Morgunblaðið - 28.06.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022
✝
Stella Aðal-
steinsdóttir
fæddist á Hrauni í
Tálknafirði í
Barðastrandar-
sýslu 22. október
1958. Hún lést á
heimili sínu 9. júní
2022.
Foreldrar Stellu
voru Ingibjörg Þor-
steinsdóttir hús-
freyja, f. 24. októ-
ber 1912, d. 26. febrúar 2009, og
Aðalsteinn Einar Einarsson, sjó-
maður og bóndi, f. 5. desember
1907, d. 1. febrúar 1984.
Systkini Stellu, börn Ingi-
bjargar og Aðalsteins, eru:
Birgir, f. 11. ágúst 1939; Þor-
steinn, f. 26. desember 1943;
Guðrún, f. 30. júní 1949; Ingi-
bergur, f. 22. október 1950, d.
24. apríl 2017.
Stella giftist Erni Þórissyni,
þar sem hún kynntist Erni, síð-
ar eiginmanni sínum. Stella
hætti háskólanámi eftir eitt ár
og hélt áfram starfsferli hjá
ýmsum fyrirtækjum, m.a. SS,
Húsasmiðjunni og Háskóla Ís-
lands, gjarnan í bókhaldi og
launavinnslu. Fyrir 15 árum hóf
hún störf hjá Umhverfisstofnun
sem sérfræðingur í launamál-
um.
Stella gaf sig að sundi, úti-
vist, fjallgöngum og alls konar
hreyfingu. Hún unni bóklestri.
Hún ferðaðist víða um heim og
leitaðist stöðugt við að bæta
tungumálakunnáttu sína af
þeim tilefnum. Auk þess hafði
hún mikinn áhuga á matargerð
og garðyrkju. Stella ræktaði
fjölmarga vinahópa, var öflugur
liðsmaður í félagsstarfi, hvort
sem það var í fjölmennum fé-
lögum, vinnustöðum eða fá-
mennum vinahópum hjónanna.
Árlega heimsótti hún sitt gamla
uppeldisheimili á Hrauni í
Tálknafirði.
Kveðjustund Stellu fer fram í
Bústaðakirkju í dag, 28. júní
2022, klukkan 13 og er opin öll-
um vinum og ættingjum.
f. 3. janúar 1958,
hinn 15. júní 1989.
Börn þeirra eru
Svava iðjuþjálfi og
stundakennari, f. 5.
desember 1987, og
Snorri tölvunar-
fræðingur, f. 19.
september 1990.
Sambýliskona
Snorra er Nína Lea
Z. Jónsdóttir, BS í
rafmagnsverk-
fræði, f. 17.4. 1995.
Stella ólst upp á Tálknafirði
til fjórtán ára aldurs er hún fór
til Stykkishólms til að læra und-
ir landspróf. Hún lauk stúdents-
prófi á málabraut frá Mennta-
skólanum á Ísafirði árið 1977 og
fluttist fljótlega til Reykjavíkur
og hóf vinnu á skrifstofu Slát-
urfélags Suðurlands. Árið 1980
hóf Stella nám í enskum bók-
menntum við Háskóla Íslands,
Við buðum hvort öðru gjarn-
an góða nótt með kossi eða koss-
um og í síðasta sinn urðu koss-
arnir sex talsins, því einhvern
veginn fundum við á okkur bæði
tvö að kveðjustundin var komin,
líkaminn búinn að gefast upp,
þótt andinn væri sterkur.
Við Stella kynntumst í ensku-
námi í Háskólanum 1981. Um
veturinn horfði ég oft til þess-
arar myndarlegu stúlku, hún
vakti athygli mína, sótti ekki
alla tíma, enda í skólanum með-
fram fullri vinnu, einn fárra
nemenda. Í gleðskap að loknum
vorprófum kynntumst við loks-
ins betur og lengi var okkar lag
Psycho Killer með Talking
Heads, sem var spilað oftsinnis
fyrstu vikuna. Eitt leiddi af
öðru, sambandið varð fast og
stúlkan kynnt fyrir móður
minni, sem samstundis sam-
þykkti Stellu, þótt hún yrði
nokkrum sinnum uppvís að því
að rugla uppvaxtarheimili Stellu
á Tálknafirði saman við Fá-
skrúðsfjörð.
Fyrsta barnið, Svava, fæddist
að morgni dags eftir að við
Stella höfðum horft á teikni-
myndir Andrésar Andar og
hlegið okkur í gegnum fyrstu
hríðarverkina. Annað barnið,
Snorri, fæddist auðveldar, eig-
inlega á örskotsstundu og það
fyrsta sem þú sagðir var: Þetta
tók ekki langan tíma! Uppeldi
og þroski barnanna lenti á þér,
vinna og áhugamál mín voru í
fyrsta sæti lengi og er það með
eftirsjá að maður sér sinn van-
þroska mörgum árum síðar.
Við vorum samhent í að
byggja upp heimili, búa börnum
góðar aðstæður, njóta hvers-
dagslegra hluta jafnt sem stórra
atburða, jazztónleika, NBA-
leikja, leiksýninga og ferðalaga
víða um heim. Jól og áramót og
afmælisdagar fjölskyldunnar
voru stóru viðburðirnir. Einn
gamlársdag þegar ég ætlaði að
amerískri fyrirmynd að hafa
kalkún í fyrsta sinn, þá munaði
litlu að illa færi því fuglinn var
keyptur frosinn samdægurs í
Hagkaup! Stella leysti það, fór
til nágranna í kjallaranum og
sat í nokkra klukkutíma við ör-
bylgjuofninn að þíða skepnuna
og úr varð dýrindis matur um
kvöldið!
Alls staðar söfnuðust að henni
kunningjar og vinir, hún alltaf
tilbúinn að fórna sér í lítil sem
stór störf til að fólki gæti liðið
vel og notið sín. Áhugamálin
voru bóklestur, matargerð,
ferðalög, útivist, gönguferðir,
hreyfing, félagsstörf og almenn
mannrækt. Bóklesturinn svo
ákafur að algengt var að hún
læsi 70-80 bækur á ári og hún
skráði dagbók í þrjátíu ár. Fyrir
10 og hálfu ári hætti hún áfeng-
isneyslu, því hana langaði ekki
lengur að missa völdin á sjálfri
sér. Edrúmennskan var liður í
mannrækt hennar og hún var
stolt af því, kannski jafn stolt og
ég var af henni.
Fyrir 12 mánuðum síðan við
fengum sjúkdómsgreiningu á
mæði sem plagaði Stellu eftir
stutta fjallgöngu með fjölskyld-
unni um hvítasunnuhelgina í
fyrra. Þrátt fyrir að ljóst væri
að samveran yrði ekki löng eftir
greiningu, héldum við í vonina
um lengri tíma saman. Hún var
þrjósk, sagði við lækna að hún
ætlaði að sjá fyrsta barnabarnið
okkar fæðast í nóvember, en því
miður hlýðir erfiður sjúkdómur
engu. Stella var skírð í höfuðið á
stjörnu af föður sínum sjómann-
inum og svo sannarlega var hún
mitt leiðarljós. Missirinn er mik-
ill og gleðin líka yfir minningum
um ástríka stúlku, konu og móð-
ur.
Þinn
Örn.
Félagslyndi, víðsýni, þakklæti
og lífsgleði einkenndu mömmu
mína alla tíð. Ég mun leitast við
að hafa þau orð að leiðarljósi í
lífinu, nú þegar hún hefur yf-
irgefið þennan heim.
Mamma myndaði tengsl við
fólk hvert sem hún fór. Hún við-
hélt og tilheyrði vinahópum sem
urðu til á hverjum vinnustað,
skóla og út frá ólíkum áhuga-
málum. Hún lagði sig fram um
að leggja á minnið afmælis-,
brúðkaups- og hátíðardaga þess-
ara einstaklinga og skyldfólks
þeirra, löngu fyrir tíma áminn-
inga Facebook. Hún var dugleg
að senda kveðjur í tilefni dags-
ins og var umhugað um líf alls
þessa fólks. Stundum tók þetta
talnaminni út yfir allan þjófa-
bálk, eins og þegar hún hafði
nýlega skráð inn nýjan starfs-
kraft í launavinnslukerfið hjá
Umhverfisstofnun. Síðar í vik-
unni rakst hún á nýtt andlit og
var fljót að óska viðkomandi til
hamingju með afmælið sem
hafði verið nokkrum dögum
fyrr, enda mundi hún þá kenni-
tölu nýja samstarfsfélagans og
vildi gjarnan bjóða viðkomandi
velkominn í starfshópinn.
Mamma var með eindæmum
víðsýn og með opinn hug gagn-
vart fjölbreytileika mannlífsins.
Við fjölskyldan höfum töluvert
rætt heimsmálin við eldhúsborð-
ið og mamma tekið þátt í um-
ræðum tengt fólki af erlendum
uppruna, með mismunandi færn-
iskerðingar, kynvitund eða kyn-
hneigð. Hún stóð með mannrétt-
indabaráttu þessara hópa.
Mamma er í raun sú eina sem
ég hef kynnst á hennar aldri,
sem aldrei hefur verið annað en
opin fyrir allri flórunni.
Mamma var mikill náttúru-
unnandi, ræktaði garðinn sinn,
gekk á fjöll og jarðtengdi sig í
berjamó fyrir vestan. Hún var í
góðu formi og heilsuhraust.
Það kom okkur því verulega á
óvart fyrir nákvæmlega ári síð-
an, þegar hún varð skyndilega
mæðin og greindist með fjórða
stigs lungnakrabbamein. Það
hefur gengið á ýmsu síðan, en
hún hélt alltaf í þakklætið fyrir
alla litlu hlutina í hversdegin-
um. Mamma var lífsglöð með
eindæmum og hafði ótal við-
burði, listasýningar, leikhús og
vinahittinga sem hún vildi
sækja, allt fram á síðasta dag.
Hún naut lífsins og alls sem
það hafði að bjóða.
Einn stærsti vendipunktur-
inn í sambandi okkar mæðgna
var það að hún hætti að drekka
áfengi á afmælisdaginn minn
fyrir tíu og hálfu ári síðan. Hún
var stolt af þessum persónu-
lega sigri þótt hún talaði ekki
mikið um hann. Á þessum árum
höfum við náð aukinni nánd og
notið samvista við hvor aðra.
Skemmst er frá því að segja að
við tókum tvær hringferðir um
landið 2020 og 2021 og fengum
samt aldrei nóg af hvor ann-
arri.
Ég vildi að við hefðum fengið
lengri tíma saman. Ég er fegin
að ég flutti aftur heim síðustu
jól til að safna fyrir íbúð og að-
stoða í veikindunum. Þetta hef-
ur verið hvað allra erfiðasta
verkefni sem okkur hefur verið
úthlutað. Ég er þakklát fyrir
samverustundirnar og minning-
arnar allar. Ég vildi að mamma
hefði fengið að lifa það að verða
amma því hún hefði brillerað í
því langþráða hlutverki. Ég
verð dugleg að segja barna-
barninu frá ömmu Stellu. Takk
fyrir ferðalagið saman.
Þín,
Svava og bumbubúinn.
Það er með sorg í hjarta sem
ég sest niður við tölvuna til
þess að setja á blað nokkur
minningarorð um hana elsku
Stellu systur.
Það má segja að á yngri ár-
um okkar Stellu hafi samvera
okkar ekki verið mjög mikil þar
sem aldursmunur okkar er níu
ár. Þegar ég var fjórtan ára fer
ég í skóla fjarri heimabyggð og
hún hefur sína skólagöngu.
Þannig var það á þessum árum
að þá þurfti að fara að heiman
vildi maður sækja sér einhverja
menntun eftir barnaskóla.
Eftir barnaskólagöngu fór
Stella til Stykkishólms og bjó
þar hjá Steina bróður og
Döddu og lauk þar landsprófi,
síðan lá leiðin til Ísafjarðar til
að fara í Menntaskólann á Ísa-
firði. Vegna aldursmunar og
skólagöngu voru tækifærin til
samveru afar takmörkuð.
Stella flutti til Reykjavíkur
og settist þar að og starfaði.
Alls staðar var hún vel liðin og
duglegur starfskraftur.
Eftir að Stella og Örn voru
farin að búa hittumst við oftar
og samverustundir okkar urðu
fleiri.
Stella systir var vinamörg og
var einstaklega dugleg við að
fylgjast með og halda sambandi
við vinnufélaga, vini og ættinga.
Hún var virk í hópum sem
voru að njóta náttúrunnar eins
og t.d. í ferðafélögum þar sem
var gengið á fjöll og hafði hún
einstaka ánægju af því. Þá átt-
um við saman margar skemmti-
legar berjaferðir á æskuslóðir á
Tálknafirði.
Það er ekki öllum gefið það
eiga langt líf en Stella mín yf-
irgefur þessa jarðvist 63 ára.
Hún greindist með krabbamein
fyrir réttu ári síðan og var það
óvægin barátta hjá henni við
þennan sjúkdóm.
Undir það síðasta var okkar
samband þannig að við töluð-
umst við daglega og ef ástand
hennar var ekki þannig að hún
ætti auðvelt með að tala sendi
hún mér skilaboð, en þau inni-
héldu oftar en ekki þessi orð:
„Gunna mín, er ekki nógu hress
núna en hringi seinna í dag ef
ég verð skárri.“
Stella mín það er nú svolítið
einkennilegt að heyra ekki rödd
þína nánast daglega og á ég eft-
ir að sakna þess um mörg ókom-
in ár. Við munum öll sakna þín
og ég óska þess að góður Guð
styrki og styðji fjölskyldu þína á
þessu erfiðu tímum.
Og ég veit að Bergur bróðir
tekur vel á móti þér við komuna
í Sumarlandið.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Guð blessi minningu þína.
Guðrún (Gunna) systir
og fjölskylda.
Við kveðjum í dag elskulega
mágkonu mína, Stellu Aðal-
steinsdóttur. Hún var einstök
manneskja, með góðar gáfur og
einstaklega skemmtilegt viðmót.
Hún laðaði fólk auðveldlega að
sér og var sérstaklega trygg
vinum sínum.
Fjölskyldu sinni var hún æv-
inlega stoð og styrkur, mundi
alla afmælisdaga og stóra daga í
fjölskyldunni. Við hér í Ameríku
nutum góðs af elskulegheitum
Stellu, stór kassi af íslensku
súkkulaði barst til okkar fyrir
hver jól og páskaegg stór og
smá um páska. Bækur komu oft
ef hún hélt ég hefði gaman af.
Það var mikill fögnuður þegar
Stella, Örn og börnin komu í
heimsóknir til okkar, bæði í
New York og Flórída. Eins var
gaman að vera hjá þeim á sumr-
in og fara í ferðalög og á kons-
erta og annað skemmtilegt. Að
ég minnist ekki á allan góða
matinn, en Stella var listakokk-
ur og verðlaunabakari. Hún
hafði mjög gaman af að dútla í
garðinum og gróðursetja og
garðurinn var líka fallegur.
Fyrir alllöngu sagði vinkona
mín við mig: „Ég er ekki öfund-
sjúk manneskja en ég öfunda
þig af henni Stellu þinni.“ Það
voru orð að sönnu, hún var ein-
stök og var í miklu uppáhaldi
hjá okkur öllum.
Söknuðurinn er mikill, Stella
dó langt um aldur fram.
Við hér í Flórída, Kathleen
Þóra, Kristen, Chris og ég,
sendum Erni, Svövu, Snorra og
Nínu okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning
elsku Stellu.
Svava Þórisdóttir Eatough.
Elskuleg svilkona mín og vin-
kona, Stella Aðalsteinsdóttir, er
kvödd í dag hinstu kveðju með
sárum söknuði eftir snarpa við-
ureign við illvígan sjúkdóm.
Skyndileg og alvarleg veikindi
Stella
Aðalsteinsdóttir
✝
Engilráð Inga
Guðmunds-
dóttir fæddist á
Skagaströnd 27.
nóvember 1936.
Hún lést á Hrafn-
istu, Hafnarfirði,
14. júní 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Elísabet
Kristjánsdóttir, f.
8. nóvember 1912,
d. 6. mars 1991, og
Guðmundur Júlíusson, f. 19.
júní 1885, d. 1. janúar 1961.
Leiðir þeirra skildu.
Systkini Ingu eru Ásdís, f. 22.
nóvember 1930. Kristján Karl,
f. 10. maí 1933, d. 11. desember
2011. Sólveig, f. 26. mars 1939.
Eiginmaður Ingu var Jón
Guðmundsson, f. 2. janúar 1933,
d. 11. júní 1987. Þau skildu.
Kjörsynir þeirra voru Eggert, f.
28. janúar 1961, d. 10. maí
1989, og Guðmundur Björn, f.
3. janúar 1968, d. 21. júlí 1985.
Inga og Jón tóku litla frænku
Ingu, Maríu Lúísu, í fóstur um
tíma vegna veikinda móður
Maríu.
Inga, eða Ráða eins og hún
var kölluð þar, ólst upp á
Skagaströnd en vegna veikinda
móður hennar fór hún ung að
aldri í fóstur til ungu hjónanna
á Jaðri, Bjössa og Betu, eins og
þau voru alltaf kölluð. Þau
reyndust henni góðir foreldrar.
Þar eignaðist hún líka fjögur
fóstursystkini, þau Sigga, Halla,
Gumma og Dídí sem henni þótti
mjög vænt um og varð að ævi-
langri og gagnkvæmri tryggð
og væntumþykju
þeirra í milli.
Eftir að hún
flutti suður kom
hún á hverju sumri
norður í heimsókn
með strákana sína
að Jaðri, hennar
dyr í Hafnarfirð-
inum stóðu líka
ávallt opnar fyrir
Jaðarsfólkið henn-
ar.
Bjössi var alla tíð kletturinn í
öllu hennar lífi.
Inga fór ung að heiman, að-
eins 15-16 ára, og þá til Dísu
systur sinnar í Hafnarfirði. Þar
fór hún beint í vinnu á „Gamla
elliheimilið“ við Austurgötu í
Hafnarfirði, þaðan lá leiðin svo
á Sólvang.
St. Jósefsspítali varð svo
hennar aðalvinnustaður í gegn-
um árin.
Inga varð ung einstæð móðir
með drengina sína tvo, en hún
gafst ekki upp heldur snéri
vörn í sókn, keypti sér „alvöru“
saumavél, sem hún sat við flest
öll kvöld þegar drengirnir
hennar sváfu. Hún saumaði m.a
damask rúmföt fyrir Fatabúð-
ina í Reykjavík.
Hún missti báða drengina
sína alltof unga, það varð henn-
ar erfiðasta lífsreynsla. Hún
söng í kirkjukór Fríkirkjunnar í
mörg ár og spilaði golf.
Síðustu árin glímdi hún við
alzheimer.
Útförin fer fram frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði í dag, 28. júní
2022, klukkan 13.
Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,
hnígur að ægi, gullið röðulblys.
Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd,
og báran kveður vögguljóð við
fjarðarströnd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró,
kom, draumanótt, með fangið fullt af
friði og ró.
Syngdu mig inn í svefninn ljúfi blær.
sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær.
Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró.
Kom, draumanótt, með fangið fullt af
friði og ró.
(Jón frá Ljárskógum)
Elsku Inga mín, hvíldu í friði og
ró, laus úr viðjum illvígs sjúk-
dóms.
Sé þig sitjandi í blómabrekk-
unni fallega og brosandi, með
strákana þína þér við hlið og allt
góða fólkið okkar, sem hafa tekið á
móti þér og umvefja þig ást og
umhyggju.
Við, fjölskyldan öll, þökkum all-
ar góðar samverustundir liðinna
ára.
Guð blessi minningu þína.
Þín frænka og vinkona,
Kristín Lúðvíks
(Stína).
Engilráð Inga
Guðmundsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, bróðir okkar
og mágur,
ÓSKAR AÐALGEIR ÓSKARSSON,
Norðurgötu 10, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 20. júní.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 1. júlí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök SAK.
Guðrún Rósa Friðjónsdóttir
Þórdís Óskarsdóttir
Einar Óskarsson
Hannes Óskarsson Ásta Eggertsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
STEINUNN ERLA FRIÐÞJÓFSDÓTTIR,
Erla í Hjólinu,
Laufbrekku 4, Kópavogi,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
sunnudaginn 19. júní. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði fimmtudaginn 30. júní klukkan 13.
Björn Ingólfsson
Linda Björk Björnsdóttir Sigurður G. Benediktsson
Stefán Logi Björnsson Marta Sigurðardóttir
Víðir Snær Björnsson
Adda Steina, Aldís Erla, Þórdís Ása,
Fanný Sif, Stefanía Ásdís, Aníta Ósk
og langömmubörn