Morgunblaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 6
Jarðhræringar undir Langjökli 4,6 2,9 3,7 2,5 L a n g j ö k u l l Eiríksjökull Þórisjökull Skjálftar yfir 2 á stærð Fimmtudagur 23. júní Stærð Kl. 22:12 4,6 Kl. 22:29 3,7 Kl. 22:50 2,4 Kl. 23:14 2,1 Kl. 23:27 2,1 Kl. 23:28 2,1 Föstudagur 24. júní Stærð Kl. 02:29 2,9 Kl. 09:57 2,5 Kl. 10:01 2,3 Kl. 12:14 2,5 fim. föstudagur 24. júní Grafík: Veðurstofan K al d i da lu r Strútur Skjaldbreiður Heimild: Veðurstofa Íslands og map.is Hagavatn Sandvatn Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Jarðskjálftavirkni hélt áfram í Langjökli í gær, eftir að stór skjálfti varð upp úr kl. 22 í fyrra- kvöld, 4,6 að stærð. Skömmu síðar kom kippur af stærðinni 3,7 og síð- an tæpir 3 í fyrrinótt. Er þetta mesta virkni í jöklinum í ein sjö ár. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðing- ur og prófessor emeritus, segir skjálfta á þessu svæði ekki algenga. „Þarna undir miðjum Langjökli eru nú skjálftar ekki algengir,“ sagði hann við mbl.is um miðjan dag í gær. Um er að ræða vestara gosbelti landsins sem gengur upp frá Hengli að Lang- jökli, flekaskil sem hann segir að séu deyjandi. „Þetta er svona grein af flekaskil- unum sem er nú eiginlega deyjandi. Hún er hægt og rólega að gefa upp öndina,“ sagði Páll ennfremur. Páll sagði að almennt væri við- varandi skjálftavirkni vestar en stærsti skjálftinn, það er við Kalda- dal og Geitlandsjökul. Þá hefur skjálftavirkni austan megin einnig tíðkast. „Það var skjálfti þarna í apríl og annar í maí. Þannig að það er eitt- hvað í gangi þarna undir jöklinum sem hefur ekki verið í gangi síðustu áratugi.“ Síðasta gos við landnám Hann áréttaði þó að um væri að ræða deyjandi flekaskil – framhald af Þingvallaflekaskilunum sem greinast við Hengil, sumsé fleka- skilin milli Norður-Ameríkuflekans og íslenska Hreppaflekans. „Síðasta gos á þessu svæði er eiginlega það sem bjó til Hallmundarhraun,“ sagði Páll en talið er að það eldgos hafi verið á 10. öld, um það leyti er Ísland byggðist. Jörðin skelfur undir Langjökli - Ekki algengt, segir Páll Einarsson Páll Einarsson 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfsmenn Björgunar eru að gera nýja sanddæluskipið klárt fyrir fyrstu verkefni þess hér á landi. Skipið fór í slipp í Reykjavík og nú er verið að vinna nauðsynlega pappírs- vinnu til að fá það skráð á íslenska skipaskrá. Sanddæluskipið var keypt frá Spáni fyrr í sumar og hét þá Gigante. Það hefur nú fengið nafnið Álfsnes. Var nafnið valið eftir tilnefningar frá starfsfólki en það hefur skírskotun til nýrrar starfsstöðvar Björgunar sem verður í Álfsnesvík. Ísafjörður eða Akureyri Spurður um fyrstu verkefni Álfs- ness segir Eysteinn Jóhann Dofra- son, framkvæmdastjóri Björgunar, að þau verði annaðhvort á Höfn í Hornafirði, Akureyri eða Ísafirði. Það fari eftir því hvenær skipið verði tilbúið til verka en hann vonast til að það verði ekki mikið meira en hálfur mánuður í það. Eftir er að ljúka fyll- ingarverkefni á Akureyri og fyrir dyrum stendur stórt dýpkunarverk- efni á Ísafirði. Þá var Björgun með lægasta tilboð í dýpkun Grynnslanna fyrir utan Hornafjarðarós. Að auki eru föst verkefni eins og dæling fyrir Kalkþörungaverksmiðjuna á Bíldu- dal og gripið í dælingu við nýja lóð Björgunar í Álfsnesvík. Loks má nefna að viðhaldsdýpkun í Landeyja- höfn er í útboðsferli. Þar eru gerðar kröfur um öflugt skip sem Álfsnes ætti að standa undir. Telur Eysteinn hugsanlegt að nýja skipið dæli upp undir milljón rúmmetrum af efni fram til áramóta. Dísa verður seld úr landi Álfsnes leysir sanddæluskipið Dísu af hólmi og er mun öflugra skip og fjölhæfara. Eysteinn hefur trú á því að það reynist vel við aðstæður hér á landi. Verður reynslan sem fæst fram til áramóta notuð til að meta hvort ástæða sé til að laga það enn betur að aðstæðum hér. Dísa lauk sínu síðasta verkefni í Arnarfirði fyrir sjómannadag og er nú komin í söluferli. Telur Eysteinn að hún geti nýst áfram, einhvers staðar í öðrum löndum. Áhöfnin færðist yfir á Álfsnes og er að læra inn á skipið og búa það undir verkefni sín. Morgunblaðið/Sisi Undirbúningur Nýja sanddæluskipið fékk skverun í slippnum í Reykjavík til undirbúnings fyrir komandi verkefni. Nýja sanddæluskipið búið undir verkefni - Gigante heitir nú Álfsnes, eftir nýrri starfsstöð Björgunar Nýtt nafn Gigante fékk nafnið Álfsnes en það er skírskotun til nýrrar starfsstöðvar Björgunar í Álfsnesvík. Fjöldi verkefna bíður nýja skipsins. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verkefnisstjórn rammaáætlunar er að skipuleggja vinnu sína eftir að óvissu var aflétt með samþykkt Al- þingis á rammaáætlun 3. Hluti af því verki er að leggja mat á það hvort tillögur berist ráðherra í fleiri en einu lagi. Verkefnisstjórn 5. áfanga ramma- áætlunar tók á síðasta ári við verk- efnum verkefnisstjórnar 4. áfanga og hefur skipað fjóra faghópa. Her- dís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðu- neytinu, sem vinnur með verkefn- isstjórninni, vekur athygli á því að rammaáætlun sé samhangandi ferli og sú verkefnisstjórn, sem nú er að störfum, taki við öllu sem liggi eftir fyrri verkefnisstjórnir. Biðflokkurinn skoðaður Núverandi verkefnisstjórn var skipuð í apríl á síðasta ári til fjög- urra ára, eða til apríl 2025. Verkefn- isstjórn 3. áfanga skilaði tillögum sínum til ráðherra áður en skip- unartíma hennar lauk. Meðal annars vegna óvissu með afdrif þeirra til- lagna fyrir Alþingi, vannst verkefn- isstjórn 4. áfanga ekki tími til að skila fullunnum tillögum. Herdís segir umræðu um næstu afgreiðslu virkjunarkosta skammt á veg komna og bendir meðal annars á að í umræðum í þinginu um af- greiðslu 3. áfanga hafi mikið verið rætt um að hugsanlega þurfi ekki endilega að skila tillögum í einum stórum bunka á fjögurra ára fresti. Spurð, hvort hugsanlegt sé að taka sérstaklega fyrir þá orkukosti, sem fluttir voru úr verndar- og orkunýt- ingarflokki við afgreiðslu Alþingis á ramma 3, og leggja fyrir þingið, tel- ur Herdís að það hljóti að koma til greina. Verkefnisstjórn kemur saman að loknum sumarleyfum um miðjan ágúst. Þá skýrist hver næstu skref verða í vinnu hennar. Hugsanlegt að verkefnisstjórn skili tillögum oftar - Verkefnisstjórn rammaáætlunar skipuleggur vinnu við næsta áfanga Morgunblaðið/RAX Þjórsá Holta- og Urriðafossvirkj- anir eru orkukostir í biðflokki. Fjölgun ferðamanna á Íslandi fylgir óhjákvæmilega að sumir þeirra slas- ast eða veikjast og þá leita þeir gjarnan á bráðamóttöku Landspítal- ans. Komur þeirra á spítalann eru í réttu hlutfalli við ferðamanna- strauminn. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, segir ferðamenn- ina hreina viðbót við það fólk sem fyrir er í landinu. Um leið og ferða- mönnum hafi fjölgað hér hafi fleiri Íslendingar farið í ferðir til útlanda. En hvernig er staðan á bráðadeild- inni? „Staðan á deildinni er óbreytt, en við höfum vonir um að nýr heilbrigð- isráðherra og forstjóri spítalans vinni af fullum krafti að því að leysa málið,“ seg- ir Hjalti. „Við höf- um raunhæfar væntingar um að þessari stöðu verði snúið við þegar líður á sum- arið og haustið.“ Ekki hefur enn ræst úr mönnun- arvanda bráðamóttökunnar og deild- in er enn undirmönnuð, eins og margir aðrir póstar í heilbrigðiskerf- inu í landinu. „Við vonumst til að það horfi eitthvað til bóta með haustinu,“ segir Hjalti Már. gudni@mbl.is Vandi bráðamót- töku er óleystur Hjalti Már Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.