Morgunblaðið - 28.06.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.06.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022 E60 Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960 Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Stóll E60 orginal kr. 44.100 Retro borð 90 cm kr. 156.200 (eins og á mynd) Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég veit bara hreinlega ekki hvað ég á að segja, ég er svo stolt, og það var ólýsanleg upplifun að heyra íslenska þjóðsönginn sunginn úr stúkunni,“ segir Elma Rún Kristinsdóttir, höf- undur dansatriðis sem vann gullverð- laun sl. sunnudagskvöld á heims- meistaramóti í danslistum, Dance World Cup, í San Sebastian á Spáni. Krakkar á aldrinum fjögurra til tutt- ugu og sex ára taka þátt í þessu heimsmeistaramóti og dansarar úr 10 íslenskum dansskólum taka þátt í keppninni í ár, alls 208 krakkar. Dansarar siguratriðisins eru tíu stelpur frá DansKompaníi í Reykja- nesbæ og þær stigu á pall í flokknum Children Small Group Song and dance, þar sem keppendur þurftu bæði að syngja, dansa og leika á sama tíma, svo það reyndi á fjölþætta hæfi- leika þessara ungu listamanna. Níu atriði kepptu í þessum flokki því fá at- riði stóðust lágmarkseinkunn í hverju landi fyrir sig. Þvert á trú, kyn og húðlit Rúmlega 300 íslenskir dansarar, kennarar og fjölskyldur þeirra koma saman á Spáni til þess að taka þátt í heimsmeistaramótinu, þar sem yfir 5.000 dansarar frá 37 löndum keppa í harðri samkeppni um heimsmeist- aratitla í ýmsum flokkum danslista, svo sem klassískum ballett, nútíma- dansi, hipphoppi og mörgum fleirum. Keppt er í fjórum aldursflokkum, undir níu ára, undir 13 ára, undir 17 ára og undir 24 ára. Keppnin hófst á föstudag og stendur í heila viku. Sigurganga íslenska liðsins hófst árið 2019 þegar hópur sem saman- stóð af 228 íslenskum dönsurum keppti í borginni Braga í Portúgal. Þar vann íslenska liðið átta medalíur og þar af eitt gull. „Hafandi staðið þétt saman í gegn- um heimsfaraldur er hreinlega frá- bært að sjá alla dansarana koma sam- an hérna á Spáni. Allir hafa unnið hörðum höndum að atriðunum sínum, dansararnir, kennarar þeirra og danshöfundar. Þótt allir þessir krakkar séu frá 10 mismunandi dans- skólum á Íslandi, þá mynda þau sam- an íslenskt landslið og keppa sem ein heild á mótinu. Samstaðan, gleðin og liðsandinn hjá íslensku keppendunum er eftirtektarverður og það er dásam- legt að sjá Ísland skara fram úr í svona harðri keppni. Til þess að bæta svo við gleðina og samstöðuna var frábært að fagna okkar fyrsta heims- meistaratitli þetta árið á sunnudaginn var. Aldeilis góð byrjun á keppninni og mikil lyftistöng fyrir danslistina á Íslandi. Það er ómetanlegt fyrir þessa krakka og mikil hvatning að geta mátað sig við umheiminn með því að keppa í alþjóðlegri keppni eins og þessari,“ segir Chantelle Carey, skipuleggjandi keppninnar á Íslandi, og bætir við að þetta sýni okkur hversu mikilvægt er að styðja við danslistirnar. „Íslenskir dansarar eru að gera framúrskarandi hluti úti um allan heim.“ Hún segir mikilvægt og verðmætt að börn sameinist í listinni þvert á trú, kyn og húðlit og vísar þar í slag- orð keppninnar á Spáni: „A truly magical moment of shared love, pas- sion, tolerance, kindness and dance. Make art, not war!“ Hægt er að fylgjast með íslenska hópnum á @dwciceland bæði á Insta- gram og Facebook. Ljósmynd/Dance World Cup Gull Þessar 10 stelpur lönduðu gulli á heimsmeistaramótinu, Dance World Cup á Spáni, með atriði sínu Yfir Vest- firðina, en þar þurftu þær að syngja, dansa og leika. Dansarar eru Aðalbjörg Ósk, Andrea Ísold, Bryndís Björk, Emma Rún, Freyja Marý, Heiðrún Lind, Katla Dröfn, Rebekka Dagbjört, Sonja Rós og Valgerður Pálína. Lönduðu gulli í dansi á Spáni - Framúrskarandi árangur ungra íslenskra dansara í sínum flokki - Yfir 5.000 dansarar frá 37 löndum keppa í harðri samkeppni um heimsmeistaratitla - Mikil samheldni í íslenska hópnum Setningarathöfn Á fyrsta degi var setningarathöfn mótsins haldin og heldur betur stemning í íslenska hópnum. Gaman Skólastjórar og kennarar þeirra dansara sem taka þátt í keppninni. samning Tálknafjarðarhrepps og Hörpu. Samningurinn felur í sér að Tálknafjarðarhreppur viðurkenni mikilvægi kvenfélagsins fyrir fjörðinn og veiti Hörpu afnot af Vindheimum. „Kvenfélagið gaf hreppnum húsið Vindheima árið 1978 til afnota sem leikskóla. Helsti áherslupunkturinn í sam- starfssamningnum er að við fáum Vindheima fyrir okkar starfsemi, s.s. félagsstarf og fundahöld, en auðvitað þannig að það skarist ekki við aðra starfsemi í húsinu,“ segir Nancy. Vindheimar eru í dag nýttir annars vegar sem hús- næði fyrir starf eldri borgara og hins vegar er þar félagsmiðstöð fyrir börn. Leikskólinn á Tálkna- firði var í húsnæði Vindheima lengi vel en leik- og grunnskóli Tálknafjarðarhrepps sameinuðust undir einu þaki í ágúst árið 2012. Auk samstarfssamningsins skrifaði kvenfélagið undir vilja- yfirlýsingu. Hún felur í sér að Harpa veiti fjárstyrk í endur- bætur á lóðinni sem er við hús- næðið, þannig að yngri börn geta nýtt sér leikvöllinn þar, og á móti kemur Tálknafjarðarhreppur með vinnuframlagið til endurbóta. Kvenfélagið Harpa á var upphaf- lega stofnað árið 1962 til að kaupa félagsheimilið Dunhaga og þannig efla félagslíf á Tálkna- firði. Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.