Morgunblaðið - 28.06.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.06.2022, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Alfons Finnsson Ólafsvík Á myndinni eru gefendurnir, Páll Sigurvinsson og Hanna Björk Ragnarsdóttir, ásamt Vagni Ingólfssyni, formanni Skógræktarfélags Ólafs- víkur, og fleirum sem tóku þátt í að planta keisaraöspunum 200. Ólafsvík | Skógræktarfélagi Ólafs- víkur var gefin góð gjöf í síðustu viku, er hjónin Páll Sigurvinsson og Hanna Björk Ragnarsdóttir færðu félaginu 200 keisaraaspir. Vagn Ingólfsson, formaður félags- ins, tók á móti gjöfinni. Vagn sagði við fréttaritara Morgunblaðsins að félagið kynni virkilega að meta gjöfina og að gott væri að hafa keisaraaspir á ræktarlandi félagsins, þar sem mikil selta og vindur gengi oft þar yfir. Aspirnar voru gróðursettar samdægurs af hópi frá Skógrækt- arfélagi Íslands, með styrk frá Snæfellsbæ. Meðal þeirra voru er- lendir sjálfboðaliðar, sem koma gagngert til landsins til að planta trjám víðs vegar um land. Fyrir þeim hópi fór Narfi Hjartarson skógfræðingur. Komu sjálfboðalið- arnir frá Ítalíu, Spáni og Póllandi. Fengu 200 keisara- aspir að gjöf 8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Samtök atvinnulífsins fjölluðu á dögunum um þjónustukönnun sem gerð var fyrir Sjúkratrygg- ingar Íslands um heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæð- inu. Þar segir að al- mennt beri fólk traust til heilsu- gæslustöðva á höf- uðborgarsvæðinu en þó veki athygli „að einkareknar heilsu- gæslustöðvar raða sér í efstu sætin þegar kemur að ánægju með þjónustuna. Þá njóta þær einnig meira trausts.“ - - - Í umfjöllun SA segir einnig: „Einkareknar heilsugæslu- stöðvar komu til fyrir örfáum árum en lagaumgjörð um þær er ströng. Þannig verða eigendur að starfa á stöðvunum upp að vissu marki og arðgreiðslur úr rekstrinum eru óheimilar. Þá búa þær við ákveðnar takmarkanir umfram ríkisrekna heilsugæslu, þær þurfa að kaupa tryggingar fyrir reksturinn og greiða eigin ábyrgð, lúta annarri verðskrá á rannsóknum hjá Land- spítala og fá ekki endurgreiðslu á virðisaukaskatti í samræmi við rík- isreknar stofnanir.“ - - - Þá er minnt á það að samningar einkarekinna heilsugæslu- stöðva renni út í lok ágúst næstkom- andi. Augljóst er að reynslan af þessari starfsemi er góð og miklu skiptir að um hana verði settur rammi sem auðveldar þetta rekstr- arform. - - - Að því þarf raunar að huga á fleiri sviðum heilbrigðisþjón- ustunnar. Ríkið er þar of umsvifa- mikið og einkaaðilar fá of lítið svig- rúm. Í ljósi sívaxandi kostnaðar við heilbrigðiskerfið og þess hagræðis sem unnt er að ná fram með fjöl- breyttari rekstrarformum er þýð- ingarmikið að hraðar verði unnið í þessum efnum. STAKSTEINAR Willum Þór Þórsson Mikið traust til einkarekstrarins Í þessari viku verður byrjað að loka fyrir rafmagn hjá þeim sem ekki hafa valið sér nýjan raforkusala. Hópurinn telur tæplega 700 manns víðs vegar af landinu. Að sögn Lovísu Árnadóttur, upp- lýsingafulltrúa Samorku, gerist það ekki lengur sjálfkrafa að fólk fái raf- orkusala við íbúðakaup, heldur þarf það að velja sér fyrirtæki. Þeir sem koma nýir inn á íbúðamarkaðinn eða hafa tekið sér 90 daga hlé frá honum hafa núna 30 daga til að velja sér raf- orkusala. Að sögn Lovísu vita ekki margir af þessu fyrirkomulagi. Áður fyrr sá kerfið til þess að fólk fékk raforkusala ef það valdi sér hann ekki. Nú hefur kerfið verið dæmt ólögmætt af úr- skurðarnefnd raforkumála. Núna starfar Orkustofnun eftir nýrri reglu- gerð sem gefur fólki 30 daga frá not- endaskiptum á raforkumæli. „Ástæð- an fyrir því að það er verið að loka hjá fólki er sú að dreifiveitum er óheimilt samkvæmt lögum að afhenda rafork- una ef samningur er ekki til staðar.“ Aðspurð býst hún við því að veiturnar fái mestu viðbrögðin frá fólki þar sem lokað verður fyrir rafmagnið, enda er kostnaðarsamt að opna það aftur. Hún segir aðeins taka örfáar mínútur að velja sér raforkusala og hvetur fólk til að gera það sem fyrst. Lokað fyrir rafmagn hjá 700 manns - Gerist ekki lengur sjálfkrafa og fáir vita af þessu nýja fyrirkomulagi Morgunblaðið/Ari Páll Orka Mikið var hringt í þjónustuver Veitna í gær eftir fregnirnar. SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Bikiní toppur 6.990 kr Stærðir 42-54 Sundbolur 9.990 kr Stærðir 42-58 Sundbolur 12.990 kr Stærðir 42-58 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is SU ÖT Frábært úrval af fatnaði í stærðum 42-58 Þú getur skoðað úrvalið og pantað í netverslun www.curvy.is Afgreiðslutímar í verslun Curvy í Hreyfilshúsinu við Grensásveg Alla virka daga frá kl. 11-18 og Laugardaga frá kl. 11-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.