Morgunblaðið - 28.06.2022, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. J Ú N Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 149. tölublað . 110. árgangur .
GAGNRÝNI
TÆKIFÆRI TIL
AÐ ÞRÓA GRÍN HLUTU GULL Á SPÁNI
MIKILVÆGUR LEIKUR
FYRIR ÍSLAND
Á FÖSTUDAG
SKÖRUÐU FRAM ÚR 11 KÖRFUKNATTLEIKUR 26HUGLEIKUR DAGSSON 28
Þessar vösku og efnilegu fótboltastúlkur í fimmta flokki ÍA á
Akranesi hituðu upp fyrir æfingu með því að stíga léttan dans
í takkaskónum. Spennandi fótboltasumar fer von bráðar að
hefjast en Ísland á fyrsta leik gegn Belgíu 10. júlí á EM
kvenna í knattspyrnu í Englandi. Þá geta þessar ungu stúlkur
fengið að fylgjast með fyrirmyndunum sínum keppa.
Efnilegar fótboltastúlkur stíga dans fyrir æfingu
Morgunblaðið/Eggert
_ OECD hefur
bent á að Ísland
eigi heimsmet í
fjölda iðngreina
sem krefjast lög-
gildingar. Stofn-
unin gerði til-
lögur til úrbóta.
„Þetta er
heimsmet sem
við eigum ekki
að sækjast eftir
að eiga. Það býr til óþarfa takmark-
anir í atvinnulífinu og dregur úr
samkeppnishæfni okkar,“ segir Ás-
laug Arna Sigurbjörnsdóttir, há-
skóla-, iðnaðar- og nýsköpunar-
ráðherra.
Í dag er birt í Samráðsgátt
stjórnvalda tillaga Áslaugar Örnu
að breytingu á reglugerð um lög-
giltar iðngreinar. Tillagan felur í
sér að sautján iðngreinar verði
felldar af lista yfir löggiltar iðn-
greinar. Af þeim verði átta felldar
undir eða sameinaðar skyldum iðn-
greinum. gudni@mbl.is »2,14
17 löggiltar iðn-
greinar felldar niður
eða þeim breytt
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Meginmunurinn á heimildum
norsku öryggislögreglunnar [PST]
og íslensku greiningardeildarinnar
felst í því að starfsemi PST er skil-
greind í norsku lögreglulögunum og
þar lögbundið hvaða upplýsingum
hún safnar og á hvaða grundvelli,“
segir Runólfur Þórhallsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn í greiningar-
deild ríkislögreglustjóra, spurður út
í rannsóknarheimildir norskrar og
íslenskrar lögreglu og muninn þar á.
Runólfur ræðir við Morgunblaðið
í dag um nýafstaðna hörmungarat-
burði í Ósló um helgina og kveður
fulla þörf á að fara yfir rannsókn-
arheimildir íslenskrar lögreglu mið-
að við núverandi heimsmynd.
„Við erum auðvitað ekki alveg á
sama stað hvað varðar hryðjuverka-
ógn og Noregur og Danmörk og önn-
ur nágrannalönd okkar. Við erum
ekki með þessa svokölluðu heim-
snúnu vígamenn sem skandinavísku
ríkin hafa mátt glíma við, fólk sem fer
að heiman til að berjast með hryðju-
verkasamtökum og kemur svo aftur til
heimalandsins. Þetta sjáum við ekki
enn þá á Íslandi,“ segir aðstoðaryfir-
lögregluþjónninn, inntur eftir því
hvort íslensk löggæsla standi höllum
fæti miðað við nágrannaþjóðir.
Runólfur leggur ríka áherslu á að
gamli hugsunarhátturinn, að svona
lagað gerist ekki á Íslandi, sé skamm-
góður vermir í harðnandi heimi
hryðjuverka og ofbeldis. Hann kveður
íslenska lögreglu þurfa rýmri heimild-
ir til að sinna sínu afbrotavarnahlut-
verki sínu og tryggja öryggi alls al-
mennings.
Ekki hægt að útiloka
hryðjuverk á Íslandi
- Norðmenn og Danir upplifað erfiðar hryðjuverkaárásir
MGetum aldrei útilokað … »6
Ljósmynd/Ríkislögreglustjóri
Lögregla Runólfur Þórhallsson að-
stoðaryfirlögregluþjónn hjá RLS.
_ Miklar mælingar standa nú yfir í
Kröflu í tengslum við Evrópuverk-
efnið IMPROVE. Í því eru tvær lyk-
ileldstöðvar í Evrópu rannsakaðar,
Krafla og Etna á Sikiley. Eitt helsta
markmið verkefnisins er að varpa
nýju ljósi á samband jarðhitasvæð-
isins í Kröflu við kviku þar undir.
Krafla er ein mest rannsakaða eld-
stöð í heiminum.
Umfangsmestu þættir rannsókn-
arinnar felast í að mæla rafleiðnina
nákvæmlega og setja upp þétt net
af jarðskjálftamælum. Ætlunin er
að fá mynd af því hvernig kvika
dreifist undir Kröflu. »10
Morgunblaðið/BFH
Kröfluvirkjun Krafla er vel þekkt eldstöð
og þar hefur jarðhiti verið virkjaður.
Skoða samspil
jarðhita og kviku