Morgunblaðið - 27.07.2022, Síða 18

Morgunblaðið - 27.07.2022, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022 Dýrahald Collie / Lassie hvolpar til sölu Collie eru einstaklega geðgóðir og fjölskylduvænir hundar. Hvolparnir eru með ættbók HRFI og standast kröfur HRFI, afhending samkomulag Uppl. í síma 8935004 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Málarar MÁLARAR Tökum að okkur alla almenna málningarvinnu. Unnið af fagmönnum með áratuga reynslu, sanngjarnir í verði. Upplýsingar í síma 782 4540 og loggildurmalari@gmail.com Ýmislegt Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur online inntökupróf í læknisfræði 12. ágúst n.k. Umsóknarfrestur til 1. ágúst. www.jfmed.uniba.sk/en uppl. kaldasel@islandia.is og 820 1071 University of Veterinary medicine and Pharmacy. Dýralæknaskólinn í Košice Slóvakíu heldur online inntökupróf 18. ágúst nk. Umsóknarfrestur til 28. júlí. www.uvlf.sk/en Upplýsingar kaldasel@islandia.is og 8201071 Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Útileikfimi kl. 10. Félagsráðsfundur kl. 11. Pílukast kl. 13. Dansleikfimi kl. 14:15. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9:45-10:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13:00-13:10. Söguganga um hverfið okkar kl. 13:30-14:00. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könnunni. Félagsvist frá kl. 13:00. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna – opin vinnustofa 13:00-16:00. Bridge kl. 13:00. Spil og kaplar kl. 13:15. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10:00. Bridge kl. 12:30. Opið frá kl. 08:00 til 15:00 og heitt á könnunni frá kl. 08:30, frjáls spilamennska og handavinna.Tilvalið fyrir vina og vinkvennahópa að hittast. Hittumst í sumarskapi, gleðin býr í Borgum. Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni - Opin handverksstofa 9:00-12:00 - Opin handverksstofa 13:00-16:00 & síðdegiskaffið á sínum stað frá 14:30-15:30. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Öll hjartanlega velkomin til okkar :) Seltjarnarnes Kaffi í króknum frá kl. 9:00. Boccia í salnum á Skólabraut kl 10:00. Frjáls stund; handavinna samvera og kaffi kl. 13:00. Á morgun kl. 13:30 er Bingó í salnum á Skólabraut. Spjaldið kostar 250 kr. !'$&.'"'"%-#.%//,. )(+* Breyting á Aðalskipulagi Kaldrananes- hrepps 2010-2030 og nýtt deiliskipulag Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. apríl 2022 sl. að auglýsa tillögur að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýju deiliskipulagi í landi Ásmundarnes sem er bújörð við fjarðarbotn í Bjarnarfirði, milli Hallardalsár og Deildarár í samræmi við 31.gr. og 41.gr.skipulags laga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á landnotkun þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð (FS11) og iðnaðarsvæði (I11) á svæðinu. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir sjö frístundahúsalóðum á svæði sem er 3,8 ha og iðnaðarsvæðið sem er 5,3 ha að stærð. Skipulagstillagan veður til sýnis í húsnæði Verslunar- félgsins á Drangsnesi og á heimasíðu Kaldrananes- hrepps, drangsnes.is. Hver sá sem telur sig eiga hagsmuni að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillögurnar og gera athugasemdir við þær. Athugasemdum skal vinsamlegast skilað til skrifstofu Kaldrananeshrepps að Holtagötu, 520 Drangsnesi eða á netfangið skipulag@dalir.is í síðasta lagi fyrir 9. september 2022. Arwa Alfadhli, Skipulagsfulltrúi Kaldrananeshrepps. Rað- og smáauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Tilkynningar Vantar þig pípara? FINNA.is með morgun- !$#"nu ✝ Sigurður Ást- ráðsson fædd- ist 11. desember 1945 í Reykjavík. Hann lést á Ási í Hveragerði 16. júlí 2022. Foreldrar Sig- urðar voru Ástráð- ur Sigursteindórs- son, skólastjóri f. 1915, d. 2003, og Ingibjörg H. Jóels- dóttir, f. 1919, d. 2008. Systkini hans eru Valgeir, f. 1944, og Herdís, f. 1953. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðný Bjarnadóttir, f. 1950. Einkadóttir þeirra er Ásta Björk, f. 1976. Hennar eigin- maður er Willy Blumenstein, f. 1974. Synir þeirra eru Sigurður Bjarki, f. 2001, og Sólon, f. 2006. Sigurður var alinn upp í Laugarneshverfinu, Sigtúni 29. Hann lauk gagn- fræðaprófi og prófi í bílasmíði. Sig- urður bjó lengst af á Selfossi en þau hjónin fluttu þang- að ásamt dóttur ár- ið 1978. Starfsvett- vangur hans var alla tíð tengdur bíl- um og flutningum. Hann var rútu- og flutningabílstjóri. Stjórnaði eigin vöruflutningafyrirtæki um ára- bil á Selfossi og var síðar rekstrarstjóri Samskipa þar. Sigurður var félagslyndur og vinamargur, starfaði ungur í KFUM. Í Vatnaskógi lágu eftir hann mörg handtök sem voru honum kær. Hann var félagi í frímúrarareglunni. Sigurður verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, 27. júlí 2022, klukkan 14. Elskulegur tengdafaðir minn, Sigurður Ástráðsson, hefur kvatt okkur eftir langvinn og erfið veik- indi. Ég kynntist Sigga haustið 1996 þegar við Ásta, dóttir hans, byrj- uðum að vera saman. Ég sá strax að þarna væri litríkur og skemmti- legur karakter á ferð þar sem húmorinn var aldrei langt undan. Siggi tók mér strax opnum örmum og náðum við vel saman frá fyrstu kynnum. Á þessum árum rak hann Flutningamiðstöð Suðurlands og vann ég hjá honum tvö sumur á námsárunum. Þar var oft handa- gangur í öskjunni og sjaldnast lognmolla. Siggi var í sínu besta elementi þegar það var rúmlega meira en nóg að gera, helst með tvo síma á lofti, brett upp á ermar og handarbakið útkrotað. Ef það voru vandamál þá var ekkert sem ein Salem og kók í gleri gátu ekki lagað. Hann var alltaf vakinn og sofinn yfir vinnunni og skipti þá engu hvað klukkan sló það var allt- af hægt að ná í hann. Siggi elskaði að ferðast. Hér heima þekkti hann hverja þúfu með nafni eftir mörg ár í rútu- bransanum. Á ferðalögum um landið jós hann af fróðleik sínum um hina og þessa staði, menn og málefni svo eftir var tekið. Þegar kom að ferðalögum erlendis fannst honum ekkert skemmti- legra en að taka flug og bíl. Það þótti ekkert tiltökumál að keyra hundruð kílómetra með lauslegt plan í huga og láta svo bara ráðast hvar gist yrði, það myndi alltaf reddast. Honum var alls staðar vel tekið enda opinn og alþýðlegur í samskiptum. Þessar ferðir voru honum eftirminnilegastar og oft rifjaðar upp. Siggi var mikill fjölskyldumað- ur sem var alltaf boðinn og búinn til að rétta sínum nánustu hjálp- arhönd og skipti þá engu þótt keyra þyrfti tugi kílómetra til þess arna, alltaf var Siggi klár. Ómet- anleg er öll sú aðstoð sem við höf- um fengið í gegnum tíðina. Siggi vann í lottóinu þegar hann kynnt- ist eiginkonu sinni Guðnýju. Hún hefur verið honum og okkur fjöl- skyldunni stoð og stytta í gegnum lífið. Afadrengirnir voru í miklu uppáhaldi hjá Sigga og leið þeim hvergi betur en í góðu dekri hjá afa og ömmu á Selfossi. Þær stundir verða þeim ætíð ógleym- anlegar. Hið sama má segja um okkur Ástu sem höfum eytt ófáum gæðastundum hjá þeim hjónum á Selfossi. Sigga verður ætíð minnst fyrir mikinn dugnað og orkusemi. Hann var jafnframt einstakt góðmenni og vildi öllum vel, var með létta lund og mikill húmoristi. Manni leið ávallt vel í návist hans. Ég er afar þakklátur fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og munu minningar um þær lifa í hjarta mínu að eilífu. Hvíldu í friði, elsku Siggi minn. Willy Blumenstein. Minn kæri bróðir er látinn. Sorg og söknuður fylla hugann. Minningarnar hrannast upp. Hann hefur átt við erfið veikindi að stríða. Nú hefur hann fengið hvíldina. Það var erfitt en yndis- legt að fá að fylgja honum þessa leið. Diddi var alltaf glaður, hress og húmorinn hans alltaf til staðar. Við systkinin vorum alin upp á kristnu heimili og segjum stund- um að beðið hafi verið fyrir okkur um leið og við urðum til. Kristin- dómurinn og bænirnar hafa lifað með okkur alla tíð. Nú er gott að kunna að biðja, finna fyrir þakk- læti og eiga yndislegar minningar. Ég var átta árum yngri en Diddi og yfirmáta stolt af bróður mínum. Í gegnum lífið hef ég hitt fólk sem þekkti Didda og alstaðar hrósað honum. Hann átti það skil- ið. Alltaf hress, mannblendinn, hjálpsamur og greiðvikinn. Allir elskuðu Didda bróður. Hann elskaði fjölskylduna sína, elsku Guðnýju, Ástu Björk, Willy, Sigurð Bjarka og Sólon. Öll hafa þau elskað hann og staðið með honum eins og klettur. Far þú í friði elsku bróðir. Frið- ur Guðs þig blessi. Herdís Ástráðsdóttir. Látinn er góðvinur minn, Sig- urður Ástráðsson, eftir langdregin og erfið veikindi. Sigurður var mér góður vinur gegnum árin, átti allt- af eitthvað skemmtilegt í poka- horninu til að segja við mig, þannig að þegar við kvöddumst, var mér alltaf léttara í skapi en áður en við hittumst. Sigurður var góður faðir og eiginmaður, en kona hans og dóttir þeirra voru tvær meginstoð- ir í lífi hans. Hann hafði byggt sér góðan sumarbústað sem hann mátti vera stoltur af. Ég minnist með ánægju heimsókna minna til hans og hvernig hann sýndi mér staðinn og handverk sín. En nú er Sigurður horfinn til betri heima. Hann skildi veikindin og þjáningarnar eftir á jörðu hér og dvelur nú á betri stað. Ég trúi því að hann líti til okkar hinum megin frá af sömu góðvild og kær- leika og honum var svo lagið. Og okkur sem eftir sitjum má það vera huggun harmi gegn að hann getur nú gengið glaðbeittur til allra sinna verkefna, á sama hátt og hann gerði hérna megin. Ég votta eiginkonu hans, dóttur þeirra og öðrum aðstandendum innilega samúð mína. Björn Matthíasson. Föðurgarður Sigurðar Ástráðs- sonar og systkina hans í stórhrein- legu steinhúsinu númer 29 við Sig- tún í Reykjavík var sannkallað menningarheimili. Þar var svart- gljáandi slagharpa, sem hafði mjög eindregna návist, eins og stóru sjónvarpsskjáirnir núna, en auk þess forláta radíógrammófónn, hljómplötu- og bókasafn. Ungviðið sat með raddskrá (partitur) á hnjánum og hlýddi hugfangið á snilldarverk gömlu meistaranna. Áratugum síðar minntist Siggi þess kíminn, – reyndar var hann í gamla daga kallaður Diddi – hve oft „Das Wohltemperierte Klavier“ hefði borið á góma. Byggingin er tvö gólf og ris, auk jarðhæðar. Uppi á lofti áttu heima Sveinn Ólafsson, lágfiðluleikari og kona hans, Hanna Sigur- björnsdóttir, ásamt þremur sonum þeirra. Niðri var íbúð afa og ömmu Didda, Sigursteindórs Eiríkssonar frá Löndum á Hvalsnesi, konu hans, Sigríðar Jónsdóttur frá Káragerði í Vestur-Landeyjum, og Bjarna sonar þeirra. Í austasta húsinu við Sigtún áttu heima Friðjón, skrifstofustjóri Al- þingis, og Áslaug kona hans. Þeim, sem höfðu þá hamingju að kynnast sonum þeirra, er í barnsminni veg- legt dúfnahúsið á Steinatúninu, sem svo hét, þar nærri sem farið er um hlið íþróttavallarins í Laugar- dal núna. Manngengt var í það og veggir búnir hreiðurhólfum; hug- blærinn í þessu inni er ógleyman- legur. Diddi, sem alla ævi var léttur í lund og hláturmildur, rifjaði það stundum upp, að í Miðbæjarskóla hefði einn krakkinn „ekki rekist“, verið því komið fyrir í Laugarnes- skóla og orðið að taka sér far með strætisvagninum neðan úr bæ. En hann var svo heppinn að vera vísað til sætis við hliðina á Valgeiri, bróð- ur Didda. Viðurgerningurinn, sem hann naut árum saman á heimili guðfræðingsins Ástráðar skóla- stjóra og Ingibjargar konu hans – en þau voru foreldrar bræðranna og Herdísar, systur þeirra, – verð- ur aldrei fullþakkaður. Guð launi og blessi minningu þeirra góðu hjóna. Fyrst svo var komið heilsu Didda, sem raun ber vitni, þökkum við, í Jesú nafni, að hvíldin er kom- in, hvíldin heila og holla frá allri þraut. Í hendur Guði leggjum við þakkarefnin hans fyrir það sem líf- ið færði og krafði. Gjafaranum alls góðs felum við þakklætið til ástvin- anna fyrir það góða, sem þau reyndust honum. Megi gagnkvæm- ar þakkir þeirra fyrir það, sem Guð gaf þeim, bera yfir skugga tregans og sveipast skærri birtu þeirra fyr- irheita, sem við eigum í helgu vori, þar sem allt er orðið nýtt, og þar sem Sigurður Ástráðsson er að ei- lífu heill og sæll og blessaður í nafni Jesú Krists, sem fyrir hann er dá- inn og fyrir hann er upprisinn og geymir hann og gleður að eilífu. Gunnar Björnsson, pastor emeritus. Sigurður Ástráðsson Ástkær bróðir minn, ÓLAFUR ÞÓR FRIÐRIKSSON, verslunarmaður, áður til heimilis í Krummahólum 6, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 16. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 28. júlí klukkan 11. Páll Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.