Morgunblaðið - 25.06.2022, Síða 2

Morgunblaðið - 25.06.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 COSTA DEL SOL FJÖLSKYLDAN SAMAN Í SÓL INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS TILBOÐ TAKMARKAÐ FRAMBOÐ VIN SÆ LT 30. JÚNÍ - 11. JÚLÍ SÓLARLOTTÓ 4* ÍBÚÐ ÁN FÆÐIS Í 4* HÓTELI VERÐ FRÁ99.900 KR Á MANN M.V. 2+2 FRÁ 121.500 KR. Á MANN M.V. 2 +1 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fyrstu langreyðinni á vertíðinni var landað í hvalstöðinni í Hvalfirði í gærmorgun. Það var fyrsti hval- urinn sem þar var verkaður síðan á vertíðinni 2018. Annar hvalur var svo færður að landi síðdegis. Norðangarri og leiðindaveður var á miðunum og ekki gott veiðiveður, að sögn Kristjáns Loftssonar, fram- kvæmdastjóra Hvals hf. Mun hvalvertíðin standa í um 100 daga og lýkur henni venjulega í lok september. Samkvæmt ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar er heimilt að veita 161 langreyði á ári, auk 20% af kvóta síðasta árs, þar sem ekki var þá haldið til veiða. Er því heildar- kvótinn nú 193 langreyðar, en ólík- legt er að hann verði fullnýttur. Áætlað er að rúmlega 30.000 lang- reyðar séu við Íslandsstrendur. Tvö dýr komin á land - Ekki gott veiðiveður - Heimilt að veiða 193 langreyðar Morgunblaðið/Eggert Hvalskurður Langreyðurin var stór og mikil um sig og tóku hvalskurðarmenn þegar til starfa. Dregin að landi Nokkur eftirvænting lá í loftinu þegar seinni langreyðurin var dregin að landi í gær. Heimilt er að veiða allt að 193 langreyðar í ár. Steinþór Stefánsson steinthors@mbl.is Sökum mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af Covid-19-bóluefni hefur Heilsugæsla höfuðborgar- borgarsvæðisins boðið upp á opið hús í bólusetningar frá 21. júní síð- astliðnum, og verður opið til 1. júlí alla virka daga milli kl. 13 og 15 í Mjóddinni. Notast er við Pfizer- bóluefnið en einnig er hægt að fá bóluefni Janssen sé þess óskað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgar- svæðinu, segir í samtali við Morg- unblaðið að bólusetningar hafi gengið vel undanfarna daga. „Það hefur gengið vel og margir hafa komið alla dagana, um 700 manns. Og allir glaðir og þakklátir, þetta er náttúrulega almennt glaður hópur,“ segir hún og bætir við að undan- farnir dagar hafi verið skemmtileg- ir. Aðspurð segir hún að haldið verði áfram með bólusetningar í næstu viku. „Við ætlum að taka næstu viku líka með sama hætti. Það er opið í bólusetningar á öllum heilsu- gæslustöðvunum og fólk getur pantað þar tíma í bólusetningu. En við ætlum að halda áfram samhliða með opið hús næstu viku í Mjódd- inni og þá erum við að vonast til þess að allir þeir sem eru 80 ára og eldri og hafa áhuga á að fá fjórða skammtinn komi.“ Morgunblaðið/Eggert Mjóddin Biðraðir mynduðust í gær við heilsugæslustöðina þegar fólk fjöl- mennti í bólusetningu til að fá örvunarskammtinn sinn gegn Covid-19. Hefur gengið vel að bólusetja - Fjórði skammturinn fyrir 80 eða eldri Covid-19 ekki búið » Alls greindust 272 smit síð- astliðinn fimmtudag. » Í gær lágu 46 manns á sjúkrahúsi með kórónuveiruna og 2 á gjörgæslu, þar af 31 á Landspítala og 1 á gjörgæslu þar. » Opið hús er í heilsugæslunni í Mjódd fyrir fjórða skammt bólusetningar og einnig hægt að panta bólusetningu á öðr- um heilsugæslustöðvum. Það var hart tekist á í leikjum gær- dagsins á Orkumótinu í Vestmanna- eyjum og skein einbeitingin úr aug- um leikmanna Gróttu og Hamars þegar lið þeirra mættust í gær. Þar sem bæði lið leika í bláum búningum léku Gróttumenn í gulum vestum og skoruðu þeir tvö mörk gegn einu marki Hamarsmanna. Orkumótið, sem einnig hefur verið kallað Pollamótið, hefur verið haldið á hverju ári í Vestmannaeyjum frá árinu 1984, en þar keppir 6. flokkur karla í knattspyrnu. Hafa margir af okkar dáðustu knattspyrnumönnum stigið sín fyrstu keppnisskref á mótinu og hefur það fyrir löngu fest sig í sessi í dagatalinu á knatt- spyrnusumrinu. Mótinu lýkur í dag með keppni í 28 riðlum. Eru fjögur lið í hverjum riðli og eru því 112 mismunandi lið sem leiða saman hesta sína. Viðrað hefur vel til knattspyrnuiðkunar og þykir víst að dagurinn verði kepp- endum ógleymanlegur. Morgunblaðið/Óskar P. Friðriksson Einbeiting Það þarf að hafa augu á boltanum þegar leikið er til sigurs. Mikil einbeiting á Orkumótinu í Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.