Morgunblaðið - 25.06.2022, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022
Í
besta heimi allra heima teljum við okkur trú um að merking orða sé
einföld og blátt áfram. Málheimspekingar væru þó fljótir að grípa inn í
slíkt óráðshjal. Þeir þyrftu ekki annað en benda á orðin bolli eða hund-
ur til að það rynni upp fyrir okkur að fyrirbærin sem þau orð vísa til
eru ákaflega ólík. Í þessum
dæmum vísa orðin þó á eitt-
hvað áþreifanlegt í raun-
heimum. Hvað mætti þá
segja um óskiljanlegu orðin
50 sem ég talaði um í síðasta
pistli að Andrew Adamatzky
hefði greint í máli sveppa?
Frægt er að skatt-
svikapúkinn sem var forseti
Bandaríkjanna fram að síð-
ustu kosningum notaði ekki
nema 77 orð. Fæst þeirra
orða vísuðu til raunheims
okkar, á borð við bolla og
hunda, en dugðu honum
samt til að komast til æðstu
metorða í landi sem við vilj-
um á góðviðrisdögum líta til
sem helsta boðbera frelsis
og lýðræðis í stjórnmálum
heimsins. Forsetinn fyrrver-
andi gerði bullið að sínu að-
alsmerki og lagðist lægst
undir lokin með því að æsa
stuðningsmenn sína til of-
beldis og uppreisnar gegn
lýðræðinu með lygum og
röklausum samsetningum á
sínum 77 orða orðaforða. Í
réttarríki í besta heimi allra
heima væri slíkur maður
settur í tugthús.
Þau sem hafa sérhæft sig í mælskulist hafa bent á að barnalegt orðfæri
forsetans fyrrverandi hafi ekki verið jafn heimskulegt og ætla mætti heldur
úthugsað til að tengja saman ranghugmyndir í heilabúum áheyrenda og auð-
velda þannig áframhaldandi lygaspuna og valdasetu. Til allrar hamingju hef-
ur nú mælskur forseti með fullu viti verið kjörinn til þessarar ábyrgðarstöðu.
Annars konar misbeiting tungumálsins er nú framin fyrir allra augum í
stríðinu um námurnar og akrana í Úkraínu. Æðstu ráðakarlar stórveldisins
sem hefur þar ráðist inn í fullvalda nágrannaríki sitt eru búnir að misnota
skólakerfi og fjölmiðla í Rússlandi lengi til að telja íbúum landsins trú um að
Systkina-Rússar þeirra í Úkraínu hafi lent undir oki nasista sem Stór-
Rússum beri siðferðisleg skylda til að frelsa þá frá með aðstoð samþjóð-
arinnar Hvít-Rússa. Við sem búum hérna megin víglínunnar sjáum vel að
það eru orð og hugmyndir frá Úkraínu um frelsi, lýðræði og mannréttindi
regnbogans sem ógna einræðiskörlunum í Kreml og knýja þá til hinnar öfga-
fullu innrásar.
Svo lesum við í nýútkominni bók Vals Gunnarssonar um Bjarmalönd að
það hafi lengi verið plagsiður í austurvegi að fara reglulega fram og til baka
um lönd og ríki til að leggja allt í rúst og flytja inn nýtt fólk. Andspænis slíkri
gjöreyðingarhefð valdakerfisins virðast hárfín blæbrigði í merkingarfræði
tungumálsins mega sín lítils. Samt sækjum við styrk í það að Biden skuli hafa
tekið upp orðræðuhefðina um mikilvægi frelsis og mannréttinda í veröldinni
– því á endanum eru það orðin og hugmyndirnar sem einræðisherrar heims-
ins óttast mest og reyna í vanmætti sínum að ljúga sig undan eða sprengja í
loft upp.
Er hægt að
skjóta niður orð
og hugmyndir?
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Mælskulist
er ekki öll-
um gefin.
F
riðlýst svæði á Íslandi eru rúmlega 130 talsins,
segir á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Með frið-
un sé tryggður réttur „okkar og komandi kyn-
slóða til að njóta ósnortinnar náttúru“. Hún er
sögð takmörkuð auðlind sem fari þverrandi á heimsvísu.
Reglur um friðlýst svæði séu mismunandi og fari eftir
markmiðum friðlýsingar, eðli svæðisins og samkomulagi
við þá sem hagsmuna eiga að gæta.
Í apríl 2022 var umhverfis-, orku- og loftslagsráðu-
neytið spurt hvort ríkissjóður myndi nýta sér forkaups-
rétt vegna sölu á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi. Innan
jarðarinnar er hluti Fjaðrárgljúfurs sem er á nátt-
úruminjaskrá og á ríkið þess vegna forkaupsrétt.
Umhverfisstofnun ákvað í ársbyrjun 2019 að loka
Fjaðrárgljúfri tímabundið, vegna tíðarfars og ágangs
ferðamanna. „Gríðarlegt“ álag væri á svæðinu og hætta á
umtalsverðum skemmdum á gróðri meðfram göngustíg-
um. Í fréttum sagði að bylting hefði orðið í ásókn ferða-
manna í gljúfrið eftir að tónlistarmaðurinn Justin Bieber
gerði þar myndband árið 2015, sem hundruð milljóna
manna sáu á netinu. Fram að þeim tíma hefðu fáir lagt
leið sína á þennan fallega stað.
Ríkið ákvað að nýta ekki for-
kaupsrétt sinn á Heiði og þriðju-
daginn 21. júní ritaði Guðlaugur
Þór Þórðarson ráðherra undir
samkomulag við kaupanda jarð-
arinnar, enda lýsti hann sig sam-
þykkan því að vinna að friðlýs-
ingu svæðisins. Verður vernd
svæðisins og nauðsynleg upp-
bygging sameiginlegt verkefni
ríkisins og nýs eiganda. Í frétt ráðuneytisins um málið
segir að eigendur annarra jarða, sem Fjaðrárgljúfur er
hluti af, hafi einnig lýst vilja til að vinna að friðlýsingu
gljúfursins.
Á vefsíðunni Kjarnanum var skýrt frá því að félagið
Hveraberg ehf. hefði keypt Heiði fyrir 280 m. kr. Félagið
hefði verið stofnað árið 2017 og væri Brynjólfur Bald-
ursson eini eigandi félagsins. Það hefði unnið að upp-
byggingu ferðaþjónustu í Reykjadal ofan Hveragerðis og
í bænum sjálfum.
Hveraberg ætlaði að reisa þjónustumiðstöð á Heiði,
þar sem yrðu veitingar, salerni og verslanir. Innheimt
yrðu „hófleg bílastæðagjöld til að byggja upp þjónustu“.
Gjöldin tálmuðu ekki frjálsa för einstaklinga sem ekki
nýttu bílastæði. Yrði farið að reglum náttúruverndarlaga
um almannarétt. Forkaupsréttur ríkisins hvílir áfram á
jörðinni, komi aftur til eigendaskipta.
Í vikunni veittu ferðamálaráðherra og umhverf-
isráðherra þjóðgarðinum á Þingvöllum viðurkenningu
sem fyrstu Vörðunni á Íslandi. Stjórnandi áfangastaðar
ferðamanna, sem er heiðraður á þennan hátt, skuldbind-
ur sig til að vera til fyrirmyndar við stjórnun og umsjón
staðarins og að vinna stöðugt að sjálfbærni á öllum svið-
um.
Framsýni stjórnenda þjóðgarðsins á Þingvöllum var
mikil sumarið 2015, þegar Þingvallanefnd, skipuð sjö al-
þingismönnum, setti reglur um gestagjöld vegna afmark-
aðra bílastæða innan þjóðgarðsins, með vísan til heim-
ildar í lögum um þjóðgarðinn frá 2004. Þetta skipti ekki
aðeins miklu fyrir allan rekstur á Þingvöllum heldur er
einnig fordæmi fyrir stjórnendur annarra ferða-
mannastaða.
Vörðum er lýst sem merkisstöðum á Íslandi, þar sem
finna megi náttúrufyrirbæri og/eða menningarsögulegar
minjar sem mynda sérstætt landslag eða landslags-
heildir.
Í frétt ráðuneytanna er ekki sagt hverjir leggi mat á
einstaka staði. Nú séu í „svokölluðu prufuferli Vörðu“
Gullfoss, Geysir og Jökulsárlón, „áfangastaðir í eigu rík-
isins“ og „í umsjón ríkisaðila“. Tekið er fram að frá ára-
mótum eigi fleiri staðir, óháð umsjón og eignarhaldi, að
geta komist í þetta ferli.
Það er hvorki skynsamlegt né æskilegt að ríkið eða
„ríkisaðilar“ sitji einir að öllu er
varðar náttúrufyrirbæri og
menningarsögulegar minjar.
Með almennum reglum á að
tryggja varðveislu en hún á ekki
að verða til þess að hafnað sé
eignarrétti einstaklinga. Að ríkið
sölsi undir sig landareignir lofar
hvergi góðu. Ríkið á frekar að
minnka landareign sína en auka.
Stjórnmálamenn einbeiti sér að
gerð skynsamlegra reglna um landnýtingu í anda frið-
unar.
Ríkið er oft mjög svifaseint, bæði þegar kemur að nýt-
ingu náttúruauðlinda og varðveislu. Það liðu til til dæmis
tæp 30 ár frá því að fyrst var opinberlega rætt á þingi
Náttúruverndarráðs 1972 um friðlýsingu og stofnun þjóð-
garðs á utanverðu Snæfellsnesi, þar til hann var formlega
stofnaður við hátíðlega athöfn á Malarrifi 28. júní 2001.
Vatnajökulsþjóðgarður er 13 ára gömul ríkisstofnun
sem skiptist í fjögur rekstrarsvæði á ábyrgð þjóðgarðs-
varða. Á hverju rekstrarsvæði starfa svæðisráð. Í stjórn-
arsáttmálanum frá 28. nóvember 2021 er boðað að stofn-
aður verði þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og
jöklum á þjóðlendum á hálendinu, með breytingu á lögum
um Vatnajökulsþjóðgarð. Svæðisráðaskipulagið verði
notað til að tryggja aðild sveitarstjórna.
Í formála ársskýrslu Vatnajökulsþjóðgarðs, fyrir árið
2021, segir Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri að í
aðdraganda þingkosninganna haustið 2021 hafi Vatnajök-
ulsþjóðgarður oft komið „við sögu í umræðum og skrifum
um miðhálendisþjóðgarð og friðlýsingar“. Mikilvægt sé
að ræða stór mál og takast á um stefnu og aðferðir en
málflutninginn megi ekki reisa „á vanþekkingu um starf-
semi núverandi þjóðgarða“.
Í landinu eru þrír þjóðgarðar. Um alla hefur verið deilt
í áranna rás. Það vakti til dæmis óánægju ýmissa leið-
sögumanna þegar Almannagjá á Þingvöllum var lokað
fyrir bílaumferð á sjöunda áratugnum. Það yrði til þess
að fólk hætti að sækja staðinn heim.
Landnýting í anda friðunar
Ríkið á frekar að minnka land-
areign sína en auka. Stjórn-
málamenn einbeiti sér að gerð
skynsamlegra reglna um land-
nýtingu í anda friðunar.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Febrúarbyltingin í Frakklandi
1848 olli umróti í Danmörku, en
þar var enn einveldi. Ráðgjafar kon-
ungs voru lítt við alþýðuskap, og á
fjöldafundum í Kaupmannahöfn var
þess krafist, að þeir vikju. Ræðu-
skörungurinn Orla Lehmann, leið-
togi þjóðfrelsismanna, samdi ávarp
til konungs, sem tólf þúsund manna
herskari skundaði með í konungs-
höllina 21. mars. Í niðurlagi ávarps-
ins sagði: „Vér biðjum og þrábænum
Yðar hátign um að stofna ekki þjóð-
inni í þau óyndis úrræði, að hún
verði að leita hjálpar hjá sjálfri sér.“
Hótunin leyndi sér ekki. Friðrik
konungur varð þegar við kröfu
fjöldans, og var kvatt saman stjórn-
lagaþing, sem samdi frjálslynda
stjórnarskrá í svipuðum anda og hin
norska frá 1814, og skrifaði kon-
ungur undir hana 5. júní 1849, sem
er þjóðhátíðardagur Dana. Íslenska
stjórnarskráin er sniðin eftir hinni
dönsku.
Í þessari atburðarás endurómar
frásögn Snorra í Heimskringlu af
fundi sænskra bænda með Ólafi Ei-
ríkssyni Svíakonungi árið 1018.
Hafði Þórgnýr lögmaður orð fyrir
þeim og sagði konungi, að hann ætti
tvo kosti, að láta af ófriði við Norð-
menn eða vera drepinn. Ólafur kon-
ungur sá sitt óvænna og varð við
kröfu fjöldans. Skreytir veggmynd
af fundinum einn sal sænska Rík-
isdagsins.
Lehmann var aðdáandi íslenskra
fornbókmennta og vel kunnugur
verkum Snorra, en N. F. S. Grundt-
vig hafði snúið Heimskringlu á
dönsku þrjátíu árum áður. Í þeirri
bók er skýrum orðum komið að
tveimur hugmyndum, að konungar
lúti sömu lögum og þegnar þeirra og
að afhrópa megi þá, gangi þeir í ber-
högg við lögin. Þessar tvær hug-
myndir eru auðvitað uppistaðan í
kröfu frjálshyggjumanna um tak-
markað ríkisvald.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Snorri í Kaup-
mannahöfn 1848
Þarftu að
selja bílinn?
Yfir 50 ára samanlögð starfsreynsla.
Laus stæði núna!
Sjáumst, Indriði Jónsson
og Árni Sveinsson
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!