Morgunblaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 25. júní 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 133.33 Sterlingspund 163.02 Kanadadalur 102.87 Dönsk króna 18.807 Norsk króna 13.356 Sænsk króna 13.069 Svissn. franki 138.1 Japanskt jen 0.9844 SDR 177.72 Evra 139.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.9337 BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ferran Soriano, forstjóri City Foot- ball Group, eiganda Englandsmeist- ara Manchester City og tíu annarra fótboltaliða víðsvegar um heiminn, segist sjá tækifæri í íslenskum fót- bolta. „Ég sé tækifæri hér og það er ein ástæða fyrir því að ég er hingað kominn. Hér er mikil ástríða fyrir fót- bolta og þjálfun góð. Víða í nágranna- löndunum sjá foreldrar um þjálfun yngri flokkanna en hér eru menntað- ir þjálfarar við störf,“ segir Soriano. Lofaði að koma með bikarinn Stutta sagan af komu hans til landsins er sú að hann hitti íslenska Manchester City-aðdáendur á vellin- um og lofaði að koma til landsins með meistarabikarinn ef liðið ynni ensku deildina. „Þannig að hingað er ég kominn með bikarinn meðferðis og hef notað tækifærið til að funda með KSÍ, hitta forsvarsmenn nokkurra fótboltafélaga og ræða við aðila í við- skiptalífinu. Ég er að skima eftir tækifærum fyrir City Football Group og leitast við að auka vinsældir og sýnileika Manchester City á Íslandi. Ég mun hitta aðdáendaklúbb Man- chester City í kvöld [í gærkvöldi] og eyða svo helginni hér með fjölskyld- unni.“ Spurður að því hvað Íslendingar gætu gert til að byggja upp fótbolt- ann í landinu segir Soriano að styrkja þurfi fótboltafélögin. Þau séu grunn- urinn að öllu. „Það þarf að finna leið til að félögin geti vaxið og hægt sé að fjárfesta meira í starfinu.“ Soriano segir að tvo umdeilda hluti sé hægt að hugsa sér fyrir lang- tímaþróun fótboltaumhverfisins. „Annað er að breyta lögum svo hægt sé að hleypa fjárfestum að félögun- um. Það eru mikil tækifæri fólgin í fótbolta sem afþreyingu í framtíð- inni,“ útskýrir Soriano. „Fótboltalið geta vaxið mjög að verðmæti.“ Hinn möguleikinn væri að sameina íslenskan fótbolta við deildir annars staðar á Norðurlöndunum. „Slík sameining á hollensku og belgísku deildinni til dæmis er í skoðun.“ Eftirspurn eykst Soriano segir að eftir því sem milli- stéttin stækki í heiminum aukist eft- irspurn eftir afþreyingu. Íþróttir séu vinsæl afþreying og fótbolti sé ein mest vaxandi íþróttagrein í heimin- um. „Verðmæti bandarískra íþrótta- liða hefur vaxið um 15-25% árlega síðustu 20 ár. Fjárfestar sem keyptu NBA-körfuboltalið fyrir 20 árum á 100 milljónir Bandaríkjadala geta selt það í dag á tvo milljarða dala.“ Eins og Soriano útskýrir eru bein- ar útsendingar á íþróttaviðburðum mikið gæðasjónvarpsefni og nokkuð sem fær fólk til að kaupa áskriftir. Hann segir að bandarískir fjárfestar hafi verið atkvæðamiklir í Evrópu á síðustu misserum. „Ef við berum evr- ópsk fótboltalið saman við körfubol- talið í bandarísku NBA-deildinni þá eru evrópsku liðin ódýr. Þau kosta kannski 1-2 sinnum tekjur en NBA- lið kostar kannski 5-10 sinnum tekjur. Ástæðan fyrir því er einkum deildaskiptingin. Evrópsku liðin geta fallið niður um deild og tekjur minnk- að mikið. Í NBA er aldrei hægt að falla niður um deild.“ Soriano, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá City Football Group í tíu ár, segir aðspurður að vel gangi að byggja upp Manchester City- vörumerkið á heimsvísu enda sé „var- an“ söluvænleg. „Ef horft er á síðustu tíu ár er Manchester City besta liðið á alla mælikvarða. Flestir bikarar, flest mörk skoruð, flest stig unnin, o.s.frv.“ Hann segir að stefnan sé ávallt sett á að spila góðan fótbolta og vinna leiki. Það eigi við um öll liðin í eigu City Football Group. „Við köllum það fallegan fótbolta. Það snýst um að halda boltanum innan liðsins, spila framarlega á vellinum og sækja, þó í því geti falist áhætta. Þetta er viðhorf okkar gagnvart boltanum og lífinu sjálfu.“ City Football Group er stórt félag. Árstekjur þess nema um einum millj- arði dala og starfsmenn eru fjögur þúsund. Félagið er með starfsemi í 14 löndum. Hluthafar eru þrír. Newton Investment and Development LLC frá Abu Dhabi á meirihlutann, banda- ríska fjárfestingarfélagið Silver Lake á 14,54% og China Media Capital (CMC) Consortium í Kína á 8,24%. 664 milljarða dala verðmat Soriano segir að síðasta verðmat félagsins sé fimm milljarðar dala, eða 664 ma.kr. „Okkar eigendur eru allt einkafjárfestar sem horfa til þess að auka virði fyrirtækisins til framtíðar.“ Um tekjur félagsins segir So- riano að þær séu þrískiptar. Að- gangseyrir, sjónvarpsréttir og miðl- ar og svo varningur og kostun. Aðgangseyrir er minnsti hlutinn af þessu þrennu eða um 20%. Vaxtar- möguleikarnir liggja í hinu tvennu að sögn Soriano. Spurður um næsta tímabil segir Soriano að hann hafi væntingar um að gera jafn vel og á því sem nú er nýlokið. „Við unnum deildakeppn- ina í fimm löndum af ellefu. Auk þess komst liðið okkar á Spáni, Gi- rona FC, upp í efstu deild. Enn- fremur komumst við með sjö lið í millilandakeppnir, eins og Meist- aradeildina. Þetta var besta tímabil okkar til þessa.“ Manchester City hefur enn ekki unnið Meistaradeild Evrópu en So- riano hefur trú á að það gerist einn daginn. Hann missi þó ekki svefn út af því. „Það þarf smá heppni til þess,“ segir hann að lokum. Leitar tækifæra á Íslandi fyrir City Football Group Morgunblaðið/Árni Sæberg Bolti Árstekjur City Football Group nema um einum milljarði dala og starfsmenn eru fjögur þúsund. - Forstjórinn lofaði aðdáendum að koma með enska meistarabikarinn til landsins Fasteignir Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Endurvinnslan hf. óskar eftir 500 – 800 m2 atvinnuhúsnæði Endurvinnslan hf. óskar eftir húsnæði til kaups eða leigu, ca 500 – 700 m2með góðri lofthæð og innkeyrsluhurð/ar kostur. Nánar tiltekið er óskað eftir húsnæði fyrir flöskumóttöku miðsvæðis í Reykjavík til að þjónusta Reykjavík vestan Elliðaár. Húsnæðið þarf að hafa bílastæði fyrir um 15+ bifreiðar. Athugið að rekstri fylgir eitthvert ónæði og hávaði. Skrifstofur eða íbúðir á efri hæðum húsnæðis því óæskilegar. Tekið við ábendingum í tölvupósti - helgi@evhf.is eða símleiðis í S: 8605103

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.