Morgunblaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 2
Þorsteinn Víglundsson Elliði Vignisson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heidelberg Cement Pozzolanic Mat- erials (HPM) ehf. sótti um tólf sam- liggjandi iðnaðarlóðir í Þorlákshöfn, sem verða sameinaðar í eina 50 þús- und fermetra lóð, fyrir nýja verk- smiðju sem framleiðir íblöndunar- efni fyrir sement. Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss samþykkti lóðarúthlutunina 21. júlí. Uppbygging gæti hafist 2023 „Gert er ráð fyrir að endanleg nið- urstaða um gerð verksmiðju og fjár- festingar liggi fyrir á fyrsta fjórð- ungi næsta árs og að framkvæmdir hefjist þá væntanlega upp úr miðju næsta ári ef allt gengur að óskum,“ segir Þorsteinn Víglundsson, for- stjóri Hornsteins ehf. Heidelberg Cement á 53% í Hornsteini ehf. en þetta verkefni er alfarið á vegum Heidelberg Cement. Ætla má að uppbyggingin taki allt að tvö ár, áður en verksmiðjan tekur til starfa. „Þetta er í sjálfu sér mjög áþekk starfsemi og sementsverksmiðja en án ofns. Þarna verður efni, sem á síð- an að mala, þurrkað með rafmagni og jarðvarma. Verksmiðjan verður eingöngu knúin endurnýjanlegum orkugjöfum.“ Efnið verður flutt laust í sements- skipum til Norður-Evrópu. Stærsta loftslagsverkefnið „Okkur þykja stærstu tíðindin í þessu vera að á bak við hver milljón tonn sem verksmiðjan framleiðir, er dregið úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda um 700 þúsund tonn,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. „Þriggja milljóna tonna framleiðsla á ári þýðir þannig að 2,1 milljónar tonna losun koltvísýrings sparast. Þetta er sennilega stærsta loftslags- verkefnið á Íslandi í dag.“ Elliði segir að móberg, sem nota á í framleiðsluna, mæti oft afgangi í vinnslu jarðefna, eins og í Lambafelli þar sem menn sækjast eftir grús. Verksmiðjan verður norðvestan við hafnarsvæðið í Þorlákshöfn. Ell- iði segir að miklar kröfur verði gerð- ar í deiliskipulagi um að hvorki komi ryk- né hljóðmengun frá starfsem- inni. Allt efni verður geymt innan- dyra. Einnig á að tryggja útlitsleg gæði verksmiðjunnar og að útlitið endurspegli þau umhverfislegu gæði sem lagt er upp með. „Við höfum nefnt það við Heidel- berg að hæstu byggingarnar, sem verða verulega háar, geti nýst sem útsýnisstaðir fyrir ferðamenn, því þaðan verður mjög víðsýnt. Þetta verður skoðað vandlega,“ segir Ell- iði. „Samstarfið hefur verið til mik- illar fyrirmyndar og við erum bjart- sýn og jákvæð hvað þetta varðar.“ Hann segir að áætlað sé að fyrsti áfangi verksmiðjunnar muni skila 500-700 milljónum króna til sveitar- félagsins á ári í formi útsvars, fast- eignagjalda, hafnargjalda og fleira. Mögulega stækkun fyrir 2030 Áætlað er að ársframleiðslan verði 1-1,5 milljónir tonna í fyrstu og velta 10-15 milljarðar króna. Raforkuþörf verður svipuð og hjá lítilli stóriðju. Heidelberg Cement telur að þetta geti skapað 60-80 heilsársstöðugildi í sveitarfélaginu í fyrsta áfanga. Horf- ur eru á talsverðri stækkun fyrir 2030. Þá gæti ársframleiðsla orðið 2-3 milljónir tonna. Morgunblaðið greindi frá því 30. október í fyrra að Heidelberg Ce- ment hygðist vinna hér íblöndunar- efni í sement úr móbergi. Heidel- berg Cement er einn stærsti framleiðandi sements í Evrópu. Þá kom fram í Morgunblaðinu 30. mars sl. að námufyrirtækið Eden sé í samstarfi við Heidelberg Cement. Eden hefur leigt námuréttindi í mó- bergsfjöllunum Litla-Sandfelli og Lambafelli af Kirkju sjöunda dags aðventista. Eiríkur Ingvarsson, ann- ar eigandi Edens, sagði að íblönd- unarefnið myndi koma í stað ösku úr brúnkolum. Eitt stærsta loftslagsverkefnið - Heidelberg Cement undirbýr byggingu stórrar verksmiðju í Þorlákshöfn - Sparar mikla losun gróðurhúsalofts á hverju ári - Framleiðir íblöndunarefni í sement sem kemur í stað ösku úr brúnkolum Morgunblaðið/Þorgeir Þorlákshöfn Útflutningur á íblönd- unarefni í sement er áformaður. 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vinnuflokkar frá austurríska lyftuframleiðand- anum Doppelmayr og ÍAV vinna nú að uppsetn- ingu tveggja nýrra skíðalyftna í Bláfjöllum. Báðar ná þær upp í tæplega 700 metra hæð, það er Gosi, sem er 500 metra löng lyfta, og Drottning sem nálgast 1.100 metrana. ,,Þetta mun bæta aðstöð- una á skíðasvæðinu mikið og fjölga möguleik- unum fyrir iðkendur hér,“ segir Pétur Hemm- ingsen, verkefnisstjóri ÍAV í Bláfjöllum. Menn hans sjá um jarðvinnu og steypa undirstöður lyftnanna, sem Austurríkismennirnir setja upp. Stefnt er að því að Gosi verði tilbúinn til notkunar í haust en Drottning fljótlega á næsta ári. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sam- þykktu fyrir nokkru að verja til ársins 2026 alls liðlega fimm milljörðum króna til uppbyggingar á skíðasvæðum. Þunginn þar er settur á Bláfjöll, þar sem til viðbótar við nýjar lyftur stendur til að koma upp búnaði til snjóframleiðslu, sem þykir mikilvægt svo lengja megi skíðatímabilið. sbs@mbl.is Nýr Gosi upphaf að bættri aðstöðu í Bláfjöllum Morgunblaðið/Hákon Framkvæmdir Vanda þarf til verka. Steyptar eru rammgerðar undirstöður að staurum hins nýja Gosa, en lyftan nær upp í tæplega 700 metra hæð. Verkefni Fjölgar möguleikunum fyrir skíðaiðkendur hér,“ segir Pétur Hemmingsen sem stýrir vinnuflokki ÍAV sem er nú í Bláfjöllum. Toppstöð Afkastagetan í Blá- fjallabrekkum eykst verulega með nýjum Gosa, hvað þá þeg- ar Drottningin kemst í gagnið. Mjög fá dæmi eru um að úkraínskt flóttafólk hafi farið frá Íslandi af fjárhagsástæðum, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, aðgerðastjóra teymis um móttöku flóttafólks frá Úkraínu. „Við vitum að það hefur gerst er- lendis að fólk fer frá því landi þar sem það sótti um vernd vegna þess hversu dýrt er að búa þar. Hins vegar er það þannig hér á Ís- landi að það hefur reynst tiltölulega auðvelt fyrir fólk að fá vinnu, þannig að fjárhagsaðstæður eru kannski ekki aðalástæðan hjá flestum. Auð- vitað gæti það verið inni á milli, án þess þó að við vitum það,“ segir Gylfi. „Við vitum þó um einhverja tugi sem hafa farið aftur til Úkraínu og verið í burtu í mánuð eða svo, en hvort það fólk ætli sér svo að koma aftur til Íslands er ekki vitað.“ Hann segir eðlilegt að fólk snúi aftur til að huga að ættingjum sín- um, vinum eða eignum og komi svo jafnvel til baka. Háskólinn á Bifröst útvegaði 150 flóttamönnum húsnæði í apríl- byrjun, ýmist garðsherbergi eða íbúðir. Úrræðið er fjármagnað af ríkinu og segir María Neves, sam- skiptastjóri Borgarbyggðar, að verkefnið hafi gengið mjög vel. „Flóttafólkið sem kemur til okkar og er í þjónustuúrræði á vegum rík- isins borgar ekki húsaleigu. Fólkið er í þessu úrræði í mesta lagi tólf vikur og svo fer það út á almennan vinnu- og leigumarkað. Í dag eru 104 úkraínskir flóttamenn á Bifröst,“ segir María við Morgunblaðið. „Samfélagið í heild sinni tók þátt í þessu með okkur með því að aðstoða við að koma upp aðstöðu, gefa föt, rúmföt, leikföng og fleira fyrir fólkið og það hefur rúllað mjög vel. Í hvert sinn sem kallað er eftir að- stoð bregst samfélagið fljótt við, sem við erum mjög þakklát fyrir. Þetta er ótrúlega fallegt samfélagsverk- efni og við finnum vel fyrir sam- heldninni frá íbúum og öðrum vel- unnurum verkefnisins,“ segir María. Hafa fengið vinnu auð- veldlega - 104 eru nú í Há- skólanum á Bifröst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.