Morgunblaðið - 27.05.2022, Page 8

Morgunblaðið - 27.05.2022, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022 „Ræðst aldrei á garðinn þar sem hann er lægstur“ Á sdís Dungal er fædd og uppalin í miðborg Reykjavíkur en ákvað að flytja í sveitina þegar börnin fluttu að heiman. Nú býr hún í níu kíló- metra fjarlægð frá Egilsstöðum, á stað sem hún kallar Paradís. Staðurinn, þar sem hún býr, heitir Kaldá og er hann við bakka Kaldár. Það er ekki hefðbundinn garð- ur í kringum húsið hennar, heldur má segja að hún sé með skóg í garðinum. Ásdís býr á þessum fallega stað ásamt eig- inmanni sínum, Ævari Gíslasyni Dungal. Auk þeirra eru tvær hænur, köttur og hundur á landinu. „Ég ræðst aldrei á garðinn þar sem hann er lægstur og kem engum á óvart með uppá- tækjum mínum lengur, enda geri ég yfirleitt það sem mig langar að gera og allir löngu hættir að vera hissa á frúnni á Kaldá.“ Ásdís elskar að gera fallegt í kringum sig og að taka ljósmyndir af því sem hún er að gera hverju sinni. „Ég fer reglulega í Rauða krossinn, þar sem ég slæ tvær flugur í einu höggi með því Ásdís Dungal býr í fallegu húsi við Kaldá, nálægt Egils- stöðum. Segja má að hún sé með skóg í garðinum, þar sem hún ræktar hamp, býr til sápur og gerir alls konar spennandi hluti úti í náttúrunni. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ásdís Dungal og Ævar Gíslason Dungal njóta sín á heimili sínu, ekki síst á sumrin, en staðurinn er algjör paradís. Frúin á Kaldá kann að njóta lífsins. Það er ákveðinn lífsstíll fólginn í því að búa í sveitinni.Ásdís er nokkuð viss um að allar trjátegundir landsins megi finna í skóginum hennar. Skemmtileg blanda þar sem villt náttúran blandast við það sem heimafólkið hefur gert huggulegt á lóðinni sinni. Það er ýmislegt sem bendir til þess að Ásdís hafi eitt sinn verið miðborgarbarn. 5 SJÁ SÍÐU 10 Gömul stígvél verða að listaverki í höndum Ásdísar sem sér fegurðina í alls konar formum. Það er mismunandi hvaða blóm heilla Ásdísi hverju sinni en hún fer í gróðurhúsið sitt í apríl hvert ár að vinna og njóta sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.