Morgunblaðið - 27.05.2022, Side 4

Morgunblaðið - 27.05.2022, Side 4
Bjarnheiður Erlendsdóttir garðhönnuður segir að það sé oft gott að fá fagaðila til þess að hanna garðinn. Garðurinn verði bæði fallegri og svo getur garðhönnuðurinn verið málamiðlari ef hjón eru ekki sammála um hvernig hlutirnir eiga að vera. Marta MaríaWinkel Jónasdóttir | mm@mbl.is S tundum koma pör eða hjón sem hafa misjafnar skoðanir á því hvernig þetta á að vera og þá er mjög skemmtilegt að geta sætt þeirra ólíku sjónarmið svo báðir aðilar fari ánægðir frá mér,“ segir Bjarnheiður. Sumir eru með mjög fastar skoðanir á því hvernig þeir vilja hafa drauminn. Fólki finnst gott að fá þetta teiknað upp til að sjá hvort þetta gangi upp eins og þeir hafa hugsað sér. Svo eru aðrir sem hafa enga hugmynd um hvað þeir vilja og þá legg ég fyrir þau hug- myndir og teikna upp. Þá er enn og aftur kostur að hafa þetta í þrívídd, því fólk skilur hana svo vel. Það er líka ýmislegt sem getur vafist fyrir fólki, sérstaklega þegar kemur að því að setja upp pall. Fólk er oft í vandræðum með að sjá fyrir sér hvernig hann eigi að vera og hvar staðsetja skuli pottinn,“ segir Bjarn- heiður. Spurð um heita pottinn í garðinum segir hún að hann eigi alls ekki að fara á besta stað- inn. „Við sjálf viljum besta og sólríkasta svæðið því við erum meira á pallinum en í pottinum, potturinn á að fá næstbesta staðinn,“ segir hún og hlær og segir að í dag sé pallaefni að breytast mikið. „Sérstök klæðning sem sett er á potta- svæði, bekki og útieldhús gerir hlutina eins og mublur og tekur sumar- bústaðaútlitið í burtu.“ Í dag eru það frekar breið borð sem liggja lárétt og eru klædd utan á staurana svo fólk sjái þá ekki. „Stundum gengur eitthvað af timbri af þeg- ar pallur er smíðaður og þá er tilvalið að smíða gróðurker úr þessum afgöngum, en þau geta verið hvernig sem fólk vill í laginu. Þegar það er búið að smíða kerin er svo klæddur sökkuldúkur í það að innan til að vernda við- inn og svo er tilvalið að setja sterkleg hjól undir kerin svo það sé auðvelt að færa þau í skjól þegar veður er vont,“ segir Bjarnheiður og bætir því við að í dag séu útisturtur, útield- hús og kaldir pottar vinsæl viðbót í garðinn. Hjón geta verið ósammála og þá er gott að fá aðstoð Bjarnheiður Erlendsdóttir garðhönnuður starfar í Húsasmiðjunni. Vilmundur Hansen blaðamaður með meiru veit hvað klukkan slær þeg- ar garðurinn er annars vegar. Hann stofnaði hóp á Facebook í aðdrag- anda bankahrunsins sem telur nú 45 þúsund manns sem skiptast á skoðunum um bestu leiðirnar til að gera garðinn frábæran. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is V ilmundur Hansen blaðamaður á Bændablaðinu er bæði garðyrkju- fræðingur og grasafræðingur að mennt. Hann er einnig ráðgjafi og stofnandi facebooksíðunnar Ræktaðu garð- inn þinn – Garðyrkjuráðgjöf, þar sem 45 þúsund landsmanna fylgjast spennt með öllu því sem tengist garðinum. Að tala um garða við Vilmund er áhugavert og skemmtilegt. Hann er bæði með puttann á púlsinum hvað viðkemur því nýjasta í görðum okkar og svo segir hann eitthvað svo skemmtilega frá. „Garðar landsmanna taka breytingum með tískusveiflum tíðarandans. Nú vilja flest- ir vera með viðhaldsfría garða en það er ein- faldlega ekki hægt. Það fylgir því ákveðin vinna að eiga garð. Nú er einnig vinsælt að vera með nytja- plöntur í garðinum og svolítið blómstrandi tré. Kirsuberjatré eru vinsælustu trén í dag en þegar ég tala um nytjaplöntur þá á ég við mat- jurtir á borð við jarðarber, vínber, krydd, kál og salat svo eitthvað sé nefnt.“ Ótrúlegt hvað fólk er viljugt Hver eru tildrög þess að þú stofnaðir Rækt- aðu garðinn á Facebook? „Það eru 13 ár frá stofnun hópsins en hann var stofnaður í aðdraganda hrunsins. Það sem gerðist var að ég var að vinna sem blaðamaður á Aðspurður uverjir séu þarna inni á Facebook segir hann það vera bæði áhugafólk um garðrækt en einnig fagfólk „Fagfólkið kemur að því að svara ótrú- legum fjölda spurninga frá almenningi. Mér finnst eiginlega ótrúlegt hvað fólk er viljugt að svara hvert öðru og hvað fólk er ófeimið við að spyrja.“ „Þá verð ég frekar harður“ Var ekki smávegis áskorun að sleppa tök- unum og leyfa fleiri sérfræðingum að koma að því að svara almenningi þarna inni? „Nei, mér þótti það ekkert skrítið. Ég hef aldrei litið á síðuna þannig og bara fundist fínt ef fleiri eru að svara þarna inni en bara ég. Ég verð í raun alltaf glaður þegar fleiri koma skoðunum sín- um þarna inn. Það er frekar önnur saga að segja frá því þegar fólk ætlar að nýta hópinn til að auglýsa vörur og þjónustu. Þá verð ég frekar harður og hendi þeim út. Ástæðan fyrir því er sú að þetta er ekki auglýsingavefur heldur fræðsluvefur. Ég hef þá fengið spurninguna af hverju ég sé þá að auglýsa mína eigin ráðgjöf, en það er önnur saga. Ég segi við þann hóp að bíta bara í sig og spái nú ekki meira í það.“ Mikilvægt að leita fyrst og spyrja svo Hver er skrítnasta spurning sem þú hefur fengið inni í hópnum? „Ég man það nú ekki alveg en stundum eru sömu spurningarnar að koma upp aftur og aftur og það getur verið leiðigjarnt að endurtaka svörin. Þá reyni ég að beina því til fólks að hópurinn er einn stór upplýs- ingabanki og hægt er að fara í stækkunar- glerið í horninu, slá inn leitarorð og finna hvort umræða hafi átt sér stað um málefnið áður.“ Þar sem Vilmundur er grasafræðingur er forvitnilegt að vita hvernig hægt er að ná gras- inu í kringum húsið frábæru. „Það er talsvert erfitt og töluverð vinna. Bara það að rækta smá blett fyrir framan garðinn sinn er meira en rétt að segja það. Svo er gras ekki bara gras. Það eru til fjölmargar tegundir af grasi og ef þú vilt hafa fallegan blett við húsið, þá þarftu að hugsa verulega vel um hann, slá hann reglulega, setja kalk og áburð á grasið og hugsa almennt mjög vel um það. Þannig að ef þú vilt hafa fallegan garð þá verðurðu að hafa fyrir honum,“ svarar Vil- mundur um leið og alvaran skín úr andliti hans. „Ef þú vilt fallegan garð verður þú að hafa fyrir honum“ Vilmundur Hansen stofnaði hópinn Ræktaðu garðinn þinn á Facebook. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vilmundur hefur áhuga á öllu því sem tengist garðinum. Ljósmynd/Colourbox Viðskiptablaðinu sem fór síðan á hausinn í þeirri mynd sem það var þá. Ég hafði unnið sem blaðamaður víðar og fór að dunda mér við að safna saman greinum mínum sem ég hafði skrif- að í mörg ár. Þá datt mér í hug að stofna þennan hóp á Facebook og að setja greinarnar inn þar og á sama tíma bjóða upp á ráðgjöf tengda garð- inum,“ segir Vilmundur og heldur áfram að út- skýra hvernig hugmyndin vatt upp á sig. „Ég man hvað ég var hissa þegar komnir voru 100 meðlimir í hópinn, 1.000 meðlimir og svo koll af kolli.“ 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.