Morgunblaðið - 25.06.2022, Page 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Ljóð Steinunnar hafa einhvern
veginn alltaf, síðan ég var unglingur,
átt mikinn samhljóm í minni sál,“
segir Kolbeinn Bjarnason, tónskáld
og flautuleikari, um rithöfundinn
Steinunni Sigurðardóttur. Tónverk
hans, Ó eilífi foss sem rambar á foss-
vegum guðs, fyrir tvær söngkonur
og sex hljóðfæraleikara, er samið við
tíu ljóð Steinunnar. Það verður
frumflutt í Hafnarborg á morgun,
sunnudaginn 26. júní, kl. 17. Tón-
leikarnir eru hluti af Sönghátíð í
Hafnarborg sem nú stendur yfir.
„Fyrir tveimur árum samdi ég
verk fyrir Hildigunni Einarsdóttur
söngkonu við ljóð eftir Steinunni
sem heitir „Allt deyr“, afskaplega
uppörvandi titill. Það var frumflutt á
Myrkum músíkdögum 2020. Síðan
varð ég þess áskynja að Steinunn
væri búin að gefa út tíu ljóðabækur
á fimmtíu árum. Þá fékk ég þessa
hugmynd að taka eitt ljóð úr hverri
bók og setja saman söngbálk. Ég
ákvað að vera algjörlega stífur á þá
reglu,“ segir hann og bætir við að
hann hafi borið hugmyndina undir
Steinunni sjálfa sem hafi tekið vel í
hana.
Kveikjan vék fyrir ástinni
„Mig langaði sem sagt að halda
áfram þegar ég var búinn að gera
þetta eina svartsýnisljóð, „Allt
deyr“, og auðvitað átti það að vera
með. En ég henti því út svo kveikjan
að verkinu er ekki lengur með. Það
er af því að einhvern veginn þurfti
þetta að púslast saman og það voru
komin of mörg svartsýnisljóð úr hin-
um bókunum. Þannig að það endaði
með því að þetta ljóð sem er úr
ljóðabók frá 2018, Að ljóði munt þú
verða, vék fyrir ljóði sem heitir
„Áfangaljóðið“ og er ástarljóð,“ seg-
ir Kolbeinn en bætir þó við að ekki
sé auðvelt að setja slíkan merkimiða
á eitt einasta ljóð Steinunnar. „En
þetta er svona ástarljóð að hætti
Steinunnar.“
Spurður hvort finna megi eitt-
hvert þema í þeim tíu ljóðum sem
urðu fyrir valinu segir Kolbeinn:
„Þráðurinn sem ég fór að fylgja er
ferðalagið. Ég held til dæmis að
nánast í hverri einustu bók sé ljóð
þar sem ljóðmælandinn er staddur í
járnbrautarlest. Það er nokkuð sem
talar sterkt til mín, að sitja við
glugga í járnbrautarlest og horfa á
náttúruna líða hjá.“
Kolbeinn segist hafa velt mikið
fyrir sér hvernig skáldið Steinunn
hafi breyst á þessum fimmtíu árum,
frá því hún er 19 ára þar til hún
verður 69 ára. „Þannig er annars
vegar ferðalag í ljóðunum sjálfum en
svo lít ég í raun á verkið sem ein-
hvers konar uppgjör eða að minnsta
kosti vangaveltur um tímann og
manneskjuna í tímanum. Ljóðin eru
samt alls ekki í krónólógískri röð í
verkinu mínu. Þetta er alveg fram
og aftur og ég blanda jafnvel ljóðum
saman í einstaka köflum.“
Kolbeinn segir eina sterkustu
myndina í ljóðum Steinunnar vera
manneskjuna sem yfirgefur heima-
landið og tekur dæmi af fyrstu ljóða-
bók hennar þar sem hún er 19 ára
unglingur sem yfirgefur landið.
„Hún fer út í heim og hefur í raun
aldrei komið til baka endanlega.
Hún er búin að vera á endalausu
flakki.“
Einsetumaðurinn og fossarnir
Titill tónverksins er fenginn úr
ljóðinu „Einu-sinni-var-landið“ úr
bókinni Ástarljóð af landi frá 2007.
„Þetta er langt frásagnarljóð um
einsetumann frá Írlandi sem kemur
til Íslands áður en Ingólfur og hans
fólk. Þar er þessari náttúruupplifun
þessa einsetumanns af því að vera
aleinn lýst. Hann ávarpar alla fossa
sem hann sér með þessum orðum „Ó
eilífi foss sem rambar á fossvegum
guðs“. Þetta er kristilega þenkjandi
maður þótt við Steinunn séum það
hvorugt. Mig langaði svolítið að
tengja verkið við náttúruna, hún er
stórt þema hjá Steinunni.“
Kobeinn segir þetta þema ferða-
lags og þema tímans endurspeglast í
tónmáli verksins. „Það endurspegl-
ast í rytmanum fyrst og fremst.“
Tónlistarfólkið sem spilar í verkinu
hafi tekið eftir því.
„Hildigunnur var sem betur fer til
í að halda áfram í þessu verkefni
með mér. En í þessu klukkutíma
langa verki langaði mig að blanda
saman tveimur háum röddum. Hildi-
gunnur er mezzósópran svo ég fékk
Herdísi Önnu Jónasdóttur sópran-
söngkonu til að vera með. Ég held
að það sé óvenjulegt í nýrri tónlist,
alla vega á Íslandi, að vera með
þessar tvær raddir saman.
Svo er hljóðfærasamsetningin
sérstök. Það eru tvær hörpur, tveir
slagverksleikarar með bílfarm af
hljóðfærum og harmónika og semb-
all. Mig langaði að hafa þennan
hljóðheim eins sérstakan og mér var
unnt. Ég vil ekki detta í neinar klisj-
ur. Þetta eru ekki þessi hefðbundu
hljóðfæri sem geta haldið tónunum,
ekki strokhljóðfæri eða blásturs-
hljóðfæri, heldur þessi svolítið glitr-
andi hljóðheimur.“
Jónas Ásgeir Ásgeirsson leikur á
harmóniku, Guðrún Óskarsdóttir á
sembal, Elísabet Waage og Katie
Buckley á hörpur og Frank Aarnink
og Steef van Oosterhout á slagverk.
Guðni Franzson stjórnar.
Morgunblaðið/Eggert
Sérstakt „Mig langaði að hafa þennan hljóðheim eins sérstakan og mér var unnt,“ segir Kolbeinn um óvenjulega
hljóðfærasamsetninguna í verkinu, sem frumflutt verður á morgun. Myndin er frá æfingu hópsins fyrr í vikunni.
Tónskáldið Kolbeinn Bjarnason hefur samið klukkutímalangt tónverk við
tíu ljóð Steinunnar Sigurðardóttur úr jafnmörgum ljóðabókum.
Ferðalagið, náttúran og tíminn
- Tónverk Kolbeins Bjarnasonar, Ó eilífi foss sem rambar á fossvegum guðs, frumflutt í Hafnarborg
- Samið við tíu ljóð Steinunnar Sigurðardóttur - Óvenjuleg samsetning radda og hljóðfæra
Gleðistundir hefjast á ný að Kvos-
læk í Fljótshlíð með tónleikum á
morgun, 26. júní, kl. 15. Þá mæta
íslenskar söngperlur barokki og
rómantík, eins og segir í tilkynn-
ingu. Um flutning sjá þau Mar-
grét Stefánsdóttir, Jóhann I. Stef-
ánsson og Jón Bjarnason. Þau
flytja íslensk og erlend verk fyrir
sópran, trompet og píanó.
Næsta gleðistund verður 16.
júlí kl. 15 en þá mun Arndís S.
Árnadóttir listfræðingur fjalla
um Ámunda smið, sem smíðaði 13
kirkjur á 18. öld, allar í Rangár-
valla- og Árnessýslu. Hann
smíðaði einnig fjölmarga kirkju-
gripi, sem enn eru í kirkjum
sveitanna.
Þann 13. ágúst segir Jóhann
Ísak Pétursson jarðfræðingur frá
náttúru landsins í nálægð Mark-
arfljóts og 28. ágúst verður Dag-
stund með Schubert og Brahms.
Þá munu Rut Ingólfsdóttir fiðlu-
leikari og vinir hennar flytja ljúfa
tónlist eftir Johannes Brahms og
Schubert.
Tríó Jón, Margrét og Jóhann halda tónleika að Kvoslæk á morgun.
Gleðistundir hefjast að
nýju að Kvoslæk
Góð heyrn glæðir samskipti
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Pantaðu tíma í
HEYRNAR
GREININGU
Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is
Allar helstu rekstrarvörur og
aukahlutir fyrir heyrnartæki
fást í vefverslun heyrn.is