Morgunblaðið - 27.07.2022, Síða 23

Morgunblaðið - 27.07.2022, Síða 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022 _ Elías Rafn Ólafsson, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, og sam- herjar hans í Midtjylland eru öruggir með sæti í riðlakeppni Evrópumótanna í haust eftir að þeir slógu AEK Larnaca frá Kýpur út í 2. umferð Meistaradeild- arinnar í gær. Þeir unnu í víta- spyrnukeppni eftir að báðir leikir lið- anna enduðu 1:1. Falli Midtjylland út í 3. eða 4. umferð fer liðið í riðlakeppni Evr- ópudeildar. Kýpurbúum mistókst að skora úr tveimur vítaspyrnum hjá Elíasi en þeir skutu í slá og stöng. _ Varnarmaðurinn Adam Örn Arnar- son er kominn til Leiknis í Reykjavík í láni frá Breiðabliki, toppliði Bestu deild- ar karla í fótbolta. Adam, sem er 26 ára gamall, kom til Breiðabliks frá Tromsö í Noregi fyrir þetta tímabil en hefur að- eins komið við sögu í tveimur leikjum í deildinni á tímabilinu. Honum er ætlað að styrkja varnarleik Leiknismanna sem hafa fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum. _ Danski knattspyrnumaðurinn Lasse Petry er kominn til liðs við Vals á ný eft- ir stutta dvöl hjá FH en hann skipti um félag í gærkvöld, rétt áður en lokað var fyrir félagaskiptin á þessu ári. Petry lék með Val 2019 og 2020, síðan með Köge í Danmörku en kom til liðs við FH í vor. _ Valsmenn fengu líka í gærkvöld varn- armanninn Arnór Inga Kristinsson frá Leikni í Reykjavík. Hann er 21 árs og hefur leikið alla fjórtán leiki Leiknis í Bestu deildinni í ár, sex þeirra sem varamaður. _ Oliver Haurits, danski framherjinn sem hefur leikið með knattspyrnuliði Stjörnunnar undanfarið ár, gekk í gær til liðs við HK og samdi við Kópavogs- félagið til tveggja ára. Haurits, sem er 21 árs gamall, skoraði þrjú mörk í 17 leikjum fyrir Stjörnuna í efstu deild, þar á meðal sigurmark liðsins gegn Val fyrr í sumar. Hann á að fylla skarð Stefáns Inga Sigurðarsonar, markahæsta leik- manns HK á tímabilinu, sem er á leið í nám til Bandaríkjanna. _ Lorena Baumann, knattspyrnukona frá Sviss sem lék með Þrótti í Reykjavík á síðasta tímabili, er komin aftur í Laugardalinn og spilar með Þrótturum út þetta tímabil. Hún lék með St. Gallen í Sviss í vetur. _ Sænski knattspyrnumarkvörðurinn Eva Nichole Persson er komin til Breiðabliks en hún var varamarkvörður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Piteå. Hún ver væntanlega mark Blika í næstu leikjum þar sem Telma Ívarsdóttir glímir við meiðsli. _ Madison Wolfbauer, knattspyrnu- kona frá Bandaríkjunum, er komin til liðs við ÍBV. Hún er 22 ára framherji og lék í næstefstu deild Frakklands á síð- asta tímabili. _ Kvennalið Aftureldingar í knatt- spyrnu fékk í gær tvo spænska leik- menn til liðs við sig og hefur þar með fengið fjóra erlenda leikmenn í sínar raðir í þessari viku. Þær Verónica Par- reno, 22 ára miðjumaður, og Sara Roca, 27 ára framherji, koma báðar frá spænska B-deildarliðinu Elche. _ Daníel Leó Grétarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, var valinn í úrvals- lið annarrar umferðar pólsku úrvals- deildarinnar. Daníel lék mjög vel með Slask Wroclaw og skoraði sigurmarkið í 2:1 sigri á Pogon Szezecin um síðustu helgi. Eitt ogannað EM 2022 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Englendingar geta orðið Evrópu- meistarar kvenna í fótbolta á heima- velli á sunnudaginn kemur eftir að enska liðið vann afar sannfærandi sigur á Svíum, 4:0, í undanúrslitaleik þjóðanna á troðfullum Bramall Lane- leikvanginum í Sheffield í gærkvöld. Beth Mead kom Englandi yfir eftir rúmlega hálftíma leik og Lucy Bronze bætti við skallamarki í upp- hafi síðari hálfleiks. Varamaðurinn Alessia Russo kom enska liðinu í 3:0 um miðjan síðari hálfleik með magnaðri hælspyrnu og tíu mínútum síðar innsiglaði Fran Kirby sigurinn. Beth Mead hefur þar með skorað sex mörk í keppninni og jafnaði með því markamet í úrslitakeppni EM en Inka Grings skoraði sex mörk fyrir Þýskaland árið 2009. Fjögur mörk sem varamaður Alessia Russo hefur skorað fjögur mörk þrátt fyrir að hún hafi komið inn á sem varamaður í öllum leikjum enska liðsins. Hin hollenska Sarina Wiegman hefur verið íhaldssöm í liðsvali sínu og stillt upp sama byrj- unarliðinu í öllum fimm leikjum keppninnar, rétt eins og Lars Lager- bäck og Heimir Hallgrímsson gerðu með íslenska karlalandsliðið á EM í Frakklandi fyrir sex árum. Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Englendinga í þrettán ár, eða frá því enska liðið tapaði úrslitaleik EM í Finnlandi gegn Þjóðverjum árið 2009. England tapaði líka fyrir Sví- þjóð í úrslitaleik fyrsta Evrópumóts- ins árið 1984 og freistar þess því að verða Evrópumeistari í fyrsta sinn á sunnudaginn. Enska liðið braut ísinn með þess- ari frammistöðu í gærkvöld en það hefur tapað í undanúrslitum í síðustu þremur stórmótum, HM 2015, EM 2017 og HM 2019. Óhætt er að segja að enska liðið hafi farið á kostum á þessu Evrópu- móti þrátt fyrir að það hafi lent í miklum vandræðum með Spánverja í átta liða úrslitunum. Markatala liðs- ins í fimm leikjum í keppninni er 20:1. Mótherjinn á Wembley á sunnu- daginn verður annaðhvort Þýskaland eða Frakkland sem mætast í seinni undanúrslitaleiknum í Milton Key- nes í kvöld. Svíar kaffærðir í Sheffield - England leikur til úrslita um Evrópumeistaratitilinn gegn Þýskalandi eða Frakklandi - Markatalan er 20:1 - Beth Mead jafnaði markametið á EM AFP/Lindsey Parnaby Sheffield Fran Kirby, Millie Bright og Keira Walsh fagna sætum og stórum sigri á Svíum í Sheffield. Þær eiga nú fyrir höndum úrslitaleik um Evrópumeistaratitilinn á Wembley á sunnudaginn, gegn Þjóðverjum eða Frökkum. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, sem var einn landsliðsmarkvarða Íslands á EM á Englandi, hefur ver- ið lánuð frá Val til ÍBV og verður þar út þetta tímabil. Hún á þar að leysa af Guðnýju Geirsdóttur, sem er úr leik vegna meiðsla. Auður kannast vel við sig í Eyj- um en hún var í láni hjá ÍBV undan- farin tvö tímabil. Þá lék hún fyrri hluta yfirstandandi tímabils í marki Aftureldingar í Bestu deildinni, í láni frá Val. Auður er tvítug og hef- ur leikið 36 leiki í deildinni með ÍBV, Aftureldingu og Val. Auður aftur í mark ÍBV Ljósmynd/Þórir Tryggvason Eyjar Auður Scheving í leik með ÍBV á síðasta keppnistímabili. Hildur Björg Kjartansdóttir, lands- liðskona í körfuknattleik, hefur samið við belgíska félagið Namur um að leika með því á næsta tíma- bili. Hildur er 27 ára framherji og hefur leikið með Val undanfarin tvö ár en áður með KR, spænsku lið- unum Celta Vigo og Leganés og með Snæfelli framan af ferlinum. Hún á að baki 334 landsleiki fyrir Íslands hönd. Namur, sem er frá samnefndri borg, hafnaði í þriðja sæti í Belgíu síðasta vetur og féll út í undan- úrslitum um meistaratitilinn. Hildur Björg samdi í Belgíu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Namur Hildur Björg Kjartansdóttir fer í eitt af bestu liðum Belgíu. Baráttan um sæti í Bestu deild kvenna í fót- bolta er áfram galopin og tvísýn eftir að liðin í öðru og þriðja sæti, HK og Tindastóll, gerðu jafntefli í Kórnum í Kópavogi í gærkvöld, 1:1. Mörkin komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins en Hugrún Pálsdóttir kom Skagfirð- ingum yfir og Isabella Eva Aradóttir, fyr- irliði Kópavogsliðsins, var fljót að jafna met- in. Amber Michel lék mjög vel í marki Tindastóls og átti drjúgan þátt í að liðið fór heim með stig. Í Grindavík unnu Víkingar sigur, 1:0, með marki Töru Jónsdóttur, og nálguðust með því efstu liðin en Víkingskonur komust í fjórða sætið, þremur stigum á eftir Tindastóli, þannig að baráttan er galopin. FH stendur best að vígi þó liðið sé jafnt HK með 26 stig því Hafnfirðingarnir eiga tvo leiki til góða og fá Austfirðingana í Fjarða- byggð/Hetti/Leikni í heimsókn í Kaplakrika í kvöld. Austanliðið er hinsvegar enn með í baráttunni í efri hlutanum og er sýnd veiði en ekki gefin. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Kórinn Hannah Jane Cade hjá Tindastóli og Gabriella Coleman hjá HK í viðureign liðanna í Kópavogi. Skildu jöfn í toppslagnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.