Morgunblaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022 ✝ Ólafur D. Guð- mundsson fæddist 19. mars 1949 að Sólvangi, Krosseyrarvegi 7 í Hafnarfirði. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Brákar- hlíð í faðmi fjöl- skyldunnar, 17. júlí 2022, eftir stutta en hetjulega baráttu við krabbamein. Foreldrar Ólafs voru Elín Louise Cathinca Ólafsdóttir Davíðsson, f. 1920, d. 1971, Guð- mundur Marteinn Þórðarson, f. 1914, d. 1997 og stúpfaðir hans var Björgvin Helgi Magnússon, f. 1911, d. 1984. Systkini hans: Ólafur Pétursson, f. 1942, d. 1946, Gunnar Jóhann Guðbjörns- son, f. 1944, Hulda Cathinca Guð- mundsdóttir, f. 1948, Hilmar Guðmundsson, f. 1953, Þórunn Guðmundsdóttir, f. 1955 og Guð- björg Elsa Guðmundsdóttir, f. 1960. Þann 30. nóvember árið 1974 giftist Ólafur eftirlifandi eigin- konu sinni, Valgerði Jónasdóttur frá Signýjarstöðum í Hálsasveit, f. 11. júlí 1950. Börn þeirra eru: Ragnheiður Steina Ólafsdóttir, f. 1972, Jónas Björgvin Ólafsson, f. 1974 og Elín Erna Ólafsdóttir, f. 1976. Tengdabörn eru María Júl- ía Jónsdóttir og Finnur Einars- son. Barnabörn Ólafs eru níu talsins: Sigríður Vala, Arna Rún, Þórunn Birta, Harpa Rut, Ólafur Freyr, Dagbjört Rós, Þorsteinn Logi, Þóra Sóldís og Jónas Darri. Ólafur ólst upp að Sólvangi í Hafnarfirði en frá sex ára aldri varði hann öllum sumrum að Kal- manstungu í Hvítársíðu. Hann gekk í Lækjarskóla í Hafnarfirði til 12 ára aldurs, vann svo í Íshúsi Hafnarfjarðar til 14 ára aldurs og réð sig þá sem vinnumann að Gilsbakka í Hvítársíðu, þar sem hann starfaði næstu tíu árin. Haustið 1973 starfaði hann sem fjármaður á tilraunabúinu á Hesti í Borgarfirði. Ári seinna flutti fjölskyldan að Vilmundarstöðum í Reykholtsdal þar sem þau gerðust bændur og þá vann Ólafur í sláturhús- inu í Borgarnesi á haustin. Haustið 1977 fluttu þau að Kleppjárnsreykjum og vann Ólafur upp frá því við ýmis störf, svo sem múrverk, garð- yrkju og síðar sjómennsku, sem var hans aðalstarf í yfir 30 ár. Í síðasta túrnum sínum hélt hann upp á 70 ára afmælisdaginn sinn. Hjónin byggðu húsið Litla- Berg árið 1982, þar sem þau voru búsett til ársins 2003, árið sem þau fluttu í Álfaskjól í Hvít- ársíðu. Ein helsta ástríða Ólafs var hestamennska og hrossaræktun sem hann stundaði frá tvítugs- aldri. Hann var mjög vinnu- samur, einstaklega einbeittur og duglegur við allt það sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var með eindæmum ástríkur og lífs- glaður maður, gaf mikið af sér með kátínu, kímni og húmor og veitti fólki í kringum sig mikla athygli. Hann elskaði að vera með fjölskyldu og vinum, liggja í heita pottinum og njóta lífsins. Hann þreyttist ekki á því að hrósa og sýna barnabörnunum ást og elsku. Seinni árin naut hann þess líka að horfa á bolt- ann og Liverpool var hans lið í enska boltanum. Óli elskaði Gerðu sína ofurheitt og naut samvista með henni. Þau nutu þess að ferðast saman með hjól- hýsið, skoða landið og fara í veiðiferðir. Útför Ólafs fer fram frá Reykholtskirkju í dag, 27. júlí 2022, klukkan 14. Jarðsett verður í Gilsbakka- kirkjugarði í Hvítársíðu. Streymi: https://tinyurl.com/5bfxvn4x Í dag kveðjum við öðlinginn hann Ólaf Guðmundsson, eða Óla eins og hann var kallaður, eftir stutta og erfiða baráttu við krabbamein sem hann tókst á við af miklu æðruleysi. Óla kynnt- umst við hjónin fyrir um níu árum er hún Júlía okkar hóf samband við Jónas son þeirra eðalhjóna Óla og Gerðu. Betri tengdaforeldra og afa og ömmu fyrir börnin hennar er vart hægt að hugsa sér. Marg- ar góðar stundir höfum við hjónin átt með Óla, Gerðu og fjölskyldu. Óli var alltaf kátur og mikill prakkari sem gaman var að vera með. Verður hans sárt saknað. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku vinur. Hver minning dýrmæt perla er að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Gerða, Agga, Jónas, Júl- ía og börn Ella, Finnur og börn, við hjónin biðjum algóðan Guð að vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk á erfiðum tímum. Minningin um yndislegan mann lifir. Hvíl þú í friði, elsku Óli. Þóra og Jón. Jæja Óli minn, vinur minn, þá ert þú búinn að kveðja þessa jarð- vist. Örlögin ákváðu það en við eigum eftir að sakna þín mikið. Það var aðdáunarvert hvað þú varst ákveðinn að ná heilsu og fara í útilegu, allavega einu sinni enn, en það fór sem fór. Það var sko ekki til í dæminu að gefast upp. Gerða og Steinhildur voru saman í Kennó og fóru svo að vinna norður í landi og tókst með þeim mjög góð vinátta sem leiddi svo til þess að ég kynntist Óla vini mínum fyrir rúmlega 50 árum. Óli var úr sveitinni en ég af mölinni en þrátt fyrir það tókst mjög góð vin- átta á milli okkar. Óli var glaðlynd- ur og hress strákur sem var mikið í hestastússi, ræktun og eignaðist marga góða gæðinga sem gerðu garðinn frægan bæði heima og er- lendis. Fljótlega eftir að við kynnt- umst gaf Óli mér minn fyrsta hest, Feng, sem reyndist svo verða ljómandi reiðhestur sem allir gátu riðið. Og alltaf sá Óli um mína hesta, nema síðustu árin áður en ég hætti hestamennsku, sem stóð yfir í rúmlega 40 ár. Við hjónin og Óli og Gerða vorum vön að fara til Kanarí mörg síðustu árin og var einstaklega gaman að ferðast með þeim. Þá var gaman að sjá hvað Óli var feiminn að fara í stuttbux- ur en þá sögðu frúrnar að það væri enginn að horfa á svona gamla karla eins og okkur en þær sögð- ust vera orðnar vanar þessum spóaleggjum okkar. Í ferðalögum okkar innanlands var alltaf farið af stað um morguninn í síðasta lagi kl. 10, Óli sá alltaf til þess. Óli sagði mér oft að hann kynni ekki neitt, gæti ekki neitt en flestir vita að hann var mjög fjárglöggur, bráðlaginn við hross og smíðar eða hvað sem hann tók sér fyrir hend- ur. Eftir að Óli hætti á sjó komst sá skemmtilegi siður á að við borð- uðum saman oft um helgar þegar þannig stóð á og spiluðum rúllu. Við hjónin sendum okkur innileg- ustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Kristján og Steinhildur. Ólafur D. Guðmundsson virkilega á að geta ekki verið heima og verið viðstaddur útför þína. Þú, sem varst mér alltaf svo góð og ert hjartahlýjasti einstak- lingur sem ég hef kynnst á minni lífsleið. Þú máttir aldrei heyra eða sjá að einhver hefði það bágt, því þá varst þú sú fyrsta sem bauðst fram aðstoð – hvort sem það nú var að prjóna á viðkom- andi peysu, húfu, vettlinga eða gera eitthvað annað. Þú varst líka eina manneskjan sem aldrei misstir trúna á mér, þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem ég átti við að stríða á minni skóla- göngu vegna meðfæddrar les- blindu minnar. Þú barðist eins og særð ljónynja til að hjálpa mér við þessa erfiðu skólagöngu. Þeg- ar ég kom heim með einkunnir mínar; lestur 1,2, skrift 0,8 og reikningur 1,3, þá varst það þú, elsku besta mamma mín, sem stappaðir í mig stálinu og sýndir mér ljósið framundan. Þú gafst aldrei upp þrátt fyrir að kenn- ararnir tönnluðust á því, hvað eftir annað, hvað ég væri heimsk- ur og vitlaus. Þú gafst aldrei upp og án þessa stuðnings veit ég ekki hvað hefði orðið um mig. Fyrir þetta og svo ótal ótal margt fleira verð ég þér ævinlega þakk- látur. Meira að segja þegar ég lá fótbrotinn heima, þá greiddir þú kennurum aukalega fyrir að koma heim og reyna að troða ein- hverri visku í kollinn á mér. Ég man að ég heyrði einu sinni til þín og Péturs kennara þegar þið vorið að fá ykkur kaffisopa eftir eina kennslustundina og hann var að reyna að skýra út fyrir þér að þetta væri vitavonlaust, því drengurinn væri bara fæddur sauður. Ég man vel hversu reið þú varðst við þessi ummæli. En nú ferð þú inn í sumar- landið og hittir vonandi pabba og þið takið upp þráðinn þar sem frá var horfið á sínum tíma við að spila á spil. Þá verður ekkert gefið eftir frekar en fyrri daginn. Ég man svo vel að þú rúllaðir karlinum upp trekk í trekk og þá fékkstu nú aldeilis að heyra það frá honum og það alveg óþvegið. Þín verður svo sannarlega sárt saknað – ekkert kaffi lengur, engar kleinur, eng- in brúnterta eða kókoskaka að ekki sé nú minnst á að taka í spil. Það tekur mig svo sannarlega sárar en tárum taki að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn, elsku, elsku mamma mín, en ég vil kveðja þig með þessu ljóði: Við kveðjum þig kæra mamma með kinnar votar af tárum á ást þinni enginn vafi til okkar við gæfu þá bárum Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju og gleðifundum Ástúð er sorgum eyddi athvarf á reynslustundum Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína Englar hjá Guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ókunnur) Þinn einkasonur, staddur á 06°57 N og 80°19W við Panama- skurð. Axel Jónsson, stórskipstjóri. „Hún er svo dugnaðarleg og rösk þessi unga kona, konan hans Jóns Sveinssonar á Fisk- hól,“ segir mamma, þar sem hún Sigga rennir upp að Kaupfélag- inu á Landróvernum á fallegum haustdegi. Við vorum nýflutt hingað aft- ur og vorum að byrja okkar ný- byggingu á Fiskhólnum. Sigga og Jón bjuggu þá í „gamla“ Fiskhólshúsinu, því merkilega húsi, þar sem margir byrjuðu sinn búskap. Þau byggðu síðan nýja húsið sitt við Fiskhólinn neðar við götuna og bjuggu þar lengst af. Góður granni er gulli betri. Litla samfélagið á Fiskhólnum var gott samfélag, nokkrar ung- ar barnafjölskyldur. Krakka- skarinn lék sér í frelsinu dag út og dag inn, aðalleikvangurinn hóllinn og fjaran þar sem sjórinn flæddi upp að á góðum dögum. Fljótt varð góður samgangur á milli heimila okkar Siggu og Jóns. Axel litli kom og fékk mótatimbur í flekasmíðina og undi mörgum stundum við sigl- ingar ýmiss konar á sjónum austan við Fiskhólinn. Hefur sú undirstaða nýst honum vel í ferðalögum hans um heimsins höf. Ragga, unglingurinn, kom oft og fékk að kíkja í bókaskáp- inn, bókaormurinn. Svo var það hún Sveinbjörg, jafn gömul Elvari Erni okkar – þau urðu al- gjörar samlokur í krakkahópn- um á Hólnum og kölluðu ekki allt ömmu sína. Þau eignuðust svo sína vini og vinkonur litlu skötuhjúin, en hann Elvar hélt áfram reglulegum heimsóknum til vina sinna, Siggu og Jóns, og tóku þau nokkra slagi af kasínu saman. „Hann Elli minn“ sagði Sigga og Jón kallaði hann „dýrðardindilinn“, nartaði kannski líka aðeins í eyrað á honum þegar hann kom. Þeir horfðu saman á fótboltaleiki og skemmtu sér konunglega og Sigga ætíð til staðar líka. Dóra litla sá fljótt hvað þessar heim- sóknir voru eftirsóknarverðar og fór að smokra sér með bróð- ur sínum í eina og eina kvöld- heimsókn. Vandaðist aðeins málið þegar halda skyldi heim, það bjó víst fjörulalli í hlöðunni, við gamla húsið og svart bagga- gatið var ógnandi í rökkrinu. Sigga og Jón sáu við því, Jón fylgdi henni heim og kvaddi hana alltaf með orðunum: „Þú ert yndisleg“ . Hvað er til betra? Selma, litla systirin, mætti að- eins of seint til að upplifa þessi ævintýri. Árin liðu, fjölskyldurnar stækkuðu, þá komu tengda- börnin og barnabörnunum fjölg- aði. Alltaf gott að hitta þessa vini þegar tækifæri gafst. Með fjölskyldunni sinni ræktuðu Sigga og Jón alla tíð allt það fal- legasta og besta sem hægt er að gefa. Það er dýrmæti sem aldrei verður frá neinum tekið. Minnumst með virðingu og þökk þeirra elskulegu hjóna, Siggu og Jóns á Fiskhól. Sendum ástvinum öllum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Gerða, Unnsteinn og fjölskylda. sem oft áður sagði Gunnar: „Ekk- ert mál, afi minn.“ Það er erfitt að hugsa til þess að þinni jarðvist sé lokið, fyrsta barnabarnið okkar og enn svo ungur. Þú hafðir orðið mikla færni til að rata um frum- skóg flugfargjalda og uppfylltir oft drauma þína um ferðalög með mjög hagkvæmum hætti auk þess sem þú aðstoðaðir aðra með það sama. Tölvukunnátta þín var gagnleg, enda nutum við oft að- stoðar þinnar við flókin tölvu- verkefni. Þú notaðir oft gistingar þeirra sem buðu fram „sófa- gistingu“ án greiðslu, og hýstir með sama hætti marga erlenda gesti. Við andlát þitt kom í ljós hve vinmargur þú varst, bæði hér- lendis og erlendis, enda vel kynntur í dansinum og þátttöku í ýmsum félagshreyfingum. Þú varst barngóður og gafst þér tíma til að tala við yngri frænd- systkini þín, sem öll litu upp til þín og dáðust að hári þínu og skeggi. Þitt mikla skegg leiddi til þátttöku þinnar í kvikmyndum, ekki síst frá víkingatímabilinu. Það voru fleiri en ég sem höfðu þá von að þú myndir leggja lið við starfsemi Komið og dansið þegar þú værir búinn að skoða heiminn. Hvíl í friði, Gunnar minn, og ég veit að þú leggur lið öllum þeim góðu málum sem á vegi þínum verða. Samúðarkveðjur sendum við, ég og amma þín, sérstaklega til mömmu þinnar og systkina þinna sem sakna þín mikið. Þú varst dáður af þeim og góð fyrirmynd. Þinn móðurafi, Gunnar Þorláksson. Við fengum þá sorgarfrétt frá Barcelona að bróðursonur minn Gunnar Þór væri látinn. Andlát koma manni alltaf á óvart, ekki síst á ungu fólki. Það eru ekki lið- in nema rétt þrjú ár síðan bróðir minn og faðir Gunnars, Einar Þór, yfirgaf okkur og það sár er ekki gróið enn. Það sem kemur fyrst í hugann þegar hugsað er til Gunnars er að í kringum hann var alltaf líf og fjör og alltaf var hann tilbúinn til að taka þátt í öllum þeim uppá- komum sem Einsi bróðir fann upp á. Skipti ekki máli hvort það var að klæðast þjóðbúningum á sautjánda júní eða leika jólasvein til að keyra út jólagjafir. Það er ógleymanleg minning þegar Gunnar var um tveggja ára gamall og víxlaði aðeins langöfum sínum. Honum var sagt að langafi væri dáinn og kominn til guðs. Stuttu síðar kom hinn langafinn í heimsókn og þá sagði Gunnar kampakátur: „Afi, ertu kominn aftur frá guði?“ Annað sem við munum alltaf eftir er þegar Gunnar bjargaði heimsókn frændsystkina frá Þýskalandi. Þau komu í heim- sókn í Dokkuna talandi bara þýsku sem amman og afinn kunnu ekki mikið í. Táningurinn Gunnar kom þá í heimsókn og með hjálp menntaskólaþýskunn- ar gerði hann heimsókn þeirra ógleymanlega. Einu vorum við föðurfólkið hans stolt af og það var hversu góður dansari Gunnar var, held ég geti alveg fullyrt að hann var sá eini í stórfjölskyldunni sem gat tekið dansspor án þess að traðka á tám allra í kring eða detta kylli- flatur í öðru skrefi. Okkur er svo minnisstætt þegar hann dansaði í brúðkaupi Jóns og Helenu að við erum enn að tala um það 20 árum síðar. Við föðurfólkið sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Kollu, Kristínar og annarra að- standanda. Árni G. Jónsson. Svo sannarlega má segja að laglínan „Lífið er glaumur, gleði, gaman“ úr laginu Þýtur í laufi, bálið brennur, hafi verið einn- kunnarorð Gunnars Þórs, elsta systkinabarns míns, sem naut lífsins í Barcelona þegar hann féll frá, langt fyrir aldur fram. Við áttum það sameiginlegt að þessi borg náði tökum á okkur. Bæði náðum við að búa þar, þó að nokk- ur ár hafi verið á milli búsetu okk- ar þar. Þegar ég minnist Gunnars Þórs, þá sé ég hann fyrir mér syngjandi, dansandi, að segja sögur eða bara að spjalla um allt og ekkert við mig, son minn eða hvern sem á vegi hans varð. Hann var alltaf að skipuleggja næsta ævintýri, hvort heldur sem það var á Íslandi eða í öðrum heims- hlutum en ferðalög voru eitt af því sem hann naut hvað mest. Að henda sér í sófa hjá þeim sem bjuggu á svæðinu sem hann fór til eða taka á móti fólki í sinn sófa, gerði það að verkum að hann komst strax inn í lífið á staðnum og eignaðist vini um allan heim, enda var hann fljótur að mynda tengsl við fólk. Það voru þung spor að fylgja fjölskyldunni að sækja þig til Barcelona elsku Gunnar minn. Á sama tíma var ómetanlegt fyrir okkur að hitta fjölmarga vini þína í Barcelona eða „Barcelona family“ eins og þið kölluðuð ykk- ur og fá að heyra hvar og hvernig þau kynntust þér. Algengast var að samtalið hæfist á því að þú segðir „Hello my friend“ og áður en kvöldið var liðið var samtalið orðið dýpra og vináttuneistinn tendraður. Flestir minntust faðmlaganna þinna, sem voru þétt og föst og stóðu oft í dágóðan tíma, að syngja með þér, hlusta á þig syngja, að dansa við þig eða horfa á þig dansa þar sem þú lékst á als oddi. Þú kynntir þig oft og varst þekktur sem Thor the Icelandic Viking, Gentleman Vik- ing og Thunder. Við Guðmundur Ragnar sonur minn minnumst allra góðu og skemmtilegu stundanna með þér í gegnum árin, hvort sem það var í afmælum, jólaboðum eða á öðr- um fjölskyldusamverustundum ásamt gæðastundum í Galta- lækjarskógi, sumarparadís stór- fjölskyldunnar. Það er svo sannarlega hægt að segja að þú hafir þotið í gegnum laufin í glaum og gleði með gam- an og jákvæðni að leiðarljósi. En nú er bál þitt tendrað á nýjum stað, hvort heldur þú hefur valið að ferðast til guðs- eða goða- heima. Ég veit þú heldur áfram að syngja og dansa í glaumi, gleði og hafa gaman af, elsku íslenski víkingurinn okkar. Kærleiksknúskveðjufaðmlag, Lilja og Guðmundur Ragnar. Nú er komið að kveðjustund, elsku Gunnar Þór. Það var mikil eftirvænting á mínu heimili þegar von var á þér í heiminn Gunnar Þór, þú varst fyrsta barnabarn Kolbrúnar ömmu þinnar og Gunnars afa og fyrsta systkinabarnið mitt. Það var heilmikil ábyrgð fannst mér að verða móðursystir og kom það oft í minn hlut að passa þig þegar þú varst lítill. Ég man að ég pass- aði þig sumarið þegar þú varst rétt sex mánaða gamall, ásamt ömmu þinni, þegar mamma þín var farin að vinna eftir fæðingar- orlofið. Ég man hvað ég gekk stolt um hverfið með þig í litla græna barnavagninum, enda fannst mér þú vera fallegasta barnið í þessum heimi. Þú varst alveg sérstaklega blíður, góður og brosmildur, með stór og falleg blá augu, algjör krúttbomba. Þú varst svo skýr og klár og fljótur að læra. Þú varst farinn að lesa strax á leikskólaaldri og gast les- ið sumar bækur bæði áfram og aftur á bak Þú varst strax mikið náttúru- barn og alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. Þú varst í skátun- um, æfðir dans o.fl. Þér fannst gaman að syngja og þegar þú varst lítill tókst þú þátt í söngva- keppni barna í Galtalæk. Ég man ennþá vel hvað þú söngst fallega og skýrt. Það er minnisstætt hvað þér fannst gaman að dansa, alveg frá því að þú varst lítill strákur í sam- kvæmisdönsunum og sem ung- lingur í Komið og dansið, þar sem þú dansaðir við mömmu þína og ömmu báðar í einu og vafðir þeim um fingur þér. Síðan fannstu þinn eigin danstakt sem var lindy hop og varst í stórum danshóp, bæði hér heima og erlendis. Þér fannst alltaf gaman að ferðast og nýttir hvert tækifæri til þess. Það var aðdáunarvert hvað þú varst opinn fyrir lífinu og tilverunni og tilbúinn að hleypa fólki að þér og kynnast því, hvað- an sem það var úr veröldinni, enda hafðir þú stóran og þéttan faðm og umvafðir alla þína vini og fjölskyldu. Þú varst alltaf fjölskylduræk- inn og mættir í öll fjölskylduboð sem þú komst í og það var alltaf jafn gaman og skemmtilegt að spjalla við þig. Yngri frændsystk- inum þínum fannst þú vera glað- legur, skemmtilegur og framandi með þitt síða skegg og þitt vík- ingalega útlit og fas. Elsku Gunnar Þór. Takk fyrir samfylgdina í þessu lífsins ferða- lagi hér á jörð. Þín verður sárt saknað. Elsku Kristín Þóra, Einar, Kolbrún Þóra, Kristinn Már, Guðbjörg Heiða og Baldur Heið- ar. Okkar dýpstu samúðarkveðj- ur á þessum erfiðu tímum. María Gunnarsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.