Morgunblaðið - 28.06.2022, Page 32
Edinborg er ein fegursta borg Skotlands og
vagga skoskrar menningar. Það er mikil upplifun
að heimsækja borgina og skoða sig um í „Old
Town“ sem og nýrri borgarhlutanum. Gist er
á hinu glæsilega Kimpton Charlotte Square
Hotel við George Street, sem margir hafa kallað
„Champs-Élýsée“ Edinborgar þar sem kaffihús,
veitingastaðir og glæsilegar verslanir skarta sínu
fegursta. Farið verður í skoðunarferðir um borg-
ina og utan hennar og heimsóknir í Edinborgar-
og Stirling kastala ásamt siglingu á Loch Katrine
og heimsókn til Whisky-framleiðanda auk kvöld-
skemmtunar „Spirit of Scotland Show“.
Innifalið í verði: Flug með Icelandair til Glasgow báðar leiðir,
skattar og bókunargjald. 4ra nátta gisting á Kimpton Square
Hotel ásamt morgunverði og kvöldverði. Allur akstur ásamt
skoðunarferðum og aðgangi að þeim stöðum sem heimsóttir
verða. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson.
• Aukagjald fyrir einbýli er kr. 85.000
Edinborg
fegursta borg
Skotlands
Verð 249.500 á mann m.v. gistingu í tvíbýli*
Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu
eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301,
einnig með tölvupósti í gegnum netfangið
hotel@hotelbokanir.is og á
www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is
Aukaferð vegna mikillar eftir-
spurnar – aðeins 24 sæti laus
Sérferð fyrir eldri borgara
23. – 27. október
Grasrótarhátíðin
Reykjavík Fringe
stendur nú sem hæst
en hún hófst 24. júní
og lýkur 3. júlí. Yfir 90
atriði eru á dagskrá
hennar og því af nógu
að taka og mikil fjöl-
breytni viðburða, m.a.
uppistand og kabar-
ett en allar upplýs-
ingar má finna á vef
hátíðarinnar, rvk-
fringe.is. Í dag, 28.
júní, verður margt í
boði og þá meðal ann-
ars tónlistar- og leiksýningin Velvet Determination í
Iðnó kl. 18. Þar mun bandaríska listakonan Cynthia
Shaw bjóða gestum í sjálfsævisögulegt tónlistar-
ferðalag, þar sem rangar nótur koma m.a. við sögu og
klikkaðir nágrannar. Shaw lærði klassískan píanóleik í
Colorado og New York.
Segir frá ævi sinni og leikur á píanó
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 179. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Breiðablik og Kórdrengir tryggðu sér sæti í fjórðungs-
úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu með naum-
um sigrum í æsispennandi leikjum í 16-liða úrslitunum í
gærkvöldi.
Breiðablik vann ÍA 3:2 og Kórdrengir unnu Aftureld-
ingu 2:1 eftir framlengdan leik. Kórdrengir komust
þannig í fjórðungsúrslit í bikarkeppni KSÍ í fyrsta sinn í
sögu félagsins. »27
Breiðablik og Kórdrengir
áfram eftir mikla spennu
ÍÞRÓTTIR MENNING
látið það vera síðan. Ég hef átt bíl
síðan ég var 17 ára og er enn með
bílpróf en fer að láta bílinn fara.“
Vel fer um Guðjón á Ási og hann
leggur áherslu á að þar sé gott að
búa. „Starfsfólkið er gott við mig og
hér er ýmislegt í boði. Eitthvað ann-
að en í New York, sem er ekki
manneskjulegur staður. Á Manhatt-
an sér maður bara ekkert nema upp
í himininn, engin fjöll og ekkert
gras.“ Hann segir ekki yfir neinu að
kvarta en hann sakni þess að fá ekki
reglulega hefðbundinn íslenskan
mat. „Ég fæ nóg að borða og mat-
urinn er góður en mig langar stund-
um í súrar lappir og sviðasultu, súrt
slátur, lundabagga og þvíumlíkt. Ég
ólst upp við þennan herramannsmat
en ef þú ert pítsumaður, skilur þú
þetta ekki!“
Guðjón á góðar minningar frá
æskuárunum og verður tíðrætt um
að hann vilji upplifa lífið á diskótek-
um á ný þegar hann verði 100 ára.
„Ég vann mikið í danshúsunum,
sá um diskóljósin á stöðum eins og í
Glaumbæ, Klúbbnum og víðar. Allt
það skemmtilegasta í lífinu er búið,
en ég hef stundum sagt að ég vilji
fara á diskótek á Spáni þegar ég
verð 100 ára. Við sjáum til hvað
verður. Þegar ég er lasinn segja
stelpurnar hérna að þetta rjátlist af
mér þegar ég verð gamall, en ég lifi
bara af gömlum vana og er hrædd-
astur við að vakna steindauður einn
morguninn.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri
Grundar í Reykjavík, naut aðstoðar
Guðjóns Jónssonar við að laga raf-
magnið á árum áður og frá áramót-
unum 2008/2009 hefur Guðjón, sem
er 97 ára, búið á Grundarheimilinu
Ási í Hveragerði. „Þegar ég var að
læra rafvirkjun um miðjan fimmta
áratuginn var ég stundum sendur á
Grund, en þá átti ég ekki von á því
að enda hérna, enda er ég bara raf-
virki,“ segir hann.
Ása Snæbjörnsdóttir, sambýlis-
kona Guðjóns frá því þau voru um
sextugt, lést fyrir um þremur árum.
Áður eignaðist hann fjögur börn í
tveimur samböndum og eru tvö
þeirra á lífi. Hann segir að þau Ása
hafi átt góð ár saman og meðal ann-
ars notið lífsins í fimm mánuði á
Kanarí þegar þau voru áttræð. Ekki
farið þangað síðan.
„Við fórum til Spánar á hverju
ári, stundum tvisvar, fórum nokkr-
um sinnum í sjóinn á daginn og
skemmtum okkur á diskótekunum á
kvöldin. Kanarí var eiginlega okkar
annað heimili. Þegar þú verður átt-
ræður geturðu skemmt þér með
konunni á Kanarí, en nú geri ég orð-
ið ekki neitt, ligg bara og hugsa.
Mig langar til að gera eitthvað en
nenni því ekki, finnst best að liggja
og sofa.“ Sjónin sé farin að dofna og
því eigi hann erfitt með að halda sig
við lestur eða horfa á sjónvarp.
„Helst vildi ég vera úti að moka
skít.“
Nikka og rafskutla
Þegar Guðjón var 72 ára byrjaði
hann að læra á harmoniku hjá Karli
Jónatanssyni. „Ég byggði sumar-
bústað fyrir Ásu á Þingvöllum og
hún og börnin hennar gáfu mér
harmoniku í staðinn, en ég er ekki
mjög flinkur og spila mest fyrir
sjálfan mig á nýja ítalska Fantini.“
Guðjón er orðinn fótalúinn en læt-
ur það ekki stöðva sig. „Ég fékk
mér rafskutlu og keyri á henni í mat
og svoleiðis. Þegar ég fékk hana
þeyttist ég út um allan bæ en hef
Hræddastur við að
vakna steindauður
- Guðjón Jónsson rafvirki er 97 ára og nýtur lífsins á Ási
Morgunblaðið/Eggert
Léttur Guðjón Jónsson á Ási í Hveragerði fer flestra sinna ferða á rafskutlu.