Morgunblaðið - 25.07.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022
ÞÚ FÆRÐ BOSCH
BÍLAVARAHLUTI HJÁ KEMI
Kemi | Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is
Kaup almenningshlutafélagsins
Síldarvinnslunnar hf. í Nes-
kaupstað á fjölskyldufyrirtækinu
Vísi hf. í Grindavík varð tilefni tölu-
verðrar fjölmiðlaumfjöllunar og um-
ræðna. Sumir fjöl-
miðlar virtust sjá
þessum kaupum allt
til foráttu, en kaupin
eru raunar frekar
samruni þar sem
megnið af kaupverð-
inu, 14 milljarðar af
20, er greitt með
hlutabréfum í Síldar-
vinnslunni.
- - -
Afgangurinn, 6 milljarðar, er
greiddur með peningum, en
eins og greint var frá í frétt Morg-
unblaðsins á laugardag fer stærstur
hluti þeirrar fjárhæðar í skatt-
greiðslu, eða vel á fimmta milljarð
króna.
- - -
Þeir fjölmiðlar sem mestar
áhyggjur virtust hafa af þess-
um viðskiptum hafa ekki sýnt upp-
lýsingum um þessar skattgreiðslur
áhuga.
- - -
Þetta kemur nokkuð á óvart, ekki
síst í ljósi þess að gagnrýn-
endur viðskiptanna fundu meðal
annars að því að ríkið fengi ekkert
út úr þeim. Fyrrverandi ríkisskatt-
stjóri, sem hefur jafnan miklar
áhyggjur ef einhvers staðar liggur
óskattlögð króna, sagði til að mynda
að viðskiptin færu fram „án þess að
þjóðin fengi krónu í sinn hlut“.
- - -
Þjóðin hefur notið þess ríkulega,
bæði beint og óbeint, að hér á
landi er sjávarútvegur rekinn með
hagkvæmum hætti en er ekki niður-
greiddur eins og almennt tíðkast í
nágrannalöndum okkar. Eigi hann
áfram að skila miklu í þjóðarbúið
þarf hann að búa við viðunandi
rekstrarumhverfi, ekki síst stöðug-
leika í regluverki.
Skyndilegt áhuga-
leysi um skatta
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Þetta skiptir öll sjávarsamfélög um
allt land máli, það eru þó nokkrir
strandveiðibátar hérna á Höfn og
margar fjölskyldur hafa tekjur af
þessu, þannig að við myndum vilja að
menn gætu stundað þetta líka í ágúst
eins og planið var,“ segir Gauti
Árnason, forseti bæjarstjórnar
Hornafjarðar og aðalmaður í bæjar-
ráði.
Á fundi bæjarráðs Hornafjarðar
21. júlí, á síðasta degi strandveiða,
var samþykkt að taka undir ályktun
smábátafélagsins Hrollaugs þar sem
skorað er á Svandísi Svavarsdóttur
matvælaráðherra að tryggja 48 daga
til strandveiða í sumar. „Við erum að
taka undir með smábátafélaginu að
þetta standi, þessir 48 dagar.“
Spurður hvort fulltrúar bæjarráðs
séu bjartsýnir á að ráðherra taki
áskoruninni, segir Gauti að þeir
verði að vera það.
„Við viljum styðja smábátasjó-
menn sem og aðrar útgerðir og fyrir-
tæki á svæðinu. Þess vegna tekur
bæjarráð undir þessa ályktun þeirra,
að hvetja ráðherrann til þess að
halda þessu kerfi út ágústmánuð.
Þetta skiptir miklu máli fyrir sveit-
arfélagið og samfélag eins og okkar
sem byggir mikið á útgerð. Þó það sé
allt brjálað í ferðaþjónustunni eins
og er þá hafa ekki allir tekjur af því.“
Mikilvægt fyrir öll sjávarsamfélög
- Skora á matvælaráðherra að tryggja
48 daga til strandveiða í sumar
Morgunblaðið/Golli
Strandveiðar Bæjarráð tekur undir
ályktun smábátafélagsins Hrollaugs.
Á fimmtudaginn nk., 28. júlí, mun
Flugademía Íslands heiðra Ernu
Hjaltalín, frumkvöðul í íslenskri
flugsögu, sem talin er ein merkasta
kona íslenskrar flugsögu. Mun þar
ein af kennsluvélum skólans vera
nefnd eftir Ernu og verður haldin
athöfn í verklegri aðstöðu Flug-
akademíunnar á Reykjavíkur-
flugvelli.
„Erna smitaðist ung af flugdell-
unni og vildi ólm kanna háloftin.
Erna var fyrsta konan til að taka
einkaflugmannspróf, atvinnuflug-
mannspróf og að öðlast réttindi loft-
siglingafræðings,“ segir í tilkynn-
ingu frá Flugakademíunni. Þar
segir að Erna hafi „því miður ekki
fengið sömu tækifæri og samnem-
endur sínir í flugskólanum“, sem
allir voru karlmenn og fengu fast-
ráðningu hjá Loftleiðum að loknu
atvinnuflugmannsprófi. Hún hafi
því hvorki verið fastráðin sem at-
vinnuflugmaður né loftsiglingafræð-
ingur á sinni ævi, þó eigi hún að
baki 217 klukkustundir sem flug-
maður og 462 klukkustundir sem
loftsiglingafræðingur. Sem flug-
freyja hafi hún síðan flogið í tugi
þúsunda klukkustunda.
„Þrátt fyrir að Erna hafi ekki
fengið sömu tækifæri og samnem-
endur sínir þá ruddi hún svo sann-
arlega farveginn til framtíðar fyrir
konur í flugi. Í dag er Ísland meðal
fremstu þjóða hvað varðar kynja-
hlutföll flugmanna þrátt fyrir að
enn sé rými til bætingar.“
Erna lést 14. maí á síðasta ári og
hafa afkomendur hennar þann heið-
ur að fara í fyrstu flugferðina á ný-
nefndri Ernu Hjaltalín í lok athafn-
ar. Athöfnin er opin öllum og er
fólk hvatt til að mæta á svæðið og
heiðra Ernu kl. 16:30 á fimmtudag.
Erna Hjaltalín
verður heiðruð
- Ruddi brautina
- Ein mikilvægasta
kona flugsögunnar
Flogið Gömul mynd af Ernu við
störf. Erna lést 14. maí 2021.