Morgunblaðið - 25.06.2022, Page 23

Morgunblaðið - 25.06.2022, Page 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 Í slenska liðið sem teflir á HM öldungasveita 50 ára og eldri í Acqui Terme á Ítalíu er skip- að sömu einstaklingum og tóku þátt í þessari keppni á Ródos vorið 2019. Í borðaröð er sveitin þessi: Helgi Ólafsson, Jóhann Hjart- arson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og Þröstur Þórhallsson. Liðsstjóri er Jón Gunnar Jónsson. Keppnin fer fram í tveimur aldursflokkum en í 50+ flokknum eru þátttökuþjóðirnar 23 talsins. Ís- lenska liðið er í 4. sæti á styrkleika- listanum og fór af stað með sigrum á Svíum og Kanadamönnum. Verr gekk gegn Englendingum í 3. um- ferð sem eru með Michael Adams og Nigel Short á 1. og 2. borði. Viður- eignin tapaðist 3:1 en hefði getað endað með jafntefli; Margeir Pét- urssson var með unnið tafl gegn Hebden en varð að sætta sig við jafntefli og greinarhöfundur átti jafntefli gegn Adams en tímahrakið tók sinn toll. Í 4. umferð unnu Ís- lendingar kvennasveit Englands 4:0. Þá voru Englendingar og Bandaríkjamenn efstir með 7 stig en Íslendingar í 3.-7. sæti með 6 stig. Það er misjafnt hve mikið liðs- menn hafa teflt síðustu árin. Hvað undirbúning fyrir skákir varðar þá má alltaf reikna með vel und- irbúnum andstæðingi. Andstæð- ingur greinarhöfundar í eftirfarandi skák hefur skrifað tvær bækur um enska leikinn, en að því komst ég ekki fyrr en að skák lokinni. Í byrjun tafls kom ég honum á óvart með óvæntum leik í afbrigði enska leiks- ins sem Magnús Carlsen hefur gert vinsælt. HM öldungasveita, Acqui Terme 2022; 2. umferð: David H. Cummings – Helgi Ólafsson Enskur leikur 1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. e4 Bc5 Oftar leika menn 4. … Bb4 því næsti leikur hvíts þykir beittur. 5. Rxe5!? Rxe5 6. d4 Bb4 7. dxe5 Rxe4 8. Df3 f5!? Tiltölulega nýr „snúningur“ í stöð- unni. Ein hugmyndin er sú að leiki hvítur 9. exf6 kemur 9. … O-O! og 10. Dxe4 strandar þá vitanlega á 10. … He8! og drottningin fellur. Leikurinn virtist kom Kanadamanninum á óvart en hann hugsaði sig um í 40 mínútur. 9. Be2 Skarpara er 9. Bd3 og eftir 9. … Rxc3 kemur 10. a3 Bc5 11. bxc3 með flókinni stöðu. 9. … De7 10. Bf4 b6 11. O-O Bxc3 12. bxc3 Bb7 13. Bd3 Rc5 14. De3 Rxd3 15. Dxd3 g5 16. Bd2 f4 17. f3 O-O-O Byrjun svarts hefur heppnast full- komlega. Kóngsstaðan er traust og stórsókn peða þegar í undirbúningi. 18. Hae1 Hhg8 19. Hf2 Hdf8 20. Dd4 Hg6 21. Hee2 He6 22. Hf1 h5 23. 23. Bc1 c5 24. Dd3 Bc6 25. h3 Dg7 26. Bd2 Hfe8 27. Hfe1 Hxe5 28. Hxe5 Hxe5 29. Hxe5 Dxe5 30. Kf2 Kb7 31. Bc1 h4! Lengi vel hafði svartur hótað að leika g4-g4 en nú lokar hann á þann möguleika. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að biskup hvíts er fangi peða svarts og kemst hvergi. 32. Bd2 Ka6 33. Bc1 d6 34. Bd2 Bd7 35. Bc1 Be6 36. Bd2 Bf5 37. De2 Dxe2+ 38. Kxe2 Bb1 39. a3 Ka5 – og hvítur gafst upp. Nepo efstur í áskorendamótinu Miðað við fyrri yfirlýsingar virð- ast líkurnar á því að Magnús Carl- sen verji heimsmeistaratitilinn fara minnkandi. Þegar áskorendamótið í Madrid er tæplega hálfnað hefur Al- ireza Firouzsja ekki unnið skák og er í neðsta sæti. Caruana og Nepo unnu báðir á fimmtudaginn og stað- an eftir sex umferðir er þessi: 1. Ne- pomniachtchi 4 ½ v (af 6) 2. Caruana 4 v. 3. – 4. Rapport og Nakamura 3 v. 5. – 7. Duda, Ding og Radjabov 2½ v. 8. Firouzsja 2 v. Þrír sigrar og eitt tap á HM öldungasveita Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Þórunn Guðmundóttir Íslenska liðið F.v. Þröstur Þórhallsson, Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson og Jón Gunnar Jónsson liðsstjóri. Árið 1990 voru í borgarstjórn kynntar skipulagstillögur um íbúða- og atvinnu- byggð á Geldinganesi. Þar var m.a. gert ráð fyrir 6.000-7.000 manna byggð. Ekki hafði áður verið efnt til hugmyndasamkeppni um skipulagningu á jafn stóru svæði. Alls bárust 30 tillögur í samkeppnina og voru þrjár þeirra verðlaunaðar. Tillögurnar sýndu fram á margvíslega möguleika til að skapa fjölskrúðugt mannlíf og öfluga atvinnustarfsemi á þessu fallega svæði í borgarlandinu. Tillaga arki- tektanna Hróbjarts Hróbjartssonar, Richards Ólafs Briem, Sigríðar Sig- þórsdóttur og Sigurðar Björgúlfs- sonar hlaut fyrstu verðlaun. Tillaga þeirra gerði ráð fyrir þriggja til sex hæða íbúðarhúsum sem staðsett yrðu á hábungu Geld- inganessins og jafnframt lægri byggð fyrir margs konar sérbýli sem yrði umlukt hringvegi. Á svæðinu yrðu einnig garður, íþróttaaðstaða, svonefnt „menningartorg“, skólar og önnur aðstaða af því tagi. Utan hringvegarins var gert ráð fyrir breiðu útivistarsvæði umhverf- is allt nesið. Tillagan gerði ráð fyrir að það yrði látið ósnortið að öðru leyti en því að göngustígur yrði lagð- ur fyrir ofan sjávarhamrana. Óbætanleg skemmdarverk unnin á Geldinganesi Vinstri meirihlutinn í borg- arstjórn frá 1994 til 2006 gerði ekk- ert með tillögu arkitektanna. Í stað- inn var unnið óbætanlegt skemmdarverk á Geldinganesinu. Aðalskipulagi var breytt og ákveðið að Geldinganes yrði hafnar-, at- hafna- og iðnaðarsvæði. Gert var ráð fyrir uppbyggingu stórskipahafnar á sunnanverðu Geldinganesi. Á grund- velli þessara skipulags- breytinga var ráðist í stórfellt grjótnám á sunnanverðu nesinu, sem sjálfstæðismenn mótmæltu harðlega. Í dag má sjá þar mikið svöðusár sem er minn- ismerki um þessa van- hugsuðu skipulagstil- lögu. Sem betur fer varð ekkert úr því að breyta þessari fallegu perlu í borgarlandinu í hafnar- og iðnaðar- svæði. Geldinganes góður kostur fyrir íbúðabyggð Mikilvægt er að borgaryfirvöld snúi sér sem fyrst að því að skipu- leggja aðallega íbúðabyggð auk lóða undir atvinnuhúsnæði á Geldinga- nesi. Með tilkomu Sundabrautar er byggð þar afar vænlegur kostur. Í Reykjavík hafa á undanförnum 6-7 árum að mestu verið byggð há- vaxin fjölbýlishús en lóðir undir sér- býli til einstaklinga hafa nánast ekk- ert verið á boðstólum. Til þess gefst gott tækifæri á Geldinganesi. Það er spurning hvort innkoma borgarfull- trúa Framsóknarflokksins í leif- arnar af gamla meirihlutanum muni einhverju breyta hvað lóðaúthlut- anir til einstaklinga varðar. Ef það gerist ekki þá verður það áleitin spurning hvaða erindi Framsóknar- flokkurinn átti inn í nýjan meiri- hluta. Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson » Vinstri meirihlutinn í borgarstjórn frá 1994-2006 gerði ekkert með tillögu arkitekt- anna. Í staðinn var unn- ið óbætanlegt skemmd- arverk á Geldinga- nesinu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er fv. borgarstjóri. Geldinganes er kjörið fyrir íbúðabyggð Jón Ólafsson fornfræðingur í Kaupmannahöfn fæddist 24. júní 1731 í Svefneyjum. Hann kenndi sig við heimaslóðirnar og kallaði sig Hypnonesius upp á grísku sem merkir Svefney- ingur. Foreldrar Jóns voru hjónin Ólafur Gunnlaugsson bóndi og Ragnhildur Sigurð- ardóttir frá Brjánslæk. Bræður Jóns voru Eggert Ólafsson skáld og náttúrufræðingur, Magnús Ólafsson lögmaður og Jón Ólafsson yngri. Hugur Jóns hneigðist snemma til náms og hann varð student frá Skálholtsskóla 1752 og fór til Kaupmannahafnar og lauk þar námi í heimspeki og síðar í guðfræði. Hann fékk styrk til að sinna íslenskum fræðum og vann að útgáfu rita Snorra Sturlusonar, sem var grunnurinn að Heims- kringluútgáfu Gerhards Schön- ings 1777. Hann kom að útgáfu fjölda íslenskra rita, s.s. Land- námabók; Hungurvöku og Sæ- mundar-Eddu. Jón skrifaði fjölda fræðirita á ferlinum, en viðamesta verk hans var orða- bók sem hann vann að í þrjátíu ár, en handritið brann inni í eldsvoða í Kaupmannahöfn 1807, ásamt mörgum ómet- anlegum verkum. Jón var ógiftur og barnlaus. Hann var vel metinn og bjó alla starfsævina í Kaupmannahöfn þar sem hann lést 18. júní 1811. Merkir Íslendingar Jón Ólafsson LC02 Leður Verð frá 329.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. HÆGINDASTÓLL Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.