Morgunblaðið - 28.06.2022, Page 4

Morgunblaðið - 28.06.2022, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022 Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Metnaðarfull sigurtillaga að upp- byggingu í Akranesbæ mun bjóða upp á byggingu hótels með útsýni að Snæfellsjökli, mögulegt baðlón, strand- og göngustíga og blandaða byggð íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Þetta er fyrirhugað á Breiðinni á Akranesi, neðst á Skipaskaga. Til- lagan, Lifandi samfélag við sjó, sem kom frá arkitektastofunni Arkþing/ Nordic og Eflu verkfræðistofu, hlaut fyrsta sæti í hugmynda- samkeppni um framtíð svæðisins og um leið 15 milljónir króna í verð- laun. Breið þróunarfélag efndi til sam- keppninnar með það að markmiði að byggja upp Breiðina og styðja við atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Akranesi til framtíðar. Samtals bár- ust 24 tillögur frá yfir 50 aðilum, að miklum meirihluta frá alþjóðlegum arkitekta-, hönnunar- og skipulags- stofum. „Við erum mjög spennt fyr- ir möguleikunum sem þessar til- lögur færa okkur. Nú höfum við unnið síðan í júní 2020 með Brimi að því að efla atvinnustarfsemi við Breiðina og hluti af því verkefni var að fara í gang með hugmyndasam- keppnina,“ segir Sævar Freyr Þrá- insson, bæjarstjóri á Akranesi. „Við sjáum þarna fyrir okkur verkefni sem geta stuðlað að rannsóknar- og vísindastarfsemi, heilsutengdri ferðaþjónustu og starfsemi sem tengist höfninni. Síðast en ekki síst höfum við möguleika á að vera fremst í flokki þegar kemur að bar- áttu við loftslagsvandann og verk- efni tengd því,“ segir hann. Bærinn hefur þegar laðað að sér fólk á heimsmælikvarða á því sviði, frá loftslagsfyrirtækinu Running Tide. Fyrirtækið hefur starfsemi á Akranesi í sumar. Meðal annars stendur til að fyrirtækið rannsaki og framleiði þörunga til kolefnis- bindingar í hafi. Breið þróunarfélag efndi til sam- keppninnar og voru niðurstöður dómnefndarinnar kynntar í Haf- bjargarhúsinu að Breiðargötu í gær. Dómnefnd valdi sigurtillöguna Lif- andi samfélag við sjó, þar sem hún taldi hana skýra og látlausa, auk þess sem hún legði til blandaða upp- byggingu á Breiðinni. „Atvinnu- svæði er byggt upp ofan við Steins- vör og núverandi byggingar eru endurnýttar. Útisvæði við vörina virkar sannfærandi, með veitinga- sölu og annarri starfsemi,“ segir í niðurstöðum dómnefndarinnar. Tengir nýja byggð við sjóinn Segir þar einnig að íbúabyggðin sé fjölbreytt og að þróa mætti hús- gerðir enn frekar með tilliti til þétt- leika og skjólmyndunar. Lagt er til að lagður verði strand- stígur umhverfis nýju byggðina og að hann verði tengdur við fjöl- breytta uppbyggingu og afþreyingu við sjóinn. Þá er lagt til að annar stígur liggi í gegnum hverfið frá norðri til suðurs og tengist leik- svæðum, gróðurhúsi og veitinga- torgi. „Staðsetning hótels og bað- lóns sunnarlega á nesinu virkjar það svæði vel og býður upp á spennandi þróunarmöguleika. Styrkur tillög- unnar er einfaldleiki með skýru samgönguneti og góðum tengingum við sjóinn,“ segir í niðurstöðunum. Telur dómnefndin tillöguna jarð- bundna og raunsæja, auk þess sem mannvirki við Skarfavör og Steins- vör sem gangi að sjá fram, þurfi að skoða með tilliti til ágangs sjávar. Önnur verðlaun hlaut tillaga án titils frá finnsku arkitektastofunni Muuan, með aðstoð frá teiknistof- unni Arkitektur-Verkfræði-Hönnun og þriðju verðlaun hlaut Breiðin til framtíðar frá hollensku hönnunar- stofunni Super World VOF. Vinningstillagan Tillagan var kynnt í gær í Hafbjargarhúsinu að Breiðargötu. Morgunblaðið/Eggert Verðlaunahafar Fulltrúar Arkþings/Nordic og Eflu verkfræðistofu tóku við fyrstu verðlaunum. Breiðin Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða- og atvinnuhúsnæðis á svæðinu og strandstíg umhverfis byggðina. Hótel, baðlón og íbúðir í kortunum - Metnaðarfull áform í Akranes- bæ - Strand- stígur umhverfis nýja byggð Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Bjargey er heiti á nýju meðferðar- heimili, sem formlega var opnað að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit í gær að viðstöddu fjölmenni. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, opn- aði heimilið með því að klippa á borða, þann fyrsta að sögn sem hann hefur klippt á í sinni ráðherratíð. Honum til halds og trausts við þá athöfn voru Ólöf Ásta Farestveit, for- stjóri Barna- og fjölskyldustofu, og Ólína Freysteinsdóttir, forstöðumað- ur Bjargeyjar, en hún er með BA- próf í nútímafræðum og MA í fjöl- skyldumeðferð og náms- og starfs- ráðgjöf. Auk hennar starfa sem stendur níu aðrir með fjölbreytta reynslu og menntun á heimilinu. Starfsemin hófst 1. júní og er rými fyrir fjóra til fimm á heimilinu hverju sinni. Öll þrjú lýstu yfir ánægju sinni með nafnið og heimilið í stuttum ræð- um, en nafnið kom fram í draumi, sem Íslendingar kunna yfirleitt vel að meta. Nafnið Bjargey vísaði til styrk- leika og trausts og ætti því vel við. Sérhæfð meðferð veitt Fram kom einnig í ávörpum að miklar vonir eru bundnar við starf- semi heimilisins og að hún muni bera góðan árangur. Meðferðarheimilið er ríkisrekið langtímameðferðarheimili, ætlað stúlkum og kynsegin einstak- lingum. Meginmarkmið með starf- semi þess er að veita sérhæfða með- ferð vegna alvarlegra hegðunar- erfiðleika, vímuefnaneyslu og meintra afbrota. Ólína sagði að horft yrði til þess einnig að veita aðstand- endum þjónustu, enda langt í frá auð- velt hlutskipti sem þeir fengju. Allt meðferðarstarfið væri unnið í sam- starfi við þá, því meginmarkmiðið væri að styðja skjólstæðingana til þess að geta farið aftur heim til fjöl- skyldna sinna. Sérhæft fyrir stúlkur og kynsegin - Meðferðarheimilið Bjargey var opnað í húsakynnum Laugalands í Eyjafjarðarsveit í gær - Rík- isrekið langtímameðferðarheimili ætlað stúlkum og kynsegin - Miklar vonir bundnar við starfsemina Morgunblaðið(Margrét Þóra Athöfn Ásmundur Einar ráðherra klippti á borða og opnaði Bjargeyju. Morgunblaðið/Margrét Þóra Laugaland Bjargey verður í húsakynnum Laugalands í Eyjafjarðarsveit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.