Morgunblaðið - 25.07.2022, Blaðsíða 16
Frelsarinn okkar
Jesús Kristur lifir.
Hann er upprisinn og
er kirkja hans merkið
sem hann setur okkur
fólkinu um tilvist sína.
Sem fyrr er hann með
fólk á jörðinni sem
hann sjálfur hefur tek-
ið frá fyrir sig til að
boða trú, biðja fyrir
fólki og hvetja til sam-
félags við sig.
Að þessu leyti hefur ekkert
breyst og margur maðurinn tekið
við Jesú og veit því um hvað hér
er verið að tala. Kristur er í dag
hinn sami og hann hefur verið
frá upphafi og hefur ekkert
breytt sér. Í slíkum upplýsingum
býr styrkur á tímum endalausra
breytinga og kúvendinga sem oft
eru til þess eins gerðar að rugla
menn í ríminu.
Á öllum tímum hefur Kristur
mætt andstöðu. Hún er skiljanleg.
Erfitt er fyrir okkur að aðhyllast
eitthvað sem við þekkjum ekki og
heyrum gegnum lífsins gang alls
konar frá öðru fólki sem okkur
finnst ekki beint þægilegt að hug-
leiða og lítt spennandi að und-
irgangast líkt og vill verða þegar
ekki er rétt greint
frá. Ekki er allt alltaf
merkt sannleikanum.
Á meðan við enn
erum á þessum stað
er stutt í að við tök-
um undir með fólki
sem talar um trú á
Krist sem annað orð
yfir bindingu, bein
höft og um eitthvað
sem ekki má, ekki
skal á tekið og ekki
snert.
Einnig þetta breyt-
ist er Jesús snertir
manneskju og hún fær að sjá
hann eins og hann er og um leið
að kynnast eðli hans. Birtist þá
kærleikur hans og alltumlykjandi
elska hans sem við hvergi annars
staðar fáum fundið en við strangt
til tekið leituðum að og birting-
armyndin þetta endalausa flandur
og að vera hvergi nokkurs staðar
kyrr nema stutta stund. Við
þekkjum ekki hinn sanna frið né
neina sanna kyrrð sem hjartað
eitt gefur og gerir. Fái það rétt
skilyrði til að sýna fólki þetta.
Enn sjáum við yfirburði Jesú í
okkar lífi og að hann veit best
hverju manneskja leitar eftir og
hvað hún raunverulega þarf til að
höndla frið sem segja má um að
sé sannur friður. Á þessum stað
kemur fram hvar fólk er á vegi
statt og að styttra sé í friðinn en
menn hyggja og geti útbúið sjálf-
um sér hvar sem þeir eru staddir.
Eina sem þarf er að gefa svona
löguðu tækifæri. Fyrst þarf að
vita.
Hér kemur ys og þys við sögu
sem reynir að kefja. Þau öfl eru
og til sem gera sitt til að ekki
verði af neinu slíku. Birting-
armyndin er allt í kring af alls
konar sem við gerum til að njóta
og láta okkur líða vel af. Allt er
þetta harla nærri og þarf æ sterk-
ari bein til að standast og láta
ekki sogast með af því sem í kring
gerist og lifir og hrærist í deg-
inum.
Sumir básúna þetta og eiga
ekki til nógu öflug lýsingarorð yf-
ir verkið. Enginn efast um
skemmtanagildið. Einnig við-
urkenna allir frelsi fólks til að
gera hvaðeina sem huga þess
hugnast og vita einnig að er
skammvinn sæla. Eftir fáeina
daga er annað hljóð komið í
strokkinn með lönguninni sem
vaknaði í eitthvað nýtt sem fer að
toga í. Fólk veit ekki að Kristur
er harla nálægt að kalla til þess
orðin um að koma til sín og að
hann einn geti veitt hjartanu ró
og manninum hvíld sem hann er
tilbúinn til að eyða stórfé til að
Kristur er fyrir mig
Eftir Konráð Rúnar
Friðfinnsson » Allt þetta og margt
annað einnig upp-
lýkst á fyrsta andartaki
samfundanna við Jesú.
Ég boða: Drottins er að
gefa gjöfina og sýna
fólki dýrð sína.
Konráð Rúnar
Friðfinnsson
Höfundur er á eftirlaunum og hefur
frá 1999 verið starfsmaður kirkj-
unnar.
eignast en gerir ekki. Nema þá
um stundarsakir. Hér og nú býður
Kristur hvíld. Lengra þarf ekki að
fara.
Allt samt hégómi og eftirsókn
eftir vindi og við komumst að eftir
að sannleikurinn Jesús blasti við
og við orðin sannfærð um að vera
ekki orðin tóm heldur orð sem
veita hjarta okkar fyllingu þá sem
við sóttumst alltaf eftir og leit-
uðum að hér og hvar og töldum
okkur finna á þessum stað og hin-
um en upplifðum á ný þennan
sama æpandi tómleika, sem við
þekkjum orðið svo vel.
En svo kom Kristur og allt sem
við áðum vorum sólgin í hvarf og/
eða verulega breyttist um eitt og
annað sem gaman væri að gera.
Nú segjum við „ef Guð lofar“ –
hann er orðinn allt í öllu og við
söknum æ sjaldnar margs sem áð-
ur var og erum æ spenntari fyrir
vilja Guðs í okkar lífi og hvað
hann hyggist fyrir með okkur í
dag. Orðin „í dag“ eru orðin kost-
ur.
Hér sjáum við gríðarlega breyt-
ingu á hugsun fólks. Kristur vill
kenna okkur að lifa hvern dag
fyrir sig í gleði og segir and-
artakið okkur gefið til þess arna.
Góð býtti. Svona líka upplifum við
Krist með réttum hætti.
Sama saga er sögð hjá öllum
eftirfylgjendum Jesú. Þeir taka
ekki lengur undir hrópin um höft,
um bindingar né um beinar
þvinganir hjá fólki sem leiti ásjár
lifandi Guðs. Og við skiljum að
sumt sem sagt var er ekki rétt
lýsing á verkum frelsarans okkar
og höfum komist að því að sé
blekkingin stóra. Við sjálf höfum
nefnilega upplifað stórkostleik
Drottins og hans umfaðmandi
kærleika og hversu miskunn-
samur hann er og fús að fyrirgefa.
Allt þetta og margt annað einnig
upplýkst á fyrsta andartaki sam-
fundanna við Jesú.
Ég boða: Drottins er að gefa
gjöfina og sýna fólki dýrð sína.
Lifum í sátt við Jesú. Amen.
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
Lagagreinin: „Með
lögum skal land vort
byggja, en ei með
ólögum eyða“ kemur
fram þegar á 13. öld í
lögbókinni Járnsíðu
og eru einkunnarorð
lögreglunnar okkar í
dag.
Ekki er laust við að
mér finnist á stund-
um þekking íslenskra
stjórnmálamanna á
skoðunum og vilja kjósenda ekki
með öllu ólíkur skilningi Marie
Antoinette, eiginkonu
Lúðvíks XVI., á að-
stæðunum í Par-
ísarborg á 18. öld.
Mikill órói var í borg-
inni og fór lýðurinn
mikinn, sem ekki fór
framhjá dömunni, sem
fékk þá skýringu, að
fólkið væri svangt og
heimtaði brauð. Marie
Antoinette spurði þá:
„Af hverju borðar
fólkið ekki bara kök-
ur?“
Í seinustu alþingis-
kosningum urðu menn lítið varir
við að flokkarnir væru með vanda-
mál þjóðfélagsins ofarlega á dag-
skrá eða gæfu færi á því að um
slík málefni væri rætt og hvað þá
kosið. Því er spurt: „Hvernig vita
þingmenn hvað þjóðin vill?“ Voru
gerðar skoðanakannanir um hvort
þjóðin vill afglæpavæðingu fíkni-
efna, hertar reglur gagnvart að-
komufólki eða áframhaldandi og
þrengri aðild að Schengen?
Í miðri covid-kreppunni ákvað
Alþingi að byggja upp arðbæra
innviði til styrkingar hagvext-
inum. Forgangsröðunin var ákveð-
in af Alþingi og var samhljóða
ákvörðun þess, enginn andmælti.
Hvað var valið? Jú, Hús íslensk-
unnar, þjónustuhús fyrir Alþingi,
viðbótarbygging fyrir stjórn-
arráðið og höll fyrir Landsbank-
ann, sem klædd er að utan með
tilsniðnu stuðlabergi. Gaman væri
að vita, hvað fermetrinn af því
kostar niðursagaður og ákominn.
Á sama tíma bjó Landspítalinn
við mikinn fráflæðisvanda vegna
90 gamalmenna sem auk covid-
pestarinnar neyddi spítalann til
þess að fækka fjölda lífs-
nauðsynlegra aðgerða, sem mynd-
aði langa biðlista. Sjúklingar þjáð-
ust, óvinnufærni lék margan
manninn grátt og sumir hreinlega
dóu.
Ég efast um að þjóðin hefði val-
ið sömu forgangsröðunina, hefði
hún átt þess kost. Nefna má sáran
skort á húsnæðisúrræðum fyrir
fatlaða, hjúkrunarheimili fyrir
aldraða sárvantar, en þau hefðu
sennilega getað bætt úr fráflæð-
isvanda Landspítalans, sem virðist
enn við lýði.
Er ekki bygging bankahallar á
dýrustu lóð borgarinnar tíma-
skekkja nú þegar þjónustan við
viðskiptavinina fer að mestu fram
rafrænt? Ekki segja okkur að
bankastjórnin ráði ein hvernig
eignum bankans er ráðstafað.
Eigandinn, þjóðin, eða réttara
sagt kjörnir fulltrúar hennar,
hljóta að eiga að ráða.
Lög um áfengisbann voru sett í
Bandaríkjunum 1919 og voru í
gildi til ársins 1933. Efalaust var
þetta nauðsynleg aðgerð á sínum
tíma, en afleiðingarnar urðu
skelfilegar. Upphófst mikil glæpa-
öld með ránum, morðum og í raun
stríði og fram komu afstyrmi eins
og t.d. Al Capone. Glæpasamtökin
urðu æ voldugri og útvíkkuðu
starfsemina þannig að þegar
áfengisbanninu var aflétt voru þau
klár í slaginn með nýrri tekjuafl-
andi glæpastarfsemi.
Áfengisbann var lögfest hér á
landi þegar árið 1915 og það
sennilega ekki að ástæðulausu.
Brennivín fékkst í krambúðunum
og óregla og drykkjuskapur mik-
ill. Fréttir sögðu frá kaupstaðar-
förum sem dýrkuðu Bakkus um of
þannig að þeir týndu bæði varn-
ingi og hestum. Bannið var að
sjálfsögðu á allan hátt nauðsyn-
legt lýðheilsumál, en samt reyndu
margir að sniðganga það með
landabruggun, enda arðbært lög-
brot.
ÁTVR var stofnað árið 1922 til
þess að reyna að draga úr neyslu
með háu verði og takmörkun að-
gengis. Tekjurnar voru drjúgar og
sanngjarnt að ríkissjóður fengi
þær, hann bar jú og ber enn
þungann af kostnaðinum vegna
þess tjóns sem drykkjuskapurinn
veldur. Kvartað er undan ónógu
aðgengi og virðist það helst vera
vegna þess að ekki er hægt að
komast í vínbúð hvar sem er og
hvenær sem er. Skert aðgengi er
vænleg leið til þess að draga úr
neyslu en græðgin pípir á alla
skynsemi og réttur til áfengissölu
settur ofar öllu, í nafni frelsis.
Og nú eru ný og enn skaðlegri
fíkniefni komin til sögunnar og
baráttan við þau virðist byggð á
gömlum hugmyndum um áfengis-
bönnin sem engum árangri skil-
uðu til útrýmingar áfengisneyslu.
Refsvert er að framleiða dóp,
dreifa því, eiga það og neyta þess,
en ekkert virðist geta minnkað
neysluna, nema síður sé. Og
mynstrið er svipað, alltaf nægir
kaupendur og nóg framboð. Nýj-
asta hugmyndin frá Alþingi er af-
glæpavæðing neysluskammta. Í
fljótu bragði virðist það aðeins
auðvelda sölumönnum dópsins
starfið. Einn neysluskammtur í
vasanum og fleiri vel geymdir,
ekki langt frá sölusvæðinu.
Baráttan við sprúttið endaði
með því, að hver einstaklingur
þarf nú að bera ábyrgð á sjálfum
sér og sinni neyslu en ofsagróði
glæpamanna af ólöglegri áfengis-
sölu er liðin tíð. Dópið er bannað
og glæpahópar um víða veröld
hirða offjár af ólánsömum fíklum,
sem lítið virðist vera hægt að
hjálpa. Boð og bönn gagnast lítt
gegn fíknivanda einstaklingsins.
Fíkniefnaheimurinn er óvæginn,
stór og gróðinn eftir því.
Hvernig á að vinna bug á hon-
um? Venjuleg samfélög manna eru
alveg varnarlaus, því lagaleg bönn
og refsingar skila engum árangri.
Hvað er það sem gæti eyðilagt
svo öflugan markað? Jú, aðili sem
býður lægra verð löglega. Finnið
hann og þrautin er leyst.
Með lögum skal land byggja
Eftir Werner Ívan
Rasmusson »Af hverju borðar fólk-
ið ekki bara kökur?
Werner Ívan
Rasmusson
Höfundur er eldri borgari.