Morgunblaðið - 27.05.2022, Síða 23

Morgunblaðið - 27.05.2022, Síða 23
Ég hef mikinn áhuga á lágtæknivélum og alls konar flækjustigum. Að gera einfalda hluti flóknari. Á undan þessu hafði ég gert litla met- angasvél sem gekk fyrir bananahýði, sem var kannski kveikjan að þessu. Að tengja jarðgerð við leik er ein leið til að kveikja áhugann og sá fræjum. Oft læra fullorðnir svo mikið af börn- unum sínum og leikvöllurinn finnst mér vera svo kjörið tækifæri til að virkja fullorðna fólkið, sem oft er bara áhorfendur á leikvellinum. Þetta skapar líka samtal. Það vita ekkert allir hvers vegna jarðvegurinn er mikilvægur og að nær- ingarefni grænmetis séu sem dæmi mismun- andi eftir gæðum jarðvegs.“ Mikið magn sem fer til spillis Í framtíðinni langar Björk mest að búa uppi í sveit og stunda einhvers konar sjálfsþurftar- búskap og skógrækt. „Ég hef líka mikla þörf fyrir að skapa, smíða og miðla þekkingu. Ég mun örugglega finna leið til að blanda þessu öllu saman.“ Er hægt að kaupa moltuleiktækið einhvers staðar? „Nei. Þetta var bara ein frumgerð sem varð eftir í Stokkhólmi og þetta var svo sem alltaf hugsað til að nota í almannarými. Þar sem ekk- ert varð úr lokasýningunni hjá Konstfack, sem er mjög stór árlegur viðburður í Stokkhólmi, endaði ég á að sýna hluta af leikvellinum í miðbæ Stokkhólms. Ég gerði svo myndband sem lifir áfram. En hver veit, kannski er einhver leiktækjaframleiðandi þarna úti sem er til í ein- hvers konar samvinnu og samstarf í framtíðinni. Fyrir komandi kynslóðir. Ég skora bara hér með á borg og bæjarfélög að gera íbúum auð- veldara fyrir að jarðgera lífrænan úrgang. Helst að sem flestir taki þátt í því sjálfir því þá fyrst fer fólk að átta sig á magninu sem fer til spillis.“ Leikmoltan sem Björk hann- aði er lágtæknivél með alls- konar flækjustigum. Björk hefur mikinn áhuga á umhverfis- málum og skógrækt. Börnin kunna vel við sig á leik- vellinum. Hann virkar þannig að fólk malar matarafganga sína, skýtur þeim í moltutunn- una og tunnunni er snúið með því að leika sér í hringekju sem tengd er við tunnuna. FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022 MORGUNBLAÐIÐ 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.