Morgunblaðið - 25.06.2022, Page 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022
WWW.S IGN . I S
Fornubúðum 12 · Hafnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800
G
U
L
L
O
G
D
E
M
A
N
TA
R
30 ára Bergur er fæddur og uppalinn í
Hlíðunum í Reykjavík. Hann er sérfræð-
ingur á rekstrarsviði hjá Eimskip og er á
leiðinni til Danmerkur í meistaranám í
verkfræði. Bergur var körfuboltamaður
en lagði skóna á hilluna síðasta sumar.
Hann var dyggur stuðningsmaður í vetur
þegar hans menn í Val urðu Íslands-
meistarar, í fyrsta sinn í 39 ár. „Ég fagn-
aði því vel og innilega með vinum mín-
um, enda uppalinn í Val og spilaði með
þeim í 20 ár.“
Fjölskylda Foreldrar Bergs eru Ást-
ráður Eysteinsson, f. 1957, prófessor í
bókmenntum, og Birna Kristjánsdóttir, f.
1956, hjúkrunarfræðingur. Systkini Bergs
eru: Andri Þór Ástráðsson, f. 1982, ferða-
málafræðingur, Jóhann Ástráðsson, f.
2005, og Eyja Ástráðsdóttir, f. 2006.
Bergur Ástráðsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Afmælisbörn hafa í hyggju að
njóta dagsins til afþreyingar eða sam-
skipta við vini. Farðu varlega. Að gera það
sama aftur og aftur leiðir til sömu nið-
urstöðu.
20. apríl - 20. maí +
Naut Í dag hefur þú forskot á fólk í öðrum
merkjum. Stundum verða manni á mistök,
en þá gengur maður bara í að leiðrétta
þau og læra af þeim.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Reyndu að miðla af reynslu þinni
til þeirra yngri. Virkjaðu bjartsýni þína og
settu þér háleit markmið. Vertu þol-
inmóður og hlustaðu.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Félagsskapur og velmegun annarra
kemur til góða á árinu. Veldu orð þín vel -
þau búa yfir mætti til að bölva eða blessa.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Stundum þarf að spá í leiðir til þess
að skera niður í lífi sínu. Sýndu rökum
þeirra sanngirni. Taktu til þín það hól sem
þú færð, því þú átt það skilið.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Notaðu nú tækifærið og jafnaðu
ágreining þinn við gamlan vin. Hvíldu þig
og endurnærðu líkama og sál.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú átt venjulega ekki erfitt með að
ráðstafa frítíma þínum en munt nú standa
frammi fyrir erfiðu vali. Fátt er eins dýr-
mætt og að kunna að verja sjálfan sig.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Skemmtiferð veitir þér ein-
staklega mikla ánægju. Reyndu að grípa
tækifærin til að koma þér áfram, einkum í
tengslum við starfið.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú hefur mikla þörf fyrir að
bregða út af vananum. Ferðalag myndi
seðja hungur í ævintýri og hrista upp í þér
andlega.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Vertu óhræddur við að blanda
þér í umræður annarra um þáu mál, sem
þér eru hjartfólgin. Ef þú ert spenntur fyrir
því sem þú ert að gera, vilja aðrir leggja
sitt af mörkum.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú þarft að berjast fyrir sjálf-
stæði þínu, bæði heima fyrir og í vinnunni.
En þú ert tilbúin/-n til þess.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Öllum breytingum fylgir nokkurt
rót. Dagurinn gæti komið skemmtilega á
óvart, en þú þarft að vera á varðbergi.
séð um útgáfu fjölmargra bóka á
vegum Sögufélagsins. Auk þess að
vera aðalhöfundur Byggðasögu
Skagafjarðar hefur hann ritað
margt af þjóðlegum fróðleik og
sagnfræðilegu efni, auk fjölda
þátta í Skagfirskar æviskrár.
Hjalti var ritari í stjórn Ferða-
félags Skagfirðinga á árunum
1999-2020. Hinn 17. júní 2010
hlaut Hjalti fálkaorðuna fyrir
2021 og voru þá komin 10 bindi í
stóru broti af Byggðasögu Skaga-
fjarðar, samtals 4.620 blaðsíður
með um það bil 5.080 ljósmyndum,
kortum og teikningum. Bækurnar
komu út á árunum 1999-2021.
Hjalti hefur verið framkvæmda-
stjóri Sögufélags Skagfirðinga frá
1976 og formaður þess frá 1977.
Hann hefur verið í ritstjórn Skag-
firðingabókar frá árinu 1977 og
H
jalti Þórarinn Páls-
son er fæddur 25.
júní 1947 á Sauðár-
króki. Hann ólst upp
á Hofi í Hjaltadal til
tæplega 16 ára aldurs en vorið
1963 brugðu foreldrar hans búi og
fluttust til Akureyrar. Hjalti gerð-
ist vinnumaður á skólabúinu á
Hólum og var þar næstu fjögur
sumrin. Hann fór í Laugaskóla
haustið 1962 og tók þar landspróf
vorið 1965 en settist á næsta ári í
Menntaskólann á Akureyri þar
sem foreldrar hans voru þá bú-
settir og varð stúdent þaðan vorið
1969. Hjalti hóf nám í Háskóla Ís-
lands þá um haustið og lauk BA-
prófi í íslenskum fræðum eftir
áramótin 1975 með sagnfræði sem
aðalgrein en auk þess íslensku og
norsku.
„Vorið 1967 hóf ég að vinna hjá
Búnaðarsambandi Skagfirðinga á
jarðýtu. Öll mín skólaár, og lengur
þó, vann ég á jarðýtum eða í fjór-
tán sumur samfellt, fyrst í um-
ferðarvinnu milli bæja við jarð-
rækt fyrir bændur en síðar
aðallega við vegagerð, eða til og
með sumrinu 1980. Ég átti að
hálfu og rak ýtufyrirtækið Agnar
og Hjalti sf. á Sauðárkróki á ár-
unum 1974-1980.“
Lokaprófsritgerð í sagnfræði
var skilað seinnipartinn í janúar
1975. Daginn eftir var Hjalti kom-
inn til Grindavíkur og ráðinn á
vertíðarbátinn Þórkötlu II sem
var þá að búast á loðnuveiðar en
eftir það þorskanet til vertíð-
arloka. „Það var góð lífsreynsla að
kynnast þannig sjómennskunni
þótt einungis væri ein vertíð.“
Hjalti var ráðinn bókavörður og
forstöðumaður Héraðsbókasafns
Skagfirðinga og Safnahúss Skag-
firðinga á Sauðárkróki haustið
1976. Vorið 1990 tók hann við sem
skjalavörður og forstöðumaður
Héraðsskjalasafns Skagfirðinga
1990-2000 og aftur forstöðumaður
Safnahússins 1991-2000. Haustið
1995 var Hjalti ráðinn ritstjóri að
Byggðasögu Skagafjarðar frá og
með 1. október að telja. Því verk-
efni lauk ekki fyrr en 1. október
fræðistörf og eftir að útgáfu
Byggðasögunnar lauk var hann í
apríl 2022 útnefndur heiðursborg-
ari Skagafjarðar. Hjalti hefur ver-
ið félagi í Rótarýklúbbi Sauðár-
króks frá árinu 2004 og var forseti
klúbbsins starfsárið 2011-2012.
„Áhugamálin hafa löngum snúist
um þjóðleg fræði og sögu Skaga-
fjarðar en ferðalög um landið,
bæði vetur og sumar á snjósleða
eða bílum, hafa einnig verið
áhugamál, sem og ferðir til út-
landa. Tengslin við náttúruna og
sveitina eru inngróin. Varðveisla
íslenskrar þjóðmenningar og
tungu hefur verið mér hugleikin,
jafnframt bóklestur og nokkur
bókasöfnun.“ Hjalti verður með
opið hús í Varmahlíð í dag í til-
fefni afmælisdagsins og eru allir
velkomnir.
Þótt foreldrar Hjalta flyttust
brott frá Hofi vorið 1963 átti
Hjalti þar áfram lögheimili hjá
móðurbróður sínum allt til ársins
1977 og kennir sig gjarnan við
þann stað.
Fjölskylda
Eiginkona Hjalta er Guðrún
Ragna Rafnsdóttir verkakona, f.
20.9. 1945 á Sauðárkróki. Þau hófu
sambúð 1979 en giftu sig 22.11.
1980, fluttust í nýbyggt hús sitt á
Sauðárkróki fyrir jólin 1979 og
hafa búið þar síðan. Foreldrar
Guðrúnar voru: Rafn Guðmunds-
son, kaupmaður og bókhaldari á
Sauðárkróki, f. 21.6. 1912, d. 13.1.
1971 og Margrét Arndís Jóns-
dóttir húsmóðir á Sauðárkróki.
Einkadóttir Guðrúnar og Hjalta
er María Hjaltadóttir, f. 1.9. 1979
á Sauðárkróki, lyfjatæknir og
bóndi á Vöglum í Blönduhlíð. Mað-
ur hennar er Gísli Björn Gíslason
bóndi á Vöglum, f. 12.4. 1966.
Börn þeirra eru: Hákon Kolka
Gíslason, f. 21.7. 2006 á Akureyri,
Iðunn Kolka Gísladóttir, f. 4.9.
2009 á Akureyri, Huginn Kolka
Gíslason, f. 25.3. 2013 á Vöglum, d.
3.4. 2015, Ísafold Kolka Gísladótt-
ir, f. 13.3. 2018 á Akureyri og Eld-
ey Kolka Gísladóttir, f. 19.6. 2020
á Akureyri. Foreldrar Gísla
Hjalti Pálsson – 75 ára
Hofsmaður Hjalti flutti með foreldrum sínum til Akureyrar frá Hofi í
Hjaltadal 16 ára en þykir vænt um Hof og kennir sig gjarnan við þann stað.
Kennir sig við Hof í Hjaltadal
Sagnfræðingur Hjalti var ritstjóri
Byggðasögu Skagafjarðar sem
samanstendur af alls tíu bindum.
Opið hús Hjalti verður með opið
hús í Varmahlíð í dag í tilefni 75 ára
stórafmælis og eru allir velkomnir.
Til hamingju með daginn
Guðrún Freyja Ingimarsdóttir fædd-
ist 15. nóvember 2021 klukkan 21:07 á
Akureyri. Hún vó 3.952 g og var 52 cm
á lengd. Foreldrar Guðrúnar eru Jenný
Lind Sigurjónsdóttir og Ingimar
Vignisson.
Nýr borgari