Morgunblaðið - 24.06.2022, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
96%
Empire
The Playlist BBC The sun
Total FilmRogerEbert.com
82%82%
79%
HJÖRTUR JÓHANN JÓNSSON ALDÍS AMAH HAMILTON AHD TAMIMI GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON
LÍSA PÁLSDÓTTIR HARALD G. HARALDS KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR
“THE BEST MOVIE OF THE YEAR” “AN EPIC ADVENTURE”
“A CROWD-PLEASEING BLAST” “THE MOVIE EVENT OF THE YEAR”
“A MOVIE LIGHT YEARS AHEAD OF IT´S TIME”
100%
H
inar ýmsu vísindaskáld-
skaparkvikmyndir koma
upp í hugann þegar horft
er á nýjustu afurð Pixar,
Lightyear eða Ljósár, sem fjallar um
geimlögguna Bósa Ljósár, eina af að-
alpersónum og -leikföngum Leik-
fangasagnasyrpunnar frægu, Toy
Story 1-4. Má af þeim nefna Stjörnu-
stríð og Interstellar og jafnvel E.T.
og Aliens. Líklega er það viljandi gert
af leikstjóra og handritshöfundi og þá
sérstaklega fyrir fullorðna áhorf-
endur.
En hvers vegna að gera heila
teiknimynd um eitt af leikföngum
Leikfangasagnanna? Jú, líklega þótti
það sniðug hugmynd markaðslega
séð, margir sem eiga ung börn í dag
voru líklega börn sjálfir þegar fyrsta
Leikfangasagan var í bíó en hún
verður bráðum 30 ára. Um leið má þá
kynna börn í dag fyrir þeim myndum
og persónum, að ekki sé talað um öll
leikföngin og legósettin sem munu
spretta upp úr þessari vel gerðu en
lítt heillandi teiknimynd.
Strax í byrjun Ljósárs kemur fram
að myndin sé sú sem Addi, strák-
urinn í Leikfangasögu, hreifst af á
sínum tíma, um miðjan tíunda ára-
tuginn og hafi fengið leikfangaútgáfu
af Bósa að gjöf, leikfang sem byggt
var á Bósa myndarinnar. Gallinn við
þessa hugmynd er auðvitað og aug-
ljóslega sá að teiknimynd á borð við
Ljósár hefði aldrei verið gerð á þeim
tíma því tækninni til þess hafði ekki
verið náð. Þetta er auðvitað smá-
munasemi í mér og skiptir í raun litlu
máli en engu að síðru gaman að
benda á.
Í stuttu máli fjallar myndin um
Bósa Ljósár, eða Buzz Lightyear eins
og hann heitir á ensku, geimlögguna
hugrökku sem lendir í óhappi með liði
sínu á ókunnri plánetu. Geimfar
þeirra laskast og þarf að finna nýjan
orkugjafa svo hægt sé að komast aft-
ur á ljóshraða og heim. Þetta tekur
sinn tíma og Bósi fer í hvert tilrauna-
flugið á fætur öðru í þeim tilgangi að
komast á ljóshraða sem mistekst.
Hver ferð er fyrir honum aðeins hluti
úr degi en á plánetunni eldast vinir
hans um mörg ár í hvert sinn sem
hann fer út í geim. Vinkona hans gift-
ist, eignast börn og barnabörn og að
lokinni enn einni misheppnaðri ferð
snýr Bósi aftur og kemst að því að
vinkonan lést í hárri elli. Sonardóttir
hennar fetar í fótspor ömmu sinnar
og gerist geimlögga með Bósa og
skrautlegu liði óþjálfaðra laganna
varða. Já og líka vélkettinum Sokka
sem er langskemmtilegasta persóna
myndarinnar sem getur leyst hvers
kyns vandamál. Á endanum hittir
Bósi fyrir erkióvin sinn Zurg sem vill
komast yfir aflgjafa hans og reynist
allt annar en Bósa hefði nokkurn
tíma getað dottið í hug.
Ljósár er sæmilegasta skemmtun
þó heldur vanti upp á léttleika og
spaug sem einkennt hefur flestar
fyrri mynda Pixar. Hún er líka mjög
langt frá þeim sjarma sem Leik-
fangasögurnar bjuggu yfir. Kvikunin
er vissulega afbragð, eins og búast
mátti við og áferð slík að engu er lík.
Stundum er varla hægt að greina
mun á teiknuðum bakgrunnum og
ljósmynduðum, halda mætti að þeir
væru raunverulegir. Hvort það er
gott veit ég þó ekki, ég vil helst að
teiknimynd sé eins og teiknimynd.
En útlitið er aðeins hluti af upplif-
uninni og án góðs handrits er lítið
varið í teiknimyndir og því miður
vantar nokkuð upp á hér hvað það
varðar. Ég sá myndina á ensku og í
þeirri útgáfu talar Chris Evans fyrir
Bósa. Þar fer heldur sjarmalaus leik-
ari sem því miður smitast yfir á Bósa.
Tim Allen talaði upphaflega fyrir
Bósa og með tilþrifum og ekki veit ég
af hverju hann var ekki fenginn í
verkið. Kötturinn Sokki bjargar hins
vegar miklu, skemmtilega talsettur
af Peter Sohn, og þegar Sokki er í
stuði er myndin hvað hressilegust.
Áhrifamest er hún tilfinningalega séð
í atriðunum sem snúa að afstæði tím-
ans og missi Bósa. Þar er snert á
kunnuglegum Pixar-strengjum og
minnir á öldruðu hjónin í Upp.
Tímarnir hafa auðvitað breyst tölu-
vert frá því fyrsta algjörlega tölvu-
gerða teiknimynd sögunnar,
Leikfangasaga frá 1995, leit dagsins
ljós og höfundar farnir að gæta jafn-
ræðis þegar kemur að kynþáttum,
kynjum og kynhneigð. Vinkona Bósa
er þeldökk og gift konu. Þær kyssast
í myndinni sem hefur fengið furðu-
mikla athygli og þá vegna þess að
þessi örstutti bútur leiddi til þess að
myndin var bönnuð í nokkrum lönd-
um þar sem mikil andstaða er við
samkynhneigð, m.a. í Sádi-Arabíu og
líklegt þykir að myndin verði líka
bönnuð í Kína. Tímarnir breytast víst
ekki alls staðar, því miður.
En hvað um það. Ljósár er ekki ein
af bestu myndum Pixar en á móti
kemur að varla er hægt að gera slíkar
kröfur. Bósi var skemmtileg týpa í
Leikfangasögu, geimlöggan sem átt-
aði sig ekki á því að hann væri leik-
fang og taldi sig eiga í samskiptum
við stjórnstöð sem var auðvitað ekki
til. Í þessari mynd er Bósi s og æ að
skrásetja allt sem hann gerir en það
er bara ekkert fyndið við það. Bósi er
því miður frekar leiðinleg týpa sem
afþakkar afmælisköku af því hann er
á ströngu mataræði.
Á heildina litið er Ljósár þó bíó-
ferðarinnar virði því hún er mikið
sjónarspil og oftar en ekki góð af-
þreying sem geldur á endanum fyrir
hugmyndaleysi og grínskort.
Þegar köttur stelur senunni
Geimlögga Bósi Ljósár með vélkettinum Sokka sem er stjarna myndarinnar um geimlögguna og vini hans.
Sambíóin, Laugarásbíó og
Smárabíó
Lightyear / Ljósár bbbnn
Leikstjórn: Angus MacLane. Handrit:
Jason Headley. Aðalleikarar í talsetn-
ingu: Chirs Evans, Keke Palmer, Peter
Sohn, Taika Waititi, James Brolin og
Uzo Aduba. Bandaríkin, 2022. 100 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Tónlistarkonan Leoncie kemur
fram á tónleikum í kvöld, föstu-
dagskvöld, á Gauknum við
Tryggvagötu. Langt er liðið frá því
hún kom síðast fram á tónleikum
hér á landi. Í tilkynningu stendur
að hún lofi frábærri skemmtun.
Húsið verður opnað kl. 20 og hefst
gleðin með upphitunaratriði KS-
flokksins. Leoncie stígur á svið um
kl. 22 og mun eflaust taka mörg af
sínum þekktustu lögum. Segir í til-
kynningu vegna tónleikanna að um
einstakan viðburð sé að ræða og því
takmarkaður miðafjöldi. Miðasala
fer fram á miðasöluvefnum tix.is.
Leoncie snýr aftur
Á Íslandi Leoncie skemmtir í kvöld.
Ed Sheeran og
meðhöfundar
hans báru sigur
úr býtum í höf-
undarréttarmáli
sem var höfðað
gegn þeim og
varðaði hið vin-
sæla lag „Shape
of you“. Þeim
voru dæmd 900
þúsund pund, eða um 146 milljónir
íslenskra króna, í bætur fyrir máls-
kostnað.
Sheeran og samstarfsmenn hans
höfðu verið sakaðir um að hafa nýtt
sér hluta úr lagi Sami Chokri, sem
gengur undir listamannsnafninu
Sami Switch, og Ross O’Donoghue,
„Oh Why“, frá 2015. Þeir héldu því
fram að „Oh I“-krækjan í lagi
Sheerans líktist „Oh why“-viðlag-
inu í lagi þeirra ískyggilega mikið.
Dómari komst þó að þeirri nið-
urstöðu að tónlistarmaðurinn rauð-
hærði hefði ekki heyrt lagið „Oh
Why“ áður en hann samdi „Shape
of You“ og því ekki stolið frasanum
úr lagi Chokri og O’Donoghue.
Sheeran vinnur
höfundarréttarmál
Ed Sheeran