Morgunblaðið - 25.07.2022, Síða 10

Morgunblaðið - 25.07.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022 PORSCHE NOTAÐIR BÍLAR Skoðaðu úrvalið á benni.is Krókhálsi 9 Sími: 590 2000 Virka daga: 9 - 17 Laugardaga: Lokað Upplifðu sanna ökugleði... IDT87 UEU40 UYK55 LNA66 UJL00 BJR47 Porsche Cayenne S E-Hybrid Tesla S70D Range RoverVogue SDV8 BMWX4 XDRIVE35D Porsche Cayenne Porsche Cayenne S E-Hybrid Elegant, sportlegur, fallegur og vel búinn - stillanleg loftpúðafjöðrun, hiti í framsætum og stýri, panorama sóllúga, skyggðar rúður, lyklalaust aðgengi, íslenskt leiðsögukerfi, BOSE hljómtæki og margt fleira. B irt m eð fyrirvara um m ynd - og textab reng l Skráður: 03.’18 | Ekinn: 57.000 km. Skráður: 08.’15 | Ekinn: 98.000 km. Skráður: 02.’15 | Ekinn: 149.000 km. Skráður: 12.’17 | Ekinn:n 77.000 km. Skráður: 10.’10| Ekinn: 178.000 km. Skráður: 07.’16 | Ekinn: 98.000 km. 8.990.000 kr. Einstaklega vel með farinn BMWX4. 314 hestöfl. Svartar álfelgur. Velbúinn, fjórhjóladrifinn jeppi. Glertopplúga, hiti í framsætum og margt fleira. Sjón er sögu ríkari. 6.990.000 kr. Ljómandi frábær DIESEL Cayenne hér á ferð! Allt í senn, eyðslugrannur sportari og jeppi. Til í flest. Loftpúðafjöðrun, 240 hestöfl og allskonar. 4.490.000 kr. Fallegur og vel útbúinn Cayenne S E-Hybrid. Helsti útbúnaður: Loftpúðafjöðrun, rafmagns dráttarkrókur, hiti í framsætum, litað gler, fjarlægðarskynjarar lyklalaust aðgengi svo eitthvað sé nefnt. 8.490.000 kr. Vandaður rafmagnsbíll. Loftpúðafjöðrun, fjórhjóladrif, LED ljósabúnaður, glertopplúga, glerþak, litað gler, leðuráklæði, hiti í sætum, ofl. 6.490.000 kr. Hér er á ferðinni V8 DIESEL Range Rover, eins og Range Rover á að vera. Mjög vel búinn bíll, lítið ekinn og vel farinn. Tilbúinn í hvað sem er 12.490.000 kr. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Framboð á markaði hefur senni- lega aldrei verið jafn lítið og nú. Í dag eru 330 eignir í fjölbýli til sölu á öllu höfuðborgarsvæðinu, frá Mosfellsbæ, suður í Hafnarfjörð, og út á Seltjarnarnes. Sérbýlis- eignir til sölu eru enn færri. Þetta er víta- hringur sem þarf að rjúfa með því að byggja meira,“ segir Hannes Steindórsson, framkvæmda- stjóri hjá Lind fasteignasölu og bæjarfulltrúi í Kópavogi. Starfa sinna vegna þekkir hann vel til mála á húsnæð- ismarkaði þar sem mikil þröng er nú. Fullur skilningur er á stöðu mála og vilji til úrbóta. Nú í júlí var undirritað sam- komulag ríkis og sveitarfélaga um byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum. Markmiðið er að tilbúnar verði minnst 4.000 íbúðir á ári fyrstu fimm árin og 3.500 íbúðir hin fimm síðari. Vinna upp misvægið „Verkefnið sem sam- komulagið er um er afar verðugt og vel framkvæmanlegt. Útfærsl- an þarf hins vegar að vera góð og vel skipulögð. Úthluta þarf veru- lega fleiri lóðum en undanfarin ár. Nú þarf að vinna upp misvæg- ið sem myndast hefur á undan- förnum árum, milli fólksfjölgunar og þess að ekki hefur verið byggð- ur sá fjöldi íbúða sem þarf því til samræmis,“ segir Hannes Stein- dórsson. „Kópavogur hefur á síðustu árum staðið framar öðrum sveit- arfélögum í uppbyggingu íbúðar- húsnæðis,“ segir bæjarfulltrúinn Hannes. „Við getum þó gert enn betur og erum að setja ný verkefni af stað. Kópavogur hefur þó tak- markað landrými en getur byggt um 5.000 íbúðir á næstu sex til tíu árum. Í Reykjavík þarf mesta átakið, þrefalda þarf bygging- armagn þar innan 6-10 mánaða ef vel skal vera.“ Brjóta lönd og stytta ferla Lítið framboð á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu síðustu árin á afgerandi þátt í því hve hátt verð þeirra er nú. Á síðasta ári var hækkunin um 20% og verður í ár allt að 10%. Hve tilfinnanlega vantar margar fasteignir á mark- að nú segir Hannes að megi rekja til efnahagshrunsins haustið 2008. Alltof lítið hafi verið byggt í um áratug þar á eftir. Frá 2009-2015 hafi verið byggðar alls 5.765 íbúð- ir á öllu landinu, það eru 823 á ári. Þörfin samkvæmt öllum grein- ingum sé hins vegar 3.000 nýjar íbúðir árlega. „Í hruninu byrjuðu vanda- málin sem nú þarf að leysa. Nú þarf að brjóta ný lönd undir nýjar lóðir og þétta byggð þar sem slíkt er hægt. Stytta þarf alla ferla við leyfisveitingar og fjárstofnanir verða að lána til húsbygginga í kreppu. Einnig að slaka á íþyngj- andi byggingarreglugerðum – eða almennt sagt ryðja úr vegi hindr- unum sem tefja uppbyggingu. Upp á sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu stendur að lækka lóða- verð, sem í dag er 14 milljónir kr. fyrir 100 fermetra íbúð. Þegar þetta er allt komið í gegn þarf síð- an aðföng og mannskap – mikinn fjölda fólks frá útlöndum – til að byggja. Eins og staðan er núna er ekki geta til að byggja nema 2.500-3.000 íbúðir á ári. Afleið- ingar þessa koma víða fram og sérstaklega bítur staðan ungt fólk með börn. Samkeppni þess við sér eldra fólk, sem hefur eigið fé og getur boðið vel í eignir á söluskrá, er ójöfn. Síðustu aðgerðir Seðla- bankans með breytingum á greiðslumati, þar sem skilyrði eru þrengd, gera stöðu til dæmis þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu eign enn erfiðari en verið hefur.“ Í því samkomulagi sem fulltrúar ríkis og sveitarfélaga undirrituðu á dögunum er kveðið á um að þriðjungur þeirra íbúða sem byggðar verði á næstu árum skuli vera á „viðráðanlegu verði“ eins og komist er að orði. Orðalag- ið er óljóst og kvarðinn mats- kenndur. Hvað er viðráðanlegt verð? Sagt er að þar sem takmörk- uð framlegð sé af byggingu lítilla og ódýrra íbúða hafi verktakar lít- inn áhuga á slíkum verkefnum. Hannes segir að svo kunni að vera, en þá þurfi að breyta for- sendum. Jafnvægi eftir tvö ár „Framlegðin getur verið til staðar, en þá þurfa sveitarfélög að lækka lóðaverð verulega. Einnig þarf öðruvísu regluverk svo byggja megi einföld og ódýr fjöl- býlishús. Það er erfitt að segja hvað sé viðráðanlegt verð; en með einföldun reglna og ódýrari lóðum má væntanlega koma á markaðinn með eignir sem eru 5-8 milljónum króna ódýrari en nú. Að slíkt gangi eftir er mikilvægt fyrir unga fólkið en samkvæmt nýleg- um fréttum eru hér landi um 25 þúsund manns á þrítugsaldri enn í foreldrahúsum,“ segir Hannes og að síðustu: „Ég er nokkuð viss um að fólk sem er þrítugt og þaðan af eldra langar ekki að búa í foreldra- húsum mikið lengur. Annars er staðan mjög snúin í dag. Verð- bólgan er komin í 10% og því hef- ur Seðlabankinn hækkað vexti, sem m.a. eiga að kæla fasteigna- markaðinn. Ef til vill skilar slíkt árangri: ég tel að nú fari framboð eigna á söluskrá að aukast og yf- irboð að lækka. Hins vegar er mis- vægið á markaðnum mikið. Fram- boð eigna í samræmi við þörf mun að mínu mati ekki ná jafnvægi fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.“ Fátt um fasteignir á söluskrá og rjúfa þarf vítahring með inngjöf í framkvæmdum, segir formaður Félags fasteignasala Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjavík Framboð eigna á söluskrá er langt frá því að fylgja þörf. Rjúfa þarf vítahring - Hannes Steindórsson er fæddur 1978 á Dalvík, en hefur búið í Kópavogi frá 1990. Þriggja barna faðir og virkur í félagsstarfi í bænum. Hefur um dagana einkum og helst starfað við sölu og markaðs- mál ýmiskonar. Löggiltur fast- eignasali að mennt og hefur starfað á þeim vettvangi frá 2005. Framkvæmdastjóri á Lind fasteignasölu síðan 2013. - Hannes var nú í vor kjörinn bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Formaður Félags fasteignasala frá sl. hausti. Hver er hann? Hannes Steindórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.