Morgunblaðið - 20.07.2022, Side 1

Morgunblaðið - 20.07.2022, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 0. J Ú L Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 168. tölublað . 110. árgangur . SYNDIR FRÁ EYJUM FYRIR BARNAHEILL ÞÆR UNGU BLÓMSTRUÐU MATVÆLA- KREPPA VOFIR YFIR HEIMINUM UPPGJÖR EM 23 VIÐSKIPTAMOGGINNSIGURGEIR SVANBERGS 4 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir nokkra þætti milda áhrif verð- hækkana í helstu viðskiptalöndum á fjárhag íslenskra heimila. Krónan sé að styrkjast gagnvart Evrópumynt- um og laun hér hafi hækkað meira en víðast erlendis. Þá hafi orkukostnað- ur ekki aukist jafn mikið og í Evrópu og í Bandaríkjunum en þar vegi þyngst að kostnaður við húshitun hafi ekki aukist eins og ytra. Síðastnefndi þátturinn, kynding með hitaveitu, vegi hér þungt. „Mikilvægt er að auka orkufram- leiðslu á Íslandi á næstu árum og ára- tugum til að þjóðin verði sjálfri sér næg um orku,“ segir Gylfi. Samandregið hafi niðursveiflan í hagkerfum heimsins, í kjölfar innrás- ar Rússa í Úkraínu, minni áhrif á ís- lenskan almenning en á íbúa í mörg- um helstu viðskiptalöndum okkar. Tilefnið er sú mikla ólga sem kraumar undir í mörgum ríkjum Evr- ópu vegna hækkandi verðlags og raunar í Bandaríkjunum líka. Óvíst um kyndingu í vetur Íslendingar búsettir í Evrópu finna vel fyrir hækkandi verðlagi. Hallgrímur Árnason, listmálari í Vín, segir marga borgarbúa kvíða vetrinum. Kostnaður við kyndingu hafi aukist mikið eftir að jarðgas hækkaði í verði í kjölfar stríðsins og jafnvel óvíst um framboðið í vetur. Annar Íslendingur í Vínarborg, sem Morgunblaðið ræddi við, áætlaði að sitt heimili myndi greiða um 120 þúsund krónum meira í kyndingu í ár en í fyrra. Hins vegar myndu opin- berir mótvægisstyrkir gera gott bet- ur en að vega það upp en þann kostn- að muni skattgreiðendur bera að lokum. Fjölskyldan hafi sparað kynd- ingu undanfarið en nú sé rætt um að skammta þurfi gasið í vetur. Maximo Torero, yfirhagfræðingur Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), segir miklu máli skipta að koma birgðum af kornmeti út úr Úkraínu. Það sé enda farið að ganga á heimsbirgðirnar og það geti með tímanum þrýst á verð. Blikur á lofti um fæðuframboð „Fæðuframboð er ekki vandamál í ár en gæti orðið það á næstu tveimur árum,“ segir Torero en Viðskipta- Mogginn hitti hann að máli í Róm. Torero segir aðgerðir til að örva hagkerfin í kórónukreppunni hafa ýtt undir verðhækkanir á hrávöru og matvöru. Matarverð hafi því verið á uppleið fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Nú sé röskun á framleiðslu áburðar líka áhyggjuefni en áburðarverð sé hátt og því verði matvælaframleiðsla að óbreyttu ekki aukin jafn mikið á næstunni og vonast var til. Staða Íslands mildar áhrif niðursveiflunnar á heimili - Prófessor bendir á orkuverð - Yfirhagfræðingur FAO segir fæðuöryggi ógnað MViðskiptaMogginn Matvælaverðsvísitala FAO frá ársbyrjun 2020 160 145 130 115 100 85 2020 2021 2022 154,2 102,5 Heimild: FAO.org Meðaltal 2014-2016 = 100 Óvenju margir Íslendingar heimsóttu Hafnarhúsið í gær, en frítt var inn á listasafnið vegna níræðisafmælis listamannsins Errós. Boðið var upp á leiðsagnir um sýninguna Erró: Sprengikraftur mynda. „Það komu gríðarlega margir og var mjög góð stemning. Einnig komu óvenju margir Íslendingar í safnið í dag miðað við hásumar“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafnsins í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið. Alls var boðið upp á þrjár leiðsagnir, bæði á ensku og ís- lensku, um sýninguna en það voru þær Halla Margrét Jóhann- esdóttir og Becky Forsythe sem sáum um leiðsagnirnar. Sýn- ingin er sú stærsta hingað til á verkum hans hér á landi. Morgunblaðið/Hákon Óvenju margir Íslendingar nutu listarinnar í Hafnarhúsinu í gær Meðal fjölda álitaefna, sem komu til kasta úrskurðarnefndar í vátrygging- armálum á síð- asta ári, var hvort tjón sem varð á hleðslu- kapli fyrir raf- magnsbíl þegar tengill í vegg brann yfir skyldi bætt úr innbúshluta eða innbúskaskóhluta fjölskyldutrygg- ingar. Úrskurðarnefndin segir í nið- urstöðu sinni að þeir innbúsmunir sem teljast til almenns innbús verði að vera nokkuð algengir í heim- ilishaldi. „Þótt útbreiðsla rafmagnsbifreiða hér á landi sé einhver þá telst hún ekki vera það útbreidd að hægt sé að flokka hleðslukapal sem notaður er til að hlaða slíkar bifreiðar sem hluta af almennu heimilishaldi enn sem komið er,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar sem úrskurðaði trygg- ingafélaginu í vil. »6 Hleðslu- kapall ekki bættur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.