Morgunblaðið - 28.06.2022, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022
2013
2018
Reki ehf • Skemmuvegur 46 • 200 Kópavogur • Sími 562 2950
www.reki.is
Við sérhæfum okkur í síum
í allar gerðir véla
Eigum til flest allar gerðir af síum á lager
Áratuga reynsla í þjónustu við íslenskan iðnað
Samkomulag náðist í gær á G7-ráð-
stefnu helstu iðnríkja heims í
Schloss Elmau í Þýskalandi, um að
loka glufum í innviðauppbyggingu
þróunarlanda og styrkja alþjóða-
hagkerfið og vöruflutningaleiðir.
Er þarna um að ræða framhald
þess sem rætt var á G7-ráðstefnunni
í Cornwall á Englandi í júní í fyrra,
þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti
og aðrir leiðtogar á ráðstefnunni
sammæltust um að skapa öfluga og
heildstæða innviði til að mæta þörf-
um lág- og meðaltekjuríkja.
Nýja innviðaáætlunin gengur
undir heitinu PGII. Gert er ráð fyrir
að kostnaður við hana hlaupi á
hundruðum milljarða dala, enda er
henni ætlað að auka til muna lífs-
gæði þeirra sem hve höllustum fæti
standa á jarðkringlunni. Samkvæmt
frumdrögum er gert ráð fyrir að 600
milljörðum dala hafi verið varið í
PGII árið 2027 og munu þeir fjár-
munir koma víða að, svo sem frá þró-
unarbönkum, ríkissjóðum og öðrum
fjárveitum.
Mun Biden senn gefa út viljayfir-
lýsingu, þar sem meginþættir PGII-
áætlunarinnar verða tíundaðir. Þeir
snúast einkum um að ná tökum á
hnattrænni hlýnun, tryggja orku-
öryggi heimsins, þróa vöruflutninga-
leiðir sem byggjast á hreinni orku,
koma upp flutningaleiðum sem hafa
lágmarkskolefnislosun í för með sér,
tryggja öruggt streymi upplýsinga,
opin stafræn samfélög og ótalmargt
annað.
Með þessu hyggst Biden sýna
fram á hvernig milljóna dala fjár-
festingar geta skilað sér margfalt og
hundruð milljóna orðið að millj-
örðum.
AFP/Lukas Barth
G7 Joe Biden Bandaríkjaforseti
brosir sínu blíðasta á ráðstefnunni.
G7-ríkin þétta innviði
- Ný áætlun kostar hundruð milljarða dala - Tryggja
orkuöryggi og upplýsingaflæði og þróa vöruflutningaleiðir
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Talið er að eitt þúsund manns hafi
verið staddir í verslunarmiðstöð í
Kremenchuk í Úkraínu miðri þegar
tvö rússnesk X-22-flugskeyti hæfðu
bygginguna í gær, með þeim afleið-
ingum að minnst 14 manns létust og
tugir hlutu sár af.
Tjáðu úkraínskir stríðsglæpasak-
sóknarar breska dagblaðinu The
Guardian að lík hinna látnu hefðu
fundist í rústum miðstöðvarinnar og
minnst 40 manns væri saknað eftir
að skeytin skullu á húsinu. Svo mikill
eldur kviknaði við sprenginguna að
300 slökkviliðsmenn voru rúma fjóra
tíma að ráða niðurlögum hans.
Svitlana Rybalko, upplýsinga-
fulltrúi Almannavarna Poltava-hér-
aðs, sagði ómögulegt að segja til um
raunverulegan fjölda látinna. „Við
vitum ekkert hve margir eru fastir í
rústunum, hugsanlega eru mun fleiri
látnir,“ sagði Rybalko við The
Guardian í gær.
Kaldhæðni örlaganna
Björgunarfólk vann sleitulaust í
alla nótt við að leita lifenda í rústum
verslunarmiðstöðvarinnar. „Við
fundum þó nokkur lík en ekki er ör-
grannt um að fleiri liggi fastir undir
rústunum,“ sagði Oleksii, slökkvi-
liðsmaður númer 46, í gær. Við aft-
anskæru í gær lýstu flóðljós björg-
unarsveita sviðnar rústir verslunar-
miðstöðvarinnar upp og hópar
aðstandenda horfinna viðskiptavina
miðstöðvarinnar biðu þess sem
verða vildi skammt undan.
Þykir það til marks um kaldhæðni
örlaganna að flugskeytunum var
skotið á verslunarmiðstöðina sama
dag og leiðtogar sjö helstu iðnríkja
heims ræddu á G7-ráðstefnunni í
Þýskalandi hvernig refsa mætti
Rússum fyrir innrás þeirra í ná-
grannaríkið, auk þess sem því var
lýst þar yfir að samstaða með Úkra-
ínu stæði svo lengi sem þörf væri á.
Var því enn fremur lýst þar yfir að
allar árásir Vladimírs Pútíns Rúss-
landsforseta á óbreytta borgara
væru hreinir stríðsglæpir.
„Við munum ekki unna okkur
hvíldar uns Rússland lætur af
grimmdarlegu og glórulausu stríði
sínu við Úkraínu,“ sagði í yfirlýsingu
G7-leiðtoga en merkja mátti aukna
hörku í flugskeytaárásum Rússa á
nágrannaríkið í aðdraganda G7-ráð-
stefnunnar. Flaugum var til dæmis
skotið að Kænugarði, auk þess sem
20 skeyti bárust frá rússnesku her-
liði á landsvæði Hvíta-Rússlands.
„Hernámsliðið skaut á verslunar-
miðstöðina þar sem meira en þúsund
óbreyttir borgarar voru staddir.
Miðstöðin logar, björgunarfólk berst
við elda, fjölda fórnarlamba er vart
hægt að gera sér í hugarlund. Enn
láta Rússar dáðleysi sitt bitna á
óbreyttum borgurum. Engin von er
um siðprýði og manngæsku úr þeirri
átt,“ ritaði Volódímír Selenskí Úkra-
ínuforseti á samskiptamiðilinn Tele-
gram í gær.
Rangfærslurnar margar
Kallaði forsetinn Rússland
stærstu hryðjuverkasamtök heims-
byggðarinnar. „Gervöllum heimin-
um ætti að vera það ljóst að kaup eða
flutningur rússneskrar olíu, viðskipti
við rússneska banka, skatt- og aðrar
greiðslur til rússneska ríkisins jafn-
gilda því að greiða hryðjuverka-
mönnum fé,“ sagði Selenskí.
Engin viðbrögð við árásinni hafa
borist frá Kreml, sem áður hefur þó
lýst því yfir að Rússar geri ekki at-
lögur að óbreyttum borgurum af
ráðnum hug. Dmitry Polyansky, að-
stoðarsendiherra Rússa hjá Samein-
uðu þjóðunum, sagði að frásagnir
Úkraínumanna af árásinni á versl-
unarmiðstöðina væru hlaðnar rang-
færslum.
„Við skulum bíða yfirlýsingar frá
varnarmálaráðuneyti okkar en engu
að síður eru rangfærslurnar margar.
Þetta er einmitt það sem stjórnin í
Kænugarði þarfnast til að vekja at-
hygli rétt fyrir ráðstefnu Atlants-
hafsbandalagsins [sem hefst í Madr-
íd á Spáni í dag].“
Verslunarmiðstöð í rústum
- Að minnsta kosti 14 taldir af eftir flugskeytaárás Rússa - Skothríðin hert í aðdraganda G7-ráðstefn-
unnar - Kveðast ekki unna sér hvíldar uns Rússar vægja - Sækist eftir athygli fyrir NATO-ráðstefnu
AFP/Almannavarnir Úkraínu
Undinn málmur Vitað er um 14 dauðsföll eftir flugskeytaárás Rússa á verslunarmiðstöð í Úkraínu í gær.
Bretinn Gary Hunt er nífaldur meist-
ari klettadýfingakappleiks, sem
kenndur er við orkudrykkinn Red
Bull og hefur verið nánast óskoraður
á toppnum þar síðan árið 2009. Hunt
er hins vegar ekki albreskur lengur,
þar sem hann hefur að auki hlotið
franskan ríkisborgararétt og telst nú
borgari beggja vegna Ermarsundsins.
„Ég hef verið búsettur í Frakklandi
svo lengi að mér þykir hálfundarlegt
að æfa með sama fólkinu daginn inn
og út og ferðast svo héðan til að
keppa undir merkjum annars lands,“
lét hann hafa eftir sér í fjölmiðlum um
helgina. Hunt hefur haft orð á sér fyr-
ir að opna nýja vídd í klettadýfingum
og finna stöðugt upp á nýjum klækj-
um til að skjóta keppinautum sínum
ref fyrir rass, með góðum árangri.
Svifið um loftin blá í hinni annáluðu borg elskenda
Dýfinga-
keppni
nautsins
AFP/Julien De Rosa