Morgunblaðið - 25.07.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022
E60
Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960
Mikið úrval lita bæði á
áklæði og grind.
Sérsmíðum allt eftir
pöntunum.
Stóll E60 orginal kr. 44.100
Retro borð 90 cm kr. 156.200
(eins og á mynd)
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
Japanska eldfjallið Sakurajima á
eynni Kyushu tók að gjósa í gær-
kvöldi og var tugum manna í ná-
grenni fjallsins skipað að yfirgefa
heimili sín þegar í stað og þorp í ná-
grenninu sett á varúðarstig.
Það eru þó hófleg viðbrögð miðað
við að ekki eru nema fjórir dagar
síðan ríflega 200 þúsund manns
þurftu að yfirgefa heimili sín þar á
eynni vegna flóða í kjölfar ákafra
rigninga enda er regntíminn hafinn
þar eystra.
Veðurstofa Japans gaf þrátt fyrir
það út allsherjarviðvörun vegna eld-
gossins, enda gæti það reynst
hættulegt þó fáir búi á eða upp við
fjallið enda er Sakurajima lifandi
eldfjall þó það móki oftast.
Ekki hafa enn borist neinar fregn-
ir af eignatjóni, en Fumio Kishida
forsætisráðherra hefur fyrirskipað
varúðarráðstafanir ríkisins í sam-
starfi við héraðsstjórnina, sem miða
að því að geta flutt fólk í skyndingu
burt af svæðinu, að hjálpargögn séu
tiltæk á svæðinu ef á þurfi að halda
og þar fram eftir götum.
Sem fyrr segir er Sakurajima virk
eldstöð og upp af fjallinu stígur ein-
att strókur og aska, en sem slíkt er
það vinsæll áfangastaður ferða-
manna. Gosið í gær þeytti ösku, eld-
glæringum og hraunslettum í allt að
2,5 km fjarlægð frá gígnum og
strókurinn náði í meira en km hæð
upp í loft, þar sem hann hvarf í ský.
Veðurstofa Japans fylgist vel með
eldfjallinu alla daga, en varúðarráð-
stafanirnar nú má m.a. rekja til þess
að landris hefur orðið við fjallið, sem
bendir til þess að þar sé farið að
safnast duglega í kvikuhólf og meiri
eldshræringa hugsanlega að vænta
en endranær. Tugir virkra eldfjalla
eru á Japanseyjum og mikil jarð-
skjálftavirkni.
AFP/JMA/Jiji Press
Kyushu Sakurajima-eldfjall í Japan
séð um sjálfvirka myndavél.
Eldfjall rumskar af
svefni syðst í Japan
- Rýmingaráætlun tekin í gagnið
Olof Scholz
Þýskalands-
kanslari hefur
sjálfsagt talið
vandræði sín
ærin fyrir þegar
refur í Potsdam í
útjaðri Berlínar
gerði sér lítið
fyrir og afhjúp-
aði margvísleg
trúnaðarskjöl,
sem kanslarinn og eiginkona hans
höfðu sett út í ruslapoka kvöldið
fyrir sorphirðu. Rebbi hefur sjálf-
sagt leitað einhvers ætilegs, en
skjölin fuku út um veg.
Eftir því sem næst verður komist
vörðuðu skjölin einkum eiginkonu
hans, Brittu Ernst, en hún verður
gestgjafi maka á leiðtogafundi G7
og í skjölum mátti lesa eitt og ann-
að um þá.
Meðal skjalanna munu þó hafa
verið ýmis önnur og viðkvæmari
skjöl, sem aldrei áttu að fara úr
stjórnarráðinu.
ÞÝSKALAND
Rebbi afhjúpar
ríkisleyndarmál
Olof Scholz
Frans páfi kom
til Kanada í
gær, en þangað
er hann kominn
í „pílagrímsferð
iðrunar og yfir-
bótar“ eins og
það var orðað af
talsmönnum í
Páfagarði.
Forsætisráð-
herra Kanada og fleiri embætt-
ismenn tóku á móti páfa á flug-
vellinum í Edmonton í
Alberta-fylki. Páfi mun samt fyrst
og fremst hitta fulltrúa þjóða
frumbyggja í Kanada í því skyni
að hlýða á frásagnir þeirra og um-
kvartanir vegna meðferðar þjóna
kaþólsku kirkjunnar á þeim, eink-
um börnum sem sættu harðræði
og ofbeldi í skólum á hennar veg-
um. Páfi hyggst biðjast fyrirgefn-
ingar á misgjörðum, sem unnar
voru í nafni eða undir merkjum
kirkjunnar.
KANADA
Páfi biður frum-
byggja fyrirgefningar
Frans páfi
Úkraínsk stjórnvöld vinna að því
hörðum höndum að hefja kornút-
flutning um hafnir sínar í Svartahafi
á ný. Þær hafa verið lokaðar frá því
að innrás Rússa hófst í febrúar og
rússneskur floti úti fyrir ströndum
Úkraínu hefur séð til þess að engin
skipaumferð hefur verið um þær.
Árásir Rússa á skotmörk í höfninni
í Ódessa, helstu hafnarborg við
Svartahaf, nú um helgina voru hins
vegar ekki til þess fallnar að auka trú
manna á að samkomulagið héldi.
Rússar fullyrtu hins vegar að árásir
sínar hefðu verið hárnákvæmar og
einungis beinst að hernaðarlegum
skotmörkum við og í höfninni. Þær
hefðu í engu beinst að matvæla-
útflutningi. Úkraínuher staðfesti fyr-
ir sitt leyti að rússnesk flugskeyti
hefðu ekki hæft korngeymslur við
höfnina.
Hafnbannið hefur haft alvarlegar
efnahagsafleiðingar fyrir Úkraínu,
sem er eitt mesta landbúnaðarland
heims. Á meðan korngeymslur þar í
landi hafa fyllst og ekkert af korninu
komist á markað hefur heimsmark-
aðsverð á korni hækkað enn meira og
ýtt undir verðbólgu á heimsvísu, en
um leið grafið undan fæðuöryggi,
ekki síst í fátækari löndum heims. Til
þess að lina þær þrautir náðist sam-
komulag milli Rússa og Úkraínu-
manna fyrir tilstilli Sameinuðu þjóð-
anna og Tyrklands. Fylgjast þjóðir
heims því grannt með hverju fram
vindur og hvernig gengur að koma
um 20 milljónum tonna af korni frá
Úkraínu og á markað.
Slær í baksegl Rússa
Liðin vika markaði þau tímamót í
stríðinu, sem nú hefur staðið í fimm
mánuði, að Rússum mistókst að
leggja meira land undir sig í fyrsta
sinn. Þrátt fyrir að þeim hafi gengið
upp og ofan við innrásina hefur þeim
þó hingað til tekist að vinna land í
hverri viku þar til nú.
Ekki er þó óhætt að lesa of mikið í
það eða að halda að stríðsgæfan sé að
snúast, þó Rússar virðist vera að
vinda ofan af stórsókn sinni í Donbas.
Flestir hernaðarsérfræðingar telja
að með því vilji þeir einfaldlega veita
hermönnum sínum smáhvíld og taka
til við nýjan liðssöfnuð fyrir næstu
sókn að Sloviansk og Kramatorsk
eftir sleitulausan hernað í Luhansk
undanfarna tvo mánuði, sem sagður
er hafa reynt mjög á baráttuþrek
Rússa. Það var ekki heldur eins og
Rússar væru að hopa og víða bárust
fregnir af smáskærum og bardögum
án þess að mikið mannfall eða aðrar
stórvægilegar afleiðingar hlytust af.
Ekki er ljóst hve langt hléið verð-
ur, en rétt er að minnast þess að eftir
að Vladímír Pútín hætti við sóknina
að Kænugarði liðu sex vikur áður en
hernaðurinn hófst af alvöru á ný.
Rússar ráðast á Ódessa-höfn
- Samkomulag um kornútflutning í hættu - Rússar segja hernaðarskotmörk gild
- Hernaður Rússa heldur áfram en landvinningar eru farnir að láta á sér standa
AFP/Borgarstjórn Ódessa
Ódessa Slökkvibátur reynir að
ráða niðurlögum elds í höfninni.
Þrátt fyrir að hitabylgja í Evrópu
sé í rénun velgir hún íbúum vestan-
hafs enn hressilega undir uggum.
Eins og önnur sumur hafa skógar-
eldar kviknað víða líkt og sjá má
hér til hægri, þar sem skóglendi
skammt norðaustur af Mariposa í
Kaliforníu stendur í ljósum logum.
Hitametin hafa fallið víða, þar á
meðal í borgum eins og Boston á
Nýja-Englandi og Newark í New
Jersey á austurströndinni. Mestir
hafa hitarnir þó verið í suðvestur-
ríkjunum og víðar syðst í Banda-
ríkjunum, í Flórída, Texas og upp
með Mississippi-ánni frá Mexíkó-
flóa, en þar er fólk hins vegar van-
ara öfgakenndum sumarhitum, rétt
eins og í Mexíkó þar sem hitarnir
eru gríðarlegir og velflestir íbúar
án loftkælingar.
Bandaríkin
Hitabylgja
og eldar
vestanhafs
AFP/David McNew