Morgunblaðið - 25.07.2022, Síða 32
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURÐ
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
VANDAÐAR
SÆNGUROG
KODDAR Í
ÚRVALI
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
Sólríkir fuglatónar er yfirskrift tónleika sem haldnir
verða í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar annað kvöld,
þriðjudag, kl. 20.30. Þar koma fram Bryndís Guðjóns-
dóttir sópran, Pamela De Sensi á flautu og Guðríður
St. Sigurðardóttir á píanó. „Skemmtilegar andstæður
myndast þegar ástríðufullir hljómar Ciardi, Donizetti,
Alyabyev og Ravel blandast saman við rómantíska og
fágaða hljóma frönsku tónskáldanna. Tónskáldin sem
hér um ræðir voru flest uppi á síðari
hluta nítjándu aldar og fyrri hluta
þeirrar tuttugustu. Tónleikunum lýk-
ur með verki eftir Cecile
Chaminade sem hefur
verið að fá aukna og
verðskuldaða athygli
undanfarið. Í heild er efn-
isskráin blanda af þekktum
sem og minna þekktum tón-
verkum fyrir þessa hljóð-
færaskipan,“ segir í tilkynn-
ingu. Miðar eru seldir við
innganginn.
Fuglatónar í Listasafni Sigurjóns
MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 206. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Breiðablik og Keflavík misstu bæði leikmann af velli
með rautt spjald á upphafsmínútum leikja sinna í
Bestu deild karla í fótbolta í gær. Blikar gerðu samt 0:0
jafntefli við FH en Keflvíkingar fengu á sig tvö mörk í
uppbótartíma og töpuðu 1:3 fyrir KA. Eyjamenn voru í
banastuði í botnslag gegn Leikni í Breiðholti og unnu
sannfærandi sigur, 4:1. »26
Tvö rauð spjöld á upphafsmínútum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Harmonikkuhátíð verður á sínum
stað á Borg í Grímsnesi um versl-
unarmannahelgina og verður þetta í
fyrsta skipti í þrjú ár sem hún er
haldin með venjulegu sniði.
Hátíðin, sem er haldin á vegum
Félags harmonikkuunnenda í
Reykjavík, hefur verið vel sótt af
bæði harmonikku- sem og öðrum
tónlistarunnendum um árabil.
Páll S. Elíasson, formaður
skemmtinefndar félagsins, segir
formlega dagskrá hátíðarinnar hefj-
ast á föstudag með dansleik í félags-
heimilinu þar sem búist er við stuði
og stemningu. Á laugardeginum hef-
ur fólk það síðan eftir hentugleika
hvenær það fer á kreik. „Þarna eru
yfirleitt einhverjir sem draga fram
hljóðfæri og, ef þannig viðrar, byrja
að spila jafnvel fyrir hádegi,“ segir
Páll.
Yfir allan laugardaginn er reiknað
með að fólk fari örlítið að blanda
geði við aðra hljóðfæraleikara og
klukkan fjögur er samspil.
„Það er náttúrulega fyrst og
fremst harmonikkan sem er á ferð-
inni þarna og er talað um að menn
mæti bara með sínar harmonikkur.
En það er ekkert að því að menn
mæti með gítar,“ segir Páll og bætir
við að einn lunkinn saxófónleikari sé
tíður gestur á hátíðinni. „Hann veit
alveg hvað hann er með í höndunum
þar.“ Fyrirhuguð danskennsla er á
laugardaginn í félagsheimilinu en á
laugardagskvöld er dansleikur að
nýju þar sem nýskipuð bönd úr sam-
spili dagsins leika. „Þar er stuð og
stemning og alltaf troðfullt hús.“
Fólk kemur hvaðanæva
Páll segir að sunnudagurinn sé
með svipuðu móti og laugardag-
urinn. Fólk spili saman og haldi síð-
an á þriðja og síðasta dansleik helg-
arinnar. „Það er tónlistaruppákoma
í félagsheimilinu klukkan tvö. Síðan
spilar fólk þetta bara af fingrum
fram og auðvitað er dansleikur um
kvöldið milli kl. níu og tólf eins og
hin kvöldin.“ Fyrir dansleikinn er
auk þess reiknað með marseringu í
um klukkustund með vönum stjórn-
anda.
Spurður hvaðan fólk á hátíðinni
komi einna helst segir hann allan
gang á því. „Fólk kemur þarna á
svæðið alls staðar að af landinu.
Vestan af fjörðum og austan af Hér-
aði og norðan af landi, nefndu það
bara.“
Páll segir að fólk geti valið hvort
það kaupi armband í upphafi móts-
ins, þar sem innifalinn er aðgangur
að öllum viðburðum mótsins, eða
hvort það kaupi staka miða á dans-
leiki eða aðra viðburði.
„Svo á mánudeginum fer fólk bara
að taka sig saman og huga að heim-
ferð í rólegheitunum.“
Friðjón Hallgrímsson, formaður
félagsins, stýrir mótinu en hann hef-
ur um árabil verið í forsvari fyrir fé-
lagið til skiptis við Pál.
Spilað af fingrum fram
á Borg í Grímsnesi
- Stuð og stemning og troðfullt hús síðustu ár um versló
Ljósmynd/Sigurður Harðarson
Leikið Yfir allan laugardaginn verða hin ýmsu bönd að myndast og byrja
árrisulir hljóðfæraleikarar jafnvel að spila fyrir hádegi.
Ljósmynd/Sigurður Harðarson
Dansleikur Í félagsheimilinu stendur yfir dansleikur öll þrjú kvöldin frá kl.
níu til miðnættis. Leika þar böndin sem mynduð voru yfir daginn.