Morgunblaðið - 28.06.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.06.2022, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ingvi Hrafn Óskarsson er lögmaður nokkurra einstaklinga, sem vilja að íslenskir viðskiptabankar útskýri betur í skilmálum lánasamninga hvernig þeir taka ákvarðanir um vaxtahækkanir breytilegra fast- eignalána. Ingvi segir að Héraðs- dómur Reykja- víkur hafi ákveðið að beina lykil- spurningu í mál- inu til EFTA- dómstólsins. „Héraðsdómur ákvað að leita álits EFTA-dóm- stólsins um skýr- ingu ákvæðis í til- skipun um láns- samninga fyrir neytendur, þar sem fjallað er um breytilega vexti á íbúðalánum. Spurningin, sem héraðsdómari hyggst beina til EFTA-dómstólsins, er lykilatriði í málinu. Hún er sú hvort skilmálarnir uppfylli þá kröfu sem mælt er fyrir um í tilskipuninni, um að vera skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og sannprófanlegir fyrir lántaka,“ segir Ingvi. Hann segir að úrlausn EFTA- dómstólsins í málinu kunni að hafa verulega þýðingu um gildi skilmála um breytilega vexti sem er að finna í fasteignalánum neytenda, sem tekin voru eftir 1. apríl 2017. Þá gengu í gildi lög nr. 118/2016 um fasteigna- lán neytenda sem innleiða umrædda tilskipun. Beið ekki hnekki Deilt er um hvort skilmálar bank- anna um útreikning vaxta standist lög um neytendalán. Mbl.is greindi frá því fyrir helgi að Neytendasamtökin, sem styðja mál einstaklinganna, hefðu lagt fram þá kröfu að leitað yrði ráðgef- andi álits EFTA-dómstólsins vegna ákvæða verðtryggðs veðskuldabréfs Arion banka. Þeirri kröfu var hafn- að. Ingvi segir að málið hafi ekki beð- ið hnekki þótt dómurinn hafi ekki ákveðið að vísa spurningum í öllum málunum þremur, sem rekin eru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, til EFTA-dómstólsins, eins og krafist var. Þvert á móti geti aðalmeðferð farið fram á sama grunni og lagt var fram í byrjun í þeim málum sem ekki var vísað til EFTA-dómstóls- ins. Kröfur neytenda eru í þeim mál- um, að sögn Ingva, að verulegu leyti byggðar á þeim fordæmum sem liggja fyrir hjá Evrópudómstólnum. Í úrskurði héraðsdóms komi fram að þessir dómar komi til skoðunar við úrlausn málsins. „Það hefur veru- lega þýðingu að horfa til Evrópu- dómstólsins. Þar hafa fallið margir fordæmisgefandi dómar um það hvernig setja skuli fram breytilega vexti í lánasamningum,“ segir Ingvi. Miklar kröfur um skýrleika Ingvi segir að í fordæmum Evrópudómstólsins séu mjög miklar kröfur gerðar um skýrleika og þær aðferðir sem þjónustuveitandi beiti til að reikna út verðhækkanir. „Þjónustuveitandi þarf beinlínis að útskýra hvernig hann reiknar út breytingar á verði í samningi sem gerður er til langs tíma. Við teljum að bankarnir uppfylli ekki þessa skyldu. Þeir áskilja sér mikið svig- rúm til þess að breyta vöxtum, án þess að það byggist á afdráttar- lausum viðmiðum sem koma fram í lánssamningi. Þar að auki virðist að- ferðin sjálf sem þeir beita, líka breytileg.“ Hann segir að Arion banki hafi brugðist við í greinargerð sinni með því að segja að dómar Evrópudóm- stólsins, sem stefnendur byggja á, hafi ekki fordæmisgildi hér á landi. „Þá er skyndilega farið að deila um hlut sem við töldum að ekki yrði deilt um. Það er að hluta til tilefni þess að við óskuðum eftir því í upp- hafi að dómarinn leitaði til EFTA- dómstólsins. En í niðurstöðum hans segir að hann telji næga leiðbein- ingu felast í dómum Evrópudóm- stólsins, sem er eins og við gerðum ráð fyrir strax í upphafi, og þess vegna sé ekki þörf á því að leita til EFTA-dómstólsins.“ Ójafnræði í viðskiptum Ingvi segir að verulegt ójafnræði sé í lánaviðskiptum milli banka og neytenda. „Öll skjalagerð er unnin af bönkunum og sérfræðingum þeirra. Neytandinn ætti m.a. að hafa kost á að kanna og ganga úr skugga um að lánastofnun hafi framkvæmt skilmálana í samræmi við efni sitt. Það er óljóst og loðið og erfitt að festa hönd á, eins og skilmálar bank- anna eru nú settir fram. Til dæmis, í skilmálum Landsbankans um vaxta- breytingar, er vísað almennt til vaxta Seðlabankans, vaxta á mark- aði og svo fjármögnunarkjara bank- ans. Ljóst er að fjármögnun bank- ans ræðst t.d. af mörgum og ólíkum þáttum. Ákvæðið er því mjög ógagn- sætt, þar sem ekki er tilgreint skýrt viðmið sem neytandinn getur sann- prófað að bankinn fylgi þegar vaxta- breytingar eru ákveðnar.“ Ingvi segir að þó sé ekki ómál- efnalegt að miða við breytingar á breytilegum vöxtum á lánskjörum lánveitandandans sjálfs. Þá þurfi að vera ljóst hvernig það sé reiknað út og við hvað vextirnir miðast. Annars hafi lánveitandi ansi mikið sjálf- dæmi, eins og Ingvi orðar það, um vaxtaþróunina. Þýðing fyrir marga Niðurstaða málsins, sem að óbreyttu fer fyrir EFTA-dómstól- inn, getur haft áhrif á lán, sem tekin hafa verið eftir að lög um fasteigna- lán tóku gildi árið 2017, að sögn Ingva. „Þess vegna hefur framvinda málsins verulega þýðingu fyrir marga lántaka.“ Ingvi segir til samanburðar að í neytendalánum erlendis sé langal- gengast að föst hlutlæg vaxtaviðmið, eins og t.d. LIBOR eða stýrivextir seðlabanka, ótengd lánveitandanum sjálfum, ráði vaxtabreytingum. „Það er óvenjulegt, a.m.k. sé litið til þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við, að breytilegir vextir í neytendalánum ráðist að meginstefnu af einhliða ákvörðun lánveitanda sjálfs en ekki hlutlæg- um viðmiðunarvöxtum sem lánveit- andinn stjórnar ekki sjálfur.“ Ingvi segir að kallað hafi verið eftir upplýsingum frá bönkunum um hvernig þeir reikni vextina út en hingað til hafi þeir ekki talið sér skylt að upplýsa um það. Spurði lykilspurningar Morgunblaðið/Eggert Mál Niðurstaða málsins getur haft áhrif á lán, tekin eftir að lög um fasteignalán tóku gildi árið 2017. - Leita álits EFTA-dómstólsins um skýringu ákvæðis í tilskipun um lánssamn- inga fyrir neytendur - Hefur verulega þýðingu að horfa til Evrópudómstólsins Ingvi Hrafn Óskarsson. 28. júní 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 132.74 Sterlingspund 162.87 Kanadadalur 102.29 Dönsk króna 18.777 Norsk króna 13.388 Sænsk króna 13.063 Svissn. franki 138.7 Japanskt jen 0.9825 SDR 177.21 Evra 139.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.2351 Aztiq Pharma Partners og Alvogen Lux Holdings, eignarhaldsfélög í meirihlutaeigu Róberts Wessman, fóru með 76% hlut í Alvotech 16. júní, daginn sem bréf fyrirtækisins voru tekin til viðskipta í Bandaríkj- unum. Róbert er stofnandi og stjórnarformaður líftæknifyrirtæk- isins. Þetta kemur fram í hluthafa- skrá Alvotech sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Bracebridge Capital, bandarískur vogunarsjóður með tólf milljarða dala undir sinni umsjón, er þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins og fer með 3,5%. Santo Holding (Deutschland) GmbH fer með 2% hlut í fyrirtækinu. Jap- anska lyfjafyrirtækið Fuji Pharma fer með 1,9% hlut og er fimmti stærsti hluthafi félagsins. YAS hold- ing, vogunarsjóður staðsettur í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum, fer með 1,5% hlut í fyrir- tækinu. Svissneska heilbrigð- islausnafyrirtækið Baxter Healthcare SA, sem er í eigu banda- ríska risans Baxter International, sem er metinn á tæpa 34 milljarða dala, á 1,1% hlut í Alvotech. Viðskiptavinir Arion banka, Landsbankans og Artica fara sam- tals með 3,3% hlut í fyrirtækinu. Íslenska sameignarhlutafélagið ATH 20 fer með 1,1% hlut í fyrir- tækinu. Í nýjasta ársreikningi fyrir- tækisins má sjá að tveir sjóðir Stefn- is fara með samtals 46,67% hlut í ATH 20. Hvalur hf., félag í þriðj- ungseigu Kristjáns Loftssonar, fer með 26,67% hlut í sameignarhluta- félaginu. Tryggingafélagið TM fer með 13,33%. Lífeyrissjóður Vest- mannaeyja fer með 6,67% hlut og var þar með eini lífeyrissjóðurinn sem var hluthafi Alvotech á fyrsta viðskiptadegi. Erlenda félagið Q32 Limited fer með jafn stóran hlut og lífeyrissjóðurinn. Sölubann er á bréfum félaga Róberts. Því verður aflétt eftir hálft ár. Þeim er þó ekki skylt að selja bréfin. logis@mbl.is Tvö félög fara með 76% hlut í Alvotech

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.