Anna fékk sinn skerf af mót- læti í lífinu, hún missti Erling mann sinn og varð ung ekkja með sjö börn en gafst ekki upp þótt á móti blési. Hún var alltaf hörkudugleg og fór sem þerna á Fossana og létti það henni að geta keypt fatnað og fleira fyrir heimilið. En hún hefði ekki get- að það nema með einstakri hjálp frá Kæju einkadóttur sinni sem sá um heimilið og bræður sína með ást og um- hyggju. Anna var höfðingi heim að sækja og myndarleg húsmóðir í öllum sínum verkum og bar hún mig alltaf á höndum sér, það voru góðar stundir að heim- sækja hana, detta inn í kaffi- spjall og knús og eins er hún kom vestur. Anna var einstakur listamað- ur í höndunum, gerði alls konar handverk, saumaði, smíðaði, prjónaði, leiraði, var listalamp- asmiður og nefndu það. Hún hefur gefið öllum afkomendum sínum og mér ófá listaverk sem prýða heimili mitt. Hún Anna mín var með svo fallega lífssýn, sérlega heil- steypt í lundinni, víðsýn, vitur og með mikið jafnaðargeð. Hún minnti mig oftlega á Elísabetu Bretadrottningu, lágvaxin með sérlega fallega útgeislun og reisn, alltaf svo flott um hárið, fallega og smart klædd, huggu- lega til fara, virkileg „lady“. Hún var svo hjartahlý, glaðlynd og gefandi. Hún átti stóran ættboga og var svo stolt af börnunum sín- um og afkomendum, með allt á hreinu varðandi þau öll, hvern- ig gekk hjá hverju og einu þeirra og þau hlúðu sérlega fal- lega að henni og voru hennar lífsverk. Ég er svo hjartans þakklát fyrir að hafa notið og átt vin- áttu, kærleik og frændrækni hennar. Allar okkar samveru- stundir og hvað það var dýr- mætt að heyra í henni á hverj- um einasta aðfangadegi eftir að mamma dó. Hún fékk svefnsins ró eftir veikindi og var hvíldin þreyttum kær. Mér finnst þetta sérlega falleg 90 ára saga um einstaka vináttu og hafðu hjart- ans þökk fyrir mig og mína elsku Anna mín. Guð gefi þér frið. Hjartans einlægustu sam- úðarkveðjur frá okkur fjöl- skyldunni til barna og allra ást- vina Önnu. Bjarndís Friðriksdóttir. Anna móðursystir var sveip- uð meiri ævintýrabjarma í huga okkar systkina en margur og kom það til vegna starfa hennar hjá Eimskip, en Anna var þerna á „Fossunum“ og kom víða við og sagði skemmtilega frá er heim var komið. Anna og systur hennar voru allar annálaðar handavinnukon- ur og lék allt í höndunum á þeim. Þar fór Anna fremst með- al jafningja og færði systrum sínum nýja tískustrauma að ut- an og var loftið oft spennu- þrungið og hlaðið eftirvæntingu er Anna birtist með góssið. Gafst þeim systrum þá kær- komið tækifæri til að ýta brauð- stritinu til hliðar og hlæja og hafa gaman. Við Siggu börn kveðjum Önnu frænku með væntum- þykju og virðingu. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Ásgeir Hinrik Þorvarðarson, Sveinfríður Guðný Þorvarðardóttir, Rannveig Svanhvít Þorvarðardóttir. Anna Sigurjóna Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.