Morgunblaðið - 24.06.2022, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022
Jóna Gréta Hilmarsdóttir
jonagreta@mbl.is
„Sirkuslist hérlendis á sér mjög
stutta sögu en hér hefur orðið mikil
og ör þróun á stuttum tíma,“ segir
Eyrún Ævarsdóttir, listrænn
stjórnandi fyrstu íslensku sirkus-
listahátíðarinnar sem fer fram um
helgina, 25. og 26. júní, í Elliðaár-
stöð í Elliðaárdal og í Hafnarþorp-
inu í Kolaport-
inu. Tvær af
fimm sýningum
hátíðarinnar eru
ókeypis en tak-
markaður miða-
fjöldi er á alla
viðburði. Miða-
sala fer fram á
Tix.is.
„Sirkuslista-
hátíð er saman-
safn af ólíkum
sirkussýningum, námskeiðum og
ýmsum viðburðum sem tengjast
sirkuslist. Á hátíðinni verður lögð
áhersla á samtímasirkus og sirkus
sem sviðslist en ekki klassískan
sirkus, sem er það sem flestir
hugsa um þegar þeir heyra orðið
sirkus. Á Flipp festival ætlum við
kynna það nýja sem er að gerast í
sirkus og þá þróun sem hefur átt
sér stað í sirkusheiminum und-
anfarið,“ segir Eyrún.
Fimm sýningar eru á dagskrá
hátíðarinnar. Íslensku sýningarnar
eru Grímuverðlaunasýningin Allra
veðra von, Mikilvæg mistök er fyrir
yngstu áhorfendurna og vorsýning
Æskusirkusins. Erlendu sýning-
arnar eru Þrjár systur eftir eist-
neska sirkushópinn Big Wolf
Company og upplifunarsýningin
Arcade Delight eftir danska hópinn
Dynamo Workspace.
„Allir geta fundið eitthvað við
sitt hæfi á Flipp festival. Við erum
með fjölskylduvæna dagskrá í Ell-
iðaárstöðinni. Tvær útisýningar
henta öllum aldri og ein er sér-
staklega hugsuð fyrir börn þriggja
til sex ára. Áhorfendur geta síðan
spreytt sig sjálfir á námskeiðum og
opnum sirkussmiðjum á milli sýn-
inga í Elliðaárstöð en einnig verður
í boði krílasmiðja, beint eftir sýn-
inguna Mikilvæg mistök, sem er
hugsuð fyrir yngstu áhorfendurna,“
segir Eyrún.
Að sögn Eyrúnar verður Arcade
Delight haldin í Kolaportinu og
rýminu umbreytt í heim frá átt-
unda áratugnum sem áhorfendur
18 ára og eldri geta tekið þátt í.
„Arcade Delight verður eins konar
„upplifunar-hjólaskauta-partí-
sirkus-kabarett.“ Áhorfendur geta
þar farið á hjólaskauta eða búning,
prófað spilabása, fengið sér klipp-
ingu eða andlitsmálningu og á með-
an er kabarett-sirkussýning og tón-
leikar í gangi,“ segir Eyrún.
Flipp festival er haldin af sirkus-
listafélaginu og félagasamtökunum
Hringleik, sem að sögn Eyrúnar er
vettvangur sem er ætlað að styrkja
sirkusmenninguna með því að bjóða
upp á erlendar og íslenskar sýn-
ingar og aðra viðburði. Samkvæmt
Eyrúnu hefur Hringleikur unnið
ýmis samstarfverkefni með menn-
ingarhátíðum eins og Barnamenn-
ingarhátíð og Listahátíð Reykja-
víkur og BRAS á Austurlandi.
Eyrún segir markmið Hringleiks
vera að styrkja stoðirnar, svo að
sirkusinn geti þrifist á Íslandi og
því alltaf nóg að gera hjá þeim.
„Við í Hringleik rekum líka Æsku-
sirkusinn sem er starf fyrir börn og
unglinga sem hefur staðið fyrir
ýmsum námskeiðum fyrir allan ald-
ur. Við erum líka núna komin með
tímabundið æfingahúsnæði á Sæv-
arhöfða, sem er á vegum Reykja-
víkurborgar. Þannig getum við
stutt við sirkuslist hérlendis, með
því að bjóða upp á almennilega að-
stöðu fyrir sirkusfólk.“
Þema Flipp festival er spurn-
ingin „Er þetta hægt?!“ sem Eyrún
segir að vísi í algeng viðbrögð
áhorfenda við sirkuslistum og
vangaveltur Hringleiks um hvort
hægt sé að halda úti sirkus á Ís-
landi. „Ég hef dálítið gaman af
þessu þema, af því að í sirkusnum
er bæði upplifun áhorfandans oft:
„Vá, er þetta hægt?“ og á æfingum
er maður sjálfur sífellt að ögra sér
og ganga lengra en maður taldi sig
geta. Sirkuslistafélögin sem koma
að hátíðinni, við í Hringleik og þrjú
erlend samstarfsfélög, eru öll
markvisst að reyna koma sirkusi
fyrir í okkar menningarumhverfi.
Við í Hringleik veltum fyrir okkur
spurningum eins og: Er hægt að
vera með sirkusmenningu þar sem
búa aðeins 360 þúsund manns? Við
höfum verið í miklum húsnæðiserf-
iðleikum og erum núna í tíma-
bundnu húsnæði. Þema hátíðar-
innar sækir því innblástur í þessar
þrautir. Við erum alltaf að hugsa
hvernig við getum fett okkur og
brett til að passa inn í þá innviði
og þær aðstæður sem standa okkur
til boða.Við höfum því verið með
útisýningar, verið í tjaldi og sett
upp sýningar í leikhúsi. Hug-
myndin á bak við þemað felst því
líka í eftirfarandi spurningu; Er
hægt að halda úti sirkus á Ís-
landi?“
Spurð um við hverju megi búast
af sirkuslist á Íslandi í framtíðinni,
segir Eyrún: „Það hefur orðið
mjög ör þróun og margt áhugavert
fólk og efni er að koma fram. Við
höldum áfram að vera skapandi í
okkar aðstæðum og það hefur
gengið ótrúlega vel. Það er í raun-
inni magnað að við séum komin á
þann stað að geta haldið fyrstu ís-
lensku sirkuslistahátíðina. Mér
finnst þó mest spennandi að geta
boðið erlendum hópum hingað og
kynnt erlendan samtímasirkus fyr-
ir íslenskum áhorfendum og um
leið sýnt að íslensk sirkuslist sé
hluti af þeim heimi. Við erum svo
líka með eitt mjög spennandi verk-
efni, sem við fengum nýlega styrk
fyrir undir heitinu Mega What?
Starfsemin er því á mikilli ferð og
ég vona að hún haldi áfram að
vaxa.“
Fyrsta ís-
lenska sirkus-
listahátíðin
- „Er hægt að halda úti sirkus á
Íslandi?“ spyrja meðlimir Hringleiks
Skemmtun Þrjár systur, eftir eistneska sirkushópinn Big Wolf Company,
er ein af fimm sýningum á dagskrá sirkuslistahátíðarinnar Flipp Festival.
Sirkus Upplifunarsýningin Arcade Delight eftir danska sirkushópinn Dynamo Workspace fer fram í Kolaportinu.
Eyrún
Ævarsdóttir
Zoiu, stillir hún upp saman hópi
listamanna sem hún hefur kynnst.
Ég mun einnig taka þátt í stærra
verkefni á hennar vegum í október
þar sem ég verð með stærri verk og
gjörninga. Hún er vel tengd í Úkra-
ínu og sendiherra Úkraínu verður
að sjálfsögðu á opnuninni,“ segir
Snorri.
Hann sýnir málverk á bátnum og
aðrir listamenn sem taka þátt í sýn-
Myndlistarmaðurinn Snorri Ás-
mundsson tekur nú þátt í sýningu
myndlistarkonunnar Zoiu Skoropa-
denko á fljótabáti í París sem hófst
í gær og lýkur á sunnudag. Nefnist
sýningin nefnist Zoia’s Ark, þ.e.
Örkin hennar Zoiu og hefur lista-
konan safnað saman stórkostlegum
listaverkum til að sýna í bátnum, að
því er segir í tilkynningu. Báturinn
er af þeirri gerð sem kölluð er pé-
niche á frönsku og er tilgangurinn
að bjarga hinni stórkostlegu list frá
margvíslegri ógn.
Snorri segir Skoropadenko kraft-
mikla, úkraínska listakonu sem bú-
sett sé í París og Mónakó og hafi
staðið fyrir ýmsum myndlistarsýn-
ingum og -gjörningum í gegnum
tíðina. „Ég kann að meta eldmóð
hennar og kraft. Ég rakst á hana í
Mexíkó og hún hafði svo samband
við mig þegar hún var í Los Angel-
es fyrir nokkrum árum þegar ég
dvaldist þar. Mér þótti bara spenn-
andi að taka þátt í þessum verk-
efnum sem hún stendur fyrir, ekki
síst núna þegar stríðið er í Úkraínu.
Á þessari sýningu, Örkin hennar
ingunni og vinna með ólíka miðla
myndlistar, á borð við málun, grafík
og stafræna list, eru Daniel Leigh-
ton, Heather Lowe, Antoine Poupel,
Philippe Daurios, Clem Chambers,
Linda McCluskey, Berengere Bain-
vel, Nobuki Hizume, Vallauris Dale
Dorosh, Bernard Vitour, Anthony
Alberti, Gerard Pettiti, Kyiv Olesya
Dzhurayeva, að ógleymdri Zoiu
Skoropadenko sjálfri.
Vinir Snorri og Zoia Skoropadenko í Los Angeles fyrir fimm árum.
Snorri á Örkinni hennar Zoiu
Hróarskeldutónlistarhátíðin í Dan-
mörku hefst í dag, laugardaginn
25. júní. Hátíðin er sú stærsta á
Norðurlöndunum og einnig með
þeim stærstu í Evrópu og þar hafa
ótal stórstjörnur komið fram í
gegnum árin. Eftirvæntingin er
mikil, enda hátíðinni verið aflýst
síðastliðin tvö ár.
Dagskráin er ekki af verri end-
anum í ár og ýmis þekkt nöfn þar
að finna. Þeirra á meðal eru Post
Malone, Dua Lipa og Robert Plant,
fyrrum söngvari Led Zeppelin, sem
fram kemur ásamt blágresisstjörn-
unni Alison Krauss. Þá má einnig
nefna Megan Thee Stallion, Kacey
Musgraves og Tyler, the Creator
sem og hljómsveitirnar The Smile,
Haim og The Stokes. Af dönskum
listamönnum má helst nefna Jada
og Thomas Helmig.
Þrátt fyrir að tónlistaráhugafólk
og aðrir skemmtanaglaðir Danir
gleðjist yfir því að loks eigi að
halda Hróarskelduhátíðina á ný
hefur umræðan í dönskum fjöl-
miðlum snúist talsvert um áhyggjur
lögreglu og skipuleggjenda af þeim
fjölda kynferðisbrota sem tilkynnt
hafa verið á hátíðinni undanfarin
ár. Hafa menn sérstakar áhyggjur
af því í hve mörgum tilfellum hafi
ekki tekist að finna gerandann.
Í von um að sporna við þessari
þróun, hafa skipuleggjendur hátíð-
arinnar gripið til þess ráðs að út-
deila aðvörunararmböndum til
þeirra sem verða uppvísir að því að
fara yfir mörk annarra gesta. Þeir
geta einnig átt á hættu að vera
reknir af hátíðinni.
AFP/Julien de Rosa
Stjarna Dua Lipa er meðal hápunkta.
Eftirvænting og áhyggjur á Hróarskeldu