Morgunblaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Margar samverkandi ástæður, sem flestar eiga sér á einhvern hátt rót í þeim lokunum sem giltu í heimsfar- aldri, ráða því að framboð á notuðum bílum er takmarkað um þessar mundir en salan jafnframt mikil. Þetta segja bílasalar í samtali við Morgunblaðið. Víðtækar lokanir sem grípa þurfti til vegna sóttvarna á Co- vid-tímanum réðu því að mjög hægði á framleiðslu nýrra ökutækja – og hér heima héldu bílaleigurnar að sér höndum í innkaupum sínum. Kaupa notaða bíla og greiða út í hönd Á ári hverju hafa bílaleigur keypt þúsundir nýrra bíla sem eftir notkun í að jafnaði tvö sumur eru seldir aft- ur. Slíkt hefur í raun verið undirstað- an í framboði notaðra bíla á Íslandi. Nú eru færri slíkir falir en oft áður, einmitt þegar sóttvörnum hefur ver- ið aflétt og margir eru á faraldsfæti. Niðurstaðan á bílamarkaði er því um margt óvenjuleg, eins og raunar á fleiri sviðum í viðskiptum um þessar mundir. „Eftirspurnin er mikil og allir bílar sem við fáum á söluskrá fara fljótt. Gildir þá einu hvort við erum með smábíl sem fer á kannski 500 þúsund krónur eða jeppa sem leggur sig á 10 til 12 milljónir kr.,“ segir Gunnar Haraldsson sem er sölustjóri notaðra bíla hjá Öskju. Þar kemur alltaf inn talsvert af uppítökubílum vegna kaupa á nýjum bílum, og æ fleiri vilja nú færa sig yfir í rafknúin ökutæki. Talsverð bið er hins vegar eftir slík- um sem veldur hægagangi á mark- aði. „Við erum líka gjarnan að kaupa notaða bíla sem fólk vill losna við strax. Greiðum þá slíka út í hönd og reynum þá að selja strax aftur. Þarna gildir þó sú regla að taka aðeins vel með farna bíla sem komist hafa í gegnum ástandsskoðun.“ Oft hefur júlímánuður verið lífleg- ur í bílaviðskiptum og þá ekki síst vikan fyrir verslunarmannahelgi. Þá hafa gjarnan jeppar runnið út eða þá stærri bílar sem geta dregið hjólhýsi eða slík tæki. Í dag segir Gunnar Haraldsson hins vegar takmarkað framboð á slíkum bílum, svo salan verði þá jafnari þvert á tegundir og gerðir. Fækkar á bílaplaninu hjá Rögnvaldi Rögnvaldur Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri á Bílasölu Selfoss, seg- ir að verulega sé farið að fækka á planinu hjá sér. Notaða bíla vanti á söluskrá svo eðlilegur gangur verði í viðskiptum. Allir bílasalar glími við þetta sama vandamál, sem helgast aftur af hægagangi í framleiðslu á nýjum ökutækjum. „Flæðið á markaði hefur riðlast. Fyrst vegna kórónuveirunnar en svo hefur Úkraínustríðið líka haft áhrif. Einstaka hlutir í bíla sem settir eru saman í stóru verksmiðjunum í Evr- ópu koma alltaf í nokkrum mæli frá fyrirtækjum í Úkraínu. Öll fram- leiðsla þar í landi er nú löskuð og sömuleiðis flutningsleiðir frá þeim,“ segir Rögnvaldur. Bætir hann við að áður hafi hjá íslensku bílaumboðun- um mátt ganga út frá því að af- greiðslufrestur á nýjum bílum væri 8-12 vikur. Nú þurfi að doka talsvert lengur, sérstaklega eftir rafmagns- bílum. Þegar óskað sé eftir slíkum í dag geti biðin verið 6 til 9 mánuðir, en sé stundum skemmri. „Vegna þess hve notaða bíla skort- ir mjög hefur myndast seljenda- markaður. Bílarnir seljast oft mjög nærri ásettu verði og tilboðum undir því er ekki tekið. Prúttið sem margir þekkja gengur ekki lengur,“ segir Rögnvaldur sem hefur starfað við bílasölu í meira en tuttugu ár og þekkir því vel til aðstæðna. Seljendamarkaður hefur myndast - Mikil sala á notuðum bílum - Framboð er takmarkað - Söluskrárnar að tæmast - Samverkandi ástæður - Ekki er lengur prúttað um verðið - Löng bið eftir nýjum bílum frá framleiðendum ytra Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bílasala Raðirnar eru farnar að þynnast og kaupendur eru fljótir að grípa þá bíla sem koma í sölu. Bílarnir seljast þá yfirleitt nærri skráðu gangverði. Gunnar Haraldsson Rögnvaldur Jóhannesson Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir við annan áfanga breikkunar Suðurlandsvegar, milli Hveragerðis og Selfoss, ganga fram- ar vonum. Umferð verður hleypt á helming kaflans strax í ágúst og verkið verður að mestu tilbúið fyrir áramót. Þetta upplýsir Ágúst Jakob Ólafsson, yfirverkstjóri hjá verktak- anum ÍAV, í viðtali á heimasíðu Vegagerðarinnar. Samkvæmt verksamningi ættu lok verksins að vera í lok september 2023 en starfsmenn ÍAV stefna að því að ljúka stærstum hluta verksins fyrir áramótin næstu. Hugsanlega verði þó einhver frágangur eftir. Ágúst segir að helstu vafaatriðin snúi að brúarsmíði á vegarkaflanum en vegagerðinni sjálfri verði örugg- lega lokið. Byggja þarf fimm brýr í þessu verki og er framkvæmdum lokið við þrjár þeirra. Það eru tvær brýr yfir Gljúfurholtsá og undirgöng við Þórustaði, við námuna í Ingólfsfjalli. „Við erum líka búnir að reisa tvenn reiðgöng og búnir að steypa upp undirgöngin við Kotströnd en erum að slá upp fyrir brúarplötunni núna. Svo erum við búnir að steypa einn vegg af fjórum í brú yfir Bakkár- holtsá,“ segir Ágúst. Hann segir að vegfarendur geti farið að hlakka til, því í ágúst verði umferð hleypt á stóran hluta nýja vegarins frá Kirkjuferjuvegi að nýja hringtorginu við Selfoss. „Við opn- um þennan hluta vegarins vonandi seinni hlutann í ágúst.“ Á kaflanum frá Kotströnd og að Kirkjuferjuvegi hefur verið byggður nýr vegur frá grunni, sem er ekki í sama vegstæði og gamli Hringveg- urinn. „Þar erum við búnir að ljúka við undirbyggingu og fyllingar. Á þeim kafla eru þessar tvær brýr, sem eru ekki enn fullreistar. Vonandi náum við að hleypa umferð á þann kafla í lok árs,“ segir Ágúst. Um þessar mundir eru um 55 manns að vinna við breikkun Suður- landsvegar, Hringvegar 1. Til verks- ins eru notuð um 30 tæki, allt frá vörubílum, ýtum og völturum til malbikunarvéla, grafa og hefla. Breikkun vegar á undan áætlun - Í ágúst verður umferð hleypt á stóran hluta vegarins frá hringtorgi við Selfoss Ljósmynd/Vegagerðin Suðurlandsvegur Nýja hringtorgið við Selfoss er að verða tilbúið. Hér er horft í vesturátt að Hveragerði. Umferð verður brátt hleypt á þennan kafla. Náttúruminjasafn Íslands bauð upp á spennandi steinagreiningu í gær. Voru margs konar ís- úrunni. Í júlí verður safnið með viðburði alla þriðjudaga kl. 14 á sýningu sinni í Perlunni. lenskir steinar skoðaðir og gestum kennt að þekkja og greina steina sem finnast úti í nátt- Gestum kennt að þekkja og greina náttúrusteina Morgunblaðið/Hákon Grunur er um að Brucella canis- bakteríusýking hafi komið upp í hundi hér á landi í fyrsta sinn. Matvælastofnun tilkynnti þetta í gær. Brucella canis veldur súnu, sem er sjúkdómur sem getur smit- ast á milli dýra og manna, en smit í fólk af völdum Brucella canis eru sjaldgæf. Samband hefur verið haft við þá sem eru taldir líklegastir til að hafa verið útsettir fyrir smiti. Helstu einkenni sjúkdómsins hjá hundum eru fósturlát seint á með- göngutíma, andvana eða veikburða hvolpar sem oft drepast fljótlega og bólgur í eistnalyppum hjá rökkum. Helsta smitleiðin milli dýra er pörun en náið samneyti milli hunda getur einnig valdið smiti. Fáum tilfellum af Brunella canis- sýkingu í fólki hefur verið lýst. Helsta hættan á smiti í fólki er frá vessum og vefjum við fæðingarhjálp á sýktum tíma. Sjúkdómurinn smit- ast almennt ekki á milli fólks. Menn smit- ast en þó sjaldan - Útlit fyrir Brucella canis-bakteríusýkingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.