Morgunblaðið - 25.07.2022, Page 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022
Hjelle
www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200
Vönduð norsk hönnunartákn
sem standast tímans tönn.
Starfsmenn Colas Ísland unnu í síðustu viku við að leggja
malbik á Breiðholtsbraut í Reykjavík og á Hafnarfjarðarveg
á milli Vífilsstaðavegar og Arnarnesvegar. Segja má að
malbikunarvertíðin standi nú sem hæst, enda ekki vanþörf
á að endurnýja slitlag gatnanna. Colas Ísland vinnur fyrir
Vegagerðina en Breiðholtsbraut er skilgreind sem þjóð-
vegur í þéttbýli.
Að sögn Hafsteins Elíassonar verkefnastjóra hefur fyrir-
tækið þegar lagt um 13-14 þúsund tonn af malbiki á götur í
sumar. Áætlað er að 100 til 200 þúsund tonn af malbiki
verði lögð á götur og vegi á þessu ári, þar á meðal á kafla
á hringveginum, á vegum fyrirtækisins.
Malbikað bæði dag og nótt á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ríkissjóður hefur niðurgreitt flug-
fargjöld innanlands fyrir tæpar 700
milljónir króna síðan svokölluð
Loftbrú var tekin upp í september
2020. Þetta kemur fram í skriflegu
svari Vegagerðarinnar við fyrir-
spurn Morgunblaðsins. Vegagerðin
hefur umsjón með Lofbrú fyrir hönd
ríkisins og sinnir öllu eftirliti og um-
sýslu henni tengdri.
Í svari Vegagerðarinnar kemur
fram hve háar upphæðir stofnunin
hefur greitt til notenda Loftbrúar-
innar vegna afsláttarins, skipt eftir
mánuðum.
Þar má sjá að Loftbrúin fór frekar
hægt af stað. Í september 2020 voru
greiddar 13.531.141 kr. og í október
6.294.343 kr. Árið 2021 eykst notkun
Loftbrúar og hæsta greiðsla það ár
var í október, 47.124.496 kr. Það sem
af er árinu 2022 hafa verið greiddar
út yfir 40 milljónir alla mánuði nema
einn, þ.e. janúar. Hæsta greiðslan
var í mars 2022 eða 57.107.031 kr.
Heildargreiðslan vegna Loftbrúar,
til og með júní síðastliðnum, er
683.921.686 krónur.
Bætt aðgengi landsbyggð-
arinnar
Loftbrú var hleypt af stokkunum
9. september 2020 með það að
markmiði að bæta aðgengi íbúa á
landsbyggðinni að miðlægri þjón-
ustu og efla byggðir með því að
gera innanlandsflug að hagkvæm-
ari samgöngukosti. Loftbrú veitir
afsláttarkjör til þeirra sem eiga
lögheimili á landsbyggðinni fjarri
höfuðborgarsvæðinu og á eyjum án
vegasambands. Rúmlega 60 þúsund
íbúar eiga rétt á Loftbrú en hver
einstaklingur getur fengið lægri
fargjöld fyrir allt að sex flugleggi
til og frá Reykjavík á ári.
Fram kom á heimasíðu Vega-
gerðarinnar fyrir skömmu að
Loftbrú hefur verið notuð til nið-
urgreiðslu á yfir 100 þúsund flug-
leggjum á þeim tæpu tveim árum
sem hún hefur verið aðgengileg.
Það sem af er árinu 2022 hafa 50%
fleiri flugferðir verið pantaðar í
gegnum Loftbú í samanburði við
allt árið 2021.
Fjölmennasti hópur notenda er á
aldrinum 20-24 ára, eða um 9%, og
fleiri konur en karlar nýta sér af-
sláttarkjörin.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Innanlandsflugið Loftbrúin hefur verið mikið notuð af landsmönnum frá því hún var tekin í notkun árið 2020.
Loftbrúin hefur kostað
tæpar 700 milljónir kr.
- Loftbrú hefur verið notuð til niðurgreiðslu á yfir 100 þús-
und flugferðum - Hæst greiddar 57 milljónir í einum mánuði
Landeigandi í Rangárþingi ytra seg-
ir fjarskiptafyrirtækið Ljósleið-
arann hafa sýnt af sér frekju við
plægingu ljósleiðarastrengs um
Þykkvabæ. Telur hann meðal ann-
ars að fyrirtækið hafi átt að ræða við
landeigendur við gerð samnings sem
þeim var sendur vegna lagningar
ljósleiðarans.
„Fyrir það fyrsta er þetta svo ein-
hliða. Þarna er fyrirtæki að fá að
fara í gegnum land hjá fólki en það
var ekki boðið upp á neitt fyrir land-
eigendur heldur var bara einhliða
upptalning þeirra á því sem þeir ætl-
uðu að gera. Svo hét þetta samn-
ingur og ég átti bara að skrifa undir
allt sem þeir fóru fram á. Ég held að
fólk hér hafi ekki séð neinn tilgang í
því að skrifa undir,“ segir Þórólfur
Már Antonsson, líffræðingur og
lóðareigandi í Rangárþingi ytra.
Í skriflegu svari til Morgunblaðs-
segir Elísabet Guðbjörnsdóttir,
verkefnastjóri hjá Ljósleiðaranum,
að áhersla hafi verið á góð samskipti
við landeigendur. „Landeigendur
þarna í Þykkvabænum eru tæplega
70 talsins og við höfum verið í sam-
skiptum við þá frá því í fyrrahaust,
haft samband við hvern og einn per-
sónulega og sent þeim öllum formleg
bréf um réttindi og skyldur aðila.“
Þá sé samningurinn sem sendur
var landeigendum staðlaður. „Slíkt
samkomulag er staðlað og byggist á
lagalegum réttindum og skyldum,
fjarskiptafélagsins og landeigenda.
Ljósleiðarinn, og vafalaust flest inn-
viðafyrirtæki, gera aragrúa slíkra
samninga þegar þörf er á.“
ingathora@mbl.is
Gagnrýnir verk-
ferla Ljósleiðarans
- Hafi ekki séð tilgang í að skrifa undir