Morgunblaðið - 20.07.2022, Síða 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Hljómsveitin Moses Hightower kom
með nýjan hljóm í íslenskan tónlist-
arheim undir lok tíunda áratugarins
með smáskífum og sinni fyrstu plötu,
Búum til börn, sem kom út 2010.
Í upphafi var sveitin skipuð þeim
Andra Ólafssyni, bassaleikara og
söngvara, Daníel Friðriki Böðvars-
syni gítarleikara, Magnúsi Trygva-
syni Eliassen trommuleikara og
Steingrími Karli Teague, hljóm-
borðsleikara og söngvara.
Enn eru þeir að vinna saman sem
Moses Hightower, Andri, Magnús
og Steingrímur, sendu frá sér plötu á
þarsíðasta ári og halda tónleika í
Gamla bíói með Svavari Pétri Ey-
steinssyni, Prins Póló, næstkomandi
föstudag. Þeir eru líka að iðja hver í
sínu lagi, eins og til að mynda Stein-
grímur sem gaf út plötuna More
Than You Know með söngkonunni
Silvu Þórðardóttur fyrir stuttu.
Úr nýbylgjurokki í djass
Áður en Moses Hightower-ævin-
týrið hófst hafði Steingrímur komið
víða við í íslenskum tónlistarheimi,
til að mynda spilað nýbylgjurokk
með hljómsveitinni Ókind sem náði
öðru sæti í Músíktilraunum 2002 og
gaf út plöturnar Heimsenda 18 og
Hvar í hvergilandi, en einnig hafði
hann leikið jazz með ýmsum tónlist-
armönnum og söngkonum, stundum
sem íhlaupamaður, og ferðast um
heiminn með Of Monsters and Men
eins og hann rekur í Dagmálum.
Steingrímur segir að Andra Ólafs-
son, bassaleikara og söngvara, kór-
félaga hans úr MH, sem var mjög
áhugasamur um djass hafi langað að
setja saman hljómsveit til að spila
þannig músík. Þeir voru þó ekki að
stofna djasshljómsveit, heldur frek-
ar sveit sem myndi spila djassskotna
tónlist áþekka því sem vinsælt var
vestan hafs á sjöunda og áttunda
áratugnum, rytmablús Bill Withers,
Sly and the Family Stone, Stevie
Wonder. „Í dag eru margir að spila
þannig tónlist en okkur leið þá eins
og það væru ekki það margir að spila
þannig dót, eins og okkur fannst al-
mennilegt. Svo gátum við það eig-
inlega ekki heldur en það kom eitt-
hvað annað í staðinn.“
Segja má að hljómurinn sem ein-
kennir sveitina hafi orðið til á fyrstu
æfingunni, eins og Steingrímur rek-
ur söguna: „Fyrsti hittingurinn var í
kjallara foreldra minna, eftir eitt-
hvert FÍH-sprell, djammsession eða
eitthvað, fórum við heim til mín og
þurftum að hafa svakalega lágt, því
það voru allir sofandi heima, höfðum
kertaljós og Zoom-upptökuæki í
gangi og þar kom hljómagangurinn
að titillagi fyrstu plötunnar, Búum
til börn. Það var bókstaflega í fyrsta
sinn sem við byrjuðum að spila sam-
an.“
Morgunblaðið/Ágúst
Söngvari Steingrímur Karl Teague
hljómborðsleikari og söngvari.
Þurftum að hafa
svakalega lágt
- Lágstemmdur hljómur Moses
Hightower varð til á fyrstu æfingunni
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Mér hafa alltaf þótt þetta svo ótrú-
lega falleg verðlaun, en hafði ekki
hugmyndaflug til að láta mér detta í
hug að þau myndu falla mér í skaut.
Þessi viðurkenning kemur mér því
ánægjulega á óvart,“ segir Ingibjörg
Sigurjónsdóttir sem í gær hlaut
styrk úr Listasjóði Guðmundu S.
Kristinsdóttur. Viðurkenningin var
veitt við hátíðlega athöfn í Hafnar-
húsinu á 90 ára afmælisdegi Errós.
Var þetta í 23. sinn sem styrkurinn
er veittur. Listamaðurinn Erró
stofnaði sjóðinn árið 1997 til minn-
ingar um móðursystur sína Guð-
mundu S. Kristinsdóttur frá Mið-
engi. „Markmið sjóðsins er að
styrkja myndlistarkonur með því að
veita þeim sérstök framlög til viður-
kenningar og eflingar á listsköpun
þeirra. Að jafnaði er veitt árlega úr
sjóðunum en í tilefni 90 ára afmælis
Errós ákvað stjórn sjóðsins að veita
sérstaka aukaúthlutun,“ segir í til-
kynningu frá Listasafni Reykjavík-
ur. Síðast var veitt úr sjóðnum í apríl
í tengslum við opnun yfirlitssýn-
ingar Errós í Hafnarhúsinu.
„Það felst dýrmæt hvatning í því
að hljóta þessa viðurkenningu. Þetta
er stuðningur og hvati til að halda
áfram og gera meira,“ segir Ingi-
björg.
Mikilvægur fjársjóður
Ingibjörg, sem fædd er í Reykja-
vík árið 1985, lauk BA-gráðu frá
myndlistardeild Listaháskóla
Íslands árið 2010 og hefur tekið þátt
í sýningum, gjörningum og öðrum
verkefnum bæði á Íslandi og erlend-
is. Aðspurð segist Ingibjörg vinna
fjölbreytt myndlistarverk, jafnt þrí-
víða skúlptúra, lágmyndir og rýmis-
verk sem teikningar og málaðar
myndir. „Verk mín eiga það til að
láta lítið yfir sér. Þau gefa ekki alveg
allt upp við fyrstu sýn. Þau eru oft
afar viðkvæm og þurfa mikla aðstoð
frá áhorfendum til að fá að vera til,
því sum þeirra má bókstaflega ekki
anda á án þess að þau hrynji,“ segir
Ingibjörg og tekur fram að verk
hennar einkennist þannig af hverful-
leika sem endurspeglist bæði í efnis-
valinu og framsetningu. „Mér finnst
spennandi að ögra lögmálum stöðug-
leika og þyngdar þannig að áhorf-
andinn skynjar að ekkert er gefið.
Fábrotin fundin efni sem bera í sér
dulda merkingu verða svo oft mestu
verðmætin,“ segir Ingibjörg og bæt-
ir við að í einhverjum skilningi sé
hún ávallt að vinna með verk sem
séu á mörkum þess að vera til.
Styrkupphæðin sem Ingibjörg
hlýtur úr Listasjóði Guðmundu
nemur einni milljón króna, sem er
ein hæsta viðurkenning sem veitt er
á sviði myndlistar á Íslandi. „Svona
peningar verða smá heilagir og þeir
þurfa að fara í myndlistina sjálfa.
Þetta má ekki fara í rafmagnsreikn-
inginn,“ segir Ingibjörg ákveðin og
tekur fram að styrkupphæðin sé sér
því mikilvægur fjársjóður sem hún
geti gripið í þegar á þurfi að halda í
hennar listsköpun.
Morgunblaðið/Hákon
Þakklæti Ingibjörg Sigurjónsdóttir flutti þakkarorð í Hafnarhúsinu. Í bakgrunni sjást verk eftir Erró.
„Dýrmæt hvatning“
- Ingibjörg Sigurjónsdóttir hlaut í gær viðurkenningu
úr Listasjóði Guðmundu á 90 ára afmælisdegi Errós
Danski tónlistarmaðurinn Povl
Dissing er látinn, 84 ára að aldri.
Ritzau hefur eftir eiginkonu Diss-
ings, Piu Jacobæus, að hann hafi
látist í faðmi fjölskyldunar á mánu-
dag eftir langvarandi veikindi.
Dissing hóf feril sinn sem korn-
ettleikari og hafði sérstakan áhuga
á djassi og blús áður en hann fann
sinn eigin stíl sem var meira í ætt
við þjóðlagatónlist. Árið 1973 sló
hann í gegn í samstarfi við ljóð-
skáldið Benny Andersen þegar þeir
sendu frá sér plötuna Svantes viser
sem er heilmikill óður til hvers-
dagsins. Meðal laga á plötunni er
„Svantes lykkelige dag“ þar sem
ljóðmælandinn syngur um ágæti
lífsins meðan hann bíður eftir því
að kaffið verði tilbúið.
Á löngum og farsælum ferli sendi
Dissing frá sér yfir 25 plötur og
geisladiska. Hljómsveitin Dissing,
Dissing, Las og Dissing, sem hann
stofnaði ásamt sonum sínum tveim-
ur, Rasmusi og Jonasi, naut mik-
illar hylli í Danmörku og kom víða
fram. Árið 2017 fékk Dissing heila-
blæðingu eftir slæmt höfuðhögg
sem batt skyndilegan enda á feril
hans. Fjórum árum síðar var hann
fyrstur Dana tekinn inn í frægðar-
höll fyrir þjóðlagatónlist sem Tøn-
der Festival Fond stendur að. Af
því tilefni var Dissing lýst sem þjóð-
areign og sagður mikilvægur inn-
blástur fyrir danskt tónlistarlíf.
Povl Dissing látinn 84 ára að aldri
Wikimedia/Eirik Newth
Tónlistarmaðurinn Povl Dissing.
Fornleifarannsóknin Fornar rætur Árbæjar, sem
stendur yfir á bæjarstæði Árbæjar, verður kynnt í
kvöld kl. 20. Sólrún Inga Traustadóttir, stjórnandi
rannsóknarinnar, mun leiða gesti og gangandi um
uppgraftarsvæðin á bæjarstæðinu og segja frá forn-
leifum og -gripum sem hafa komið í ljós.
„Leiðsögninni lýkur á sýningu um rannsóknina í
einu safnhúsanna þar sem gestum gefst kostur á að
móta nýjar rannsóknarspurningar með því að taka
þátt í könnun og þiggja kaffi og kleinur,“ segir í til-
kynningu. Viðburðurinn er ókeypis.
Kynning á fornleifarannsókn í kvöld
Kaffibolli Einn þeirra
muna sem fundist hafa
í fornleifarannsókninni.