Morgunblaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 6
Nú er tími sumarblómanna og fólk farið að huga að því að bæta við litríkum
blómum í garðinn eða á svalirnar. Ljóst er að möguleikarnir eru svo miklu
fleiri en bara einfaldlega að stinga blómunum niður í beð. Margir kjósa frek-
ar að setja blómin í marga potta og raða þeim saman hér og þar. Einn
sem náð hefur góðum tökum á þeirri listgrein er danski garð-
yrkjumaðurinn og nú samfélagsmiðlastjarnan Claus Dalby.
MaríaMargrét Jóhannsdóttir | mariamargret@mbl.is
Hér sést hvað hægt er að
búa til skemmtilega stemn-
ingu með sumarblómum.
C
laus Dalby er gjarnan lýst sem
Mörthu Stewart Skandinavíu.
Hann hefur vakið mikla athygli
fyrir blómarækt þar sem hann
leggur sérstaka áherslu á að
rækta blóm í kerum, sem er sérstaklega hent-
ugt þegar pláss er af skornum skammti. Hann
hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum Insta-
gram þar sem sístækkandi fylgjendahópur
hans getur treyst á að fá andagift, hugmyndir
og ráðleggingar af ýmsu tagi.
Býður upp á fjölbreytta möguleika
Claus Dalby er mikill listamaður þegar
kemur að því að raða saman mörgum blóma-
kerum í öllum hugsanlegum litum. Það sem
heillaði Dalby við að rækta blóm í kerum var
hvað það býður upp á marga möguleika fyrir
öll hugsanleg svæði, hvort sem er úti á svölum,
í litlum garði eða stórum. Á síðasta ári gaf
hann út bókina Containers in the Garden þar
sem öll ráð hans og hugðarefni eru saman-
komin.
Alltaf ein tegund í hverjum potti
Það sem vekur athygli er hvað Dalby setur í
pottana. Venjulega freistast fólk til þess að
raða saman nokkrum tegundum sumarblóma í
einn stóran pott. Dalby kýs hins vegar að hafa
eina tegund í potti og segir kostinn við það
þann að þá er hægt að tryggja að uppstillingin
líti alltaf vel út. Um leið og ein planta byrjar að
fölna skiptir hann einfaldlega því keri út fyrir
eitthvað annað sem er í blóma. Stundum raðar
hann saman allt að tuttugu pottum og kerum
en hann er þó ekki með tuttugu mismunandi
blómategundir í
þeim. Kannski sex
til sjö tegundir
blóma. Þannig
nær hann fram
ákveðinni end-
urtekningu sem
gleður augað.
Dalby leggur mikla
áherslu á mikilvægi
þess að klippa af visn-
uð blóm bæði til þess að
halda snyrtilegu útliti
uppstillingarinnar en líka til
þess að hvetja plönturnar til að
framleiða fleiri blóm. Þetta ráð á ekki síð-
ur við um stjúpur eða fjólur.
Litur, lögun og áferð
Claus Dalby breytir litasamsetningu eftir
árstíðum. Á vorin er guli liturinn ráðandi með
einhverju sígrænu. Páskaliljur og túlípanar
eru þá í forgrunni. Um sumarið fá bleiku lit-
irnir að njóta sín og þá eru það dalíurnar sem
taka við. En til að aðalstjörnurnar njóti sín
sem best er hann með margar minna áberandi
plöntur sem fylla upp í hið sjónræna rými. Til
dæmis mælir Dalby með því að nota plöntur
sem hafa límónugræn blöð til þess að para með
dalíunum því það skapar skemmtilega and-
stæðu við dökk blöð dalíunnar. Þá er einnig
skemmtilegt að hafa nokkrar háar plöntur í
uppstillingunni. Hostur gætu verið tilvaldar í
potta enda fást þær í mörgum mismunandi lit-
um og stærðum en það þarf að vökva þær vel á
sumrin. Á veturna tekur Dalby dalíurnar inn,
hristir af þeim moldina
og vefur laukunum inn í
dagblöð. Svo geymir hann
laukana á köldum stað, þar sem hitastigið fer
ekki undir fimm gráður, til næsta vors.
Loks raðar Dalby blómapottunum hér og
þar og stillir þeim upp í mismunandi hæð til
þess að ná fram skemmtilegri stemningu.
Dalby leggur mikla áherslu á lit, lögun og
áferð plantnanna og byrjar strax á haustin að
skipuleggja litaáherslur næsta árs. Þá gengur
hann um með minnisbók með sér þar sem
hann skráir niður allar þær hugmyndir sem
hann fær meðan hann er að vinna í garðinum.
Hvar má nota blómapotta?
Vinsælt hefur verið að nota blómapotta til
þess að ramma inn aðalinngang húss en þá má
einnig nota til þess fylla í ákveðið tómarúm í
görðum, búa til flotta uppstillingu eða bæta við
lit þar sem vantar.
Athygli vekur að Dalby er
duglegur að nýta sér hina og
þessa hluti til þess að
skapa mismunandi hæð-
ir í pottauppstilling-
unum. Tröppur og
bekkir eru augljósir
kostir en svo má
einnig notast við
gamla viðarkassa
eða mandarínu-
kassa. Hægt er að
bæsa þá í einhverjum
lit eða bara hylja þá
með efni ef þeir eru ekki
mikið fyrir augað. Fyrir
handlagna væri upplagt að
útbúa bekki sem myndu þá líkj-
ast tröppum og hægt væri að stilla upp
fjölmörgum pottum þar á.
Það sem hafa þarf í huga
Það er margt að hafa í huga þegar tegundir
eru valdar í blómaker. Sumar tegundir þrífast
alls ekki vel í pottum eins og til dæmis flestar
lyngrósir eða vissar trjátegundir. Best er að
spyrja sérfræðinga í garðyrkjustöðvum áður
en ráðist er í fjárfestingar sem þessar. Þá þarf
að muna eftir að vökva vel blómakerin því
moldin þornar hraðar þar en í dæmigerðum
beðum. Loks er mikilvægt er að hafa bak við
eyrað að garður verður ekki til á núll-einni
heldur þróast hann með tíð og tíma. Fæstir
fara frá því að eiga enga blómapotta í að eiga
fjölmarga. Þetta tekur tíma og sjálfur er
Dalby enn að bæta við sitt eigið safn.
Blómapotta-
hvíslarinn frá
Danmörku
Claus Dalby nýtur
mikilla vinsælda.
Það er aldrei of mikið af
blómapottum í garðinum.
Hér raðar hann
pottum í tröppur
og er útkoman
skemmtileg.
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022