Morgunblaðið - 28.06.2022, Síða 27

Morgunblaðið - 28.06.2022, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022 Einn mikilvægasti leikur karlalandsliðsins í körfubolta um árabil fer fram á Ásvöllum í Hafn- arfirði á föstudagskvöldið þegar Ísland fær lið Hollands í heim- sókn. Undankeppni heimsmeist- aramótsins hefur heldur betur þróast Íslandi í hag og liðið er í góðri stöðu eftir útisigur gegn Hollendingum og hinn gríðarlega óvænta heimasigur á Ítölum í spennutryllinum á Ásvöllum í febrúarmánuði. Sigur á föstudag myndi þýða að Ísland tæki með sér þrjá sig- urleiki og einn tapleik yfir í seinni undankeppnina þar sem sex þjóðir bítast um þrjú sæti á HM 2023. Lokakeppni heimsmeistara- móts hefur ávallt verið fjarlægur draumur fyrir Ísland en nú er hún allt í einu orðinn raunhæfur möguleiki. Erfiðir mótherjar bíða síðar á árinu en eftir sem áður er liðið komið í stöðu sem það hef- ur aldrei verið í áður. Fjarvera Martins Hermanns- sonar frá þessum mikilvæga leik á föstudag, og þeim sem fram undan eru á næstu mánuðum, er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir ís- lenska liðið. Hann var í lykilhlut- verki í sigurleikjunum gegn Hol- landi og Ítalíu og skoraði þar samtals 50 stig. Í svona leik munar heldur bet- ur um að hafa ekki besta körfu- boltamann landsins tiltækan. En í slíkri stöðu er það ávallt áskor- un fyrir samherjana að fylla í skarðið og leika enn betur. Íslenska liðið þarf að spila virkilega vel til að vinna öflugt lið Hollands aftur. Í sigrinum magn- aða gegn Ítölum sem áður er nefndur fór hinn hávaxni Tryggvi Snær Hlinason hreinlega ham- förum. Það væri ekki verra ef hann endurtæki það! BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Blikar Leikmenn Breiðabliks fagna fyrsta marki leiksins gegn ÍA á Akranesi í gærkvöldi. Það skoraði Kristinn Steindórsson snemma leiks, á 11. mínútu. Breiðablik og Kórdrengir tryggðu sér í gærkvöldi sæti í fjórðungsúrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarsins, með sigrum í æsi- spennandi leikjum í 16-liða úrslit- unum. Áður höfðu HK, KA, Ægir, FH og KR tryggt sér sæti í 8-liða úrslit- unum. Í gær heimsótti Breiðablik ÍA á Akranes og byrjuðu gestirnir leikinn mun betur. Staðan var 2:0 í leikhléi eftir að Kristinn Steindórsson hafði komið gestunum yfir á 11. mínútu og svo lagt upp mark fyrir Anton Loga Lúðvíksson á 35. mínútu. Skagamenn mættu hins vegar ákaf- ir til leiks í síðari hálfleiknum og minnkaði Færeyingurinn Kaj Leo í Bartalsstovu muninn strax á 51. mín- útu úr vítaspyrnu, sem var dæmd eftir að Höskuldur Gunnlaugsson braut á Gísla Laxdal Unnarssyni innan víta- teigs. Kaj Leo var svo aftur á ferðinni á 74. mínútu og jafnaði þá metin fyrir heimamenn í ÍA eftir mistök Antons Ara Einarssonar í marki Breiðabliks. Á 90. mínútu skoraði Gísli Eyjólfs- son hins vegar sigurmark Blika með laglegu skoti af vítateigslínunni sem fór niður í bláhornið fjær. Lokatölur því 3:2 í frábærum fótboltaleik. Kórdrengir og Afturelding mættust þá í Safamýrinni í Lengjudeildarslag. Þórir Rafn Þórisson kom Kór- drengjum yfir á 52. mínútu en á 85. mínútu jafnaði Elmar Kári Enesson Cogic metin fyrir Aftureldingu og knúði þannig fram framlengingu. Á 116. mínútu skoraði varamað- urinn Sverrir Páll Hjaltested sigur- mark Kórdrengja og tryggði liðinu frækinn 2:1-sigur, sem fleytti liðinu í 8-liða úrslit bikarkeppni KSÍ í fyrsta sinn í sögu félagsins. Gísli hetjan undir lokin - Blikar mörðu Skagamenn - Kórdrengir í fjórðungsúrslit í fyrsta sinn Ómar Ingi Magnússon, landsliðs- maður Íslands og leikmaður Þýska- landsmeistara Magdeburg, var í gær útnefndur besti leikmaður tímabilsins í þýsku 1. deildinni, sterkustu landsdeild í heiminum. Ómar átti frábært tímabil, þar sem hann fór fyrir liði Magdeburg þegar það varð þýskur meistari í fyrsta sinn í rúma tvo áratugi og varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Í atkvæðagreiðslu vefsíðu deild- arinnar fékk Ómar hvorki fleiri né færri en 65 prósent atkvæðanna og því var um algjöran yfirburðasigur að ræða. Næstur á eftir honum kom Jo- hannes Golla, línumaður Flensburg og fyrirliði þýska landsliðsins, með 10,92 prósent og þriðji var íslenski Daninn hjá Füchse Berlín, Hans Óttar Lindberg, sem varð fertugur að aldri markakóngur deildarinnar en hann hlaut 10,69 prósent at- kvæða. Ómar Ingi langbestur í bestu deild heims Ljósmynd/Szilvia Micheller Yfirburðir Ómar Ingi Magnússon fékk langflest atkvæði í kjörinu. Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu fór í gærmorgun til Pól- lands þar sem það spilar vináttu- landsleik á morgun og þar með er lokatörnin fyrir Evrópumótið á Englandi hafin. Eftir leikinn í Póllandi fer liðið til Þýskalands og æfir þar en heldur síðan til Englands þar sem fyrst verður leikið gegn Belgíu sunnu- daginn 10. júlí. Landsliðskonurnar stilltu sér upp fyrir framan flugvél- ina á Keflavíkurflugvelli í gær- morgun. Ljósmynd/KSÍ Tilbúnar Íslenska landsliðið á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Lagðar af stað á EM Sex Íslendingafélög verða í Meist- aradeild karla í handknattleik á komandi keppnistímabili en EHF, Handknattleikssamband Evrópu, tilkynnti í gær hvaða sextán lið myndu leika í deildinni næsta vet- ur. Níu félög voru þegar örugg með sæti í deildinni og þar á meðal tvö Íslendingalið. _ Magdeburg frá Þýskalandi með Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson. _ Kielce frá Póllandi með Hauk Þrastarson. Hin sjö öruggu liðin eru Barce- lona frá Spáni, GOG frá Danmörku, París SG frá Frakklandi, Kiel frá Þýskalandi, Pick Szeged frá Ung- verjalandi, Porto frá Portúgal og Dinamo Búkarest frá Rúmeníu. Af þeim sjö félögum sem EHF veitti í gær keppnisrétt í deildinni eru fjögur Íslendingalið. _ Aalborg frá Danmörku með Aron Pálmarsson og svo Arnór Atlason aðstoðarþjálfara. _ Nantes frá Frakklandi með Viktor Gísla Hallgrímsson. _ Veszprém frá Ungverjalandi með Bjarka Má Elísson. _ Elverum frá Noregi með Orra Frey Þorkelsson. Hin þrjú liðin eru Zagreb frá Króatíu, Wisla Plock frá Póllandi og Celje Lasko frá Slóveníu. Sex félög sem sóttu um sæti í deildinni fengu ekki aðgang en í þeim hópi var Kadetten Schaff- hausen frá Sviss sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með frá og með næsta tímabili. Liðunum sextán í Meistaradeild- inni er skipt í tvo átta liða riðla og dregið er til þeirra á föstudaginn. Tólf liðanna, sex úr hvorum riðli, komast í útsláttarkeppnina eftir að leikin hefur verið tvöföld umferð, fjórtán leikir á lið. Sex Íslendingafélög í Meistaradeildinni KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 16-liða úrslit: Selfoss: Selfoss – Víkingur R .............. 19.45 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Kópavogur: Augnablik – Haukar........ 19.15 Í KVÖLD! Enska knatt- spyrnufélagið Arsenal gekk í gær formlega frá kaupum á banda- ríska landsliðs- markverðinum Matt Turner frá New England Re- volution. Strax í febrúar á þessu ári var gengið frá því að Turner myndi koma til enska félagsins í sumar. Hann hefur leikið með New England í sex ár og verið liðsfélagi Arnórs Ingva Traustasonar í hálft annað ár. Turner er 28 ára gamall og á að baki 18 A-landsleiki fyrir Bandarík- in. Hann var í hópnum sem tryggði sér keppnisrétt á heimsmeist- aramótinu í Katar í lok þessa árs. Hjá Arsenal mun Turner berjast við Aaron Ramsdale um markvarð- arstöðuna en Þjóðverjinn Bernd Leno og Rúnar Alex Rúnarsson, sem var á láni hjá OH Leuven í Belgíu á síðasta tímabili, eru væntanlega á förum frá félaginu. Turner kom- inn til Arsenal Matt Turner

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.