Morgunblaðið - 28.06.2022, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022
Noregur Í Karls Jóhanns-götu í Osló voru margir á ferð á sunnudaginn. Mættu þangað til að sýna sig og sjá aðra og ná úr sér hrolli eftir ódæðisverkið sem framið var í borginni aðfaranótt laugardags,
sem bæði skók og skelfdi. Viðsjár eru áfram í borginni og lögregla er á hæsta viðbúnaðarstigi með tilliti til hryðjuverkahættu. Biðlað er til þess að fjölmennar útisamkomur verði ekki haldnar.
Sigurður Bogi
Stríðið í Úkraínu
hefur eðlilega upp-
tekið hugi fólks og
fjölmiðla eftir að hafa
varað í fjóra mánuði.
Nú er hins vegar víða
farið að gæta þreytu
um leið og margir
spyrja: Hvernig getur
þessi hildarleikur tek-
ið enda?
Framkvæmdastjóri
NATO gerir því skóna
að stríð þetta geti varað árum sam-
an. Víst er að enginn sér fyrir um
lyktir þess og eftirleikurinn mun
eflaust lengi minna á sig. Yfirvof-
andi er stórfelld hungursneyð víða
vegna skorts á hveiti og og fleiri
lífsnauðsynjum, m.a. í fátæktar-
löndum Afríku. Þar leggst á eitt
viðskiptabann Vesturlanda gegn
Rússlandi og tundurduflagirðingar
Úkraínumanna til varnar úti fyrir
Ódessu við Svartahaf.
Úr heimi minninga
Samskipti Rússa við nágranna
sína hafa löngum verið hluti af flók-
inni sögu og ættu því átök á þess-
um slóðum ekki að koma mönnum í
opna skjöldu. Norðurlandabúum
eru þar eðlilega efst í huga sam-
skipti Rússa við Eystrasaltsríkin.
Svo vill til að undirritaður kynntist
þeim með óvenjulegum hætti fyrir
um aldarþriðjungi, nánar tiltekið í
sumarbyrjun 1990. Fram að þeim
tíma fóru samskipti flestra Íslend-
inga við Sovétríkin fram um hefð-
bundna farvegi, m.a. gegnum sendi-
ráðið í Moskvu; fáir aðrir en
starfsmenn á flutningaskipum
lögðu leið sína til borga við aust-
anvert Eystrasalt. Frá árinu 1983
átti ég sem þingmaður
sæti í utanríkismála-
nefnd Alþingis og í
Norðurlandaráði frá
1988-1995. Þar kynnt-
ist ég m.a. finnskum
þingmönnum sem
helst höfðu samskipti í
austurátt, m.a. við sov-
étlýðveldið Eistland. Í
Sovétríkjunum var,
undir lok níunda ára-
tugarins, vaxandi gerj-
un á valdatíma Gor-
batsjovs. Almenningur
í Eystrasaltsríkjunum
var vaknaður til vitundar um breytt
andrúmsloft og sóknarfæri fyrir
sjálfstæðishugmyndir. Mig fýsti að
kynnast þessum aðstæðum af eigin
raun og fékk frá finnskum þing-
mönnum uppgefin nöfn stjórnmála-
manna í Tallinn, sem ég hafði hug á
að fræðast af, sem og nafn Tönu
Laak, forstjóra eistneska skipa-
félagsins, sem þá sá um ferjusigl-
ingar til Helsinki og Stokkhólms.
Kona mín Kristín var með í ferð-
inni. Laak beið okkar við landgang-
inn í Tallinn og bauð fram aðstoð
sína. Það var komið kvöld og við
hröðuðum okkur á hótel.
Eftirminnilegur dagur
Næsta dag, föstudaginn 22. júní
1990, leiði ég til vitnis dagbók
mína, þar sem stendur:
„Risið á 9. tíma á Palace hóteli.
Fréttir um landskjálfta í Íran og
samþ. þýsku þinganna um samein-
ingu og Oder-Neisse. Eftir morg-
unverð hringdi Tönu Laak og
greindi frá dagskrá:
1) Fórum með honum 10:15 til
forseta æðstaráðs Eistlands, Arn-
old Rüütels. Ræddum við hann í
klst. og 15 mín.
2) Hittum í hádegi í þinghúsinu á
Domberget Rein Veideman þing-
mann, sem er varaform. Sós. dem.
3) Heilsuðum á eftir forsætisráð-
herra, samgöngurh. og dómsmála-
rh.
4) Ræddum í klst. við Indrek
Toome, formann utanríkismála-
nefndar þingsins (Supreme soviet)
og áður forsætisráðherra.
5) Skoðunarferð í 2 ½ tíma um
Tallinn undir leiðsögn Toomas Sos-
nitski starfsmanns Eastline. Hist á
eftir á hóteli. Gönguferð um gamla
bæinn, sem er mikill fjársjóður.
6) Snætt vel og til náða þreytt
eftir góðan dag. 23.“
Daginn eftir tókum við járn-
brautarlest til Leningrad, sem enn
bar það nafn, og héldum þaðan með
finnskri ferðaskrifstofu til baka
heimleiðis.
Mánudaginn 2. júlí 1990 sat ég
fund utanríkismálanefndar Alþing-
is. Þar dreifði ég og fylgdi úr hlaði
frásögn um ferðina til Eistlands,
sem einnig fjölmiðlar greindu frá
næstu daga. – Heimkominn sendi
ég Rüütel, forseta Eistlands, væn-
an pakka af ritum um starfsemi
Norðurlandaráðs og um Ísland,
sem hann heimsótti 14 árum síðar,
2004, þá sem forseti lýðveldisins
Eistlands.
Eystrasaltsríkin og
Kaliningrad
En hverfum þá til nútíðar. Eðli-
legt er að Eystrasaltsríkin hafi
áhyggjur af vaxandi spennu í kjöl-
far innrásar Rússa í Úkraínu. Öll
eru þau þó í NATO, sem á að vera
þeim trygging fyrir að ekki verði
hróflað við landamærum þeirra eða
öryggi vegna samskipta í austurátt.
Spennan tengist fyrst og fremst
svokallaðri Suwalki samgönguæð á
landamærum Litháens og Póllands
til Kaliningrad svæðisins, sem var
hluti af Sovétríkjunum og nú Rúss-
landi, samkvæmt samningi frá 12.
september 1990, upphaflega með
rætur í Potsdam-sáttmálanum frá
1945. Litháen gaf nýlega út til-
skipun um að óheimilt verði að
flytja vissar vörur um þessa land-
leið, og er það liður í stuðningi við
málstað Úkraínu. Þessu hafa rúss-
nesk stjórnvöld, sem vænta mátti,
mótmælt harðlega og gæti þetta
mál átt eftir að draga dilk á eftir
sér. Um er að ræða vörur sem eru
liður í viðskiptahömlum ESB gagn-
vart Rússlandi.
Hálmstrá Selenskís:
Úkraína í ESB
Rússar hafa undanfarið sótt fram
og náð á sitt vald stórri sneið af
Austur-Úkraínu auk Krímskaga,
héruðum sem þeir hafa lengi gert
kröfu til og notið til þess stuðnings
hluta íbúa þessara svæða. Fljótt á
litið mætti ætla að það væri sú fórn
sem Úkraínu væri gjört að færa til
að koma á friðarsamningi við Rúss-
land. Ekkert slíkt er þó til umræðu
af þeirra hálfu og lái þeim hver
sem vill, eftir það sem á undan er
gengið. Meginkrafa þeirra er, nú
sem fyrr, að fá þungavopn til að
geta staðist rússneskum her-
sveitum snúning, að því viðbættu
að fá vilyrði ESB um að gerast um-
sóknarríki að bandalaginu. Fyrra
atriðið endurspeglar vonina um að
standast Rússaher snúning til lang-
frama. Hið síðara er hálmstrá sem
van der Leyen hefur rétt að Sel-
enskí og kostar ESB lítið. Sá fjöldi
ríkja, sem þegar er á boðslista sem
aðildarríki að ESB og hefur verið
það árum og áratugum saman, seg-
ir allt sem segja þarf um það
hversu innihaldslaus slík samþykkt
væri af hálfu ESB. Þar við bætist
það mat margra sérfróðra á við-
skiptalífi Úkraínu, að leitun sé að
spilltara efnahagskerfi en þarlend-
is.
Álit úr danska blaðinu
Information
Í danska blaðið Information
skrifar Jakob Skaarenborg fróðlega
pistla um stríðið í Úkraínu. Hann
er sagnfræðingur og landfræð-
ingur, sem starfað hefur í ald-
arfjórðung sem sérfræðingur hjá
rannsóknadeild danska hersins
(Forsvarets efterretningstjeneste).
Í grein þann 30. maí sl. segir hann
að vopnasendingar til Úkraínu
vestan að valdi bara fleiri dauðs-
föllum og eyðileggingu. „Við höfum
málað okkur út í horn. Vesturveld-
unum mistókst að koma í veg fyrir
stríðið og nú birtast afleiðingarnar
í hrörnandi heimsbúskap og hung-
urdauða fjölda fólks.“ Sama blað
hefur eftir honum i uppslætti 21.
júní sl.: Vopnasendingar til Úkra-
ínu valda bara fleiri dauðsföllum og
eyðileggingu og koma í veg fyrir
friðarviðræður sem leitt geti til
stríðsloka. Rússar hafa aldrei verið
öflugir í upphafi stríðs, en þeir eru
meistarar í að þreyta andstæðing-
inn og það er einmitt það sem nú
er að gerast.“ segir Skaarenborg.
Í ritstjórnargrein Morgunblaðs-
ins 21. júní sl. um Úkraínustríðið
segir: „Baráttan um Úkraínu er nú
á ögurstund.“ Mörgum myndi létt
ef sú stund reyndist skammt und-
an.
Eftir Hjörleif
Guttormsson »Hvernig getur
þessi hildarleikur
tekið enda?
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Úkraínustríðið: Tvísýnar horfur