Morgunblaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 2
J ón Guðmundsson garðyrkju- fræðingur og eigandi Rækt- unarstöðvarinnar í Miðvogi á Akranesi er áhugamaður um ýmis tré, meðal annars ávaxtatré. „Við seljum eingöngu tré sem við höfum sannreynt að þroski almennileg aldin hér á landi. Ég hef líka starfað sem garðyrkjuverktaki í rúman áratug með áherslu á græna hlut- ann af garðyrkju en ekki hellur eða vinnu með grjót heldur ein- göngu plöntur,“ segir Jón, sem er menntað- ur í garðplöntufram- leiðslu. „Ég vinn að mestu einn yfir veturinn en hef verið með tíu til tólf starfsmenn yfir sumarið síðustu árin.“ Eplatrén vekja áhuga Það sem hefur í gegnum tíðina vakið sérstakan áhuga almenn- ings eru þær samanburð- artilraunir sem Jón hefur unnið með ávaxtatré og ýmsar nytja- plöntur eins og grænmeti og berj- arunna. Jón hefur verið ötull við að koma þekkingu sinni áfram í formi greinaskrifa og einnig kom- ið að ritun nokkurra bóka um garðyrkju. „Í gegnum árin hef ég prófað nokkur hundruð ávaxtatré og berjarunna af misjöfnum uppruna og tegundum. Margt hefur komið frá Norð- urlöndunum en einnig frá Kanada, Rússlandi og víðar. Ár- angurinn hefur oft verið mjög góður en svo hafa líka kom- ið rýr ár en alltaf hefur þó komið uppskera á nokkur tré sem hafa skilað miklum gæðum. Eplin eru mjög misjöfn, bæði hvað varðar gæði, þroskunarmöguleika og þroska, og er lykilatriði að hafa tré af góðu yrki. Tré af óhentugu yrki nær ekki einu sinni að þroska ald- in á góðum ræktunarárum, en þau heppilegustu hafa feng- ið fullþroskuð aldin á verstu og köldustu tímum,“ segir Jón og útskýrir að ræktunin miðist mikið við sumarhit- ann, sem er í lægsta lagi hjá okkur hér á Íslandi. „Vetrarkuldinn hefur engin áhrif þar sem harðgerð ávaxtatré þola mínus þrjátíu gráður á celsíus og jafnvel meiri kulda. Við höfum fengið vel þroskuð aldin á bæði epla- og perutré en líka á plómu- og kirsuberjatré.“ Mikilvægt að velja staðinn vel Jón útskýrir að vinnan snúist um að meta gæði aldina og þroskunarmöguleika þeirra. „Það er ekkert gagn að hálfþroskuðum grænjöxl- um. Þegar rækta á ávaxtatré utandyra er mjög mikilvægt að velja gott tré en einnig sólríkan og skjól- góðan vaxtarstað þar sem sólin skín í það minnsta hálfan daginn. Einnig þarf að huga vel að næringu trjánna og að- stoða þau við að verjast meindýr- um.“ Jón hefur helst áhyggur af trjám sem lenda í næringars- nauðum jarðvegi í sumarbú- staðalöndum, þeim sem eru í reiðuleysi og vanhirðu. „Það má bæta úr þessu með eftirliti og umhirðu en sums staðar er sumarið of stutt, þá helst inn til lands- ins. Eplatré eins og önnur ávaxtatré er ágrætt á harð- gerða rót og ræktað í tvö til þrjú ár áður en það er gróð- ursett. Fyrstu eplin geta svo komið þremur til fimm árum frá gróðursetningu en stund- um fyrr og stundum síðar. Það fer allt eftir tíðarfari og aðstæðum.“ Ræktunaráhuginn hefur lengi blundað í Jóni sem hefur haft greinina að aðalstarfi í þrjátíu ár. „Áhuginn virðist svo berast áfram en dætur mínar eru með mér á sumrin og létta mikið undir með mér.“ Jón Guðmundsson er einn færasti sérfræðingur lands- ins í eplaræktun enda hefur hann stundað saman- burðarrannsóknir í ávaxta- ræktun í tvo áratugi. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Þessi fallegu hindber ræktar Jón. Það er áhugavert að sjá hversu margir hafa áhuga á því að rækta eitthvað mat- arkyns í garðinum. Jón hefur áratuga reynslu af því að rækta epli og er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í því. Jón Guð- mundsson hefur starf- að við garðyrkju í þrjátíu ár. „Eplin erumjögmisjöfn“ Ljósmynd/Colourbox Jón hefur verið að prófa sig áfram í alls konar ræktun. Á þessum tíma eru fyrstu blómin á epla- trjánum að opnast. Það er vanalega þannig á meðalári. 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Winkel Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is, Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is, Snæfríður Ingadóttir snaeja@gmail.com, María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Lífshlaup fólks skiptist í nokkur tímabil. Þegar fólk er ungt reynir það að koma undir sig fótunum og kaupa sér litla íbúð. Svo stækkar það við sig og á einhverjum tímapunkti flytur fólk í sérbýlið sem það hefur alltaf dreymt um að búa í. Sérbýli með eigin garði og helst bílskúr. Fólk lærir að rækta garðinn sinn og ef fólk nær tengingu getur garðvinnan veitt fólki mikla lífsfyllingu. Svo eldist fólk og hættir að hafa heilsu til að liggja á fjórum fótum í blómabeðum eða ýta sláttuvélum á undan sér. Þá fer fólk að íhuga að minnka við sig. Selja sérbýlið með garðinum og kaupa íbúð í blokk svo það losni við kvaðir sem fylgja garð- vinnu og viðhaldi. Fjórða iðnbyltingin hefur ekki bara fært okkur félagsmiða og parað saman fólk í gegnum Tinder. Fjórða iðnbyltingin hefur gert það að verkum að við getum keypt græjur sem auðvelda okkur lífið svo um munar. Ryksuguróbótar eru gott dæmi um slík tækniundur. Ef við eigum réttu græjurnar er líklegt að við getum búið lengur í því umhverfi sem okkur líður best í. Eitt gott dæmi. Fyrir nokkrum árum síðan vantaði mig sláttu- vél. Mér var ráðlagt að kaupa sláttuvél með svissneskum mót- or því þannig græja myndi endast mér út lífið. Ég saup hveljur þegar ég áttaði mig á því hvað gripurinn kostaði. Kallaði fram falskt bros meðan ég kveikti í kortinu mínu við kassann. Til þess að milda sjokkið laug ég því að sjálfri mér að það væri sérlega valdeflandi að vera ekki orðin fertug og eiga sláttuvél með stórri vél og svissneskum mótor. Ég þeystist um grasflöt- ina með þetta tryllitæki fyrir framan mig og leit á þetta sem sér- lega líkamsræktaræfingu. Það hefði náttúrlega verið frábært ef fjórða iðnbyltingin hefði verið búin að segja heiminum að fólk yrði að eiga púlsmæli. Þá hefði ég getað mælt hitaeininga- bruna á meðan ég dröslaðist um með stöðutáknið ógurlega. Svo liðu árin. Lífið breyttist, heimurinn breyttist og eig- inmaður kom til sögunnar. Í fyrra fluttum við fjölskyldan og þá kom stöðutáknið óg- urlega að góðum notum. Húsbóndinn á heimilinu hafði tekið við keflinu og leit á það sem sitt verkefni að slá. Allt gekk þetta ágætlega þannig séð. Eða þangað til mágur minn, eðlisfræð- ingurinn sem smíðar gervihnetti fyrir heimsbyggðina, kom í heimsókn. Hann sagði að þetta væri ekki nógu gott. Það væri slök nýting á tíma að þeytast um garðinn með sláttuvél fyrir framan sig. Hann sagði að við yrðum að eignast sláttuvélavél- menni. Á dögunum mætti hann með slíka græju heim til okkar og þeir bræður komu henni í gagnið. Sláttuvélavélmennið er stillt þannig að það slær grasið á hverjum degi. Á þessum 14 tíma vökt- um vélmennisins verður grasið enn þá fallegra og illgresi og blöðkur ná ekki að vaxa. Við hjónin fylgjumst dolfallin með því vinna í garðinum meðan við slökum á og segjum hvort öðru sögur. Það eina sem truflar mig við þetta er að rándýra fjárfestingin og valdefl- ingartólið er nú ónotað inni í bílskúr og mun lík- lega smám saman grotna nið- ur vegna hreyfingarleysis. Sagan af sláttu- vélavélmenninu MartaMaría Winkel Jónasdóttir Lyfjalausmeðferð án þekktra aukaverkana. Bionette er hentugt tæki sem notar ljóstækni til að draga úr einkennumofnæmis- kvefs s.s. hnerra, kláða, höfuðverk, nefrennsli, nefstíflu og tárvotum augum. Bionette hentar vel gegn frjókornumúr trjám, grasi, illgresi og blómum.Myglu, gróum frá plöntum, ryki, rykmaurum, dýrumog öðrum loftbornumofnæmisvökum. HEILSAÐUVORINU Bólgueyðandi ljósameðferð gegn einkennum ofnæmiskvefs Fæst í apótekum Sölustaði má finna á facebook.com/bionetteisland Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is Ljósinu er stungið upp í nasirnar, kveikt á því og haft þangað til það slokknar (um 4mín.). Má nota tvisvar til þrisvar á dag við upphaf einkenna. Síðan eftir þörfum þegar einkenni hafa lagast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.