Morgunblaðið - 25.07.2022, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Boðinn Bingó kl. 13:00.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9:45-10:00. Ganga kl. 10:00.
Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13:00-13:10.
Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Súmbadansleikfimi með Auði Hörpu kl. 10:00. Verið öll
velkomin.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Bridge
kl.13:00. Vatnslitir kl. 13:30. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf
fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir
styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10:00. Dans-
leikfimi með Auði Hörpu kl.11. Félagsvist í Borgum kl. 12:30. Prjónað
til góðs kl.13:00. Gleðin býr í Borgum.
Seltjarnarnes Kaffi í króknum frá kl. 9:00. Jóga/leikfimi í salnum
kl. 11:00. Frjáls stund; handavinna samvera og kaffi kl. 13:00. Vatns-
leikfimi í Sundlaug Seltjarnarnes kl. 18:30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Málarar
MÁLARAR
Tökum að okkur alla
almenna málningarvinnu.
Unnið af fagmönnum með
áratuga reynslu,
sanngjarnir í verði.
Upplýsingar í síma
782 4540 og
loggildurmalari@gmail.com
Ýmislegt
Teikningaprentun
Sandblástursfilmur
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
Vantar þig
múrara?
FINNA.is
✝
Þórdís Sigur-
laug Friðriks-
dóttir fæddist á
Sauðárkróki 13.
maí 1932. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Hrafnistu að
Sléttuvegi 25,
Reykjavík þann
16. júlí sl.
Foreldrar henn-
ar voru Fjóla
Jónsdóttir, hús-
móðir, f. 30.4. 1897 á Bratta-
völlum á Ársskógsströnd, d.
2.6. 1981 og Friðrik Júlíusson,
verslunarmaður, f. 10.7. 1895
á Akureyri, d. 31.10. 1970.
Systkini Þórdísar eru Jón
Brands, f. 30.1. 1920, d. 17.9.
1927, Halldóra Brands, f.
13.7. 1922, d. 22.6. 1923,
Kristján Júlíus, f. 31.1. 1924,
d. 23.4. 1994, María, f. 28.2.
dóttir húsmóðir.
Börn Þórdísar og Guðbjarts
eru: 1) Hafþór Einar, f. 2.5.
1962, kvæntur Deljane Kum-
Naksch, f. 1973 og eru þau
búsett í Englandi. 2) Helgi
Þór, f. 23.5. 1964, kvæntur
Berglindi Ólafsdóttur, f. 1965,
börn þeirra eru: a) Rakel
Adolphsdóttir, f. 1986, dóttir
Berglindar og fósturdóttir
hans, gift Andra Egilssyni, f.
1985 og eiga þau 2 dætur,
Málfríði f. 2015 og Hallveigu,
f. 2019, b) Þórdís, f. 1997,
unnusti hennar er Aron
Guðnason f. 1999
Þórdís bjó í foreldrahúsum
á Sauðárkróki þar til hún
fluttist til Ísafjarðar þegar
hún giftist Guðbjarti. Hún
starfaði um tíma við hótel- og
umönnunarstörf hérlendis og
í Svíþjóð en lengst af við fisk-
vinnslu og húsmóðurstörf á
Ísafirði.
Útför Þórdísar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 25. júlí
2022, klukkan 15.
Streymi:
https://tinyurl.com/ytrs9ezx
1926, d. 21.5.
2015, Jón Halldór,
f. 10.12. 1927, d
24.6. 2017, Kristín
Ingibjörg f. 27.12.
1929, Sigríður
Lovísa, f. 19.2.
1930, d. 1.12.
2020, Snorri
Sveinn, f. 1.12.
1934, d. 31.5.
1999, Haraldur, f.
1.12. 1940 og
Gunnar, f. 9.5 941 d. 19.8.
2013.
Eiginmaður Þórdísar var
Guðbjartur Finnbjörnsson,
loftskeytamaður og málara-
meistari, f. 15.5. 1928, hann
lést 10.5. 1997, þau giftust í
Hóladómkirkju 1. júlí 1961.
Foreldrar hans voru Finn-
björn Finnbjörnsson málara-
meistari og Sigríður Þórðar-
Elsku amma Dísa.
Það er þyngra en tárum taki
að hugsa til þess að samveru-
stundir okkar verði ekki fleiri en
til hughreystingar horfum við
systkinin full þakklætis yfir far-
inn veg og hlýjum okkur við ljúf-
ar og dýrmætar minningar.
Það var okkar lífsins lukka að
þú skyldir fylgja okkur í gegnum
lífið. Þú varst okkar og við vorum
þín, það fór aldrei á milli mála. Þú
umvafðir okkur allri þeirri ást og
kærleik sem þú hafðir að gefa og
sinntir okkur af natni og um-
hyggju. Þú gafst allra bestu og
mýkstu faðmlögin, mættir okkur
alltaf með brosi á vör, sýndir lífi
okkar og börnum óspart áhuga
og hrósaðir okkur ávallt fyrir af-
rek okkar, stór og smá. Fyrir
þetta verðum við ávallt þakklát.
Við hlýjum okkur við dýrmæt-
ar minningar um spjall yfir kaffi-
bolla, þar sem þú sagðir iðulega
sögur úr æsku þinni og af æsku-
árum pabba af svo mikilli ná-
kvæmni að tíminn stóð í stað. Við
hlýjum okkur við minningar um
brosið þitt, glettni og húmor sem
var svo einkennandi fyrir þig og
okkur til fyrirmyndar. Jákvæðni
þín, æðruleysi og lífsviðmót
munu veita okkur og börnum
okkar innblástur út lífið.
Takk fyrir að vera okkar, að
deila með okkur gleðinni og kær-
leiknum. Þú munt ávallt eiga
pláss í hjörtum okkar.
Englar eins og þú:
Þú tekur þig svo vel út
hvar sem þú ert.
Ótrúlega dýrmætt eintak,
sólin sem yljar
og umhverfið vermir.
Þú glæðir tilveruna gleði
með gefandi nærveru
og færir bros á brá
svo það birtir til í sálinni.
Sólin sem bræðir hjörtun.
Í mannhafinu
er gott að vita
af englum
eins og þér.
Því að þú ert sólin mín
sem aldrei dregur fyrir.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín að eilífu,
Stefán Freyr, Sveinn
Ingvi, Sigrún Árdís og
fjölskyldur.
Afmæli ömmu Dísu markaði
sumarupphaf í mínum huga enda
átti hún afmæli um miðjan maí og
þegar ég hugsa til hennar er
ávallt bjart og hlýtt. Eitt sumarið
þegar ég var barn fékk ég að
dvelja hjá henni og Guðbjarti afa
í fallega húsinu þeirra á Ísafirði
einsömul í nokkra daga. Ég
hugsa reglulega til þess tíma og
hvað mér leið vel hjá þeim enda
hugsaði amma sérstaklega vel
um mig. Það var mikil friðsæld í
húsinu á Hrannargötu 1 og margt
að uppgötva á fjölmörgum hæð-
um og herbergjum þess. Eitt her-
bergið var einungis með hljóð-
færum sem var í miklu uppáhaldi
hjá mér. Uppi á risi gat ég leikið
með dúkkur og svo kallaði amma
á mig niður á fyrstu hæð í hádeg-
ismat. Eftir það kveikti hún á
framhaldsútvarpssögu sem ég
undi mér við að hlusta á og svo
fór ég í ævintýraleiðangur út í
fallega garðinn þeirra sem var
fullur af persónum og kynjaver-
um sem amma hafði búið til og
átti sögur um. Hún leiddi mig líka
um Ísafjarðarbæ og sagði mér
enn fleiri sögur. Amma sýndi mér
ætíð mikla natni og gaf mér mikið
rými til að dvelja í mínum eigin
ævintýraheimi sem hún kynti
undir. Ég var dálítið feimin við
þau ömmu og afa í upphafi heim-
sóknarinnar enda höfðu þau fyrst
komið inn í líf mitt nokkrum ár-
um áður og bjuggu auk þess
langt í burtu, en feimnin hafði
horfið undir lok heimsóknarinn-
ar.
Nokkru eftir þessa heimsókn
fluttu þau til Reykjavíkur vegna
veikinda afa. Þá bjuggu þau í Ból-
staðarhlíð steinsnar frá okkur
fjölskyldunni og eftir það hitti ég
þau oft. Skömmu eftir að þau
fluttu suður féll afi frá og svo kom
systir mín í heiminn. Hún fékk
nafnið Þórdís í höfuðið á ömmu
og voru þær mjög nánar og sam-
rýndar alla tíð. Mér hefur alltaf
þótt dýrmætt að fylgjast með
sambandi þeirra.
Amma Dísa fór í gegnum
hversdaginn af einstakri ró og
hún hafði hlýja og milda nær-
veru. Hún var mikil hannyrða-
kona og hugaði vel að sínu nær-
umhverfi ásamt því að vera bæði
söngelsk og músíkölsk. Ég mun
sakna þess að koma í heimsókn í
gulu stofuna hennar í Bólstaðar-
hlíð og ég vildi óska þess að við
hefðum fengið fleiri samveru-
stundir með henni á Hrafnistu
þar sem hún dvaldi síðustu ævi-
árin. Amma var einstaklega
barngóð og ljómaði þegar dætur
mínar komu í heimsókn. Þeim
fannst ekki síður gaman að
teikna handa henni myndir og
spila fyrir hana lögin sem þær
voru að æfa á fiðlu.
Ó, leyf mér þig að leiða
til landsins fjalla heiða
með sælu sumrin löng.
Þar angar blóma breiða
við blíðan fuglasöng.
Þar aðeins yndi fann ég
þar aðeins við mig kann ég
þar batt mig tryggða band
því þar er allt sem ann ég,
það er mitt draumaland.
Það er mitt draumaland
(Jón Trausti)
Hvíl í friði elsku amma mín.
Rakel Adolphsdóttir.
Elsku Dísa, við þökkum þér
kærleik þinn, umhyggju og
tryggð frá fyrstu stund, í lífi Ein-
ars og síðar fjölskyldu hans alla
tíð. Þú varst ætíð glaðlynd, já-
kvæð, umburðarlynd, góður sálu-
félagi og samferðafólki þínu frá-
bær fyrirmynd. Nærvera þín var
svo einstök og björt. Við munum
sakna allra góðu samverustund-
anna. Minning þín er ljós í lífi
okkar.
Blómin falla, fölskva slær
á flestan ljóma. –
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur, mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
(Sigurbjörn Einarsson)
Farðu í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt.
Einar Baldvin, Jóna Sól,
og fjölskylda.
Með Þórdísi Sigurlaugu Frið-
riksdóttur er gengin sú síðasta í
fjölskyldunni af kynslóð móður
minnar, öll systkinin og makar
eru nú látin. Ég hitti Dísu fyrst
þegar hún kom með Guðbjarti
frænda mínum að sækja mig þar
sem ég var smákríli í sveit á
Brekku í Skagafirði 1960. Þau
höfðu þá gengið í hjónaband dag-
inn áður og buðu mér á Sauðár-
krók þar sem ég fékk það ágæta
hlutverk að úða í mig kökum úr
veislunni og vera þannig eini
fulltrúi fjölskyldu Guðbjarts við
brúðkaupið. Ég sá strax að
frændi minn hafði valið vel, þetta
var greinilega mjög góð kona.
Þegar ég var 11 ára réð ég mig til
þeirra í vist fyrir vestan, þóttist
ætla að passa strákana Hafþór og
Helga og hjálpa til á heimilinu.
Ég minnist þess nú ekki að þetta
hafi verið mikil barnaþrælkun,
man bara eftir að hafa verið úti að
leika mér og skíta mig út alla
daga og eflaust var lítill vinnu-
sparnaður fyrir Dísu að hafa
þessa vinnukonu. Dísa var inni-
lega góð við mig og dekraði við
mig í einu og öllu, nennti að tala
endalaust við mig, svara misgáfu-
legum spurningum, grínast og
segja mér sögur að heiman, frá
Króknum sem hún saknaði
greinilega mikið. Þegar ég svo
rann á rassinn og sleit vistar-
bandið leysti hún mig út með því
að sauma á mig rauðan og fal-
legan kjól sem varð mikið uppá-
hald hjá mér.
Samband okkar var hlýtt og
sterkt eftir þetta og átti eflaust
sinn þátt í því að ég ákvað að
ljúka stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Ísafirði. Þá bjó ég á
vistinni og var í fæði hjá þeim á
efri hæðinni í Hrannargötunni
hjá afa og Rögnu og leið eins og
blóma í eggi.
Ómetanlegur styrkur var að
því að hafa Burra og Dísu í nánd
þegar við Krummi fórum að búa
og fjölskyldan stækkaði. Sam-
skiptin voru mikil og góð, heim-
sóknir tíðar á báða bóga.
Dísa hafði fallega söngrödd,
söng með kirkjukórnum og
Sunnukórnum, sótti söngnám-
skeið og lagði mikla alúð við
sönginn eins og allt annað sem
hún tók sér fyrir hendur. Hún var
líka listræn og skapandi, málaði
t.d. skemmtilega steina sem hún
skreytti garðinn með, svo listi-
lega að hún fékk sérstaka viður-
kenningu fyrir það frá bæjaryf-
irvöldum. Þegar þau fluttu suður
urðu sumir steinanna eftir hjá
okkur og gleðja nú farþega
skemmtiferðaskipanna og aðra
sem eiga leið hjá garðinum okk-
ar.
Þegar Guðbjartur veiktist
ákváðu þau í sameiningu að hann
skyldi njóta síðustu ævidaganna
heima. Ekki er hægt að hugsa sér
betri umönnun en hann fékk hjá
Dísu. Án efa var það þeim báðum
afar mikilvægt og víst er að það
létti honum baráttuna við hinn
erfiða sjúkdóm, að fá að heyja
hana heima hjá henni, umvafinn
ást og hlýju. Guðbjartur lést í maí
1997.
Dísu var þá og alla tíð mikill
styrkur að því að hafa fjölskyldu
sína í seilingarfjarlægð, ekki síst
Þórdísi ömmustelpuna sína og
nöfnu, það var henni ómetanlegt.
Elsku Helgi Þór og Hafþór Ein-
ar, ég sendi ykkur og fjölskyldum
ykkar mínar innilegustu samúð-
arkveðjur. Þið hafið misst mikið
en ég veit að þið eigið líka fjár-
sjóð dýrmætra minninga sem
eiga eftir að ylja um ókomin ár.
Herdís Magnea Huebner.
Elsku Dísa mín.
Hlátur, glaðværð og hlýja eru
þau orð sem í mínum huga lýsa
þér best. Að hlæja með þér var
dásamlegt, að spjalla við þig var
skemmtilegt og að finna væntum-
þykju þína var notalegt. Þar sem
þú varst var alltaf hlátur og alltaf
gleði.
Dísa frænka á Ísafirði. Það
varst þú. Frænkan sem átti fal-
lega húsið á Hrannargötunni,
með fallega garðinum sem
prýddur var steinakörlunum þín-
um sem þú málaðir svo fallega.
Frænkan sem söng í kirkju-
kórnum, vann í frystihúsinu og
var gift honum Burra, sem bæði
var loftskeytamaður og málari.
Frænkan sem hafði verið svo góð
við stóru bræður mína, þá Hafþór
og Einar, og frænkan sem var
svo góð vinkona hennar systur
sinnar – mömmu minnar.
Ég hitti þig ekki oft á
Ísafjarðarárunum, einstaka sinn-
um þó ef þú áttir erindi suður, en
þrátt fyrir það fannst mér ég
þekkja þig. Þekkja þig svo vel.
Svo komstu suður og fluttir í
Bólstaðarhlíðina og ég hitti þig
oftar. Hitti þig með mömmu, hló
með ykkur og hlustaði á ykkur
rifja upp allar skemmtilegu sög-
urnar af Króknum og sögurnar af
ykkur systrum á Reykjavíkurár-
um ykkar.
Eftir að mamma dó hitti ég þig
sjaldnar, og sannarlega allt of
sjaldan.
Ég finn það nú, þegar þú ert
farin, að með þér er svo margt
annað farið. Ekki bara þú sjálf,
heldur svo margt annað líka. Í
þér var einhvern veginn bæði
partur af ömmu og partur af
mömmu, og ég sakna ykkar allra.
Elsku Dísa mín. Takk fyrir
hláturinn, gleðina og hlýjuna.
Frændum mínum, Hafþóri og
Helga, og fjölskyldum þeirra
votta ég einlæga samúð og sömu-
leiðis Einari bróður mínum, Jónu
og börnum þeirra, sem voru þér
svo kær.
Bið fyrir kveðjur í Sumarland-
ið.
Þín frænka,
Kristín Fjóla.
Þórdís Sigurlaug
Friðriksdóttir