Morgunblaðið - 25.07.2022, Page 24

Morgunblaðið - 25.07.2022, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Njótið sumarsins 30 ÁRA Hildur er fædd og uppalin í Reykjavík en flutti ásamt fjölskyldu sinni til Lúxemborgar 12 ára gömul og bjó þar til 16 ára aldurs þegar hún hóf nám í Verslunarskóla Ís- lands þar sem hún var virk bæði í leiklist og tónlist og söng síðar í ýmsum söng- leikjum í Borgarleikhús- inu. Eftir útskrift stundaði Hildur nám í viðskipta- fræði við Háskólann í Reykjavík og lauk þar BS- gráðu en leiklistin kallaði á hana og skráði hún sig í nám á leiklistarbraut í Listaháskóla Íslands. Strax eftir útskrift hóf Hildur störf í Þjóðleikhús- inu og tók við titilhlutverk- inu í Ronju Ræningja- dóttur af Sölku Sól Eyfeld. Einnig lék hún í Nashyrn- ingunum, Ör (eða Mað- urinn er eina dýrið sem grætur), Meistaranum og Margarítu, Atómstöðinni – endurliti og Útsendingu. Hildur lék þá Ebbu í vinsælu sjónvarpsþáttunum Venjulegt fólk sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans. Hún stendur nú í ströngu við að undirbúa sýningar. „Nú er ég að æfa fyrir sýningu á söngleik sem heit- ir Sem á himni, og verður frumsýndur í september. Ég tek þátt í öðru verki sem sýnt verður í janúar og enn öðru í mars á næsta ári svo það verður nóg að gera á næsta leikári.“ FJÖLSKYLDA Maki Hildar er Kjartan Ottósson, f. 7.5. 1989, ráðgjafi. Þau eiga dótturina Kolbrúnu Völu Kjartansdóttur, f. 7.5. 2021, og er annað barn á leiðinni í desember. Foreldrar Hildar eru Baldur Þór Bjarnason, f. 3.7. 1969, flugstjóri hjá Icelandair, og Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair. Hildur Vala Baldursdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú ert fullur eftirvæntingar. Dóm- greind þín er ekki í fullu lagi. Lífið hefur ein- kennst af of miklu stressi upp á síðkastið og kominn tími til þess að taka því aðeins rólegar. 20. apríl - 20. maí + Naut Gættu þess að þú látir ekki erfiðleika þína bitna á þínum nánustu. Fólk virðist í frekar neikvætt þessa dagana. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Samræður þínar við foreldra og yfirmenn geta orðið svolítið erfiðar í dag. Ekki neyða skoðunum þínum upp á aðra. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er eins og allir vilji ná athygli þinni og þú mátt hafa þig allan við. Farðu þér hægt í fjármálum, kannaðu alla mögu- leika vandlega og settu öryggið á oddinn. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ert það öruggur að þú getur hopp- að í störf sem þú hefur varla þekkingu til að sjá um. Hvort sem gengur vel eða illa viltu að það verði eftirminnilegt. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Mundu að fæstir hlutir eru sem þeir sýnast og að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Láttu ekki aðra fara í taugarnar á þér. 23. sept. - 22. okt. k Vog Líklegt er að gildismat annarra hafi áhrif á þig á næstunni. Forðastu fánýtt slúður. Kannski hrynur tölvukerfið, eða þá að rafmagnið fer. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Gerðu það sem flestum líkar ekki að gera. Sýndu varkárni í rómantíkinni, sama hversu spenntir báðir aðilar virðast vera. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það eru líkur á að þú rekist á gamla elskhuga. Hætt er við að þú látir freistast og farir yfir strikið í dag og heilsan bíði tjón af. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Láttu ekki dagdrauma spilla fyr- ir árangri þínum í dag. Trygglyndi þitt er augljóst en hugsanlega vanhugsað. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Láttu það eftir þér að skvetta svolítið úr klaufunum en gættu allrar hátt- vísi. Gættu þess þó að gera ekki úlfalda úr mýflugu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú hefur lofað upp í ermina á þér og sérð nú fram á að geta ekki staðið við orð þín nema biðja um aðstoð. Ef það er ekki hægt þá biddu vinnufélaga þína um að láta þig í friði. barn, fyrst í barnakór Laugargerðis- skóla og síðan í kirkjukórum presta- kallsins og í skólakórnum á Akra- nesi. Hún hefur áhuga á tónlist og hefur flutt frumsamið efni inn á tvo geisladiska, auk þess að halda nokkra tónleika á sínum tíma. Ólína hefur einnig samið ljóð og hafa nokk- ur ljóð eftir hana birst opinberlega. „Söfnun og varðveisla gamalla muna og heimilda er stórt áhugamál hjá mér og vinn ég að skráningu þeirra auk þess að koma upp sýn- ingu í Samkomuhúsinu á Arn- arstapa. Markmiðið er að skrá sögu ið allan ársins hring. „Í Samkomu- húsinu hef ég leitast við að varðveita muni og heimildir um fjölskyldu mína og svæðið og koma þar upp sýningu sem því tengist. Þar er einn- ig rekin handverks- og listmuna- verslunin Diddabúð.“ Ólína hefur sinnt félagsstörfum frá unglingsárum og var í stjórn Ungmennafélagsins Trausta og síð- ar formaður þess. Hún sat í hrepps- nefnd Breiðuvíkurhrepps og m.a. í hafnarnefnd og var í sóknarnefnd Hellnakirkju áratugum saman. Hún hefur sungið í kórum frá því hún var Ó lína Gunnlaugsdóttir fæddist á Landspít- alanum í Reykjavík 25. júlí 1962. Hún ólst upp á Ökrum á Hellnum í Breiðuvíkurhreppi, þar sem hún býr enn þann dag í dag. Hún gekk í heimavistarskólann í Laugargerði í Eyjahreppi á Snæfellsnesi frá sjö ára aldri og lauk grunnskólaprófi þaðan. Síðar fór hún í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi og út- skrifaðist þar af uppeldisbraut, verk- námsbraut tréiðna í húsgagnasmíði og lauk námi í tækniteiknun og stúd- entsprófi af félagsfræðabraut. Ólína er með BA-próf í mannfræði frá Há- skóla Íslands og er matartæknir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hún er núna í diplómamámi í safna- fræði við Háskóla Íslands. Þar að auki hefur Ólína lokið skipstjórnar- námi á smábáta og er einnig með mótorhjólapróf. „Framan af vann ég aðallega í fiski á Arnarstapa og við löndun þar en líka aðeins við smíðar með föður mínum. Auk þess hef ég aðeins unnið við afgreiðslu í sjoppum, við lifrar- bræðslu, síldarfrystingu, barna- gæslu og var á handfærum á trillu okkar hjóna í nokkur ár.“ Ólína var tækniteiknari fyrir byggingarfulltrúa Vesturlands og Fasteignamat ríkisins og í tvö ár fyr- ir landbúnaðarráðuneytið í tíma- bundnu verkefni sem aðstoðarkona. „Ég vann að bústörfum og fisk- vinnslu með foreldrum mínum og fjölskyldu á Hellnum frá barnsaldri og áfram þegar við eiginmaður minn settumst að á Ökrum á Hellnum, þar sem við búum ennþá en við vorum með sauðfé og einnig hesta í nokkur ár. Frá árinu 2010 hef ég rekið veit- ingahúsið Samkomuhúsið á Arnar- stapa en það er gamla félagsheimili Breiðuvíkurhrepps sem við keyptum árið 2008.“ Veitingahúsið leggur áherslu á einfaldan íslenskan mat og menning- artengsl við sögu svæðisins og er op- Hellna á ítarlegan hátt og gefa út þegar þar að kemur.“ Fjölskylda Eiginmaður Ólínu er Kristinn Jón Einarsson, f. 30.10. 1962, húsgagna- smiður og trétæknir. Þau eru búsett á Ökrum á Hellnum á Snæfellsnesi. Foreldrar Kristins: Einar Jón Pétursson og Helga Sigurborg Bjarnadóttir, hjón og bændur á Barðastöðum í Staðarsveit, síðar bú- sett í Reykjavík. Stjúpsonur Ólínu og sonur Krist- ins úr fyrra sambandi er Helgi Ólína Gunnlaugsdóttir, veitingakona og eigandi Samkomuhússins á Stapa – 60 ára Safnafræði Ólína er í diplómamámi í safnafræði við Há- skóla Íslands og er markmið hennar að skrá sögu Hellna. Vill varðveita sögu fólksins og bæjarins Systkin Ólína ásamt bróður sínum, Þorvarði Gunn- laugssyni fiskihagfræðingi, sem búsettur er í Noregi. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.