Morgunblaðið - 25.06.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 25.06.2022, Síða 20
SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is P ersónuvernd lauk 2.587 málum á árinu 2021. Það eru fleiri mál á einu ári en nokkru sinni áður í sögu stofnunarinnar. Opin og óafgreidd mál við árslok 2021 voru 571 talsins, að því er fram kemur í formála Helgu Þórsdóttur, forstjóra Per- sónuverndar, í ársskýrslu stofnunar- innar fyrir árið 2021. Það var fjórða árið frá því að ný persónuverndar- löggjöf gekk í gildi. Helga segir í formálanum að við stöndum nú á barmi meiri sam- félagslegra breytinga en hafa nokkru sinni orðið í iðnvæddum samfélögum. Svo skrifar hún (greinaskil eru Morgunblaðsins): „Við búum í umhverfi, þar sem unnt er að rýna um 52.000 mismun- andi mannlega eiginleika til þess að skipta fólki í flokka eftir áhuga- málum, venjum eða persónuleika. Við búum í umhverfi, þar sem blæbrigði raddarinnar eru nýtt til að finna út hvort um lærðan mann sé að ræða eða ekki – hvort viðkomandi beiti gagnrýnni hugsun eða hvort hann stundi virka hlustun. Við búum í umhverfi þar sem inn- sláttur á lyklaborð tölvu getur gefið vísbendingar um sjálfsöryggi, kvíða, depurð og þreytu og við búum í um- hverfi þar sem staðsetningarupplýs- ingar okkar í smáforritum eru sífellt uppfærðar – jafnvel nokkrum sinn- um á mínútu. Við búum í umhverfi þar sem fyrirtæki, og eftir atvikum aðrir, vilja mæla okkur og meta, bæði sem neytendur og starfsmenn, og vilja fylgjast með svefni okkar og vöku, andardrætti og hrotum. Og við bú- um í umhverfi þar sem leit á Netinu getur gert okkur að viðfangsefni vís- indarannsóknar. Því er spurningin orðin knýjandi: Í hvernig heimi vilj- um við lifa?“ spyr Helga í formál- anum og segir að allar þessar upp- lýsingar þurfi að umgangast af virðingu. Mörg verkefni tengd faraldri Mál tengd vinnslu heilbrigðisupp- lýsinga voru áberandi á árinu 2021, ekki síst mál tengd heimsfaraldri Covid-19. Persónuvernd veitti stjórnvöldum ýmiss konar ráðgjöf vegna viðbragða við faraldrinum. Þar má nefna útgáfu smáforritsins Rakningar C-19 og samkeyrslu gagna vegna bólusetningar barna. Þrjár ákvarðanir voru teknar í mál- um sem snertu starfsemi sótt- varnalæknis, Landspítala og Ís- lenskrar erfðagreiningar og vinnslu upplýsinga um faraldurinn. Fjölmörg önnur mál, varðandi vinnslu heilbrigðisupplýsinga, voru einnig afgreidd á árinu. M.a. í tengslum við flutning lífsýna til Dan- merkur vegna krabbameinsskimana og ráðstöfun lífsýnasafns Krabba- meinsfélagsins vegna flutnings krabbameinsskimana frá félaginu til heilsugæslunnar. Málefni barna voru áfram í for- grunni hjá Persónuvernd. Bækling- urinn „Spurðu áður en þú sendir“ fór í alla grunnskóla landsins. Sektað var vegna skorts á ör- yggi við vinnslu persónuupplýs- inga í Mentor-kerfinu. Frum- kvæðisathugun á notkun nemendakerfisins Seesaw í grunnskólum Reykjavíkur leiddi í ljós margvísleg brot á persónuverndarlöggjöfinni. Þá kom upp mál vegna raf- rænnar vöktunar á börnum undir lögaldri, sem unnu í Ís- búð Huppu. Aldrei fleiri mál afgreidd hjá Persónuvernd Nýskráð og afgreidd mál hjá Persónuvernd Árið 2021 2.479 mál voru nýskráð árið 2021 2.587 mál voru afgreidd árið 2021 Nýskráð mál Afgreidd mál Heimild: Ársskýrsla Persónuverndar 2021 0 100 200 300 400 500 600 Álitsbeiðnir Beiðnir umendur- upptöku máls Beiðnir um fund Beiðnir um kynningu Eftirfylgnimál Frumkvæðismál Kvartanir Tilkynningar um öryggisbrest Umsagnarbeiðnir um lög og reglur Vísinda- rannsóknir Útgáfa leyfa Helstu þjónustuþættir Persónuvernadar Fyrirspurnir, umsagnir og álit 35% Mál vegna tilkynninga um öryggisbresti 6% Mál vegna vísinda- rannsókna 21% Erlent samstarf 8% Kvartanir 6% Annað 24% 20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skipulögð glæpastarf- semi hefur færst í vöxt á Ís- landi á undan- förnum árum. Haldlagning fíkniefna að and- virði 1,7 milljarða króna að götuvirði, í upphafi þessa mánaðar, ber því vitni. Hald var lagt á fíkniefnin eftir viða- mikla rannsókn tveggja mála. Önnur rannsóknin stóð yfir í nokkra mánuði, hin frá sumr- inu 2020, þegar upplýsingar bárust frá Europol um skipu- lagða glæpastarfsemi hér á landi. Fjallað var um fíkniefna- markaðinn hér á landi í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins fyrir viku. Þar sátu fyrir svörum Margrét Valdi- marsdóttir, doktor í af- brotafræði og dósent í lög- reglufræði við Háskólann á Akureyri, og Helgi Gunn- laugsson, prófessor í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands og doktor í félags- og af- brotafræði. Bæði sögðu að óraunhæft væri að útrýma fíkniefnum á Íslandi. Þess í stað ætti að leggja áherslu á að takmarka skaðann af þeim eins og mögulegt væri. Margrét lítur svo á að um- ræðan um fíkniefni hér á landi mætti vera þroskaðri. Hún segir gagnslaust að tala um stríð gegn fíkniefnum. Hún telur á hinn bóginn umræðuna um afglæpavæðingu neyslu- skammta gagnlega, því hún snúist um að koma til móts við hóp sem lifi í heimi ofbeldis og eymdar. „Í þeim heimi er mikið um afbrot af öðru tagi og úr þeim viljum við draga. Við megum samt ekki láta eins og eina lausnin sé að lögleiða fíkni- efni. Fíkniefni eru auðvitað ekki hættulaus, þau geta verið mjög skaðleg. Það á ekki síst við um andlega heilsu en fólk sem er veikt fyrir leitar gjarn- an í neyslu,“ segir Margrét í greininni. Það er mikið til í þessum orðum. Áhrif fíkniefna á and- lega heilsu eru ótvíræð. Sér- stök ástæða er til að hafa var- ann á gagnvart marijúana. Margir hafa tilhneigingu til að gera lítið úr hættunni af neyslu marijúana og segja það skaðlausara en áfengi. Málið er alls ekki svo einfalt og eru geðræn áhrif þess sérstakt áhyggjuefni. Umræðan um lögleiðingu fíkniefna hefur verið á ákveðnum villigötum hér á landi. Fyrir það fyrsta er ekki lögð áhersla á að elta uppi fíkni- efnaneytendur vegna neyslu- skammta hér á landi, þvert á móti. Það er líka nær að líta á þá sem eru dýpst sokknir í fen fíknarinnar sem sjúklinga en afbrotamenn. Lögregla hefur hins vegar bent á að með því að lögleiða neysluskammta hér á landi gæti orðið til skálkaskjól fyrir fíkniefnasala, sem myndu ein- faldlega gæta sín á því að vera aldrei með meira á sér en leyfilegt er. Því yrði erfiðara en áður að sporna við sölu og dreifingu fíkniefna. Það þarf því að fara mjög varlega í þessum efnum. Gæta þarf að því að búa ekki til nýtt vandamál með lögleiðingu á ástandi, sem nú þegar er reyndin. Lögreglan kvartaði undan takmörkuðum heimildum til gæsluvarðhalds þegar greint var frá haldlagningu fíkni- efnanna í byrjun mánaðar. Tímaramminn, 12 vikur, væri mun þrengri en gerðist í kringum okkur. Þetta þarf að skoða. Gera þarf lögreglu kleift að rannsaka mál og upp- ræta eiturlyfjahringa án þess að hætta sé á að rannsókn spillist vegna þess að leysa þarf höfuðpaura úr gæslu- varðhaldi. Oft er litið til Hollands sem fyrirmyndar um lögleiðingu fíkniefna. Í Hollandi hafa hins vegar eiturlyfjahringar hreiðrað um sig. Ástandið þar er að verða eins og víða í Róm- önsku Ameríku, þar sem eit- urlyfjabarónar halda heilu samfélögunum í greipum ógn- ar. Blaðamenn í Hollandi eru hættir að skrifa fréttir um fíkniefnaheiminn undir nafni af ótta um öryggi sitt. Þeir þora ekki lengur að birta skúbb um undirheimana, heldur greina aðeins frá því, sem kemur frá lögreglu. Ekki er langt síðan blaðamaður, sem hafði verið aðgangs- harður í fréttaflutningi af fíkniefnamálum, var myrtur á götu úti í Hollandi. Hér á landi er ekki óttast að þessir heimar skarist þannig að venjulegum borgurum stafi hætta af skipulagðri glæpa- starfsemi, en ofbeldi er til staðar í fíkniefnaheiminum og það getur hæglega breiðst út. Forvarnir og aðstoð við fíkla eru lykilatriði í að stemma stigu við fíkniefnum. Ein leiðin til að koma höggi á fíkniefnaheiminn er að draga úr eftirspurninni. Skipulögð glæpa- starfsemi færist í vöxt á Íslandi} Háskalegur heimur fíkniefna N úverandi ríkisstjórn er mynduð til að slá nýjan tón milli hægri og vinstri með því að „spanna hið pólitíska litróf“. Þetta átti að gera með því að auka sam- ráð og efla samstarfið milli flokka á Alþingi. Með öðrum orðum, meiri málamiðlanir. Til þess að skilja hvaða áhrif málamiðlanir hafa, þá þarf að skilja hvernig meirihlutavaldið virkar. Flokkarnir sem mynda meirihluta ráða nánast öllu. Minnihlutinn hefur aðeins tvo möguleika til þess að hafa áhrif á gang mála. Með því að kalla eftir upplýsingum og fundum í nefndum og með því að tala í ræðustól þings- ins. Þar sem öll mál þurfa að fara í gegnum þingsalinn og tíminn þar er takmarkaður, get- ur það farið svo, ef ríkisstjórnin vill koma mál- um í gegnum þingsalinn, að hún verði að semja við minnihlutann um framgang mála. Stundum þýðir það að minnihlutinn þarf að halda fleiri ræður en þörf er á – sem er ómálefnalegt. Þó er það langt í frá jafnómálefnalegt og að neita einfaldlega að miðla málum yfirleitt, sem er ástæða þess að minnihlutinn þarf að láta í sér heyra, enda er ekkert annað í boði. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki haft neinn áhuga á að bæta við lýðræðisúrræðum. Hér er gert ráð fyrir því að allir hagi sér tiltölulega málefnalega. Bæði stjórn og stjórnarandstaða hafa mál- efnaleg rök fyrir ólíkum skoðunum og í þeim tilfellum er yfirleitt hægt að miðla málum. Stundum, hins vegar, er reynt að troða einhverju í gegn. Engin rök eru í boði sem standast skoðun. Hvað þá? Þá hefst yfirleitt keppni um ásýnd flokkanna meðal almenn- ings. Nokkurs konar Morfískeppni, þar sem innihaldið skiptir ekki máli, bara útlitið. Þar ættum við að læra af reynslunni. Sem dæmi var Landsréttarmálið útlits- pólitík hjá Sjálfstæðisflokknum, eins og nið- urstöður allra dómstiga sýna. Baráttan gegn innleiðingu nýrrar stjórnarskrár, sem bygg- ist á tillögum stjórnlagaráðs í kjölfar þjóð- aratkvæðagreiðslu, er útlitspólitík. Það er komin skýr krafa um hvað á að gera úr þjóð- aratkvæðagreiðslu. Það getur verið miserfitt að sjá í gegnum útlitspólitík. Það er auðvelt að sjá í gegnum uppdiktaðar afsakanir Rússa vegna til- hæfulausra árása þeirra á annað land. Hins vegar telja 77% kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins að engin lög hafi verið brotin við sölu Íslandsbanka en 77% kjósenda Vinstri grænna eru á öndverðri skoðun. Málamiðlunin fólst í því að fá Ríkisendurskoðun til þess að skoða málið en ekki rannsóknarnefnd Alþingis. Rík- isendurskoðun, sem hefur áður skoðað einkavæðingu banka og gefið út innistæðulaust heilbrigðisvottorð. Hvernig eigum við að miðla málum við fólk sem vill það ekki? Eigum við að miðla málum við fólk sem hefur ekkert málefnalegt fram að færa? Eigum við að sætta okkur við „smá spillingu“ sem málamiðlun? Nei, auðvitað er ekki hægt að gera slíkar málamiðlanir. Björn Leví Gunnarsson Pistill Stjórnmál málamiðlana Höfundur er þingmaður Pírata bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Meðal helstu umsagna sem veittar voru árið 2021 voru: Umsókn um breytingu á leyfi Íslenskrar erfðagreiningar til stofnunar og starfrækslu líf- sýnasafns. Beiðni frá heilbrigð- isráðuneyti um umsögn vegna safns heilbrigðisupplýsinga hjá Landspítala. Umsagnir veittar ráðuneyti og Alþingi vegna svo- kallaðra barnafrumvarpa barna- og félagsmálaráðherra. Um- sögn vegna breytinga á lögum um fjármál stjórn- málasamtaka. Umsögn um stefnu Íslands um gervigreind. Um- sögn um stafrænt pósthólf og um- sögn um raf- ræna vöktun á höfnum og á vegum Fiski- stofu. Helstu um- sagnir 2021 PERSÓNUVERND Helga Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.