Morgunblaðið - 24.06.2022, Page 27

Morgunblaðið - 24.06.2022, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022 _ Handknattleikskonan Ragnheiður Sveinsdóttir er gengin til liðs við upp- eldisfélag sitt, Hauka, á nýjan leik og hefur samið til tveggja ára. Hún er 28 ára og leikur á línunni og spilaði með Haukum frá 2010 til 2019 en lék síðan í hálft þriðja ár með Val. Á síðasta tímabili lék Ragnheiður 25 af 29 leikj- um Vals í deild og úrslitakeppni. _ Kvennalið Vals í körfuknattleik hef- ur fengið til liðs við sig portúgalskan bakvörð, Somone Costa, sem kemur frá Uniao Sportiva í heimalandi sínu. Somone skoraði þar 11 stig, tók fjögur fráköst og átti tvær stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili en lið hennar hafnaði í öðru sæti. Hún hefur einnig leikið með Nottingham Wild- cats á England og með bandarísku há- skólaliði. _ Sigurður Víðisson hefur verið ráð- inn þjálfari KV sem leikur í 1. deild karla í fótbolta en hann tekur við af Sigurvin Ólafssyni sem hætti hjá fé- laginu á dögunum til að taka við sem aðstoðarþjálfari hjá FH. Sigurður er 57 ára og á langan feril að baki í þjálfun, sérstaklega í meistaraflokki kvenna þar sem hann þjálfaði FH, HK/Víking, Fjölni og Augnablik á árunum 2002 til 2016. _ Enska knattspyrnufélagið New- castle keypti í gær enska landsliðs- markvörðinn Nick Pope af Burnley fyr- ir tíu milljónir punda og samdi við hann til fjögurra ára. _ Kylfingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson deila 36. sæti með fjölmörgum öðrum eftir fyrsta hringinn á Blot Open de Bretagne-golfmótinu sem hófst í Frakklandi í gær. Þeir léku hringinn á 69 höggum, einu höggi undir pari vall- arins. Mótið er liður í Áskorenda- mótaröð Evrópu. _ Kylfingurinn Aron Snær Júlíusson er í tíunda sæti eftir tvo hringi á UNI- CEF-meistaramótinu í golfi sem nú stendur yfir í Lübker Sand í Dan- mörku. Aron lék á 71 höggi á öðrum hring í dag, einu undir pari vallarins, og er samtals á þremur höggum undir pari eftir tvo hringi og deilir tíunda sætinu með tveimur öðrum kepp- endum en mótið er liður í Nordic Golf- mótaröðinni. Aron Bergsson, Gísli Sveinbergsson og Hákon Harðarson eru einnig á meðal keppenda á mótinu en þeir komust ekki í gegnum niður- skurðinn í dag og hafa því lokið keppni. _ Ragnhildur Kristinsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir komust í 64 manna úrslit á Opna áhugamanna- mótinu í golfi sem stendur yfir í Hun- stanton á Englandi. Perla, sem er í 544. sæti á heimslista áhugamanna, tapaði naumlega fyrir Ingrid Lindblad frá Svíþjóð, sem er í öðru sæti listans, og Ragn- hildur, sem er í 324 sæti heimslistans tap- aði fyrir Celinu Sattel- kau frá Þýskalandi sem er í 84. sæti. Þær Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Andrea Björg Bergs- dóttir og Hulda Clara Gests- dóttir féllu fyrr úr keppni á mótinu. Eitt ogannað Aldís Ásta Heimisdóttir, landsliðs- kona í handknattleik úr KA/Þór, er gengin til liðs við sænska úrvals- deildarfélagið Skara og hefur sam- ið við það til tveggja ára. Félagið skýrði frá þessu í gær en það hafn- aði í sjötta sæti sænsku úrvalsdeild- arinnar á nýliðnu tímabili. Aldís Ásta er 23 ára leikstjórn- andi og hefur verið í stóru hlut- verki hjá KA/Þór undanfarin ár, m.a. þegar félagið varð Íslands- meistari árið 2021. Hún kom í fyrsta skipti inn í íslenska lands- liðið á síðasta ári. Aldís Ásta farin til Svíþjóðar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Svíþjóð Aldís Ásta Heimisdóttir leikur með Skara næstu tvö árin. Víkingar mæta meistaraliði An- dorra, Inter d’Escaldes, í úrslitaleik forkeppni Meistaradeildar karla í fótbolta á Víkingsvellinum í kvöld. Sigurliðið mætir Svíþjóðarmeist- urum Malmö í 1. umferð undan- keppninnar í Meistaradeildinni en tapliðið fer yfir í 2. umferð Sam- bandsdeildar Evrópu og mætir þar Pyunik frá Armeníu eða CFR Cluj frá Rúmeníu. Inter vann La Fiorita frá San Marínó 2:1 í hinum undan- úrslitaleik forkeppninnar og hefur áður unnið Evrópuleiki gegn HB frá Færeyjum og Teuta frá Albaníu. Úrslitaleikur á Víkingsvelli Morgunblaðið/Hákon Mark Víkingar fagna einu mark- anna gegn Levadia á þriðjudaginn. UPPRUNI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Liðin tíu, sem skipa Bestu deild kvenna í fótbolta árið 2022, notuðu 205 leikmenn í fyrstu tíu umferðum Íslandsmótsins. Þar af fengu 170 leikmenn að spila einn eða fleiri leiki í byrjunarliði en 35 komu við sögu sem varamenn í einum eða fleiri leikjum. Af þessum 205 leikmönnum eru 77 uppaldir hjá viðkomandi félagi. Af þeim fengu 53 tækifæri í byrjunar- liði uppeldisfélagsins í fyrstu tíu um- ferðunum en 24 komu inn á sem varamenn. _ ÍBV hefur alið upp flesta leik- menn sem nú spila í deildinni, 15 talsins. Tólf þeirra léku með liðinu í fyrstu tíu umferðunum, átta þeirra í byrjunarliði, og þá leika Eyjakon- urnar Clara Sigurðardóttir með Breiðabliki, Elísa Viðarsdóttir með Val og Sóley Guðmundsdóttir með Stjörnunni. Allar tólf íslensku konurnar, sem hafa spilað með ÍBV á tímabilinu, eru uppaldar hjá félaginu en hinar níu, sem hafa komið við sögu á tíma- bilinu, koma erlendis frá. _ Breiðablik kemur næst með 14 uppalda leikmenn í deildinni. En það ótrúlega við það er að í þessum tíu umferðum hefur aðeins einn uppal- inn leikmaður Breiðabliks verið í byrjunarliði Kópavogsfélagsins. Það er fyrirliðinn Ásta Eir Árnadóttir. Fjórar hafa komið við sögu sem varamenn en hinar níu leika allar með öðrum liðum í deildinni. Þar af þrjár með Val, sem þýðir að Valsliðið hefur notað fleiri leikmenn sem hafa alist upp hjá Breiðabliki en á Hlíðarenda. _ Einu uppöldu leikmennirnir sem hafa komið við sögu hjá Val eru Elín Metta Jensen og Sigríður Th. Guðmundsdóttir, tveir leikmenn af nítján. Samt hafa tíu leikmenn í deildinni alist upp hjá Val en átta þeirra leika með öðrum liðum. Sem dæmi leika fleiri Valskonur með Þrótti en með Val. _ Síðan er staðan hjá Akureyr- arliðinu Þór/KA afar áhugaverð. Af 18 leikmönnum sem liðið hefur notað eru 13 uppaldir Akureyringar, sjö hjá Þór og sex hjá KA, og tólf þeirra hafa verið í byrjunarliði. Alls hafa 20 leikmenn, uppaldir á Akureyri, leikið í deildinni í ár, 11 frá KA og níu frá Þór. _ Þá er Selfoss eina félagið, fyrir utan ÍBV, þar sem uppaldir leikmenn eru meira en helmingur þeirra sem hafa komið við sögu í deildinni í ár. _ En í raun eiga flestir leik- menn í deildinni rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna. Af 42 er- lendum leikmönnum í deildinni í ár eru nítján konur frá Bandaríkj- unum, auk þess sem margar þeirra sem koma frá öðrum lönd- um hafa farið í gegnum banda- ríska skóla áður en þær komu til Íslands. Ástralskar konur eru næstflestar, fjórar talsins, og svo þrjár frá Lettlandi, sem allar leika með ÍBV. Flestar koma þær frá ÍBV - Uppaldir leikmenn í Bestu deild kvenna eru 77 af 205 í fyrstu 10 umferðunum Ljósmynd/Sigfús Gunnar Eyjakonur Allar íslensku stúlkurnar í liði ÍBV eru uppaldar í Eyjum. Hvaðan koma leikmennirnir í Bestu deild kvenna 2022 Valur (19) Breiðablik 3, Valur 2, Afturelding 2, Bandaríkin 2, Haukar 2, Fylkir 2, KS 1, ÍBV 1, Þór 1, KA 1, KR 1, Venesúela 1 Breiðablik (22) Breiðablik 5, Höttur 2, Bandaríkin 2, Fjarða- byggð 1, KA 1, Valur 1, Úkraína 1, Belgía 1, FH 1, Afturelding 1, Ástralía 1, Stjarnan 1, ÍBV 1, Tinda- stóll 1, KFR 1, Haukar 1. Stjarnan (22) Stjarnan 7, KR 2,Víkingur Ó.2, Guyana 1, Breiðablik 1,Valur 1, ÍBV 1, Sindri 1, Þór 1, Nýja-Sjáland 1, Fjölnir 1, Grótta 1, FH 1, Bandaríkin 1. ÍBV (21) ÍBV 12, Lettland 3, Bandaríkin 3, Þýskaland 1, Rúmenía 1, Svíþjóð 1. Þróttur R. (19) Þróttur R. 7, Valur 3, Bandaríkin 2, Fylkir 1, Fjölnir 1, Haukar 1, Fjarðabyggð 1, Ástralía 1, HK 1, Breiðablik 1. Selfoss (19) Selfoss 10, Keflavík 2, Taíland 2, Bandaríkin 2, FH 1, Höttur 1,Ægir 1. Keflavík (19) Keflavík 9, Breiðablik 2, Bandaríkin 2, Slóvenía 1, Grindavík 1, Brasilía 1, Danmörk 1, Spánn 1, Reynir S. 1. Þór/KA (18) Þór 7, KA 6, Víkingur R. 1, Grindavík 1, Tindastóll 1, Bandaríkin 1, Völsung- ur 1. KR (23) KR 7, KA 3, Breiðablik 2, Ástralía 2, ÍA 2, Selfoss 1, Bandaríkin 1, Svíþjóð 1, Afturelding 1, BÍ 1, Stjarnan 1, Serbía 1. Afturelding (23) Afturelding 5, Fylkir 3, Valur 3, Bandaríkin 3, Víkingur R. 2, Breiðablik 2, Jamaíka 1, BÍ 1, ÍA 1, Belgía 1, Spánn 1. Heildarfjöldi (byrjunarlið + varamenn) ÍBV 15 (11+4) Belgía 1 Brasilía 1 Danmörk 1 Grótta 1 Guyana 1 HK 1 Jamaíka 1 KFR 1 KS 1 Nýja-Sjáland 1 Rúmenía 1 Sindri 1 Slóvenía 1 Úkraína 1 Venesúela 1 Völsungur 1 Þýskaland 1 Ægir 1 Reynir S. 1 (0+1) Serbía 1 (0+1) Heildarfjöldi (byrjunarlið + varamenn) Ástralía 4 FH 3 Höttur 3 (3+1) ÍA 3 (2+2) Lettland 3 Víkingur R. 3 (2+1) Haukar 3 (2+1) Fjarðabyggð 2 Fjölnir 2 Grindavík 2 Spánn 2 Taíland 2 Tindastóll 2 Víkingur Ó. 2 (1+1) BÍ 2 (1+1) Heildarfjöldi (byrjunarlið + varamenn) Valur 10 (8+2) Þór 9 (8+1) Afturelding 9 (7+2) Stjarnan 8 (3+5) Þróttur R. 7 (5+2) Fylkir 5 (4+1) Heildarfjöldi (byrjunarlið + varamenn) Bandaríkin 19 (18+1) Breiðablik 14 (9+5) KA 11 (10+2) Keflavík 11 (8+3) Selfoss 11 (7+4) KR 10 Heildarfjöldi (byrjunarlið + varamenn)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.