Morgunblaðið - 24.06.2022, Side 22

Morgunblaðið - 24.06.2022, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Stærð 8- 22 netverslun www.gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss - Morgunsp- jall, heitt á könnunni milli 9:00-11:00 - Bingí kl.13:30, spjaldið kostar 250 kr. - Kaffi kl.14:30 -15:20 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Al- lir velkomnir Árskógar 4 Kaffispjall í setustofu kl. 11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími: 411- 2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00. Opin Listasmiðja kl. 9:00-12:00. Betra jafnvægi kl. 10:30-11:30. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Bíósýning kvikmyndahóps Hæðargarðs kl. 13:00. Opin Listasmiðja kl. 13:00-15:45. Síðdegiskaffi kl. 14:30- 15:30. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könnunni. Leikfimihópur frá kl. 10:00 Hið vinsæla prjónakaffi frá kl. 10- 12:00. Kóræfing kl.13:00. Allir velkomnir. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna - opin vinnustofa frá kl. 10:00. Bridge kl. 13:00. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Föstudagur: Pílukast í Borgum kl. 09:30. Gönguhópar frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll.Tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10:00. Han- nyrðahópur kl. 12:30. . Opið frá kl. 08:00 til 15:00 og heitt á könnunni frá kl.08:30. Hittumst í sumarskapi og góða helgi. Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni - Föstudagshópur í handverksstofu 10:30-11:30 - Dansleikfimi með Auði Hörpu byrjar af- tur frá: 12:50-13:20 - Opin handverksstofa 13:00 - 16:00 - Bingó er síðan frá 13:30-14:30 inni í matsal & síðan er vöfflukaffið á sínum stað. Allar nánari upplýsingar í síma 411-9450. Allir hjartanlega vel- komnir til okkar :) Seltjarnarnes Kaffi í króknum frá kl.9:00. Kl. 10:00 í dag heldur áfram tækninámskeiðið. Hvetjum alla til að mæta líka þá sem mættu ekki á miðvikudaginn. Síðan förum við í stuttan göngutúr um nágrennið kl. 13:00. Skráning er enn opin i ferðina í Hellisgerði þann 28. júní. Hægt er að skrá sig í síma 6626633 Færir þér fréttirnar mbl.is Vantar þig pípara? FINNA.is ✝ Skarphéðinn Sveinsson fæddist á Ósabakka 5. október 1934. Hann lést 2. júní 2022. Foreldrar hans voru hjónin Auð- björg Káradóttir og Sveinn Gestsson frá Ósabakka. Skarphéðinn var níundi í röðinni af 11 systkinum og er yngsti bróðir þeirra Hafliði eini eftirlifandi. Eiginkona Skarphéðins er Ír- is Bachmann, f. 20. júlí 1940. Þau giftust 14. nóvember 1959. Börn þeirra eru: 1) Njáll, f. 23. apríl 1960, d. 24. júlí 2009, eig- inkona hans var Hrefna Sigur- björg Jóhannsdóttir, f. 1972, börn þeirra eru a) Illugi, f. 2000, Skarphéðinn ólst upp á Ósa- bakka á Skeiðum og gekk í barnaskóla í Brautarholti. Hann fór og lærði húsasmíði hjá bróð- ur sínum Guðmundi á Selfossi. Hann vann hjá honum þangað til hann stofnaði Selós sf. ásamt Hilmari Björnssyni og Stefáni Jónssyni 1973 og var þar starf- andi þangað til starfsævinni lauk. Skarphéðinn stofnaði, ásamt níu öðrum vinum sínum, Bifreiðastöð Selfoss árið 1960. Þeir byggðu síðan Fossnesti og mörgum árum seinna bættist Inghóll við. Árið 1970 byrjuðu hjónin að byggja sér sumarhús í landi Ósabakka á bökkum Stóru- Laxár í Skeiðahreppi. Eyddu þau öllum sumrum þar við upp- byggingu á húsum og gróð- ursetningu trjáa sem skartar nú miklum skógi. Skarphéðinn var kominn með lítið verkstæði uppi í sumarbústað og eyddi mörgum stundum þar við rennibekkinn. Útför Skarphéðins fer fram frá Selfosskirkju í dag, 24. júní 2022, klukkan 14. b) Hrafntinna, f. 2003, og c) Hall- gerður, f. 2009. Fyrri kona Njáls var Jónína Hug- borg Kjartansdótt- ir, f. 1963, d. 1998, synir þeirra eru a) Kjartan Hreinn, f. 1987, og b) Skarp- héðinn, f. 1990, barnabörnin eru fjögur. 2) Haraldur, f. 3. september 1963, maki Eygló Linda Hallgrímsdóttir, f. 1968, börn þeirra eru a) Íris Bach- mann, f. 1991, og b) Margrét Lea Bachmann, f. 1996, þau eiga tvö barnabörn. 3) Sveinn Skorri, f. 4. ágúst 1967, maki Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 1970, börn þeirra eru a) Andri Már, f. 1991, og b) Andrea María, f. 1996. Elsku Skarphéðinn. Nú ertu farinn á æðra tilverustig eftir langa ævi. Hugurinn reikar aftur um nokkra áratugi. Ætli ég hafi ekki verið á fermingaraldri þegar við kynntumst, þegar systir mín og sonur þinn urðu kærustupar. Alveg frá fyrsta degi þótti mér afar vænt um þig og þú markaðir líf mitt ansi mikið með okkar samverustundum. Sterkastar eru minningar sem tengjast Engja- vegi 38 og sumarbústaðnum ykk- ar Írisar í Ósabakkalandi. Það voru ófáar ferðir farnar í bústað- inn og alltaf notalegt að renna þangað í kaffistopp eða helgar- dvöl í útilegu. Þú varst allaf afar glaður þegar ég kom þangað og sýndir líka hvað þú hafðir mikinn áhuga á öllu sem ég var að fást við, sama hvort það var tengt sjó- mennsku minni, fjósinu eða öllum mínum ferðalögum og áhugamál- um. Þú varst smiður og mér er minnisstætt allt sem þú smíðaðir fyrir mig í mína fyrstu íbúð. Ef ég nefndi að mig vantaði t.d. hillu, var því reddað strax. Þú varst afar góður í þínu fagi en þú varst svo óheppinn að lenda í slysi fyrir um 20 árum þar sem þú misstir framan af fjórum fingrum og þá hélt ég að þínum smíðaferli væri lokið. En nei, þú lærðir bara aðrar aðferðir við að handleika hluti og verkfæri. Þú hafði svo mikinn áhuga á því sem ég var að fást við og sýndir því mikinn áhuga. Það fannst mér einstaklega gott og ég lærði líka á því. Ég breytti nefnilega ýmsu og bætti það þegar þinn vinkill kom fram á hin ýmsu verkefni sem ég var að fást við. Síðustu um það bil 6 árin hefur heilsu þinni hrakað hægt og rólega en þú tókst því af miklu æðruleysi. Alltaf reyndi ég að kíkja til ykkar Írisar í Álftarimann en vegna Co- vid sl. 2 ár hitti ég þig mun sjaldnar, því þú vildir forðast smit, sem eðlilegt er. En Skarp- héðinn, nú ert þú komin á annan stað, þar sem þú hittir þitt fólk sem fór alltof snemma. Ég er líka nokkuð viss um að þú ert farinn að segja til þarna hvernig á að setja þessa hurð eða hillu upp svo rétt sé. Já Skarphéðinn, margs er að minnast og margt að þakka og ég er viss að nú líður þér betur, laus við vanlíðan. Minning þín verður ávallt í mínu hjarta. Hvíldu í friði og takk fyrir allt og allt. Aðstandendum sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurbjörn Snævar Kjartansson (Sibbi). Í dag er borinn til grafar mikill sómamaður, góður félagi og vin- ur, Skarphéðinn Sveinsson tré- smíðameistari. Fyrir rúmum fjörutíu árum þróuðust mál þannig að Íris, kona Skarphéð- ins, opnaði verslun sína við hlið rakarastofu minnar við Eyrar- veg. Áður hafði hún verið með verslunina í bílskúr við heimili þeirra. Fljótlega myndaðist vin- átta sem hefur haldið allar götur síðan. Íris og Skarphéðinn voru ein- staklega skemmtileg hjón, sem gaman var að kynnast og vera með. Það var ekki hægt annað en dást að Skarphéðni þegar Íris fór á flug, en hún var hugmyndarík og smekkleg og vildi mjög gjarn- an vera að breyta einhverju í verslun sinni. Þá kom sér vel að hafa mann sér við hlið eins og Skarphéðin, sem var einstaklega góður smiður og úrræðagóður. Hann leysti allar þrautir og gerði allt eins og Íris bað um. Það var gaman að heimsækja þau í sumarbústaðinn á Skeiðun- um, einstaklega smekklegur bú- staður, umvafinn trjágróðri á bökkum Stóru-Laxár. Það var eftirtektarvert þegar við komum í heimsókn. Yfirleitt var búið að breyta einhverju eða stækka á milli heimsókna. Þannig var Skarphéðinn, hann þurfti ávallt að hafa eitthvað fyrir stafni, enda vinnusamur maður. Skarphéðinn hafði komið sér upp lítilli aðstöðu við sumarbústaðinn, þar sem hann gat unnið að ýmsum verk- efnum sem lágu fyrir. Við nutum hæfileika hans þegar hann skipti um vindskeiðar og smíðaði stóran sólpall við húsið okkar, listavel gert. Skarphéðinn var áræðinn maður. Hann var einn af stofn- endum Bifreiðastöðvar Selfoss árið 1960, en það voru 13 bifreiða- stjórar sem stofnuðu leigubíla- stöð. Númerið á bílnum hans Skarphéðins var X 408. Fyrsta stöðin stóð við gamla þvotta- planið niðri við Ölfusá, fyrir neð- an Pylsuvagninn í dag. Mjög fljótlega var ráðist í byggingu á nýjum stað við Austurveg, sem kallaður var Fossnesti og síðar byggð önnur hæð, skemmtistað- urinn Inghóll. Einstaklega vönd- uð og vel heppnuð bygging. Ég hef fyrir satt að Skarphéðinn hafi lagt alla þá nákvæmni og vand- virkni sem hann bjó yfir í þá vinnu. Sagt var að orðin um það bil hefðu ekki verið til í hans orðaforða. Allt þurfti að vera full- komið og nákvæmt. Hann var einn af stofnendum byggingafyr- irtækisins Selóss, sem hafði mikil áhrif á þróun bygginga á Selfossi. Skarphéðinn og Íris voru lífs- glöð hjón. Ég man eftir þeim ungum, dansandi í Tryggvaskála, sem þau gerðu listavel, trúlega kærustupar. Þau höfðu yndi af því að dansa alla tíð og gerðu það oftar en ekki. Ég og kona mín er- um þakklát fyrir margar sam- verustundir sem við áttum, bæði heima og erlendis. Elsku Íris, við sendum þér og fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan og traustan eig- inmann mun lifa. Blessuð sé minning Skarphéðins. Björn Ingi Gíslason og Hólmfríður Kjartansdóttir. Hann er farinn í sumarlandið, sumarlandið, þar sem vel er tekið á móti honum. Já, afi Skarphéð- inn er kominn í sumarlandið þar sem tekið er vel á móti honum opnum og hlýjum örmum. Ef mér skjátlast ekki fær hann sér einn campari með drengnum sínum. Hann mætti snemma inn í líf mitt og tók sér hlutverk afa míns. Ég aðeins nokkurra ára, óheflað- ur og frekar kvistóttur. En eins og sönnum húsasmið sæmir tálg- aði hann mig, heflaði og smíðaði úr mér betri mann. Ég heimsótti hann svo oft í Selós sem hann átti og rak. Þar fékk ég að leika, smíða og hann bjó til kakó og gaf mér kremkex, hann passaði upp á litla drenginn sinn sem hann átti svo mikið í. Hann kenndi mér að keyra bein- skiptan bíl, ég aðeins tíu eða ell- efu. Ég fékk að keyra Range Ro- verinn á slóðanum heim að Vöðlum. Þar kenndi afi mér að umgangast náttúruna af virð- ingu. Sýndi mér réttu handtökin við að renna fyrir silung. Hann kenndi mér á fjórhjólið sitt, Su- zuki. Hann sleppti aldrei augum af mér við aksturinn, hann pass- aði allaf upp á mig. Hann kenndi mér að kveikja á ylnum í kam- ínunni sem veitti okkur hlýju og mér gaf hann traustið að halda eldinum lifandi og varmanum. Afi var hlýr og góður, en hann var líka strangur, sem var gott því þá um leið kenndi hann mér aga og virðingu. Elsku afi Skarphéðinn, þú varst stór klettur í okkar fjöl- skyldu þegar áföllin börðu að dyrum. Þá tókstu utan um mig hlýjum, sterkum örmum og pass- aðir mig, ég gleymi því aldrei, aldrei. Þó svo að áföllin hafi barið oftar að dyrum en við vildum og stundir okkar hafi ekki verið margar síðustu árin, þá man ég það sem þú gafst af þér til mín og er ég betri maður fyrir vikið. Takk, elsku afi Skarphéðinn, fyrir lífið, vináttu, hlýju og kær- leikann. Elsku amma Íris, þér og ykkur öllum votta ég mína dýpstu samúð. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og brosi á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Jóhann (Jói). Skarphéðinn Sveinsson HINSTA KVEÐJA Takk elsku Skarphéðinn fyrir allt sem þú varst. Tryggur, traustur og leyst- ir öll vandamál. Hjálpaðir okkur að innrétta Ey, Laugarvatni, sem var ómetanlegt. Á Vöðlum var alltaf tekið á móti okkur og allir í stuði. Við munum alltaf sakna þín. Elín, Hörður og fjölskylda. Æskuvinur minn Gissur Vignir Júní Kristjánsson er lát- inn, rétt að verða 78 ára, en við Giss- ur erum jafngamlir. Minningarnar ná svo langt aftur sem maður man en það var mik- Gissur Vignir Kristjánsson ✝ Gissur Vignir Kristjánsson fæddist 25. júní. Hann lést 31. maí 2022. Útförin fór fram 20. júní 2022. ill krakkaskari á Garðaveginum og þar í kring en Giss- ur átti heima á Norðurbraut 3 en ég á Garðaveginum. Ég minnist þess er Sigrún mamma hans sagði að það væri hennar draumur að sjá okkur félagana með hvítan koll saman en það gekk upp hjá honum en ekki mér og lauk hann námi sem lögfræðingur. Alla barn- æskuna og fram á fullorðinsár vorum við nánir félagar þó svo drægist í sundur er árin liðu en sambandið alltaf gott. Ég man hvað hann gladdist þegar ég sagði honum að sonur minn héti Vignir Karl. Það lýsir hugarþeli Gissurar vel er hann hafði samband við mig fyrir nokkrum árum og spurði hvort við ættum ekki að heimsækja hann Sonna (Sigur- jón Gunnarsson), æskufélaga og jafnaldra af Garðaveginum, en hann væri orðinn veikur og byggi í Vogunum. Fórum við saman þangað og áttum ánægju- lega stund þar sem rifjaðar voru upp minningar frá æsku- og unglingsárunum og sögðum sög- ur hver af öðrum og einnig heimsóttum við Sonna vin okkar aftur er hann síðar var kominn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þessi umhyggja Gissurar fyrir veikum vini lýsti mannkostum hans vel og þakka ég honum fyrir fram- takið og hugulsemina. Nú eru þessir tveir æskuvinir mínir farnir og minningin lifir. Við Gissur deildum saman því að vera jafnaðarmenn og þar lágu leiðir okkar einnig oft sam- an. Ég votta fjölskyldu Gissurar, ættingjum og vinum mína inni- legustu samúð og minningin um kæran vin mun lifa. Gissur Vignir Júní Kristjánsson, kæri æskufélagi, blessuð sé minning þín og hafðu þökk fyrir allt og allt. Gylfi Ingvarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.